Morgunblaðið - 11.01.2014, Page 26

Morgunblaðið - 11.01.2014, Page 26
BAKSVIÐ Helgi Vífill Júlíusson helgivifill@mbl.is Arion banki hefur fyrstur íslenskra banka eftir bankahrun fengið láns- hæfismat frá alþjóðlegu matsfyrir- tæki. Standard & Poor’s gaf bank- anum lánshæfiseinkunnina BB+ með stöðugum horfum. Höskuldur Ólafsson, forstjóri Arion banka, sagði á blaðamannafundi í gær, að það væri góð einkunn þegar tekið sé mið af lánshæfismati íslenskra rík- isins sem sé einu þrepi ofar. Láns- hæfismat ríkisins er BBB- með nei- kvæðum horfum. Hann sagði að það væri ekki búið að ákveða hvenær ráðist verði í skuldabréfaútgáfu með nýtt lánshæfismat í farteskinu. Alla jafna ákvarðar lánshæfisein- kunn ríkja hæstu mögulegu ein- kunn sem fyrirtæki í landinu geta fengið þar sem þau fá ekki betra lánshæfi en ríkið. Fram kemur í tilkynningu frá Ar- ion að mat S&P byggist m.a. á því að eiginfjárstaða bankans sé sterk, lausafjárstaðan sömuleiðis og góð arðsemi af rekstri hans. Áhætta í rekstri bankans sé í meðallagi. End- urskipulagningu lánasafns sé að mestu leyti lokið og S&P telur að frekari niðurfærslur verði að öllum líkindum takmarkaðar. Fram kem- ur í mati S&P að starfsumhverfi bankans sé áhættusamt. Betra lánshæfi en ÍLS Stefán Pétursson, framkvæmda- stjóri fjármálasviðs Arion banka, sagði á fundinum að bankinn væri með betra lánshæfismat en Lands- virkjun og Íbúðalánasjóður sem séu með ríkisábyrgð. Höskuldur sagði að lánshæfisein- kunn frá alþjóðlegu matsfyrirtæki muni bæta aðgengi bankans að er- lendum fjármálamörkuðum. Fyrir ári síðan lauk Arion banki 11,2 milljarða skuldabréfaútboði í norsk- um krónum. Það var fyrsta var fyrsta erlenda skuldabréfaútgáfa ís- lensks fjármálafyrirtækis frá árinu 2007. Fram hefur komið í Morg- unblaðinu að kjörin á lántökunni séu nokkuð há og að það sé krefj- andi verkefni að ná að lána pen- ingana til viðskiptavina með hagn- aði. Ráðist var í útgáfuna til að „brjóta ísinn,“ var haft eftir heim- ildarmönnum, og því var hún smá í sniðum. Stefán sagði að hópur alþjóðlegra fjárfesta vilji einungis fjárfesta í skuldabréfum fyrirtækja með al- þjóðlegt lánshæfismat, líkt Arion hafi nú, og því hafi mengi þeirra sem séu reiðubúnir að kaupa skuldabréf bankans stækkað. „Von- andi mun lánshæfið leiða til þess að lánskjörin batni,“ sagði hann. Fram hefur komið í Morgun- blaðinu að endurreisn íslenska bankakerfisins verði ekki að fullu lokið fyrr en viðskiptabankarnir hafa fengið eðlilegan aðgang að al- þjóðlegum fjármálamörkuðum. Lánshæfismatið er skref í átt að því. Bankar þurfa erlenda fjár- mögnun til þess að geta þjónustað ýmis íslensk fyrirtæki sem þurfa aðgang að erlendu lánsfé t.d. út- gerðir, olíufélög og skipafélög. Morgunblaðið/Golli Ríkið þrepi ofar Höskuldur Ólafsson, forstjóri Arion banka, sagði á blaðamannafundi í gær, að lánshæfismat S&P á bankanum sé gott þegar tekið sé mið af lánshæfismati íslenska ríkisins sem sé einu þrepi ofar. Fyrsta alþjóðlega lánshæfismat banka  Arion fékk fyrstur banka alþjóðlegt lánshæfismat eftir hrun 26 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. JANÚAR 2014 Eimskip hefur samið um lækkun á verði nýs skips sem er í smíðum í Kína um 750 þús- und Bandaríkja- dali, jafnvirði 87 milljóna króna. Skipið átti að vera tilbúið til afhend- ingar á fyrsta fjórðungi 2014. Nú liggur fyrir nýtt samkomulag þar sem skipið verður afhent á öðrum ársfjórðungi. Þetta kemur fram í til- kynningu. Á árinu 2011 samdi Eimskip við Rongcheng Shenfei í Kína um smíði á tveim gámaskipum. Afhending á seinna skipinu mun einnig tefjast. Áð- ur hafði félagið lækkað kaupverðið á skipunum um 10 milljónir dala. Samið um lægra verð  Skip fyrir Eimskip í smíðum í Kína Eimskip Skipaflot- inn stækkaður. ÍSLENSK HÖNNUN ÍSLENSK FRAMLEIÐSLA ÁLAFOSS Álafossvegur 23, Mosfellsbær Opið: Mánud. - Föstud. 09:00 - 18:00 Laugard. 09:00 - 16:00 www.alafoss.is flísar fyrir vandláta PORCELANOSA Skútuvogi 6 - Sími 568 6755

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.