Morgunblaðið - 16.01.2014, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 16.01.2014, Blaðsíða 34
34 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. JANÚAR 2014 ✝ Ásdís Jóhann-esdóttir fædd- ist í Mýrasýslu 21. október 1925. Hún lést á gjörgæslu- deild Landspít- alans við Hring- braut 18. desember 2013. Foreldrar hennar voru hjónin Jó- hannes Jónsson, f. 15. september 1889 á Hömrum, Þverárhlíð, d. 24. maí 1953, og Hildur Áslaug Snorradóttir, f. 28. nóvember 1890 á Laxfossi, Mýrasýslu, d. 22. janúar 1963. Bróðir Ásdísar var Snorri Jóhann- esson, f. 30. júlí 1922 í Efranesi, Mýrasýslu, d. 4. maí 1977. Ásdís lauk kenn- araprófi frá Kenn- araskólanum árið 1946 og starfaði sem kennari við Laugarnesskóla alla sína starfsævi. Útför Ásdísar fór fram í kyrrþey 3. janúar 2014 frá Fossvogskapellu. Góð vinkona mín, Ásdís Jó- hannesdóttir, féll frá hinn 18. desember 2013 eftir erfiðar að- gerðir á Landspítalanum. Ásdís fæddist hinn 21. október 1925 og var alin upp í Efra-Nesi í Staf- holtstungum í Borgarfirði. Ásdísi kynntist ég þegar ég leigði hjá henni í risinu fyrir ofan íbúð hennar á Silfurteigi 2 í Reykjavík árin 1975-1977. Aldursmunurinn var meiri í þá daga en ég hafði frá upphafi lúmskt gaman af sterk- um skoðunum hennar sem ein- kenndust af raunsæi, góð- mennsku, húmor og leiftrandi gáfum. Ef Ásdís tók eitthvað í sig þá varð henni ekki haggað. Þessi persónueinkenni kunni ég alltaf betur og betur að meta. Vinskap- ur okkar þróaðist í þessi 40 ár og naut ég góðmennsku hennar alla tíð. Þegar ég bjó hjá henni var ég rúmlega 20 ára og á þeim aldri þegar allt er svo skemmtilegt og var mikill gestagangur í risinu. Ef það var ónæði var það alltaf afsakað með því að það væri frá öðrum komið en mér. Ungling- arnir sem bjuggu í risinu voru bestu unglingarnir og nutu þess órjúfanlega trausts sem Ásdís bar til vina sinna og ættingja. Það var fastur liður að líta inn á Silfurteiginn og eiga við Ásdísi spjall, oftar en ekki um bækur, og ef ég las bók fékk hún alltaf að lesa hana áður en ég skilaði henni. Hún hafði ótrúlegt minni og þótt hún renndi í gegnum bók, jafnvel á einum degi, mundi hún hana alltaf. Ef ég fór í ferðalög um landið og þá oft í gönguferðir gat hún rakið örnefnin því hún hafði lesið þetta allt í bókum. Ásdís var fagurkeri og smekk- kona á listir eins og heimili henn- ar bar vitni um. Þar er einnig handavinna um alla veggi og gólf sem oftar en ekki er einnig henn- ar hönnun. Mörg heimili eru skreytt með handavinnu Ásdísar, þar á meðal hef ég notið gjafmildi hennar. Á jólum skreyti ég með veggmyndum, dúkum og hennar sérstöku jólapokum. Ljúf minn- ing um Ásdísi lifir meðal annars í þessum fögru hlutum. Lífið er tómlegra þegar hennar nýtur ekki. Blessuð sé minning hennar. Ingibjörg Eggertsdóttir. Látin er Ásdís Jóhannesdóttir kennari við Laugarnesskóla. Ás- dís kenndi við Laugarnesskóla allan sinn kennsluferil sem var frá 1946-1992. Á meiri hluta stafsferils Ásdísar voru kennarar umsjónarkennarar fyrir tvo bekki svo að nemendafjöldinn sem Ásdís hefur kennt er orðinn mjög mikill. Ásdís var afburða samviskusamur kennari og lagði alla sína orku í að nemendum hennar gengi sem best. Hún hafði sínar aðferðir við að hvetja börnin og fá þau til að leggja sig fram, hún hafði t.d. þá aðferð við að æfa lestur að allir lásu upphátt í einu í ákveðinn tíma, ekki heyrðum við að nokkur annar kennari gerði slíkt en með því móti var tíminn vel nýttur. Hún var yfirleitt komin nokkru áður en kennslutíminn átti að byrja og hvatti þá gjarnan börnin til að koma og vinna í verkefnum sem hún útbjó fyrir þau, eða þau voru að að æfa sig í einhverju sem þau höfðu gott af að bæta sig í. Einnig eftir gátu þau setið áfram kennslu ef þau kærðu sig um og unnið verkefni og hún veitti þá mörgum einkakennslu. Nemend- ur voru yfirleitt mjög sáttir við að lenda í bekk hjá Ásdísi, hún hafði stjórn á öllu og það meta allir mjög mikils. Þó að einhverjir væru sem kunnu ekki endilega að meta aðferðir hennar á meðan þeir voru í bekk hjá henni áttuðu þeir sig á því síðar hversu gott veganesti þeir fengu. Ásdís var glettin og gamansöm og það var gott og gjöfult að ræða við hana um margvísleg mál, sérstaklega ef rætt var um bókmenntir, sögu hverfisins eða Íslendingasögurn- ar. Hún var hafsjór af fróðleik. Hún var alltaf ljúf í framkomu, skapgóð og góð heim að sækja. Pönnukökurnar hennar voru ljúf- fengar og heimilið hennar fallegt, prýtt listaverkum og vandaðri handavinnu sem hún hafði sjálf unnið. Það var gott að vinna með henni við undirbúning skemmt- ana sem voru fastur liður í Laug- arnesskóla þar sem einstakir bekkir eða árgangar komu með skemmtiatriði í stað morgun- söngs einu sinni í viku. Hún lagði sig fram um að undirbúa nem- endur sína við flutning sagna og kenndi þeim þá gamlar þulur sem gátu ella horfið í gleymsku. Hún hafði lag á að vekja áhuga nem- enda sinna á Íslendingasögunum, sérstaklega minnumst við nem- anda sem varð mjög hugfanginn af Grettissögu eftir að hafa kynnst henni hjá Ásdísi. Ásdís lagði mikla áherslu á þjóðlegan fróðleik og að nemendur ættu að nýta tíma sinn til að vinna vel það sem ætlast væri til af þeim. Við þökkum Ásdísi fyrir samfylgdina. Blessuð sé minning hennar. Jón Freyr Þórarinsson og Matthildur Guðmundsdóttir. Ásdís Jóhannesdóttir Elsku mamma. Nú ertu farin frá mér og margs er að minnast. Við áttum svo margar góðar stundir saman, bæði í sveitinni, Egilsstöðum og á Akureyri og ekki má gleyma öllum ferðalögun- um sem við fórum í saman. Þú varst alltaf tilbúin að hoppa upp í bílinn og láta hjólin rúlla undir þér eins og þú orðaðir það. Besta æskuminningin mín eru jólin. Þú lagðir þig alla fram um að hafa þau falleg og glæsileg þótt það væru ekki til margar krónur í veskinu í þá daga. Stofan var allt- af skreytt á Þorláksmessu og læst þangað til eftir kvöldmat á að- fangadag. Þá komst þú með lyk- ilinn að stofunni og spenningurinn var í hámarki þegar dyrnar opn- uðust og við okkur blasti lítið vel skreytt jólatré. Ég tel að ég hafi lært af þér hversu mikilvæg jólin eru, enda er ég mjög mikið jóla- barn. Þú varst einnig ótrúlega dugleg að kenna okkur eitthvað nýtt t.d. allskonar handavinnu, leiki, sög- ur, vísur og margt fleira. En mest af öllu náðir þú að smita mig af því að ferðast og læra nöfn á ýmsum stöðum, hvort sem það voru ár, fjöll, dalir eða bara smáhóll eins og Beinamelur sem þú ætlaðir að sýna Magga frænda á Hallbjarn- arstöðum. Þér leið best ef við lét- um vita af okkur þegar við vorum að ferðast og þá þurfti maður að vera góður í því að lesa landakort- ið eða ferðafélagsbækurnar til að Málfríður Hrólfsdóttir ✝ MálfríðurHrólfsdóttir fæddist á Hall- bjarnarstöðum í Skriðdal á Fljóts- dalshéraði 24. júní 1925. Hún lést á Heilbrigðisstofnun Austurlands í Nes- kaupstað 3. janúar 2014. Útför Mál- fríðar var gerð frá Egilsstaðakirkju 11. janúar 2014. geta sagt þér hvar maður væri nú eig- inlega staddur. Einu sinni fórum við hjón- in og Guðný Valborg í fimm daga göngu- ferð yfir Laugaveg- inn. Við fórum frá Landamannalaug- um og fyrsta gisting- in var í Hrafntinnu- skeri. Á þessum tíma var ég komin með gsm og þegar við komum á hátindinn með gott símasamband var auðvitað hringt um leið í þig og virtist þú vera að bíða eftir hringingunni. Þá sagðir þú okkur að það væru íshellar í hina áttina í sirka tveggja klukkustunda fjar- lægð og við þyrftum endilega að finna þá fyrst við værum komin svona nálægt. Auðvitað fórum við eftir því sem þú sagðir og munum aldrei sjá eftir því. Svona gastu ferðast í gegnum okkur og ímynd- að þér hvernig landið væri og við einnig í gegnum þig og pabba. Ef ég ætti að skrifa um ferða- lög okkar og sögur væri það efni í stóra bók, svo mörg voru þau. En nú spyr ég þig elsku mamma, hvert á ég að hringja þegar ég fer að ferðast í sumar? Þetta er stór missir, að missa fyrst pabba og svo núna þig, en ég mun halda fast í allar þessar góðu minningar sem munu fylla upp í þetta stóra skarð sem er nú eftir. Síðasta og besta minning mín er þegar við Guðný Valborg komum til þín á Þorláks- messu á sjúkrahúsið í Neskaup- stað og við áttum góða stund sam- an, spjall og smágrín þótt þú værir orðin þreytt og kvalin. Þessi stund var okkur ómetanleg og þín verður sárt saknað. Mig langar að þakka starfsfólki á sjúkrahúsi Akureyrar og Nes- kaupstað fyrir góða umönnun og hlýhug. Ég elska þig mamma og bið guð að vera með ykkur pabba. Kveðja, þín dóttir. Guðný Helga. Elsku besta amma mín, nú er erfitt að setjast niður að skrifa því ég veit eiginlega ekki alveg hvar ég á að byrja. Það er skrítin til- finning að vera að keyra upp í Hérað núna vitandi það að ég get ekki heimsótt þig lengur en í allar góðu minningarnar ætla ég að halda og mun við tækifæri segja barnabörnunum mínum frá þér og hversu gaman var oft hjá okk- ur og hvað við brölluðum margt skemmtilegt saman. Minningin um það þegar þú passaðir okkur systkinin eitt sinn og það var smíðaður dúkkuvagn úr 10 lítra mjólkurkassa, settur í hann spotti svo hægt væri að draga hann eftir gólfinu. Svo sagðir þú að dúkkurnar eða börn- in eins og þú sagðir alltaf þyrftu að eiga nafn og þau yrðu að vera í fötum svo þeim yrði ekki kalt, stend mig stundum að því að segja þetta þegar ég hitti litlar vinkonur sem eru að leika sér með dúkk- urnar sínar. Það er líka gott að rifja upp stundirnar í sveitinni eins og í gullabúinu þegar þú komst með okkur upp á hól þegar þér var boðið í „kaffi“ þar sem voru listi- lega fram bornar drullukökur skreyttar með fíflum eða öðrum arfa sem óx á hólnum og kannski var boðið upp á vatn úr læknum ef eitthvað var haft í bollunum og allt þetta leit út eins og hjá kóngafólk- inu. Við höfðum oft gaman af því í sveitinni þegar við heyrðum nafn- ið okkar kallað, þá svaraðir þú þegar kallað var á mig og ég svar- aði þegar kallað var á þig, svo hlógum við saman eins og litlir púkar. Það var heldur ekki leiðinlegt þegar þú spurðir strákana hvort þeir væru með úr, og þeir vissu ekki hvað þeir áttu að halda þegar þú stökkst til og ætlaðir að rífa þá úr peysunni. Það var líka alltaf skemmtilegt og fróðlegt þegar þú komst með okkur Óskari í stuttu ferðalögin okkar, það var alltaf hægt að læra eitthvað af þér um hóla og hæðir sem við sáum á leiðinni. Og það var ósköp notalegt þeg- ar þú komst til okkar fyrir nokkru og varst hjá okkur á jólunum og ég fékk að hlusta á sögurnar af ferðalögunum þínum þegar þú komst gangandi að norðan yfir fjöllin, og ferðum ykkar afa, ekki bara þá heldur var alltaf gaman að sjá hvað þú varðst alltaf sæl og glöð þegar verið var að ræða ein- hver ferðalög. Það er sko ekki hægt að óska sér betri ömmu og við vitum hvaðan ferðahugurinn kemur. Vertu sæl, elsku besta amma mín, þú hefur gefið mér svo ótrú- lega margar góðar og ljúfar stundir og þær ætla ég að varð- veita vel í hjarta mínu. Veit að þú ert núna komin á góðan stað og ert með honum afa karlinum og vonandi getur þú nú ferðast um heiminn með hann með þér og skoðað allt það sem þér finnst að þú eigir eftir að sjá, veit að það er ýmislegt, og ég á örugglega eftir að reyna að fara á einhverjar slóðir sem þú sagðir mér frá úr ferðalögunum þínum. Með söknuði, ást og virðingu, Málfríður Hafdís Ægisdóttir. Elsku amma Malla. Nú er kom- ið að kveðjustund. Síðast þegar við hittumst fengum við stórt knús frá þér eins og alltaf þegar við hittum þig. Faðmur þinn var mjúkur og hlýr og umvafði okkur. Amma kær, ert horfin okkur hér, en hlýjar bjartar minningar streyma um hjörtu þau er heitast unnu þér, og hafa mest að þakka, muna og geyma. Þú varst amma yndisleg og góð, og allt hið besta gafst þú hverju sinni, þinn trausti faðmur okkur opinn stóð, og ungar sálir vafðir elsku þinni. Þú gættir okkar, glöð við undum hjá, þær góðu stundir blessun, amma kæra. Nú hinstu kveðju hjörtu okkar tjá í hljóðri sorg og ástarþakkir færa. (Ingibjörg Sigurðardóttir) Hjartans þakkir fyrir þær stundir sem við áttum saman elsku amma Malla. Við munum sakna þín en minn- ingarnar geymum við í hjörtum okkar. Þín Soffía Ýr og Ívar Ari Örvarsbörn. Leiðir okkar Sveins lágu fyrst saman fyrir meira en hálfri öld – á rakarastofu við Njálsgötuna í Reykjavík. Hann var þar að læra rakaraiðn hjá tengdaföður sín- um, Ara. Sjálfur var ég, ungling- urinn, í sumarstarfi í Sundhöll- inni við Barónsstíg. Leið mín lá því oft um Njálsgötuna, framhjá þeim tengdafeðgum. Það þarf ekki að orðlengja það að allar götur síðan var Sveinn „minn rakari“ það var einhvern veginn svo sjálfsagt. Eftir því sem árin liðu fór ég að kynnast fjölskyldu Sveins. Fyrst eiginkonunni Sigrúnu síð- an dætrunum Írisi og Brynhildi. Loks bættust börn þeirra systra við. Þetta var falleg fjölskylda og höfðingjar heim að sækja. Ég minnist enn heimboðs til þeirra Sveins og Sigrúnar í Mosfells- sveit, fyrir mörgum árum síðan. Vel var gert í mat og margt skrafað og gott. Barnabörnin sem sum voru að læra á hljóðfæri birtust svo og fluttu fallega tón- list. Þetta var sérstök stund sem ég enn minnist og verð alltaf þakklátur fyrir. Sveinn var vinnusamur, alltaf mættur snemma og aldrei lokað fyrr en klukkan sló sex, stundum seinna. Oftast var hann einn á stofunni sinni en þegar dæturnar stálpuðust fóru þær að vera þar líka. Báðar luku þær námi hjá föður sínum. Brynhildur fór síðan í annað nám en Íris lagði hár- snyrtingu fyrir sig. Þegar hún giftist til Þýskalands setti hún þar upp eigin stofu, tók þátt í al- þjóðlegum keppnum og fór hróð- ur hennar víða. Sveinn var dætr- um sínum góð fyrirmynd um fagleg vinnubrögð og rekstur eig- in stofu en ekki síður um eljusemi og alúð í öllum störfum. Sjálfur naut hann góðs af námi þeirra og tískusveiflum unga fólksins. Hann fylgdist þannig með og stóð mörgum jafnöldrum sínum fram- ar þegar kom að nýjungum í greininni. Þó að starfið á stofunni hafi verið í öndvegi mestalla starfsævi Sveins kom hann víðar við. Stundum reri hann til fiskjar á eigin trillu og í fáein ár tók hann sér frí frá iðninni og rak eigin fiskverslun. Þá eru ótaldar allar þær ferðir sem hann fór með Helga Jónssyni til Grænlands að hjálpa honum við að koma þar upp gistiaðstöðu fyrir ferða- menn. Segja má að Sveini félli aldrei verk úr hendi. Nokkur ár eru liðin síðan Sveinn kenndi sér þess meins sem nú hefur orðið honum að ald- urtila. Hann harkaði lengi vel af sér og vann á stofunni sinni eins lengi og hann gat. Þá dró hann sig í hlé og Íris dóttir hans tók við. Þannig er stofan hans – og hópur fastra viðskiptavina – áfram í góðum höndum þótt sjálf- ur sé hann farinn. Ég er viss um að það hefði hann einmitt viljað. Sveinn, vinur minn, ég kveð þig með þökk fyrir hálfrar aldar vinskap og stuðning. Ég er ríkari fyrir það að hafa átt vináttu þína. Ég bið Guð að blessa þig og fjöl- skylduna. Baldur Ágústsson. „Mínir vinir fara fjöld, feigðin þessa heimtar köld.“ Svo sagði Sveinn Ásgeir Árnason ✝ Sveinn ÁsgeirÁrnason fædd- ist í Selárdal við Arnarfjörð 15. maí 1931. Hann lést á hjúkrunarheim- ilinu Ísafold að kvöldi nýársdags 2014. Sveinn var jarðsunginn frá Fossvogskirkju 8. janúar 2014. Bólu-Hjálmar í upp- hafi ljóðs og með Sveini er genginn enn einn af þeim sem voru órjúfan- legur hluti æsku minnar. Sigrún kona hans var frænka mín í móðurætt og þau hjón komu oft á mitt heimili frá því að ég man fyrst eftir mér. Eftir að Svenni fór í rakaranámið voru hans fyrstu æfingarstykki hausarnir á okkur bræðrunum, enda sagði Sveinn þegar ég kom fyrir fáum árum á stofuna, „þennan hef ég nú klippt í hálfa öld“ um leið og skærin fóru af stað. Áður en þau hjón eignuðust sínar dætur var ég nokkuð oft fenginn að láni og var þá stund- um næturlangt hjá þeim og naut athyglinnar að fullu. Því var það oft að Sigrún sagði mér síðar frá ýmsu kostulegu sem upp úr mér valt, en frænka mín veltist þá um af hlátri og trekkti mig betur í vitleysunni. Ég minnist þess að mér sem barni, þótti Sveinn vera glæsimennskan uppmáluð sem ungur maður, dökkur á brún og brá, snar og kvikur í hreyfingum. Ég er ekki frá því að stundum hafi lítil borgun verið þegin fyrir hausasnyrtingar okkar bræðra og árviss var burstaklipping sem entist okkur sumarlangt í sveit- inni. Bæði voru þau hjón glaðlyndið uppmálað eftir því sem ég man þau í æsku og mín fjölskylda var í nánu sambandi við þau meðan þær frænkur lifðu. Því sambandi höfum við bræður haldið að mestu líka. Margar heimsóknir voru því farnar til þeirra í Skerja- fjörð meðan þau bjuggu þar, en þá var það nokkuð spennandi heimur fyrir stráka. Síðar þegar þau komu á Nesveginn varð sam- býlið náið og samskipti tíð. Ég kom oft á rakarastofuna til Sveins eftir að ég var farinn að heiman, þrátt fyrir að ég væri þá ávallt búsettur utan Reykjavíkur. Stundum var þetta nú lokaséns fyrir einhverja jarðarför hjá mér, þegar ég kom á síðustu stundu og þurfti snarlega snyrtingu. Sveinn hélt nú alltaf ró sinni þó ég væri í bandóðu tímahraki. Oftar en ekki áttum við gott spjall saman á rakarastofunni, báðir höfðum við áhuga á veiði- skap og við ræddum þau mál stundum. Eitt síðasta skiptið sem Svenni klippti minn haus voru við ákveðnir að fara nú saman svona einu sinni í silungsveiði, en úr þessu munum við þá bara hittast á öðrum veiðislóðum en mér eru kunnar. Ég veit að dætur og barna- börnin voru Sveini kær og ég votta þeim samúð í sorginni, með þessum fábrotnu kveðjuorðum og mæli þá fyrir hönd okkar bræðranna, en áfram lifir minn- ing um góðan dreng. Magnús Halldórsson. Baldur Schröder ✝ BaldurSchröder fæddist í Reykjavík 15. júlí 1954. Hann lést á Heilbrigð- isstofnun Suð- urnesja 22. des- ember 2013. Útför Baldurs var gerð frá Kópavogskirkju 30. desember 2013. Meira: mbl.is/minningar Minningar á mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.