Morgunblaðið - 16.01.2014, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 16.01.2014, Blaðsíða 1
F I M M T U D A G U R 1 6. J A N Ú A R 2 0 1 4 Stofnað 1913  13. tölublað  102. árgangur  –– Meira fyrir lesendur FYLGIR MEÐ MORGUNBLAÐINU Í DAG AUÐLINDIR HEIMSINS EKKI ÓÞRJÓTANDI ÍSLENDINGAR DJARFARI Í FERÐALÖGUM OPNUMYNDIN EYJAFJALLA- JÖKULL VIÐSKIPTABLAÐ FRÖNSK KVIKMYNDAHÁTÍÐ 42KRISTÍN VALA 10 Morgunblaðið/Rósa Braga Flott Frá tískusýningu á Grund í október sl. Sýningin var glæsileg. Ingveldur Geirsdóttir ingveldur@mbl.is Þótt verið sé að byggja ný hjúkr- unarheimili fyrir aldraða í Reykja- nesbæ og á Egilsstöðum mun hjúkr- unarrýmunum á þessum stöðum ekki fjölga neitt að ráði. Í mars verður nýtt hjúkrunar- heimili opnað á Nesvöllum í Reykja- nesbæ. Þar verður pláss fyrir 60 manns. Í staðinn á að loka Garð- vangi í Garði þar sem eru 39 rými og flytja íbúa yfir á nýja heimilið. Einn- ig á að loka 18 hjúkrunarrýmum á sjúkrahúsinu. Því bætast aðeins þrjú rými við. Á Egilsstöðum og Eskifirði er verið að byggja heimili sem samtals munu rúma 50 manns. Eldri húsa- kynnum verður lokað í staðinn og því bætast aðeins fimm rými við. Alls bíða 279 eldri borgarar nú eftir plássi á hjúkrunarheimili. Í skýrslu Haraldar L. Haralds- sonar hagfræðings kemur fram að ríkið hafi fengið 6,5 milljarða í gegn- um Framkvæmdasjóð aldraðra á ár- unum 2010 til 2013 en aðeins varið 1,5 milljörðum í uppbyggingu fyrir aldraða. »12 Fjölgar lítið þótt ný hús rísi  Eldri rýmum lokað þegar ný bætast við Baldur Arnarson Anna Lilja Þórisdóttir „Það ræðst af því hvernig Gunnar Birgisson heldur áfram að haga sér. Gunnar er meira í útlöndum núorðið en á Íslandi. Það var meirihlutafund- ur í dag [í gær]. Hann lét að sjálf- sögðu ekki sjá sig,“ sagði Ómar Stef- ánsson, oddviti Framsóknar- flokksins í Kópavogi, spurður hvort meirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks muni halda. Framsóknarmenn telji ekki ástæðu til að slíta meirihlutanum „að svo komnu máli“ en Ómar segir þol- inmæði gagnvart Gunnari á þrotum. Mikill titringur er í bæjarstjórn Kópavogs eftir að Gunnar greiddi at- kvæði með minnihlutanum um að- gerðir í húsnæðismálum, þvert á af- stöðu Ármanns Kr. Ólafssonar, bæjarstjóra Kópavogs. Hugðist Ómar ræða framhaldið við Ármann og Rannveigu Ásgeirs- dóttur, formann bæjarráðs, eftir bæjarráðs í fund í dag. Bíða með yfirlýsingar Ómar sagði það hafa verið ákveðið á skyndifundi Framsóknar í gær- kvöldi að Ármann og Rannveig myndu „ekki lesa um framhaldið í blöðunum“. Ármann fullyrti í samtali við Morgunblaðið að Gunnar og Guðríð- ur Arnardóttir, bæjarfulltrúi Sam- fylkingar, hefðu tekið höndum sam- an í atlögu gegn sér í aðdraganda prófkjörs Sjálfstæðisflokksins. Tímasetningin væri ekki tilviljun. Gunnar vísaði þessu á bug í síma- viðtali frá Noregi og kvaðst ekki hafa vitað af tillögu minnihlutans fyrr en hún var borin upp í bæjarstjórn. „Ármann og Bragi Mikaelsson, formaður fulltrúaráðs, lögðu ríka áherslu á það fyrir tveimur árum þegar meirihlutaviðræður fóru fram að mynda meirihluta með Samfylk- ingu og Vinstri grænum. Maður sem getur ekki tekið ákvarðanir um mál, eins og félagslegar íbúðir, er að skýla sér á bak við að einhver sé að ráðast á hann. Það er alls ekki svo.“ Spurður hvort hann sé reiðubúinn að draga úr störfum í bæjarstjórn, að kröfu Framsóknarflokksins, sagðist Gunnar mundu halda sínu striki og starfa út kjörtímabilið. MGjá að myndast »6 Þolinmæðin gagnvart Gunnari þrotin  Ræða málin eftir bæjarráðsfund í dag Morgunblaðið/Golli Framsókn fundar Ómar Stefánsson og Una Margrét Óskarsdóttir, varabæjarfulltrúi Framsóknar. Skýrist síðar í vikunni » Stjórn fulltrúaráðs Sjálf- stæðisflokksins í Kópavogi fundaði um stöðuna í gær. » Bragi Mikaelsson, formaður ráðsins, sagði framhaldið mundu skýrast eftir fund stjórnarinnar með bæjar- fulltrúum á næstu dögum. Landeigandi við Stóru-Laxá telur hverfandi líkur á að sú tilhögun sem rætt er um við virkjun á efri hluta Stóru- Laxár í Hreppum hafi neikvæð áhrif á fiskgengd í ánni. Rennsli ætti að verða jafnara yfir árið. „Sveiflur eru slæmar fyrir fiskinn og mér sýnist sem leikmanni að virkjun yrði frekar til bóta en hitt,“ segir Hörður Harð- arson, bóndi í Laxárdal. Esther Guðjónsdóttir, formaður Veiðifélags Stóru- Laxár, telur að áhrif virkjunar gætu hugsanlega verið já- kvæð en tekur fram að ekki sé tímabært að taka afstöðu til virkjunaráforma fyrr en niðurstöður rannsókna liggja fyrir. Við frumhönnun virkjunarinnar er reynt að draga úr stærð lóna til að minnka umhverfisáhrif. Vatn árinnar verður leitt framhjá Laxárgljúfrum en á að koma í Stóru-Laxá fyrir ofan helstu laxveiðisvæði árinnar. »14 Jafni rennsli Stóru-Laxár  Unnið að frumhönnun virkjunar  Sveiflur slæmar Morgunblaðið/RAX Flóð Veður á hálendinu hefur áhrif á rennsli árinnar.  Samband ís- lenskra sveitar- félaga telur vinnufyrir- komulag grunn- skólakennara ókost. Því er skipt niður til tiltekinna verk- efna samkvæmt kjarasamningi, en sambandið telur að skólastjórar þyrftu að hafa meira um það að segja. Þessu er formaður Félags grunn- skólakennara ósammála og segir vinnutíma kennara ekki hafa haml- andi áhrif á skólastarf. Engin fag- leg rök séu fyrir breytingu. »20-21 Vinnufyrirkomulag kennara ókostur Lærdómur Úr grunnskólastarfi. Þessi gæsahópur var feginn brauðmolum sem vegfarendur höfðu í poka- horninu við Tjörnina í Reykjavík. Lítið hefur verið um slíkar gjafir frá mannfólkinu að undanförnu enda hefur hver djúpa lægðin rekið aðra að undanförnu og fáir verið á ferli. Nú hefur veðrið skánað og fleiri eru á vappi í miðborginni. Mildu veðri er spáð fram yfir helgi. vidar@mbl.is Stilla í kjölfar storma og hægviðri í spákortunum Morgunblaðið/Ómar Brauðmolunum fegnar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.