Morgunblaðið - 16.01.2014, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 16.01.2014, Blaðsíða 30
30 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. JANÚAR 2014 ✝ Unnur Guð-mundsdóttir fæddist 1. desem- ber 1926 í Drápu- hlíð í Helgafells- sveit. Hún lést á hjúkrunarheim- ilinu Sóltúni í Reykjavík 5. jan- úar 2014. For- eldrar hennar voru hjónin Kristín Sig- urðardóttir, f. á Berserkjahrauni 6. nóvember 1902, d. 6. júlí 1991, og Guð- mundur Jóhannsson, f. í Drápu- hlíð 18. september 1896, d. 20. júní 1984. Unnur var næstyngst í fjögurra systkina hópi. Elstur var Hinrik, f. 1923, d. 1999, næst- elst Klara, f. 1925, þá Unnur og 1977, í sambúð með Fróða H. Is- aksen, og Erlu, f. 1982, gift Erni Viðari Grétarssyni, börn þeirra eru Jóhannes Bjarki Birkisson, Aldís Kara og Steinunn Birna Arnardætur. 2) Kristrún, f. 19. maí 1963, fyrrverandi eig- inmaður Finnbogi Albertsson, f. 9. nóvember 1960, og eiga þau tvö börn, Evu, f. 1986, í sambúð með Hannesi Bjarka Vigfússyni, þau eiga soninn Matthías Orra, og Albert, f. 1989, í sambúð með Bergrúnu Snæbjörnsdóttur. Unnur lauk námi við barna- skóla á Skildi í Helgafellssveit og stundaði síðan nám við Hús- mæðraskólann á Staðarfelli í Dalasýslu. Hún flutti með fjöl- skyldunni frá Drápuhlíð til Stykkishólms og þaðan hleypti hún heimdraganum ung að árum og flutti til Reykjavíkur. Unnur vann ýmis störf en lengst af í eld- húsi Pósts og síma í Reykjavík. Útför Unnar fer fram frá Fossvogskirkju í dag, 16. janúar 2014, kl. 13. yngstur Reynir, f. 1937. Unnur giftist 30. desember 1950 Jó- hannesi Jósepi Kristjánssyni, f. í Borgarnesi 31. októ- ber 1926, d. 23. nóv- ember 1975. For- eldrar hans voru hjónin Kristján Magnússon, f. á Breiðabólstað, 25. ágúst 1895, d. 16. september 1977, og Sigurþórunn Jós- efsdóttir, f. í Skógsmúla 16. nóv- ember 1893, d. 1944. Unnur og Jóhannes eignuðust tvö börn: 1) Sigurþór, f. 24. ágúst 1955, kvæntur Árnýju Ásgeirsdóttur og eiga þau tvær dætur, Unni, f. Elsku amma Unnur hefur ver- ið kölluð frá okkur og aldrei aftur mun hún hinkra við útidyrahurð- ina og veifa mér í kveðjuskyni þar sem ég keyri í burtu eftir að hafa heimsótt hana. Eftir sitja ótal ótal minningar um góða, fallega, félagslynda og duglega konu sem ég er endalaust þakklát fyrir að hafa haft í svo stóru hlutverki og til fyrirmyndar í lífi mínu. Ég er skírð í höfuðið á ömmu Unni og þegar ég var ósköp ung fannst mér nafnið ekki henta ungri snót heldur vera nafn eldri kvenna. Fyrir mjög mörgum ár- um áttaði ég mig hins vegar á því að ekki aðeins er nafnið fallegt heldur ber ég stolt nafn ótrúlegr- ar konu sem hefur gefið mér svo ótrúlega mikið. Ég fékk oft að gista hjá ömmu þegar ég var yngri og lengst dvaldi ég hjá henni í sex vikur í kringum árs afmælið mitt. Þá fóru pabbi og mamma í ferðalag um Evrópu og ég dvaldi hjá ömmu og Kristrúnu frænku á meðan. Að sjálfsögðu man ég ekkert eftir þeirri dvöl en af því sem mér hefur verið sagt var ég greinilega prinsessan á bauninni hjá þeim mæðgum. Þá tók ég mín fyrstu skref, átti mitt fyrsta af- mæli og ýmislegt fleira, allt undir vökulum og ástgefandi augum ömmu Unnar. Eftir því sem ég varð eldri sóttist ég oft eftir því að fá að gista hjá ömmu, fyrst á Langholtsveginum og svo seinna á Grensásveginum. Þá var stjan- að við mig á hátt sem aðeins amma kunni. Hún bakaði vöfflur, eldaði ýsu með hamsatólg eða lambakótelettur í raspi og gaf mér ís í desert sem ég gjarnan setti kók út á. Saman horfðum við svo á sjónvarpið fram eftir kvöldi og fórum svo gjarnan í göngutúr að morgni og ræddum um daginn og veginn. Þar standa upp úr æv- intýraferðir um Laugardalinn en uppáhaldsstaður okkar þar var þar sem var og er enn að finna helstu plöntur íslenskrar flóru. Margt hefur breyst í Laugar- dalnum síðan þá en enn er þar óbreyttur þessi staður sem er mér svo kær. Amma var mjög þakklát kona. Hún var þakklát fyrir okkur fjöl- skylduna og sýndi því sem við tókum okkur fyrir hendur mikinn og ósvikinn áhuga. Það var gef- andi að vera í kringum ömmu og aðstoða hana við það sem hún þurfti aðstoðar við. Ætla mætti að veikindi hennar hefðu haft meiri áhrif á hana en raunin varð. Lífsviljinn var lengi vel veikind- unum yfirsterkari en frá því síð- asta sumar hefur mér þótt sem amma væri meira og meira að sætta sig við það að dvöl hennar með okkur væri senn að ljúka. Það gerir það að verkum að kveðjustundin var léttbærari en annars. Á móti henni hefur nú tekið jafngott fólk og hún sjálf var í lifanda lífi og fyrir það er ég þakklát. Ég vil þakka framúrskarandi starfsfólki Sóltúns og að öðrum ólöstuðum vil ég færa Árnýju hjúkrunarfræðingi mínar allra bestu þakkir fyrir umönnun síð- ustu daga ömmu. Það er gott til þess að vita að svo gott fólk sé í starfi á slíkum stöðum. Elsku amma mín, takk fyrir allar góðu stundirnar, göngu- túrana og góðu ráðin. Minning þín er og verður ljóslifandi í huga okkar allra um alla framtíð sem vorum svo lánsöm að hafa þig í okkar lífi. Hvíldu í friði. Unnur Sigurþórsdóttir. Það er alltaf erfitt að kveðja ástvini sem eru manni svo mikið. Elsku amma kvaddi okkur í byrj- un ársins eftir langa og viðburða- ríka ævi. Amma var hetjan okkar sem hafði fyrir því að berjast við marga kvilla sem komu upp á lífs- leiðinni en ekkert lét hún stoppa sig. Ákveðni, dugnaður og sterkt hjarta fékk ömmu til að vera svona lengi með okkur. Lífsvilj- inn og baráttuandinn var alveg ótrúlegur. Minningarnar um flotta konu, líkt og hún var, eru okkur enn dýrmætari. Það að vita að amma hafi verið alin upp á Drápuhlíð á Snæfellsnesi er alveg ótrúlegt, amma var ekki svo sveitó, amma var alltaf eins og nýklippt út úr nýjasta tískublaði enda fór hún ekki út án þess að hárið væri upp- sett, hælaskórnir komnir á fæt- urna og varaliturinn á varirnar og ofan í tösku. Amma var svo flott. „Allt er þegar þrennt er“ er orðatiltæki sem vel átti við ömmu, símtal sem átti að verða eitt endaði alltaf í þremur því amma vildi alltaf vera viss um klukkan hvað hún átti að mæta og klukkan hvað hún yrði sótt. Við vissum alltaf þegar síminn hringdi aftur eftir stutta stund að það væri amma. Árið 2001 kom í heiminn fyrsta langömmubarnið. Amma fékk þann heiður að halda honum und- ir skírn og sú stund gleymist seint. Stoltið og gleðin sem skein frá ömmu þennan dag var ynd- isleg, þessu átti hún ekki von á. Drengurinn fékk nafnið Jóhann- es, í höfuðið á afa, og þakkaði amma svo oft fyrir að gefa honum þetta nafn sem henni og okkur öllum er svo kært. Amma var svo miklu meira en bara amma, amma var vinkona okkar, amma var hetjan okkar og amma er nú engillinn okkar. Elsku amma, við kveðjum þig með söknuði og við biðjum vel að heilsa afa Jóhannesi. Nú vitum við að hælaskórnir eru komnir á þig og hatturinn á afa og dans- iballið að hefjast á nýjum stað. Takk fyrir að vera amma mín. Erla Sigurþórsdóttir. Elsku hjartans amma mín. Í dag kveð ég þig í hinsta sinn. Fjölmargar minningar frá sam- verustundum okkar koma upp í huga mér, allar yndislegar. Betri ömmu er erfitt að finna. Mér er efst í huga mikið þakklæti fyrir að hafa fengið að vera partur af lífi þínu og upplifað þinn ódauð- lega styrk, dugnað, lífsgleði og lífsvilja. Aðdáunarvert fannst mér hversu mikla áherslu þú lagðir á að hafa þig til og líta vel út, líka á þeim dögum þegar van- líðanin var sem mest. Þessi styrk- leiki hélt í þér lífinu fram á síð- asta dag. Ómetanlegt finnst mér að þú hafir fengið að kynnast Matthíasi Orra mínum. Ástin sem þú barst til hans fær mig til að vökna um augun. Það sem að lifnaði yfir þér í hvert skipti sem þið hittust. Það yljar mér um hjartarætur að þú hafir endað veru þína í þessum heimi á því að spyrja hvernig litli kallinn þinn hefði það. Ég hlakka til að segja honum frá þér þegar hann verður aðeins eldri. Elsku hjartans amma mín. Þú ert sannkölluð fyrirmynd. Ég kveð þið nú með miklum söknuði en á sama tíma gleði yfir því að nú sértu loksins verkjalaus. Síðasta stundin sem við áttum tvær sam- an, hálftíma áður en þú kvaddir, skiptir mig gríðarlega miklu máli. Minningarnar geymi ég í hjarta mér um ókomna tíð. Guð veri með þér. Þín Eva. Kæra amma. Ég hefði alveg eins getað trúað því að þú værir eilíf. Allavega ef miðað er við þann langa tíma er þú varst heilsuveil en samt vannstu alltaf þína baráttu. Þín óbilandi þrautseigja og þitt ótrú- lega sterka, þrjóska en um fram allt blíða hjarta verður mér ávallt minnisstætt. Andans vilji getur greinilega lagað líkamleg mein. Þú sýndir það og sannaðir. Þú varst alveg frábær amma. Hjartagóð og fyndin og með endalausa ást í garð barna þinna, barnabarna og barnabarnabarna. Ég fann allavega fyrir þeirri ást og þótti vænt um, og er þess full- viss að við gerðum það öll. Öll börnin þín. Mér fannst gaman að vera með þér. Mér verður ávallt minnis- stætt hve stutt var í grínið, létt- leika tilverunnar, þrátt fyrir allt sem á bjátaði. Hve gaman það var þegar við Eva fórum í pössun til þín, ég tala ekki um ef þú kokk- aðir nokkrar kótelettur og við nöguðum síðustu tægjurnar af beinunum í einum kór. Eða þegar við löbbuðum í Kringluna, kíktum kannski í plötubúðina og ég fékk þig til að kaupa handa mér geisla- plötu sem ég þurfti nauðsynlega að eignast. Eða bara þá daga sem þú tókst strætó úr vinnunni rak- leitt upp í Breiðholt til að fylgjast með okkur systkinunum þegar við komum úr skólanum. Ég man eftir karamellu-sport- jógúrtinu sem þú komst þá oft með. Eitthvað alveg dísætt og sjúklega gott sem ég er nokkuð viss um að var ekki á kjörfæð- islista foreldranna. Þú dekraðir svo sannarlega við okkur. Engin var of hátíðlegur á Grensásveginum. Allir voru eins og heima hjá sér. Það þykir mér vænt um. Íbúðin var kannski ekki sérlega stór, en það fór svo sann- arlega vel um okkur. Hvort sem við vorum tvö eða tíu. Þannig eiga ömmuheimili að vera. Ofgnótt af hlýleika og góðum mat. Þar gafst þú mér svo sannarlega gott for- dæmi fyrir mín framtíðarheimili. Mér finnst leiðinlegt hvað við fengum fá góð ár saman. Ég vildi óska að þau hefðu verið fleiri. Þitt barnabarn. Albert Finnbogason. Unnur Guðmundsdóttir ✝ Kristín Þor-björg Gísla- dóttir fæddist í Reykjavík 6. ágúst 1943. Hún lést á Hjúkrunarheim- ilinu Mörk 4. jan- úar 2014. Foreldrar Krist- ínar voru Ólína Valgerður Sig- valdadóttir versl- unarkona, f. 12.11. 1909, d. 8.11. 1998, og Gísli Gíslason matsveinn, f. 12.12. 1904, d. 21.7. 1972. Systkini Kristínar eru Guðrún Gísladótt- ir, f. 13.12. 1944, gift Gunnari Njálssyni, f. 5.5. 1946, og Þráinn Gíslason, f. 21.10. 1942, ókvænt- ur. Hálfsystkini Kristínar (sam- feðra) voru Sveinbjörn Gíslason, f. 17.12. 1926, d. 22.7. 2013, og Haraldur Gíslason, f. 15.8. 1929, þau þrjú börn og fjögur barna- börn. 4) Auður Ósk, f. 6.7. 1965, gift Sverri Guðjónssyni, f. 3.8. 1958, og eiga þau fjögur börn og fjögur barnabörn. 5) Hjördís, f. 2.12. 1974, gift Lýði Geir Guð- mundssyni, f. 8.11. 1971, og eiga þau þrjú börn. Kristín var sín fyrstu ár með foreldrum sínum á Ásvallagötu 55, eða þar til hún flutti með Auðuni 17 ára gömul í Háagerði 55. Þau bjuggu á nokkrum stöð- um þar til þau byggðu raðhús í Völvufelli árið 1971 og bjuggu þar með öll börnin til ársins 1981 þegar þau keyptu íbúð í Seljalandi 5, Fossvogi, og byggðu sér sumarbústað (Djúp- eyri) við Laugarvatn. Þau bjuggu í Fossvoginum til ársins 2003 þegar þau fluttu í nýja íbúð í Grafarholti. Kristín flutti árið 2008 á Víðines og síðan á hjúkr- unarheimilið Mörk vegna veik- inda sinna. Kristín vann lengst af hjá Rafmagnsveitu Reykjavíkur. Útför hennar fer fram frá Guðríðarkirkju í dag, 16. janúar 2014, kl. 15. d. 9.11. 1999. Kristín giftist 18.11. 1961 Auðuni Ófeigi Helgasyni verslunarmanni frá Unaðsdal, f. 20.11. 1936. Foreldrar Auðuns voru Guð- rún Ólafsdóttir, húsfreyja í Un- aðsdal, f. 3.7. 1897, d. 24.11. 1987, og Helgi Guðmunds- son, bóndi og sjómaður, f. 18.9. 1891, d. 8.10. 1945. Börn þeirra eru: 1) Gísli, f. 15.7. 1960, ókvæntur og á hann þrjú börn. 2) Helgi Rúnar, f. 30.7. 1961, kvæntur Sigurbjörgu Pálsdóttur, f. 15.5. 1964, og eiga þau fimm börn og átta barna- börn. 3) Valgerður Ósk, f. 6.7. 1965, gift Guðmundi Gunn- arssyni, f. 8.10. 1963, og eiga Elskulega mamma mín mjúk er alltaf höndin þín tárin þorna sérhvert sinn sem þú strýkur vanga minn. Þegar stór ég orðinn er allt það skal ég launa þér. (Sig. Júl. Jóhannesson) Þessa fallegu vísu kenndi móðir okkar okkur þegar við vorum yngri og hefur hún fylgt okkur og er hún okkur ofarlega í huga. Hún móðir okkar var yndisleg kona og okkar fyrirmynd. Hún kenndi okkur svo margt án þess að hún gerði sér grein fyrir því. Hún kenndi okkur til dæmis að trúa á okkur og við gætum allt sem okk- ur langaði til, sem er ómetanlegt. Mamma var okkur óendanlega hjálpsöm, fylgdist vel með öllu og var umhugað um velferð okkar. Hún var dásamleg móðir og amma. Hún var hláturmild og fé- lagslynd og þótti skemmtilegt að hitta fólk og fá fjölskyldu, vini og ættingja í heimsókn. Tölum nú ekki um sumarbústaða- og utan- landsferðirnar. Þar naut hún sín í botn. Henni þótti ekki leiðinlegt að slaka á með góða bók í hendi. Foreldrar okkar byggðu sum- arbústað árið 1983 á Laugarvatni og eyddu þau þar yndislegum tíma með börnum, barnabörnum og vinum. Foreldrar okkar voru mjög samstiga og miklir vinir og elskuðu að ferðast saman. Það var alltaf gott að koma til þeirra. Við söknum hennar mikið. Maður er svo eigingjarn að vilja hafa hana áfram hjá sér, þó svo hún hafi verið veik, þá var alltaf sama hlýjan og þakklætið sem hún sýndi okkur. Það eru nokkur ár síðan hún greindist með hinn illkvittna sjúkdóm, alzheimer, og er það hræðilegt að missa ástvin og horfa á hann hverfa frá sér hægt og rólega. Henni leið þó vel síðustu árin sín. Hún var heppin að komast að á hjúkrunarheim- ilinu Mörk þar sem hugsað var vel um hana, starfsfólkið dásamlegt og hún ánægð. Við trúum því að hún sé komin til foreldra sinna og látinna ást- vina og líði betur og fylgist vel með okkur þaðan sem hún er laus við alzheimer. Við erum óendan- lega þakklátar fyrir þann tíma sem við höfum átt með henni. Það var góður tími sem við systur átt- um með henni síðustu vikuna eða eftir að hún datt og mjaðmagrind- arbrotnaði illa. Við fluttum til hennar og vikum nánast aldrei frá henni fyrr en yfir lauk. Við grét- um, töluðum, hlógum, þögðum og sváfum vitandi að mamma vissi af okkur og héldum í hlýju höndina hennar þar til yfir lauk. Það verður skrítið, elsku mamma, að koma ekki að heim- sækja þig, við eigum eftir að sakna þín mikið. Við þökkum þér, elsku mamma, fyrir allt saman og erum afar stoltar yfir því að vera dætur þín- ar. Við vitum að þú ert komin á betri stað, elsku mamma. Við sjáumst síðar. Valgerður, Auður og Hjördís. Elskuleg tengdamóðir mín, Kristín Þorbjörg Gísladóttir, er nú fallin frá. Þegar ég var að kynnast Hjördísi minni bjó hún hjá foreldrum sínum ásamt litla gaurnum sínum honum Viktori. Hann var alltaf mikið hennar og var Viktor henni mjög náinn. Kristín tók mjög vel á móti mér á þessum árum og mun ég aldrei gleyma þessum fallega hlátri hennar né allra góðu stundanna sem við áttum í Seljalandi ásamt sunnudagssteikinni og skötunni á Þorláksmessu. Síðustu árin fóru veikindi hennar að hrjá hana og bjó hún fyrst um sinn á Víðinesi og svo í Mörkinni. Alzheimersjúk- dómurinn fór hægt og bítandi að sækja á hana og þær nánu stundir sem Viktor upplifði með ömmu sinni fá yngri systkini hans ekki að upplifa. En við sem eftir erum get- um sagt þeim yngri sögur af góð- mennsku hennar og hjartagæsku. Við Kristín náðum oft mjög vel saman og í gríni sagði hún að ég væri alltaf uppáhaldstengdason- urinn. Hún trúði mér fyrir því einn daginn að hana langaði að fá að sitja aftan á mótorhjóli og fara á rúntinn. Því miður náði hún ekki að uppfylla þann draum áður en hún fór. Ég trúi því að hún sé núna á mótorfáknum að upplifa einn af sínum draumum. Blessuð sé minning þín og hjartagæska og mun ég alltaf hafa stóran stað í hjarta mínu fyrir þig. Þinn uppáhaldstengdasonur, Lýður Geir Guðmundsson. Við kveðjum þig, amma, með söknuð í hjarta, en minning um faðmlag og brosið þitt bjarta. Allar liðnar stundir um þig okkur dreymi og algóður Guð á himnum þig geymi. (Sigfríður Sigurjónsdóttir) Elsku besta amma okkar, þú ert komin á góðan stað. Þú varst okkur góð amma. Það var alltaf gott að heimsækja ykkur afa og fá að gista. Aldrei fór neinn svangur frá ömmu og afa því amma hætti ekki að bjóða okkur mat og drykk fyrr en við sögðum já. Sérstaklega þótti mér hákarlinn góður og átti það til að læðast í ísskápinn og stelast en alltaf komst upp um mig af lyktinni og þótti þér það alltaf fyndið og leyfðir mér að stelast áfram í hann. Við munum ávallt sakna þín og ylja okkur við minningarnar um þig. Ég var svo heppinn að fá að kynnast þér lengur en yngri systkini mín. Þín barnabörn Viktor Snær, Hrafnhildur Malen og Sævin Máni. Kristín Þorbjörg Gísladóttir Morgunblaðið birtir minn- ingargreinar endurgjalds- laust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morg- unblaðinu greinar eru vinsam- lega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Neðst á forsíðu mbl.is má finna upplýsingar um inn- sendingarmáta og skilafrest. Einnig má smella á Morg- unblaðslógóið efst í hægra horn- inu og velja viðeigandi lið. Skilafrestur | Sé óskað eftir birtingu á útfarardegi þarf grein- in að hafa borist á hádegi tveim- ur virkum dögum fyrr (á föstu- degi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað get- ur birting dregist, jafnvel þótt grein hafi borist innan skila- frests. Lengd | Hámarkslengd minn- ingargreina er 3.000 slög. Lengri greinar eru eingöngu birtar á vefnum. Hægt er að senda stutta kveðju, Hinstu kveðju, 5-15 línur. Formáli | Minningargreinum fylgir formáli sem aðstandendur senda inn. Þar kemur fram hvar og hvenær sá sem fjallað er um fæddist, hvar og hvenær hann lést og loks hvaðan og hvenær út- förin fer fram. Þar mega einnig koma fram upplýsingar um for- eldra, systkini, maka og börn, svo og æviferil. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í formál- anum, sem er feitletraður, en ekki í minningargreinunum. Undirskrift | Minningargreina- höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín undir grein- unum. Myndir | Hafi mynd birst í til- kynningu er hún sjálfkrafa notuð með minningargrein nema beðið sé um annað. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.