Morgunblaðið - 16.01.2014, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 16.01.2014, Blaðsíða 19
FRÉTTIR 19Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. JANÚAR 2014 Greiðsluáskorun Innheimtumenn ríkissjóðs skora hér með á gjaldendur eftirtalinna gjalda að gera skil nú þegar eða í síðasta lagi innan 15 daga frá dagsetningu áskorunar þessarar: Gjöldin eru: Staðgreiðsla tekjuskatts, útsvars og tryggingagjalds sem fallið hefur í eindaga til og með 15. janúar 2014, virðisaukaskattur sem fallið hefur í eindaga til og með 6. janúar 2014 og önnur gjaldfallin álögð gjöld og ógreiddar hækkanir er fallið hafa í eindaga til og með 15. janúar 2014, á staðgreiðslu tekjuskatts, útsvars og tryggingagjalds, virðisaukaskatti, virðisaukaskatti í tolli, vanskilum launagreiðenda á gjöldum í og utan staðgreiðslu, fjármagnstekjuskatti á skilaskylda aðila, áfengisgjaldi, launaskatti, bifreiðagjaldi, úrvinnslugjaldi, olíugjaldi, kílómetragjaldi, gistináttaskatti, fjársýsluskatti, viðbótar- og aukaálagningu söluskatts vegna fyrri tímabila, skráningargjaldi vegna lögskráningar sjómanna, vinnueftirlitsgjaldi, vörugjaldi af innlendri framleiðslu, vörugjaldi af ökutækjum, eftirlitsgjöldum, aðflutningsgjöldum, skilagjaldi á umbúðir, fasteignagjöldum, skipulagsgjaldi, skipagjöldum, fisksjúkdómagjaldi, jarðarafgjaldi, sektum skattrannsóknarstjóra, ofgreiddri uppbót á eftirlaun, eftirlitsgjaldi Fjármálaeftirlitsins, árgjaldi handhafa markaðsleyfis og álögðum þing- og sveitarsjóðsgjöldum, sem eru: Tekjuskattur og útsvar ásamt verðbótum á ógreiddan tekjuskatt og útsvar, sérstakur tekjuskattur manna, eignarskattur, sérstakur eignarskattur, fjármagnstekjuskattur, slysatryggingagjald vegna heimilisstarfa, tryggingagjald, búnaðargjald, iðnlánasjóðs- og iðnaðarmálagjald, markaðsgjald, gjald í framkvæmdasjóð aldraðra og skattur af verslunar- og skrifstofuhúsnæði, ofgreiddar barnabætur, ofgreiddar vaxtabætur og útvarpsgjald. Fjárnáms verður krafist án frekari fyrirvara að þeim tíma liðnum fyrir vangoldnum eftirstöðvum gjaldanna ásamt dráttarvöxtum og öllum kostnaði, sem af innheimtu skuldarinnar kann að leiða, á kostnað gjaldenda. Athygli skal vakin á því að auk óþæginda hefur fjárnám í för með sér verulegan kostnað fyrir gjaldanda. Fjárnámsgjald í ríkissjóð er allt að 19.100 kr. fyrir hvert fjárnám. Þinglýsingargjald er 2.000 kr. og stimpilgjald 1,5% af heildarskuldinni, auk útlagðs kostnaðar eftir atvikum. Eru gjaldendur hvattir til að gera full skil sem fyrst til að forðast óþægindi og kostnað. Þá mega þeir gjaldendur, sem skulda staðgreiðslu, staðgreiðslu tryggingagjalds, vörugjald, afdreginn fjármagnstekjuskatt, áfengisgjald og virðisaukaskatt, búast við því að starfsemi þeirra verði stöðvuð án frekari fyrirvara, þeir gjaldendur er skulda bifreiðagjöld og þungaskatt mega eiga von á að skráningarnúmer verði tekin af ökutækjum þeirra án frekari fyrirvara og þeir gjaldendur sem skulda gjöld þar sem lögveð fylgir mega búast við að send verði út sérstök greiðsluáskorun fyrir gjaldföllnum kröfum. Greiðsluáskorunin hefur ekki áhrif á þessi innheimtuúrræði þannig að fyrrgreindur 15 daga frestur frá dagsetningu áskorunar þessarar gildir ekki í þessum tilvikum. Reykjavík, 16. janúar 2014 Tollstjóri Sýslumaðurinn í Kópavogi Sýslumaðurinn í Hafnarfirði Sýslumaðurinn í Keflavík Sýslumaðurinn á Akranesi Sýslumaðurinn í Borgarnesi Sýslumaðurinn í Stykkishólmi Sýslumaðurinn í Búðardal Sýslumaðurinn á Ísafirði Sýslumaðurinn í Bolungarvík Sýslumaðurinn á Patreksfirði Sýslumaðurinn á Hólmavík Sýslumaðurinn á Siglufirði Sýslumaðurinn á Sauðárkróki Sýslumaðurinn á Blönduósi Sýslumaðurinn á Akureyri Sýslumaðurinn á Húsavík Sýslumaðurinn á Seyðisfirði Sýslumaðurinn á Eskifirði Sýslumaðurinn á Höfn Sýslumaðurinn í Vestmannaeyjum Sýslumaðurinn á Selfossi Sýslumaðurinn í Vík Sýslumaðurinn á Hvolsvelli Ásta Stef- ánsdóttir hefur ákveðið að taka þátt í prófkjöri Sjálfstæðisflokks- ins fyrir bæj- arstjórnarkosn- ingarnar í Árborg í vor og sækist eftir því að leiða lista flokksins. Ásta er lögfræðingur að mennt. Hún hefur starfað sem fram- kvæmdastjóri sveitarfélagsins á þessu kjörtímabili og þar áður sem bæjarritari. „Ég hef tekið þátt í að rétta fjár- hag sveitarfélagsins af og hef áhuga á að vinna áfram að því að gera sveitarfélagið að góðum bú- setukosti,“ segir m.a. í tilkynningu frá Ástu. Framboð í 1. sæti Prófkjör árið 2014 Hafsteinn Egg- ertsson húsasmið- ur, gefur kost á sér í 1.-3. sæti í flokksvali Sam- fylkingarinnar í Hafnarfirði. „Mér er annt um bæinn og samfélag okkar Hafnfirðinga. Þess vegna vill ég leggja áherslu á að horfa fram á veginn og til framtíðar en ekki sökkva okkur í eymd og volæði, t.d. út af erfiðum fjár- og skulda- málum Hafnarfjarðarbæjar. Það skal vera okkar markmið að snúa vörn í sókn og hefja öfluga og kraftmikla uppbyggingu á öllum sviðum og þar verður ekkert und- anskilið,“ segir meðal annars í til- kynningu frá Hafsteini. Framboð í 1.-3. sæti Adda María Jó- hannsdóttir fram- haldsskólakennari býður sig fram í forustusveit Sam- fylkingarinnar í Hafnarfirði í flokksvali, sem fer fram 14.-15. febrúar. Adda María starfar sem ensku- kennari og sviðsstjóri við Flens- borgarskólann. Hún segist leggja mikla áherslu á jafnrétti í víðum skilningi. „Sem kennari slær hjarta mitt í skóla- og fræðslumálum. Sem móðir eru fjölskyldumálin mér hug- leikin, ekki síst dagvistunarmál, húsnæðismál og félagsleg úrræði í þeim margbreytilega veruleika sem blasir við nútímafjölskyldum,“ seg- ir m.a. í tilkynningu frá Öddu Mar- íu. Framboð í Hafnarfirði Heiða Björg Hilm- isdóttir, gefur kost á sér í 3.-4. sæti í flokksvali Sam- fylkingarinnar vegna borg- arstjórnarkosn- inga í Reykjavík. Flokksvalið fer fram 8. febrúar. Heiða Björg starfar sem deild- arstjóri eldhúss og matsala á Land- spítalanum. Hún er formaður Kvennahreyfingar Samfylkingarinnar. „Ég vil gera Reykjavík að enn betri borg fyrir börn, unglinga og barnafjölskyldur. Allt samfélagið hagnast á öflugri þjónustu við barnafjölskyldur og þar bíða mörg brýn verkefni,“ segir Heiða Björg m.a. í tilkynningu. Framboð í 3.-4 sæti Ófeigur Friðriks- son viðskipta- stjóri býður sig fram í 2.-4. sæti í forvali Samfylkingarinn- ar í Hafnarfirði fyrir bæjarstjórn- arkosningarnar í vor. „Ég á tvö börn á grunnskólaaldri og það er ekki síst fyrir tilstuðlan barnanna að ég hef ákveðið að bjóða fram krafta mína. Ábyrgð okkar kynslóðar er gífurlega mikil þegar kemur að mótun samfélags- ins handa komandi kynslóðum sem munu erfa þetta samfélag,“ segir m.a. í tilkynningu frá Ófeigi. „Tækifærin eru mikil í hjarta Hafnarfjarðar og engin ástæða til annars en bjartsýni fyrir komandi kjörtímabil.“ Framboð í 2.-4. sæti Þorgerður Laufey Diðriksdóttir kennari býður sig fram í 3.-4. sæti í forvali Samfylk- ingarinnar í Reykjavík í febr- úar. „Ákvarðanir borgarstjórnar ráða gríðarlega miklu um lífsgæði og kjör borgarbúa, uppvöxt barna og ungmenna og hvernig við sköpum bestu mögulegu aðstæður fyrir jöfnuð, þátttöku, lýðheilsu og fram- úrskarandi skóla- og frístunda- starf. Ég vil nýta reynslu mína af vettvangi kjarabaráttu kennara, stefnumótun skólastarfs og sem formaður eins stærsta íþrótta- sambandsins innan ÍSÍ til góðs fyrir borgarbúa,“ segir m.a. í tilkynn- ingu frá Þorgerði. Framboð í 3.-4. sæti Viðar Guðjónsson vidar@mbl.is Færri íbúar Leirvogstunguhverfis í Mosfellsbæ fundu óþef frá urð- unarstað í Álfsnesi síðastliðið sum- ar en sumarið 2012. Engu að síður urðu um tveir af hverjum þremur íbúum fyrir óþægindum ef marka má niðurstöðu könnunar sem Capacent Gallup vann fyrir hönd Sorpu bs. Hlutfall íbúa sem fundu ólykt lækkaði úr 79 prósentustig- um árið árið 2012 í 67 prósentustig árið 2013. Jafnmargir fundu fyrir mikl- um óþægindum 2012 og 2013 Þetta er fimmta könnunin sem fyrirtækið gerir fyrir Sorpu bs. frá árinu 2009. Það ár töldu 95% íbúa sig hafa fundið óþef. Hann má rekja til urðunarstaðs Sorpu í Álfsnesi en þangað er farið með sorp og lífrænan úrgang íbúa höf- uðborgarsvæðisins. Þegar nánar er rýnt í tölur könnunarinnar má sjá að svipað hlutfall íbúa telur sig hafa hafa orðið fyrir miklum óþægindum vegna ólyktarinnar síðastliðið sumar og sumarið 2012 eða rúm 40%. Þetta hlutfall var rúm 51% árið 2009. Rúm 48% töldu sig hafa orðið fyrir litlum óþægindum vegna lyktmengunar síðasta sumar sam- anborið við rúm 45% árið á undan. Þá kemur fram að viðhorf íbúa til Sorpu hafi batnað. Um 69% eru já- kvæð í garð fyrirtækisins nú en 45,5% voru það árið 2012. Sam- hliða hefur hlutfall þeirra sem eru neikvæðir í garð fyrirtækisins fall- ið um 25,5% en 15,4% lýstu sig neikvæð nú en um 40,9% í könnun Capacent árið 2012. Björn Halldórsson, framkvæmd- astjóri Sorpu bs., segir að kvört- unum frá íbúum hafi fækkað. „Við erum í góðu samstarfi við Orku- veitu Reykjavíkur og Fráveituna í Hafnarfirði um það hvenær þeirra úrgangur kemur. Við höfum reynt að stjórna því þannig að hann komi á þeim tíma sem minnst hætta er á lyktarmengun. Síðan reynum við að dreifa sjó og lykt- arhamlandi efnum yfir úrganginn. Um áramótin var hætt að taka við seyru og síðar á árinu verður hætt að taka við ristarúrgangi,“ segir Björn. Ristarúrgangur er fastur úrgangur sem fellur til við gróf- hreinsun á skólpi. Þá gerir Björn ráð fyrir því að stærsta breytingin verði árið 2016 þegar rekstur gas- og jarðgerð- arstöðvar hefst. Þar verður öllum lífrænum úrgangi komið fyrir. Yf- irvöld hafa boðað að urðun á líf- rænum úrgangi verði hætt árið 2021. Færri fundu fyrir lyktarmengun  Tveir af hverjum þremur íbúum urðu fyrir óþægindum vegna ólyktar Morgunblaðið/Styrmir Kári Sorpa Álfsnesi Færri hafa fundið fyrir lyktarmengun er hún enn til staðar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.