Morgunblaðið - 16.01.2014, Blaðsíða 40
40 DÆGRADVÖL
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. JANÚAR 2014
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Djarfar ákvarðanir eru góðar fyrir
hjartað. Gættu þess að vera ekki of jarð-
bundin/n. Og þú sem tókst ekki eftir neinu!
Láttu af stjórn og fylgdu straumnum.
20. apríl - 20. maí
Naut Að skapa allt milli himins og jarðar læt-
ur þér líða frábærlega vel. Hripaðu niður hug-
myndir, hugsanir, drauma. Þú gefst ekki auð-
veldlega upp.
21. maí - 20. júní
Tvíburar Farðu þér hægt og taktu andmæli
annarra ekki of nærri þér því þú ert á réttri
leið eins og koma mun í ljós. Gefðu þér samt
nægan tíma til að skoða málið.
21. júní - 22. júlí
Krabbi Þú leggur þig alla/n fram um að geta
staðið við gefin loforð. Farðu í bókabúð, á
helgarnámskeið, leikrit – þitt andlega atgervi
gerir þér kleift að tileinka þér eitthvað nýtt.
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Þú hefur haft áhyggjur að undanförnu
og mátt ekki láta kvíðann ná tökum á þér.
Hefðbundin rómantík virðist hversdagsleg.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Þú færð sterka tilfinningu um að þú
hafir reynt þetta allt saman áður og vilt alls
ekki rifja það upp. Mundu að það er fleira
sem sameinar mannfólkið en skilur það að.
23. sept. - 22. okt.
Vog Þú hefur verið of góð/ur við sjálfa/n þig
því þú átt erfitt með að ná upp afköstum eftir
fríin. Haltu bara þínu striki, þetta líður hjá.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Viðskiptasamningar og allt sem
lýtur að kaupum og sölu ætti að ganga vel í
dag. Að vita hvenær maður á að halda spil-
unum og hvenær maður á að pakka er gald-
urinn.
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Einhver samstarfsmaður þinn
fær það á tilfinninguna að þú sért að ryðjast
inn á hans verksvið. Svo daglegt líf kaffæri
þér ekki alveg skaltu reyna að skapa rými fyr-
ir óvæntar uppákomur.
22. des. - 19. janúar
Steingeit Þú þarft ekki að gera ráð fyrir öll-
um í áætlunum þínum. Stundum þarf bara að
rífast og illu er bestu aflokið.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Þú nýtur mikillar vináttu og aðdá-
unar. Smáatriði vefjast ekki fyrir þér og þú
finnur fljótlegustu leiðina að réttri lausn. Þú
ert einstaklega klár þegar læra þarf nýja
hluti.
19. feb. - 20. mars
Fiskar Gagnrýnisrödd þín stýrir þér í átt að
sérþekkingu, í stað þess bara að inna verk vel
af hendi. Hugsaðu um það sem þú vilt að ger-
ist, það er hið gagnstæða við áhyggjur.
Samkvæmt blaðafréttum er JónGnarr borgarstjóri farinn að líta
í kringum sig eftir nýju starfi og seg-
ist hafa hug á embætti páfa, sem
ástæða er til að taka alvarlega. Eða
eins og segir í kvæðinu:
Í páfans sal er sælan full,
því syndalausnin veitir gull,
hin bestu vín hann velur sér,
það væri staða handa mér.
Það er líka svo, að Íslendingar
margir hverjir hafa verið hagvanir í
Vatíkaninu. Þangað fór hópur Mý-
vetninga um miðja síðustu öld og varð
sú för víðfræg. Starri í Garði orti:
Í Vatíkaninu að Kristi ég gái
og kvittun synda ég eftir bíð:
„Sæll og blessaður, Píus páfi,
þetta er Pétur Jónsson í Reynihlíð.“
Síðar bætti Starri í Garði við, eins
og ég lærði söguna:
Fyrrum kunnugur Magnúsi Mái,
mörstjóri KÞ í seinni tíð.
Magnús Már Lárusson hafði verið
sóknarprestur í Mývatnssveit fram á
vor 1949, er hann var settur prófessor
við Háskólann, en Pétur í Reynihlíð
vann við sláturhús KÞ á sláturtíðinni.
Á miðjum 3. áratugnum beitti Pét-
ur sér fyrir því að reistur var gangna-
mannakofi á hrauntaglinu á norður-
enda Nýjahrauns og kallaður
Péturskirkja. Á þessum árum var féð
rekið austur þangað á öræfin og vak-
að yfir því fram yfir burð.
„Péturskirkju klerkur snar
kátur flytur ræðurnar,“
mælti Guð og glaður var,
„góðan talsmann á ég þar.“
Karlinn á Laugaveginum hefur
skoðun á öllu því sem borgarstjórann
varðar:
Ég geng í kringum Tjörnina
handa gæsunum á ég brauð
á vetrardegi köldum
og vona að hún sé auð.
Við Tjarnarendann stendur
ein tignarleg höll.
Besti flokkurinn býr þar
og brátt er sagan öll.
En alltaf stendur það einhvern veginn
óljóst fyrir mér
hvort páfinn situr í Rómaborg
eða í Ráðhúsinu hér.
24. apríl 1931 voru gangnamenn
samankomnir í Péturskirkju og
ræddu menn þingrofið og komandi
kosningar. Pétur í Reynihlíð orti:
Vaknið upp af værum svefni
verjum stjórnar siglutré.
Það er margur þingmannsefni
þó hann rölti á eftir fé.
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Frá Ráðhúsinu við
Tjörnina í Vatíkanið í Róm
Í klípu
„ALLT Í LAGI. GOTT, GOTT. ÉG HELD VIÐ
HÖFUM FUNDIÐ VEIKASTA HLEKKINN.“
eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger
„ÞÚ HEGÐAR ÞÉR VONANDI VEL HÉRNA!“
Hermann
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
... eins og hið
ljúfasta lag.
SLÆMT
STEFNUMÓT,
GRETTIR.
HÚN VAR
LÁTBRAGÐS-
LEIKARI.
HVAÐ ÞÝÐIR
ÞETTA?
SUMT ER BEST
LÁTIÐ ÓSAGT.
ÁFRAM
MEÐ ÞIG,
LEIFUR
ÓHEPPNI!
VIÐ ERUM
NÆSTUM
KOMNIR UPP!
OG ERTU TIL
Í AÐ FÆRA
SKJÖLDINN
ÞINN AÐEINS
AFTAR?
Víkverji var farinn að hlakka tilþess að prófa hvalabjórinn svo-
nefnda. Ekki aðeins finnst Víkverja
hvalkjöt með því besta sem hann fær,
heldur er bjór einnig nokkuð sem
Víkverji hefur átt til að fá sér svona
til hátíðabrigða. Það að blanda sam-
an þessum tveimur góðu hlutum gat
því ekki verið annað en ávísun á frá-
bæran hlut. Menn hafa alltént oft
dottið í það af minna tilefni. En nei,
þá kom yfirvaldið og ákvað að bjarga
fullorðnu fólki frá sjálfu sér. Víkverji
verður því að bíta í það súra epli –
svona rétt áður en bannað verður að
bíta í súr epli af heilbrigðisástæðum.
x x x
Annað mál er það þar sem Víkverjitelur að afskiptum ríkisvaldsins
væri mun betur komið. Pepsi-væðing
bíóhúsanna er honum hreint ekki að
skapi. Pepsi er svo sem ekkert slæm-
ur drykkur ef út í það er farið, en
Pepsi er bara ekki kók. „Pepsi og
popp“ er heldur ekki eins hljómfag-
urt og hin sígilda bíóhúsabeiðni um
„popp og kók“. Víkverja þykir það
miður, ekki síst vegna þess að starfs-
fólkið leiðréttir hann alltaf þegar
hann biður um sína kók. „Við erum
bara með Pepsi,“ segir það, áður en
það skýtur inn feimnislega: „Er það í
lagi?“
x x x
Ef fram heldur sem horfir munuveitingahúsagestir þurfa að
panta sér „Jack í Pepsi“, „vodka og
Pepsi“, eða einn „kaftein í Pepsi“.
Það stefnir því í óefni fyrir okkur
gömlu kallana sem viljum bara okkar
kók. Af hverju er ekki búið að setja
reglugerð um þetta? Menn hafa dott-
ið í eina reglugerð af minna tilefni.
x x x
Víkverji er með eitt líkamsrækt-arráð, svona á nýju ári: hann hef-
ur gert mikið úr því við vinnufélaga
sína hvað hann ætli sér að vera dug-
legur í ræktinni. Svo mjög að Vík-
verji veit að ef hann stendur sig ekki
má hann eiga von á háði og spotti frá
vinnufélögunum. Þar sem helsta tak-
mark Víkverja í lífinu er að forðast
„bögg“ hefur ráðið virkað vel hingað
til. víkverji@mbl.is
Víkverji
Hversu yndislegir eru bústaðir þínir,
Drottinn hersveitanna. Sálu mína
langaði til, já, hún þráði forgarða
Drottins, nú fagnar hjarta mitt og
hold fyrir hinum lifanda Guði.
(Sálmarnir 84:2-3)
GÆÐI – ÞEKKING – ÞJÓNUSTA
Frá okkur færðu
skyrturnar þínar
tandurhreinar og
nýstraujaðar
Háaleitisbraut 58-60 • 108 Reykjavík www.bjorg.is • Sími 553 1380
ÞVOTTAHÚS
EFNALAUG
DÚKALEIGA