Morgunblaðið - 16.01.2014, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 16.01.2014, Blaðsíða 10
10 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. JANÚAR 2014 Malín Brand malin@mbl.is Íáratugi hefur árangur þjóðaverið reiknaður út frá vergrilandsframleiðslu, eða GDPsem stendur fyrir gross do- mestic product. Í grein sem birtist í vísindatímaritinu Nature í dag eru færð rök fyrir því að endurskoða þurfi hvernig hagsæld er reiknuð út því sú stefna, að mæla árangur út frá vergri landsframleiðslu, hafi leitt til eyðileggingar náttúrunnar, eyðingar auðlinda og meiri misskiptingar auðs hjá þjóðum sem og á milli þjóða. „Því meiri sem ójöfnuðurinn er þeim mun verri eru áhrifin á þjóðfé- lagið. Bæði þá sem eru mjög ríkir og þá sem eru mjög fátækir. Bilið á milli þeirra sem eru ríkir og þeirra sem eru fátækir stækkar stöðugt,“ segir Kristín Vala Ragnarsdóttir, prófessor við Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands og Stofnun Sæ- mundar fróða um sjálfbæra þróun. Notast eigi við aðra stuðla Greinin í Nature er eftir tíu vís- indamenn sem tilheyra ASAP- hópnum, samtökum um sjálfbærni og velmegun, en hópinn leiðir Ro- bert Costanza, prófessor í vist- hagfræði við Þjóðarháskólann í Camberra í Ástralíu. Grein þeirra nefnist Time to leave GDP behind eða Tímabært að hætta að hugsa um verga þjóðarframleiðslu. ASAP- hópurinn mælir í greininni með því að mældir séu aðrir stuðlar sem beinast að velferð, vellíðan, velmeg- un og hamingju þjóðfélagsþegna. Við lifum í tak- mörkuðum heimi Þó að alheimurinn okkar virðist endalaus er því ekki svo farið með auðlindir jarðarinnar. Vísindamenn benda á að verði ekkert að gert verði þær uppurnar á þessari öld. Kristín Vala Ragnarsdóttir prófessor hefur ásamt hópi vísindamanna unnið með ríkisstjórn Bútan við að þróa nýja framtíðarsýn fyrir heiminn þar sem ekki er byggt á vergri landsframleiðslu heldur vellíðan og hamingju þegnanna. Morgunblaðið/Ómar Hámark Miðað við olíunotkun eins og hún er í dag klárast olíubirgðir heims- ins á næstu fjörutíu árum. Hámarksframleiðsla á auðlindum á borð við olíu. Ljósmynd/Bagus Indahono/EPA Gull Gull- og silfurnámur verða uppurnar eftir fimmtíu ár ef svo fer sem horfir. Ísfirðingurinn Bergrós Kjartansdóttir sem ættuð er úr Jökulfjörðum og Hornströndum, er aðalprjónahönn- uður hjá Ístex, en hönnun hennar er oft sögulegs eða tilfinningalegs eðlis. Bergrós er líka að læra gull- og silf- ursmíði og býr núna í Reykjavík. Næsta laugardag ætlar Bergrós að vera með sýningu á Ísafirði á prjóna- flíkum sem hún hefur hannað. Sýn- ingin verður á Gamla sjúkrahúsinu sem nú er listasafn, bókasafn o.fl. Einnig ætlar Bergrós að vera með kynningu á prjónavef, TÍBRÁ.IS (tibra.is) sem hún setti nýlega í loft- ið. Tibra.is er vefverslun en þar eru líka prjónauppskriftir fyrir flíkur á konur, karla og börn sem og fylgi- hluti. Á síðunni er hægt að kaupa til- búnar prjónaflíkur, prjóna, garn, ull- arsápu, handáburð o.fl. Á síðunni verður líka hægt að sjá hinar ýmsu leiðbeiningar og bandupplýsingar. Vefsíðan www.tibra.is Tíbrá Prjónauppskriftir fyrir barnaflíkur er meðal þess sem má finna á síðunni. Söguleg og tilfinningalegs eðlis Það er alltaf gaman að fara frítt í bíó og í kvöld er einmitt hægt að gera það, en Konfúsíusarstofnun sýnir kl. 19.30 kvikmyndina Fjall Búdda (Buddha Mountain) frá árinu 2010 eftir Li Yu. Kvikmyndin verður sýnd í stofu 101 í Odda, sem er á lóð Há- skóla Íslands. Í myndinni er fylgt sögu þriggja ungmenna sem hafa flosnað úr námi, Ding Bo, Nan Feng og Fei Zao, ásamt miðaldra leigusala þeirra, fyrrverandi Pekingóperu- söngkonu sem missti son sinn í bíl- slysi. Sagan fjallar um fjórmenn- ingana og árekstur gilda, rómantíkur og kynslóðabils. Allir eru velkomnir. Endilega … … sjáið Fjall Búdda í kvöld Fjall Búdda Um ungt leitandi fólk. Skannaðu kóðann til að fara inn á vefsíðuna. Fjarðarkaup Gildir 16.-18. jan. verð nú áður mælie. verð Svínahnakki, úrb., úr kjötborði .... 1.198 1.598 1.198 kr. kg Folaldagúllas, úr kjötborði .......... 1.598 1.998 1.598 kr. kg Hamborgarar, 2x115 g m/brauði 420 504 420 kr. stk. Fjallalambs kindahakk, frosið ..... 898 1.198 898 kr. kg FK hamborgarhryggur, úrb. ......... 1.198 1.498 1.198 kr. kg FK hangilæri, úrb. ...................... 2.398 2.998 2.398 kr. kg Ferskar kjúklingabr án aukaefna . 2.489 2.848 2.489 kr. kg Krónan Gildir 16.-19. jan. verð nú áður mælie. verð Folaldagúllas eða snitsel ............ 1.598 1.998 1.598 kr. kg Folalda piparsteik...................... 2.298 3.298 2.298 kr. kg Folalda innralæri ....................... 2.298 3.298 2.298 kr. kg Folaldafile................................. 2.698 3.898 2.698 kr. kg Folaldahakk .............................. 299 598 299 kr. kg Lambalæri ................................ 1.398 1.498 1.398 kr. kg Lambalæri, kryddað ................... 1.398 1.598 1.398 kr. kg Nóatún Gildir 17.-19. jan. verð nú áður mælie. verð Ungnauta 120 g hamborgari....... 239 298 239 kr. stk. Lamba Prime úr kjötborði ........... 3.198 3.798 3.198 kr. kg Lambahryggur úr kjötborði .......... 1.998 2.298 1.998 kr. kg ÍM kjúklingalundir ...................... 2.398 2.649 2.398 kr. kg Ora þorrasíld, 580 g .................. 629 728 629 kr. stk. SS ítalskt lambalæri .................. 1.798 1.998 1.798 kr. kg Þín verslun Gildir 16.-19. jan. verð nú áður mælie. verð Svínalundir úr kjötborði .............. 1.998 2.698 1.998 kr. kg Svínakótelettur úr kjötborði......... 1.449 1.898 1.449 kr. kg Svínahnakki úr kjötborði............. 1.449 1.898 1.449 kr. kg Ísfugl kjúklingalæri/leggir, magn. 999 1.249 999 kr. kg Ísfugl BBQ kjúklingaleggir, magn. 839 1.049 839 kr. kg Egils Kristall Mexican Lime, 2 l .... 189 298 95 kr. l Floridana heilsusafi, 1 l .............. 259 398 259 kr. l Helgartilboð Z-Brautir og gluggatjöld Faxafeni 14 - 108 Reykjavík - S. 525 8200 - z.is Allt fyrir gluggana á einum stað Úrval - gæði - þjónusta

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.