Morgunblaðið - 16.01.2014, Blaðsíða 20
FRÉTTASKÝRING
Anna Lillja Þórisdóttir
annalilja@mbl.is
Valgarður Lyngdal Jónsson er um-
sjónarkennari á unglingastigi í
Grundaskóla á Akranesi. Hann segir
kennarastarfið og starfsaðstæður í
grunnskólum á nokkuð annan veg en
margir telji. Fjölbreytni í nem-
endahópnum beri að virða og fagna,
en þessari fjölbreytni fylgi miklar
kröfur á kennara.
„Ef við ímyndum okkur dæmi-
gerðar vinnuaðstæður kennara, þá
sjá margir fyrir sér kennarann sem
stendur upp við töflu og útskýrir
fyrir nemendum. Á meðan sitja
nemendurnir þægir og fínir við
borðin sín og skrifa samvisku-
samlega í bækurnar sínar það sem
við á samkvæmt fyrirmælum kenn-
arans. Allir að læra það sama og allir
á sömu blaðsíðunni að vinna sama
verkefnið. Dæmigerðar vinnuað-
stæður mínar eru eins fjarri þessari
lýsingu og hægt er.
Sem betur fer segi ég nú bara.
Því námsaðstæður af þessu tagi
eru engan veginn í takt við hug-
myndir um skóla án aðgreiningar og
jafnrétti til náms.
Ég er umsjónarkennari á ungl-
ingastigi. Í því felst að mér er falið
að mennta ríflega tuttugu manna
hóp ungmenna sem eru afar ólík
löðurmannlegt. Í mínum tuttugu-og-
eitthvað barna hópi er alvanalegt að
nemendur séu að vinna samkvæmt
fjórum til fimm mismunandi náms-
áætlunum á sama tíma. Á meðan
sumir eru farnir að leysa annars
stigs jöfnur af öryggi í stærð-
fræðitímum eru aðrir að byggja upp
grunnþekkingu á almennum reikni-
aðgerðum. Á meðan sumir glíma við
sérhannaða lesskilningstexta í ensku
eru aðrir að lesa langar og flóknar
fræðigreinar í National Geograp-
hic.“
Erfiðar aðstæður
og miklar kröfur
„Kennsla er gríðarlega kröfuhart
starf og margir kennarar starfa við
afar erfiðar aðstæður, t.d. vegna
samskipta við einstaka nemendur,
foreldra eða bara eitthvert fólk úti í
bæ. Nýleg dæmi sýna einnig að
kennarar eru afar berskjaldaðir
gegn hvers konar gagnrýni og eiga
mjög erfitt með að verja sig, jafnvel
gegn rakalausum og illkvittnislegum
áburði og lygum. Þegar svo ber und-
ir er það ekki aðeins atvinna kenn-
arans sem er í hættu, heldur einnig
mannorð hans. Starf kennarans er
því afar áhættusamt, því vart er
hægt að hugsa sér stærri missi en
glataðan orðstí.“
Þannig á skólinn á vera
„Hvað sem hver segir um íhalds-
samt skólakerfi sem reyni að steypa
alla í sama mót, þá fullyrði ég að
skólar á Íslandi eru einmitt ekki að
því. Íslenskir skólar og íslenskir
kennarar eru upp til hópa að gera
sitt allra besta til að koma til móts
við mismunandi þarfir mismunandi
einstaklinga og sjá öllum fyrir námi
og verkefnum við hæfi. Og það ger-
um við þótt það kosti að hverja
kennslustund þurfi að undirbúa fjór-
um til fimm sinnum með mismun-
andi hópa og einstaklinga í huga.
Þetta gerum við vegna þess að þann-
ig á skólinn að vera.“
Þess vegna er ég ekki að farast úr
áhyggjum yfir því þótt einhver
PISA-könnun sýni að íslenskir
strákar mættu lesa meira af bókum
og að íslenskir krakkar séu slakari í
stærðfræði en kínverskir jafnaldrar
þeirra. Sama könnunin sýnir nefni-
lega að börnum og unglingum á Ís-
landi líður vel í grunnskólanum, þau
finna þar til öryggis og einelti verð-
ur æ sjaldgæfara í skólunum okkar.
Það eru stórmerkilegar niðurstöður
að mínu mati og fagnaðarefni af allt
annarri stærðargráðu en áhyggj-
urnar af læsinu og stærðfræðinni.“
Fimm mismunandi
námsáætlanir
„Með þessu á ég að sjálfsögðu
ekki við að ég leggi enga áherslu á
námsefnið sjálft í minni kennslu.
Auðvitað sinni ég því af fullum
krafti.
Það er frábært að vera kennari og
starfið er gefandi og skemmtilegt,
en það er hins vegar hvorki létt né
hvert öðru hvað varðar almennan
þroska, áhugamál, námsgetu og ekki
síst lífsreynslu. Í nemendahópnum
mínum eru einstaklingar með alls
konar mismunandi greiningar og af
mörgum mismunandi þjóðernum.
Mér er falið að efla með þessum ein-
staklingum gagnrýna hugsun og
virðingu fyrir sjálfum sér og öðrum.
Ég er ábyrgur fyrir því að skapa
þeim góðan starfsanda og hvetjandi
námsumhverfi. Ég á líka að gæta
þess að allir geti starfað saman á
jafnréttisgrundvelli.“
Fagna ber vellíðan nemenda
„Og ég fagna þessum verkefnum.
Það var einmitt vegna þessara verk-
efna sem ég gerðist kennari á sínum
tíma, ég bara vissi það ekki alveg þá.
Ég hélt að mig langaði að kenna
börnum fallbeygingu og góða staf-
setningu, en nú veit ég að það er
ekki það sem skiptir höfuðmáli. Það
sem skiptir mestu máli eru sam-
skiptin, hversdagslegu atvikin, það
að geta brosað og hlegið með nem-
endum þegar það á við, verið ákveð-
inn og kröfuharður þegar aðstæður
krefjast þess og sýnt samúð og hlut-
tekningu þegar þess gerist þörf. Ég
trúi því nefnilega, að þótt nemendur
mínir muni kannski í framtíðinni
gleyma stórum hluta þess sem ég
kenndi þeim í skólanum, þá muni
þeir aldrei gleyma hvernig þeim leið
í kennslustundum hjá mér.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Dagleg störf
grunnskóla-
kennarans
Gefandi og skemmtilegt starf,
en hvorki létt né löðurmannlegt
Grunnskólakennari Valgarður segir skólakerfið síður en svo íhaldsssamt, þar sé reynt að mæta afar breiðum hópi.
GRUNNSKÓLINN
Sigrún Erla Ólafsdóttir og Sigrún
Aðalbjarnardóttir birtu nýlega nið-
urstöður rannsóknar sinnar sem
fjallaði um sjálfsvirðingu kennara og
reynslu þeirra af virðingu annarra fyr-
ir kennarastarfinu. Þar kemur m.a.
fram að flestir nemendur og foreldrar
þeirra bera virðingu fyrir kenn-
arastarfinu, en því sé öfugt farið með-
al þorra almennings, sveitarstjórna og
yfirvalda menntamála. Umræða um
kennarastarfið sé oft á tíðum bæði
neikvæð og ófagleg og þekking á
starfinu sé takmörkuð. Efla þurfi
sjálfsvirðingu kennara, það sé vís leið
til að efla virðingu annarra fyrir starf-
inu og fáar stéttir þurfi að verja starf
sitt á sama hátt og kennarar þurfa að
gera. Þessar niðurstöður eru í sam-
ræmi við niðurstöður fyrri rannsókna
á sama sviði.
Morgunblaðið/ÞÖK
Lítil virðing
fyrir starfinu
indi og það er enginn skortur á fólki í
öðru slíku námi. Hvað skyldu margir
kennarar hafa útskrifast á síðustu 15-
20 árum sem eru að vinna við eitthvað
allt annað? Við eigum miklu fleiri
kennara en þá sem eru að störfum
inni í skólunum. Sumir hafa áhuga á
öðru, aðrir hafa gefist upp á starfs-
aðstæðum og launum.“
Nýnemum í grunnskólakennaranámi
hefur fækkað mikið undanfarin ár. Í
haust hófu 68 nám í grunnskólakenn-
aranámi á
Mennta-
vísindasviði Há-
skóla Íslands og
um 25 í sama
námi í Háskól-
anum á Akureyri.
Námið var lengt
úr þremur árum í
fimm haustið 2011
og nú þarf MA-
próf til að fá leyf-
isbréf sem grunnskólakennari, sem
er skilyrði ráðningar. Skiptar skoð-
anir eru um hvort það sé ástæða sí-
fellt minnkandi aðsóknar í námið.
Ekki þarf að fara mörg ár aftur í
tímann til að sjá talsvert hærri tölur.
T.d. sóttu 419 um grunnskólakenn-
aranámið á Menntavísindasviði HÍ
haustið 2006 og þá komust 156 inn,
eða minna en helmingur umsækj-
enda. Haustið 2012 sóttu um helmingi
færri um námið.
Er stétt grunnskólakennara að
deyja út? „Vonandi ekki. Ég held að
aðsókn í kennaranám muni snarbatna
ef starfsaðstæðurnar og launin verða
löguð,“ segir Ólafur Loftsson, for-
maður Félags grunnskólakennara.
Voru mistök að lengja námið? „Nei,
ég get ekki fallist á það. En miðað við
launin og starfsaðstæðurnar var
kannski ekki hvetjandi að lengja það
úr þremur í fimm ár. En með því að
styrkja kennaranámið hljótum við að
fá betri kennslu og betri nemendur,
sé litið til lengri tíma. Við styrkjum
faglegt starf kennara. Kennaranámið
er ekkert eina fimm ára námið sem
þarf að fara í til að öðlast starfsrétt-
Færri vilja kenna
Ólafur Loftsson
Morgunblaðið/Sigurgeir S.
Við kennslu Þeim hefur fækkað sem vilja læra til grunnskólakennara.
„Góður kennari kann námsefnið vel og er öruggur með
hvernig hann ætlar að kenna það. Hann er líka tilbúinn að
hjálpa krökkum sem eiga í erfiðleikum, sama hvort það er í
náminu eða í einhverju öðru og áttar sig á því hverjir þurfa
aðstoð,“ segir Bessi Þór Sigurðarson, nemandi í 10. bekk í
Setbergsskóla í Hafnarfirði.
Að mati Bessa er skipulagshæfni góður kostur hjá kenn-
ara, einnig að geta litið á málin frá sjónarhóli nemenda. „Það
skiptir miklu máli.“ Bessi segir það ekki skemma fyrir
kennslunni ef kennarar séu skemmtilegir og jafnvel fyndnir.
En er kostur ef kennari er strangur? „Sumir geta verið
strangir og skemmtilegir á sama tíma. Það er góður eigin-
leiki hjá kennara,“ segir Bessi Þór.
Bessi Þór
Sigurðarson
Hjálpfús og skemmtilegur