Morgunblaðið - 16.01.2014, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 16.01.2014, Blaðsíða 39
ÍSLENDINGAR 39 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. JANÚAR 2014 háskólaárunum. Hún var virk í starfi AIESEC, stúdentasamtaka viðskipta- og hagfræðinema, sem sinna skiptinámi og starfsmiðlun nemenda. Margrét var aðstoð- arframkvæmdastjóri AIESEC International í Brüssel 1978-79, skrifstofustjóri hjá Dansk ESSO síðar Statoil 1982-86, var fram- kvæmdastjóri m.a. fyrirtækjasviðs, upplýsingatæknisviðs, starfs- mannasviðs og almannatengsla hjá Kuwait Petroleum (Danmark) A/S 1986-95 og framkvæmdastjóri smá- sölusviðs hjá Skeljungi 1995-2005. Hún var framkvæmdastjóri Aust- urbakka frá því í maí 2005 og þar til fyrirtækið sameinaðist Icepharma í ársbyrjun 2006 en hún hefur verið forstjóri Icepharma hf. frá því í nóv- ember 2005. Í skógrækt á Skógarströnd Margrét er stjórnarformaður N1 og var formaður Félags atvinnurek- enda 2009-2013. Á árinu 2013 hlaut hún heiðursviðurkenningu FKA fyr- ir störf sín. Margrét og Lúðvíg, eiginmaður hennar, eru ástríðufullir skógar- bændur: „Við festum kaup á jörð á Skógarströndinni og nýtum nú nán- ast allan okkar frítíma í að endur- vinna landgæði hennar, planta trjám og skipuleggja skógrækt þar. Við hófum svo býflugnarækt þar sl. sumar og erum við nú afar spennt að sjá hvernig sá búskapur á eftir að koma undan vetri. Við höfum verið í gönguhópi í 17 ár sem fer í eina fjallgöngu á ári og sl. haust fór ég á hreindýraveiðar þar sem ég felldi mitt fyrsta dýr. Við sjáum svo til hvort það verður framhald á veiðimennskunni.“ Fjölskylda Eiginmaður Margrétar er Lúðvíg Lárusson, f. 22.4. 1947, sálfræð- ingur. Foreldrar hans voru Lárus G. Lúðvígsson, framkvæmdastjóri í Reykjavík, og Daisy Saga Jósefsson húsfreyja, sem bæði eru látin. Börn Margrétar og Lúðvígs eru Edda Lára Lúðvígsdóttir, f. 2.3. 1984, viðskiptafræðingur, búsett í Garðabæ en maður hennar er Sverrir Ingi Ármannsson viðskipta- fræðingur og er sonur þeirra Ár- mann, f. 2012; Lárus Guðjón Lúð- vígsson, f. 17.4. 1986, verkfræðingur, búsettur í Kaup- mannahöfn en kona hans er Katrín Ýr Magnúsdóttir viðskiptafræð- ingur. Systkini Margrétar eru Árni Árnason, f. 26.4. 1949, fram- kvæmdastjóri, búsettur í Garðabæ; Aðalsteinn Árnason, f. 12.6. 1950, byggingarfræðingur, búsettur í Garðabæ; Helga Lára Guðmunds- dóttir, f. 30.10. 1951, deildarstjóri, búsett í Reykjavík. Foreldrar Margrétar: Halla Aðal- steinsdóttir, f. 24.1. 1923, d. 23.8. 2000, húsfreyja, og Guðmundur Árnason, f. 17.8. 1921, d. 23.5. 2008, forstjóri. Úr frændgarði Margrétar Guðmundsdóttur Margrét Guðmundsdóttir Jónína Jónsdóttir ljósmóðir áÆsustöðum og á Akureyri Pálmi Jónsson b. áÆsustöðum í Eyjafirði Lára Pálmadóttir húsfr. í Rvík Aðalsteinn Kristinsson framkvæmdastj. SÍS Halla Aðalsteinsdóttir húsfr. í Rvík Salóme Hólmfríður Pálsdóttir húsfr. í Syðra-Dalsgerði Kristinn Ketilsson b. í Syðra-Dalsgerði og á Hrísum í Eyjafirði Guðmundur Guðmundsson b. í Ártúni og sjóm. og ökum. Í Rvík Helga Guðmundsdóttir húsfr. í Rvík Árni J.I. Árnason skrifstofustj. Gasstöðvarinnar Guðmundur Árnason forstj. G. Þorsteinsson & Jónsson og forstj. Árvíkur Rannveig Torfadóttir húsfr. í Rvík Árni Jóhann Grímsson sjóm. í Rvík Margrét Ólafsdóttir húsfr. í Ártúni og í Rvík Heiður Aðalsteinsdóttir ritari í Rvík Aðalsteinn Karlsson forstj. A. Karlsson Árni Árnason forstjóri Austurbakka Árni Þór Árnason fyrrv. forstjóri Austurbakka Sigurður Kristinsson alþm., ráðherra og forstj. SÍS Jakob Kristinsson guðfræðingur, skólastj. á Eiðum og forseti Guðspekifélagsins Hallrímur Kristinsson forstj. SÍS Hallgrímur Sigurðsson forstj. Samvinnutrygginga Páll Hallgrímsson sýslum. á Selfossi Sigurður Ketilsson b. í Miklagarði í Eyjafirði Aðalbjörg Sigurðardóttir kennari í Rvík Jónas Haralz bankastj. Davíð Ketilsson fram- kvæmdastj. á Akureyri Jakobína Davíðsd. húsfr. í Viðey Davíð Ólafsson seðlabankastj. Gísli Ólafsson ritstjóri Ólafur Gíslason listfræðingur Árni Árnason framkvæmdastj. Árvíkur Sigrún Davíðsdóttir fréttaritari og rit-höfundur í London Ólafur Davíðss. fyrrv. ráðuneytisstj. 90 ára Hulda Matthíasdóttir Sæbjörg Þorgrímsdóttir 85 ára Guðfinna Karlsdóttir Rósalind Sigurpálsdóttir 80 ára Helga Magnea Magnúsdóttir Reynir Ragnarsson Sigríður Björgvinsdóttir 75 ára Borghildur Guðjónsdóttir Guðmundur Nikulásson Haukur F. Filippusson Steinn Þór Karlsson Þuríður Matthíasdóttir 70 ára Elsa Jónasdóttir Guðný Jónasdóttir Gunnar Kvaran Kristín Sigurðardóttir Matthías Óskarsson 60 ára Björk Guðjónsdóttir Bryndís Sveinsdóttir Erla Guðríður Jónsdóttir Fríður Gunnarsdóttir Guðmundur Jón Guðmundsson Guðný Sigrún Eiríksdóttir Gunnar Harðarson Hafliði Sævaldsson Jakobína Guðjónsdóttir Ólöf Sesselja Óskarsdóttir Sveinn Jóhannsson 50 ára Arnar Þór Þórðarson Ausra Bernataviciute Ásdís Rósa Magnúsdóttir Ástbjörg Þóra Erlendsdóttir Böðvar Stefánsson Eygló Anna Þorkelsdóttir Guðfinnur Grétar Guðfinnsson Gunnar Þór Sigurðsson Helgi Þröstur Sigurðsson Ingibjörg Margrét Baldursdóttir Jóna Margrét Valgeirsdóttir Jón Már Sverrisson Kristín Daníelsdóttir Steinunn B. Sigurjónsdóttir 40 ára Anna Lilja Rafnsdóttir Berglind Guðmundsdóttir Casimiro A. Da Costa Araúj Eyrún Heiða Skúladóttir Gestur Páll Júlíusson Guðjón Hlynur Guðmundsson Guðmundur Marinó Ásgrímsson Helga Viðarsdóttir Irina Gousseva Linda Ragna Marteinsdóttir Málfríður Hrund Einarsdóttir Mikael Þór Björnsson Nikólína Jónsdóttir Ólafur Þór Þorsteinsson Ólöf Pálsdóttir Víðir Atli Ólafsson 30 ára Anna Maria Wozniak Arndís Björg Stefánsdóttir Daníella Hólm Gísladóttir Dúi Ólafsson Guðmundur Torfi Rafnsson Gunnar Stefánsson Hjördís Jónsdóttir Ísarr Hörður Eiríksson Marek Kolenda Ólafur Páll Ólafsson Þorkell Bjarnason Til hamingju með daginn 30 ára Leó ólst upp á Skagaströnd, er búsettur í Vesturbænum í Reykja- vík, lauk 3. stigs vélstjóra- prófi og er rekstrarstjóri Sportbarsins Bjarna Fel. Maki: Ingunn Blöndal, f. 1986, rekstrarstjóri nokk- urra veitingastaða í mið- bænum. Foreldrar: Sigrún Bene- diktsdóttir, f. 1959, sjúkraliði á LSH, og Einar Kristberg, f. 1963, sjó- maður. Leó Kristberg Einarsson 30 ára Katrín ólst upp í Reykjavík og er þar bú- sett, lauk cand.psych.- prófi frá Árósarháskóla og vinnur hjá Þekking- armiðstöð Sjálfsbjargar. Maki: Guðmundur Guð- mundsson, f. 1983, húsa- smiður. Synir: Aron Hugi, f. 2005, og Arnór Logi, f. 2010. Foreldrar: Bjarni Pálsson, f. 1961, og Zanný Sig- urbjörnsdóttir, f. 1962. Katrín Björk Bjarnadóttir 30 ára Laufey býr í Vest- mannaeyjum og er verk- stjóri hjá ISS. Maki: Gunnar Krist- jánsson, f. 1979, smiður. Börn: Tinna Katrín, f. 2007, og Adam Valur, f. 2010. Foreldrar: Ágústa Kjart- ansdóttir, f. 1967, versl- unarmaður, og Valdimar Snædal, f. 1965, bílstjóri. Fósturfaðir: Guðjón Gunn- steinsson, f. 1965, yfirvél- stjóri. Laufey Rós Andersen Stefanía Júlíusdóttir hefur lokiðdoktorsnámi í bókasafns- ogupplýsingafræði við Háskóla Ís- lands. Doktorsritgerðin nefnist ,,Að hafa hlutverki að gegna“ – Þróun starfa og vinnuumhverfis á bóka- og skjala- söfnum á Íslandi. Könnuð voru áhrif þjóðfélagsbreyt- inga og tækniþróunar á atvinnumöguleika, vinnuumhverfi og eðli starfa í bókasöfnum og skjalasöfn- um á Íslandi um árþúsundamótin 2000. Kenningarfræðilegur grunnur rit- gerðarinnar er Ecological-Environmen- tal Theory, en samkvæmt henni felur þjóðfélagsþróun annars vegar í sér stöðugleika og hins vegar breytingar sem eru af tvennum toga. Annars vegar þær sem stöðugt eiga sér stað án þess að breyta grunngerð þjóðfélagsins var- anlega og hins vegar þær sem örsjald- an hafa átt sér stað í sögu mannkyns og valda byltingarkenndum breytingum á þjóðfélagsgerðinni. Í ritgerðinni eru rök færð fyrir því að til þess að kalla fram byltingarkenndar þjóðfélagsbreyt- ingar á borð við þær sem stóðu yfir á rannsóknartímanum þurfi að koma til tækniþróun, notkun nýs miðils auk breytts táknkerfis til miðlunar þekk- ingar og upplýsinga.  Stefanía fæddist 1944, hún lauk BA-prófi í bókasafnsfræði og líffræði frá Há- skóla Íslands 1974, MS-prófi frá Columbia University í New York 1984. Stefanía er lektor í bókasafns- og upplýsingafræði á félagsvísindasviði Háskóla Íslands. Fyrri störf: Hún gegndi m.a. embætti bókafulltrúa ríkisins í menntamálaráðuneytinu, veitti eftirtöldum bókasöfnum forstöðu: Bókasafni Rannsóknastofnunar bygging- ariðnaðarins, Bókasafni Landlæknisembættisins, Bókasafni Landspítala – háskóla- sjúkrahúss, auk þess starfaði hún við skráningu í Íslenska bókaskrá (þjóðbókaskrá Íslendinga) í þjóðdeild Landsbókasafn Íslands. Eiginmaður Stefaníu er Vilhjálmur Þorsteinsson fiskifræðingur og eiga þau samanlagt fimm börn. Doktor Doktor í bókasafns- og upplýsingafræði

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.