Morgunblaðið - 16.01.2014, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 16.01.2014, Blaðsíða 42
42 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. JANÚAR 2014 Síðumúla 11, 108 Reykjavík, sími 568 6899, vfs@vfs.is www.vfs.is Band- slípivélar 3 Kw 75x2000 og 150x2000 Verð frá kr. 134.900.- Bandsög Vökvastýrð niðurfærsla og lokun á skrúfstykki Sagar rúnnstál - 230 mm 90° - 210 mm vinstri og hægri Öflug iðnaðarsög blaðstærð 2825x27x0,9 Tilboðsverð kr. 889.900.- Borvél gírdrifin Borgeta í stál 30 mm Snittun í stál 16 mm Snúningshraðasvið 105-2348 sn/mín Verð kr. 695.000.- Bandsög vökvastýrð niðurfærsla Sagar rúnnstál - 220 mm í 90° - 160 mm í 45° Blaðstærð 2450x27x0,90 Verð kr. 495.000.- Iðnaðarvélar fyrir fagmenn Sandblásturskassi Innri mál 1200x600x570mm Verð kr. 269.000.- María Margrét Jóhannsdóttir mariamargret@mbl.is Franska kvikmyndahátíðin hefst á föstudag og stendur til 30. janúar. Ljóst er að unnendur gaman- og spennumynda fá að þessu sinni mikið fyrir sinn snúð. Mikil áhersla er lögð á kvikmyndir í létt- um dúr en minn- isstætt er þegar myndin The Art- ist sló í gegn hér á landi og það er aldrei að vita nema annar slík- ur gullmoli leynist meðal þeirra mynda sem nú rata á hvíta tjaldið. Íris Hrund Þórarinsdóttir, vís- inda- og menningarfulltrúi franska sendiráðsins, segir myndirnar níu fjölbreyttar og í raun spanna allt lit- rófið. „Við leggjum áherslu á að velja aðeins gæðamyndir sem sýna vel fjölbreytileikann í franskri kvik- myndagerð og allir ættu að geta fundið sér myndir við sitt hæfi. Í fyrra voru dramatískar myndir áberandi á hátíðinni eins og til dæm- is Ryð og bein en í ár er hins vegar meiri áhersla lögð á gamanmyndir þó aðrir flokkar fái einnig að njóta sín. Í hópi gamanmynda ber hæst myndina Eyjafjallajökul sem fékk meira en tvær milljónir áhorfenda á nokkrum vikum í Frakklandi en það er ekki á hverjum degi sem frönsk mynd ber íslenskt heiti,“ segir Íris. Óvæntur smellur „Aðrar myndir sem vert er að nefna eru til dæmis gamanmyndin Ég um mig og mömmu en hún sló rækilega í gegn í Frakklandi og er hér á ferðinni óvæntur smellur; þá verða einnig sýndar tvær teikni- myndir sem höfða til barna, Mál- verkið og Samþykktur til ættleið- ingar, en þær eru mjög ljóðrænar og ólíkar því sem við eigum almennt að venjast. Loks ber að nefna nýjustu mynd leikstjórans Romans Polanski, Venus í feldi, en hún hefur vakið mikla athygli og við erum mjög lán- söm að fá hana. Við miðum valið út frá því hvernig myndunum hefur verið tekið erlendis og reynum að velja aðeins bestu myndirnar en frönsk kvikmyndamenning hefur mikið fram að færa,“ segir Íris. Hláturtaugarnar kitlaðar  Frönsk kvikmyndahátíð hefst á morgun  Áhersla lögð á myndir í léttari kantinum  Fjölbreyti- leiki franskrar kvikmyndagerðar í fyrirrúmi  Sýna franska gamanmynd með íslenskt heiti Íris Hrund Þórarinsdóttir Eyjafjallajökull Opnunarmynd hátíðarinnar ætti að höfða til Íslendinga. Guillaume Óvænti smellurinn?Einn á báti Cluzet lék í Intouchables. Gaman Léttleikinn er í fyrirrúmi í kvikmyndinni Konurnar á 6. hæð. Venus í feldi Leikstjóri: Roman Polanski Gamanmynd um Thomas sem leitar að réttu leikkonunni og er við það að gefast upp. Á þeirri stundu birtist leikkona að nafni Vanda. Ekki er hún aðeins þurfandi og örvæntingarfull, heldur mætir hún með búninga og kann hlutverkið utan að. 38 vitni Leikstjóri: Lucas Belvaux Dramatísk mynd í léttum dúr um unga stúlku sem er myrt nótt eina í Le Havre og engin vitni virðast vera að morðinu – þar til Pierre hefur upp raust sína. Þessa nótt heyrði hann nokkuð sem mun breyta öllu. Eyjafjallajökull Leikstjóri: Alexandre Coffre Fyrrverandi hjón sem fyrirlíta hvort annað ætla að mæta í brúðkaup dóttur sinnar í Grikk- landi en þurfa að grípa til sinna ráða þegar eldgosið í Eyja- fjallajökli setur strik í ferðaáætl- anir þeirra. Ég um mig og mömmu Leikstjóri: Guillaume Gallienne Gamansöm sjálfsævisaga leik- arans Guillaume Gallienne sem fjallar um samskipti hans við móður sína, kynhneigð hans og aðdáun á konum. Aðeins þú Leikstjóri: Gérald Hustache- Mathieu Spennusagnahöfundur rann- sakar lát ungrar fegurðardísar sem taldi sig vera Marilyn Monroe endurfædd og virðist hafa framið sjálfsmorð en ekki er allt sem sýnist. Einn á báti Leikstjóri: Christophe Offenstein Dramatísk mynd um Yann Kerma- dec sem tekur þátt í keppni um að sigla umhverfis hnöttinn. Allt breytist þó þegar hann uppgötvar að laumufarþegi leynist um borð. Málverkið Leikstjóri: Jean-Francois Laguio- nie Teiknimynd um hvernig verur í málverki vakna til lífsins og lenda í ýmsum ævintýrum. Samþykktur til ættleiðingar Leikstjóri: Jung Sik-jun og Laur- ent Boileau Teiknimynd um Jung sem var ættleiddur ungur frá Kóreu og fjallar myndin meðal annars um upplifun hans og aðlögun að lífi með nýrri fjölskyldu. Konurnar á 6. hæð Leikstjóri: Philippe Le Guay Gamanmynd um hvernig líf íhaldssamra hjóna tekur stakka- skiptum þegar þau kynnast hópi spænskra kvenna sem búa á sjöttu hæð. Nánari upplýsingar um hátíðina má finna á heimasíðunni fff.is. Franskar og forvitnilegar FRANSKA KVIKMYNDAHÁTÍÐIN Polanski Venus undir feldi er gamanmynd eftir Roman Polanski. Myndlistarmaðurinn og rithöfund- urinn Jón B.K. Ransu hefur hafið fimmtán daga söfnun á vefsvæðinu Karolina Fund, til að fjármagna útgáfu nýrrar bókar sinnar um myndlist, Málverkið sem slapp út úr rammanum. Er hún framhald bókarinnar Listgildi samtímans – Handbók um samtímalist á Íslandi sem hann sendi frá sér fyrir um tveimur árum. Ransu segir hönnun verksins nánast vera lokið. Fyrst í stað ætl- aði hann að hafa myndirnar í bók- inni í svarthvítu, og þá hefði prentunin verið mun ódýrari, en svo skipti hann um skoðun og tel- ur nú mikilvægt að prenta að minnsta kosti hluta síðnanna í lit. „Ég fjalla til dæmis um verkið Grænar ár eftir Ólaf Elíasson, og sérstaklega um litinn í málverki eftir Þorra Hringsson. Þessi verk verður eiginlega að prenta í lit,“ segir hann. Lágmarksmarkmið fjármögn- unarinnar er 80.000 krónur, sem jafngildir einni örk í litprentun. Aðalmarkmiðið er hins vegar að ná 450.000 krónum, sem er prent- kostnaðurinn í heild sinni. „Þetta er í raun eins og forsala eða áskrift að bókinni. Fyrir 2.000 krónur fær viðkomandi til dæmis sent ein- tak. Þá er líka hægt að greiða meira og fá árit- að eintak, eða kaupa fleiri ein- tök,“ segir Ransu og kveðst bjóða upp á tilboð fyrir fyrirtæki. Hann telur að með vefsjóðum sem þessum opnist nýjar leiðir fyrir fólk til að taka þátt í verkefnum að ýmsu tagi. „Í þessi nýju bók fjalla ég fyrst og fremst um málverkið,“ segir hann. „Ég skrifa um breytingar sem komu fram í hugsun um mál- verkið eftir að ljósmyndavélin kom fram á sjónarsviðið. Málverkið var kallað „hin göfunga grein málara- listar“, og þurfti ákveðna þekk- ingu og hæfni til að búa til slíkar myndir. En þegar ljósmyndavélin kom fram tók hún að nokkru yfir hinn myndræna þátt. Þá sat eftir spurningin: Hvað er málverk?“ Síða söfnunarinnar er www.kar- olinafund.com/project/view/253 Söfnun fyrir lit- prentun bókar  Jón B.K. Ransu skrifar um málverkið Jón B.K. Ransu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.