Morgunblaðið - 16.01.2014, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 16.01.2014, Blaðsíða 9
FRÉTTIR 9Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. JANÚAR 2014 Gísli Jón Her- mannsson, stofnandi og lengi fram- kvæmdastjóri útgerð- arfyrirtækisins Ög- urvíkur, lést á Sóltúni í Reykjavík mánudag- inn 13. janúar sl., á 82. aldursári. Gísli fæddist 30. júní 1932 á Sval- barði í N-Ísafjarð- arsýslu, sonur Her- manns Hermannssonar, sjó- manns af Ströndum, og Salome Rannveigar Gunnarsdóttur, hús- freyju frá Ögri. Gísli Jón lauk gagnfræðiprófi á Ísafirði 1948, fékk stýrimannarétt- indi frá Stýrimannaskóla Íslands 1957 og skipstjórnarréttindi að lok- inni starfsreynslu. Hann var stýri- maður hjá Bæjarútgerð Reykjavík- ur 1958 til 1960 og hjá Eldborg hf. 1960 til 1963. Var skipstjóri og út- gerðarmaður hjá Vigra hf. frá 1963 til 1970, að hann stofnaði útgerð- arfélagið Ögurvík sama ár ásamt fleirum, en félagið hefur gert út togarana Vigra, Ögra og Frera. Gísli Jón var útgerðarmaður hjá Ögurvík og skráður framkvæmda- stjóri allt til ársloka 2013, en hætti dag- legum störfum fyrir um ári. Hann gegndi ýmsum trún- aðarstörfum fyrir út- gerðarmenn. Átti um skeið sæti í stjórn Fé- lags íslenskra botn- vörpuskipaeigenda og sat síðar í mörg ár í stjórn LÍÚ og stjórn innkaupadeildar sama landssambands. Hann átti einnig sæti í stjórn Faxamarkaðar um nokkurt skeið og sinnti ýmsum nefndarstörfum á vegum LÍÚ. Þá var hann um skeið fram- kvæmdastjóri fiskvinnslunnar Kirkjusands, sem Ögurvík átti með SÍS. Eiginkona Gísla Jóns var Jónína Margrét Einarsdóttir frá Ísafirði, en hún lést árið 2001, 74 ára að aldri. Þau eignuðust þrjú börn; Hjört, framkvæmdastjóra Ögurvíkur, Mar- gréti Jónínu, stjórnarformann, og Hermann, útgerðarstjóra. Barna- börnin eru tíu og langafabarnið eitt. Útför Gísla Jóns fer fram frá Bú- staðakirkju fimmtudaginn 23. jan- úar næstkomandi kl. 13. Andlát Gísli Jón Hermannsson útgerðarmaður Aukablað alla þriðjudaga Útsalan í fullum gangi Laugavegi 82, á horni Barónsstígs sími 551 4473 www.lifstykkjabudin.is STÓRÚTSALA Laugavegi 63 • S: 551 4422 Sparidress - Vetrardragtir - Peysur - Blússur - Bolir KLASSÍSK GÆÐAVARA FRÁ GERRY WEBER TAIFUN - GARDEUR - CREENSTONE FUCHS SCHMITT O.FL. O.FL. www.laxdal.is ENN MEIRI AFSLÁTTUR 40-50% afsláttur Vinnufatnaður Sendu okkur nafn og heimilisfang á praxis.is og við sendum þér frían vörulista Mikið úrval af gæða vinnufatnaði sem þolir þvott allt að 95° og þarf ekki að strauja. Erum á sama stað og25090 Dömusandalar Litur Svart, hvítt, blátt. Str. 36-42 Verð kr. 12.900 Vatteraðir jakkar 14.900 kr. Fást í 5 litum, lime, svörtu, rauðu, kongabláu og fjólubláu. Einnig til á herrana. Bonito ehf. • Praxis • Friendtex Faxafen 10, 108 Reykjavík, sími 568 2878, www.praxis.is • www.friendtex.is Opið mán.-fös. kl. 11.00-18.00, lau. kl. 11.00-15.00 Kringlunni 4 | Sími 568 4900 ÚTSALA N í fullum gangi Vorum að taka upp nýjar vörur Fulltrúar sjúkraþjálfara funduðu með heilbrigðisráðherra í gær- morgun um reglugerðarbreytingar er varða greiðsluþátttöku Sjúkra- trygginga í þjálfun og um ramma- samning sjálfstætt starfandi sjúkraþjálfara. Unnur Pétursdóttir, formaður Félags sjúkraþjálfara, segist ekki bjartsýn eftir fundinn. Þrátt fyrir að Kristján Þór Júlíusson heil- brigðisráðherra hafi sagt að ríkur vilji væri fyrir því að fara yfir mál- ið og koma til móts við sjónarmið sjúkraþjálfara, hefði komið skýrt fram að ekki yrði hnikað frá 100 milljóna króna niðurskurðarkröfu á Sjúkratrygg- ingar í fjárlög- um. Þær reglu- gerðarbreytingar sem tóku gildi um áramótin og snerta sjúkra- þjálfara snúa annars vegar að aukinni greiðslu- þátttöku sjúk- linga í sjúkraþjálfun og hins vegar afnámi svokallaðrar tíu skipta reglu, sem heimilaði Sjúkratrygg- ingum að taka þátt í kostnaði vegna tíu tíma hjá sjúkraþjálfara, án þess að skrifleg beiðni frá lækni lægi fyrir. „Næstu dagar munu leiða í ljós hvort einhver flötur finnst á því að koma til móts við sjónarmið okk- ar,“ segir Unnur. „Það sem við gerum núna sem félag er að við hefjum undirbúning að því að sjúkraþjálfarar hætti að starfa eft- ir þessum samningi.“ Hún segir að um leið og þeir geri það hinn 1. febrúar falli gjald- skrá Sjúkratrygginga úr gildi. Hver og einn sjúkraþjálfari muni setja sína eigin gjaldskrá og fólk muni sjálft þurfa að sækja rétt sinn. Aðgerðir í undirbúningi  Hver sjúkraþjálfari með eigin gjaldskrá náist ekki samningar Unnur Pétursdóttir Mikill áhugi er á veiðileyfum Stangaveiðifélags Reykjavíkur (SVFR) en útdeiling veiðileyfanna hófst í gær. Stefnt er að því að henni ljúki fyrir mánaðamót, að því er segir á vef félagsins. Umsókn- arfrestur rann út 13. janúar. „For- salan gekk jafnframt vonum fram- ar og við erum því heilt yfir mjög ánægð, það er alveg ljóst að salan í sumar verður góð. Við erum betur stödd en á sama tíma í fyrra, svo dæmi sé tekið. Vissulega eru ein- hverjar gloppur hér og þar sem við munum koma í vefsöluna að út- hlutun lokinni, í byrjun febrúar,“ er haft eftir Bjarna Júlíussyni, for- manni SVFR. Fram kemur að mikil ásókn sé í veiði í Elliðaánum en einnig er til- greint að margir hafi sótt um að veiða í Hítará. Þá segir að hlutfall umsókna sé hærra en í fyrra sé mið- að við fjölda félagsmanna. Umsókn- um hefur fækkað um 10%, en það helst reyndar í hendur við að fé- lagsmönnum hefur fækkað um rúm 12% frá því sem mest var. Að auki standa færri veiðisvæði til boða. vidar@mbl.is Morgunblaðið/Einar Falur Elliðaá Margir hafa sótt um veiðileyfi í Elliðaám hjá SVFR. Mikil ásókn í veiði- leyfi hjá SVFR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.