Morgunblaðið - 16.01.2014, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 16.01.2014, Blaðsíða 43
MENNING 43 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. JANÚAR 2014 Fluguveiðiráð Stefáns JónsHafstein og félaga hans,ljósmyndarans LárusarKarls Ingasonar, er að sögn þeirra bók um hugmyndir. Í formála útskýrir Stefán Jón mark- miðið sem þeir leggja upp með: „Að tileinka sér gildar aðferðir leiðir af sér góðar hug- myndir og mark- vissari veiði. Ég tók eftir því nokkru eftir að ég byrjaði að veiða á flugu að ánægjan jókst mikið þegar veiðin hætti að snúast um heppni. Ég fór að sækja fiska í krafti þekkingar og reynslu sem smám saman safnaðist með hjálp góðra veiðimanna. Mér finnst miklu skemmtilegra að veiða fisk eins og ég ákveð að veiða hann heldur en þegar hann slysast á flug- una. Þess vegna fjallar þessi bók um markvissa veiði.“(7) Eins og þeir þekkja sem hafa fylgst með langlífum fréttavef Stef- áns Jóns, Flugur.is, þá er hann kapp- samur fræðari og á gott með að sannfæra lesendur um að hann fari ekki með neitt fleipur. Undirritaður sótti þangað í upphafi veiðiferilsins ýmis ráð í leit að þekkingu og hér hefur Stefán tekið saman í bók allra- handa upplýsingar og ráð sem eink- um ættu að koma hinum lítt reyndu að góðum notum við leitina að fiskum í straum- sem stöðuvötnum. Og von- andi gengur þeim betur eftir lest- urinn að fá fiskana til að taka flug- una. Bókin skiptist í átta kafla eða „ráð“. Gefin eru allrahanda ráð sem eiga að gagnast í glímu við lax, sjó- bleikju og urriða, sagt er hvernig eigi að bera sig að við vatnaveiði og með ólíkum flugum: straumflugum, þurr- flugum og púpum. Framsetning efnisins er lifandi og með miklum ágætum. Textinn er yf- irleitt knappur, fleygaður með út- skýringartextum og svo er bókin ríkulega myndskreytt. Lárus Karl er einn reyndasti veiðiljósmyndari landsins og myndasafn hans hefur nýst vel við hönnunina; hér er fjöl- breytilegt úrval mynda af veiðimönn- um við ýmiskonar aðstæður, af flug- um, stöngum og svo vitaskuld fiskum. Sérstaklega má minnast á ágætt úrval mynda af fiskum undir yfirborðinu sem og fínar myndir af flugum í vatninu. Stundum hafa skýringarmyndir verið dregnar inn á myndir, til dæm- is þar sem útskýrt er hvernig eigi að vippa línu, hvernig eigi að veiða strengi með sem markvissustum hætti og mismunandi dýpi sem veitt er á. Það er vel gert og hefði mögu- lega mátt gera enn meira af. „Lokaráð“ er síðasti kafli bók- arinnar, með samantekt og góðum ábendingum. Sumt gjörþekkja þeir sem eitthvað hafa veitt á fjölbreyti- legan hátt með flugu, eins og það sem tengist línuþyngdum og við- bragðinu þegar fiskur tekur – þótt alltaf megi rifja það upp. Á öðru er nauðsynlegt að hamra, eins og sjálf- sögðum siðareglum veiðimanna: „Regla númer eitt er að skilja ekkert eftir nema sporin sín. Höfuðsynd veiðimanns er að henda frá sér sígar- ettustubbum á bakkanum og ónýtu girni í flækju. Öldósir sem troðið er undir steina eru engin náttúruprýði. Sama gildir um plastpoka og rifrildi af umbúðum.“ Allt þetta eiga menn að geta sagt sér sjálfir en þarf því miður sífellt að hnykkja á. Eins er það með svo margt í þessari ágætu bók, sem er útskýrt á aðgengilegan og auðskiljanlegan hátt. Við vitum margt af þessu og þekkjum, mörg hver, og njótum samt að lesa, en þeir sem hafa áhuga á að ná betri árangri við veiðar geta lært ýmislegt af bók- inni. Eflaust eiga margir eftir að rýna í boðskapinn, sér til gagns, og verða betri veiðimenn fyrir vikið. Ráð fyrir þá sem vilja veiða fiska með markvissari hætti Handbók Fluguveiðiráð bbbmn Eftir Stefán Jón Hafstein. Ljósmyndir eftir Lárus Karl Ingason. Ljósmynd – útgáfa, 2013. Innb. 144 bls. EINAR FALUR INGÓLFSSON BÆKUR Fjölbreytileg Í bókinni hafa höfundar tekið saman fjölbreytileg ráð fyrir þá sem vilja ná betri árangri við veiðar með flugu, við ólíkar aðstæður. Stefán Jón Hafstein Lárus Karl Ingason Tónleikar með Good Moon Deer, Just Another Snake Cult og DJ flugvél og geimskip fara fram á Harlem í kvöld. Tilgangur tónleikanna í kvöld mun vera þríþættur eftir því sem fram kemur í tilkynningu frá skipu- leggjendum. Í fyrsta lagi leggur Good Moon Deer land undir fót hinn 22. janúar nk. þegar sveitin tekur þátt í Nordisk 2014, ferða- tónleikahátíð í Danmörku, Fær- eyjum og að lokum á Íslandi. Með þeim í för verða þrjú erlend bönd, þ.e. Sekuoia frá Danmörku, Byrta frá Færeyjum og Sea Change frá Noregi. Tónleikarnir á Harlem eru ætlaðir til að standa straum af ferðalögum hljómsveitarinnar. Í öðru lagi verður frumsýnt nýtt myndefni með Good Moon Deer sem haldast á í hendur við tónleika- flutning sveitarinnar á tónleika- ferðalaginu. Og í þriðja lagi er ætl- unin að skemmta og gleðja tónleikaþyrsta Íslendinga. Good Moon Deer á Harlem í kvöld Stuð Tónlistarmenn kvölsins hyggj- ast skemmta og gleðja. Suðurlandsbraut 50 (Bláu húsin við Faxafen) ◊ 108 Reykjavík ◊ Sími 588 4499 ◊ mostc.is ◊ Möst.C Opið alla virka daga 12-18 og laugardaga frá 11-16 Tískuvöruverslun fyrir konur á öllum aldri HLÖKKUM TIL AÐ SJÁ ÞIG! 50%AFSLÁTTUR AFÖLLUM VÖRUM Í BÚÐINNI HVERFISGATA 19551 1200 LEIKHUSID.IS MIDASALA@LEIKHUSID.IS leikhusid.is ÓVITAR – „Kraftmikil og litskrúðug sýning.“ JVJ Fréttablaðið Englar alheimsins (Stóra sviðið) Lau 18/1 kl. 19:30 61.sýn Lau 25/1 kl. 19:30 aukas. Fös 7/2 kl. 19:30 71.sýn. Sun 19/1 kl. 19:30 aukas. Fim 30/1 kl. 19:30 65.sýn Fim 13/2 kl. 19:30 72.sýn. Mið 22/1 kl. 19:30 62.sýn Fös 31/1 kl. 19:30 69.sýn Fös 14/2 kl. 19:30 73.sýn Fim 23/1 kl. 19:30 63.sýn Fim 6/2 kl. 19:30 70.sýn. Sun 23/2 kl. 19:30 74.sýn Veilsa aldarinnar - leikrit ársins 2013. ÓVITAR (Stóra sviðið) Sun 19/1 kl. 13:00 26.sýn Sun 2/2 kl. 13:00 28.sýn Sun 16/2 kl. 13:00 30.sýn Sun 26/1 kl. 13:00 27.sýn Sun 9/2 kl. 13:00 29.sýn Kraftmikil og litskrúðug sýning, þar sem börn á öllum aldri fara á kostum! Þingkonurnar (Stóra sviðið) Fim 16/1 kl. 19:30 8.sýn Fös 24/1 kl. 19:30 10.sýn Lau 8/2 kl. 19:30 12.sýn Fös 17/1 kl. 19:30 9.sýn Lau 1/2 kl. 19:30 11.sýn Jólafrumsýning Þjóðleikhússins í leikstjórn Benedikts Erlingssonar. Pollock? (Kassinn) Lau 18/1 kl. 19:30 Fös 31/1 kl. 19:30 Lau 1/2 kl. 19:30 Skemmtilegt leikrit með framúrskarandi leikurum. Síðustu sýningar. Karíus og Baktus (Kúlan) Lau 18/1 kl. 13:30 Sun 26/1 kl. 16:00 Sun 9/2 kl. 16:00 Lau 18/1 kl. 15:00 Sun 2/2 kl. 16:00 Sun 16/2 kl. 16:00 Karíus og Baktus bregða á leik. Áfram Mið-Ísland (Þjóðleikhúskjallarinn) Fim 16/1 kl. 20:00 3.sýn Lau 18/1 kl. 22:30 Aukas. Lau 25/1 kl. 20:00 8.sýn Fös 17/1 kl. 20:00 4.sýn Fim 23/1 kl. 20:00 6.sýn Lau 25/1 kl. 22:30 Aukas. Fös 17/1 kl. 22:30 Aukas. Fös 24/1 kl. 20:00 7.sýn Lau 18/1 kl. 20:00 5.sýn Fös 24/1 kl. 22:30 Aukas. Ef hláturinn lengir lífið stefnir Mið-Ísland á ódauðleika! Óraunveruleikir (Kassinn) Fim 16/1 kl. 20:00 Frums. Lau 25/1 kl. 20:00 Fös 17/1 kl. 20:00 Sun 26/1 kl. 20:00 Miðasala | 568 8000 | midasala@borgarleikhus.is Mary Poppins (Stóra sviðið) Fös 17/1 kl. 19:00 Lau 25/1 kl. 13:00 Mið 5/2 kl. 19:00 aukas Lau 18/1 kl. 13:00 Sun 26/1 kl. 13:00 Fim 6/2 kl. 19:00 aukas Sun 19/1 kl. 13:00 Fim 30/1 kl. 19:00 Fös 7/2 kl. 19:00 aukas Mið 22/1 kl. 19:00 aukas Lau 1/2 kl. 13:00 aukas Lau 8/2 kl. 13:00 aukas Fös 24/1 kl. 19:00 Sun 2/2 kl. 13:00 aukas Sun 9/2 kl. 13:00 lokas Súperkallifragilistikexpíallídósum! Síðustu sýningar! Jeppi á Fjalli (Gamla bíó í janúar, Hof í febrúar) Fim 16/1 kl. 20:00 Sun 19/1 kl. 20:00 Lau 1/2 kl. 20:00 í Hofi Fös 17/1 kl. 20:00 Lau 25/1 kl. 20:00 Sun 2/2 kl. 20:00 í Hofi Lau 18/1 kl. 20:00 Sun 26/1 kl. 20:00 Sýnt í Gamla bíói í Janúar. Tvær sýningar í Hofi á Akureyri í Febrúar. Hamlet (Stóra sviðið) Fim 16/1 kl. 20:00 3.k. Lau 25/1 kl. 20:00 aukas Sun 9/2 kl. 20:00 Lau 18/1 kl. 20:00 4.k. Sun 26/1 kl. 20:00 7.k. Fös 14/2 kl. 20:00 Sun 19/1 kl. 20:00 5.k. Fös 31/1 kl. 20:00 8.k. Lau 15/2 kl. 20:00 Fim 23/1 kl. 20:00 6.k. Sun 2/2 kl. 20:00 Frægasta leikrit allra tíma. Ný kynslóð, nýjir tímar, nýr Hamlet. Óskasteinar (Nýja sviðið) Fös 31/1 kl. 20:00 frums Fim 13/2 kl. 20:00 7.k Sun 23/2 kl. 20:00 14.k Lau 1/2 kl. 20:00 2.k Fös 14/2 kl. 20:00 aukas Þri 25/2 kl. 20:00 15.k Sun 2/2 kl. 20:00 3.k Lau 15/2 kl. 20:00 8.k Fös 28/2 kl. 20:00 16.k Þri 4/2 kl. 20:00 4.k Sun 16/2 kl. 20:00 9.k Sun 2/3 kl. 20:00 17.k Mið 5/2 kl. 20:00 aukas Þri 18/2 kl. 20:00 10.k Þri 4/3 kl. 20:00 18.k Lau 8/2 kl. 20:00 aukas Mið 19/2 kl. 20:00 11.k Mið 5/3 kl. 20:00 19.k Sun 9/2 kl. 20:00 5.k Fim 20/2 kl. 20:00 aukas Lau 8/3 kl. 20:00 20.k Þri 11/2 kl. 20:00 6.k Fös 21/2 kl. 20:00 12.k Sun 9/3 kl. 20:00 21.k Mið 12/2 kl. 20:00 aukas Lau 22/2 kl. 20:00 13.k Glænýtt verk eftir Ragnar Bragason. Grátt gaman með ógæfufólki á leikskóla Hamlet –★★★★ – SGV, Mbl

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.