Morgunblaðið - 16.01.2014, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 16.01.2014, Blaðsíða 16
ÚR BÆJARLÍFINU Skapti Hallgrímsson Akureyri Aukin samvinna menningarstofn- ana á Akureyri er rædd um þessar mundir. Líkur eru taldar á að stofn- að verði félag á vegum bæjarins til þess að halda utan um verkefni Leik- félags Akureyrar, Menningarfélags- ins Hofs og Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands.    Farþega strætó rak í rogastans í gær þegar hvert strætóskýlið af öðru var fullt af útblásnum blöðrum. Þar höfðu verið á ferð nemendur fagurlistadeildar Myndlistaskólans á Akureyri, undir leiðsögn Aðalheiðar S. Eysteinsdóttur, með svokallaða innsetningu.    Nemendurnir vinna áfram í dag og á morgun að verkefninu, sem þeir kalla Á almannafæri; verða með gjörning á flötinni fyrir neðan Sam- komuhúsið kl. 14.30 og með uppá- komu í Borgarbíói kl. 20 og endur- taka leikinn á morgun.    Hafdís Sigurðardóttir hefur ver- ið valin íþróttamaður Ungmenna- félags Akureyrar fyrir árið 2013 og kom engum á óvart. Hafdís bar höf- uð og herðar yfir keppinauta sína í spretthlaupum og langstökki á Ís- landi á árinu, setti þrjú Íslandsmet og vann fjölda Íslandsmeistaratitla.    Hóf vegna kjörs íþróttamanns ársins á Akureyri verður með ný- stárlegum hætti. Undanfarin ár hefur það verið í Ketilhúsinu að við- stöddum boðsgestum en nú verður haldin samkoma í menningarhúsinu Hofi, á miðvikudag í næstu viku, þar sem öllum bæjarbúum er boðið að vera viðstaddir. Auk þess að heiðra íþróttamann ársins verða Ís- landsmeistarar og landsliðsfólk frá Akureyri heiðrað og veittar heið- ursviðurkenningar íþróttaráðs Akureyrar. Ástæða er til þess að hvetja bæjarbúa til að fjölmenna á þessa uppskeruhátíð íþróttafólks í bænum.    Árleg sleðahundakeppni Ice- husky fer fram í Kjarnaskógi, Naustaborgum og Hömrum á laug- ardaginn. Þar er jafnan gríðarlegt fjör. Alls eru 15 lið skráð til keppni auk 6 liða í barna- og unglingakeppni og hefst dagskrá kl. 10. Ræst er frá Hömrum.    Gott er búa á Akureyri eins og heimsbyggðinni er kunnugt. Íbúum höfuðstaðar Norðurlands fjölgaði um 134 á síðasta ári. Þeir voru í upp- hafi árs 17.876, en á gamlársdag 18.110. Konur eru fleiri; 9.130, en karlpeningurinn 8.980.    Umsækjendur um stöðu út- varpsstjóra voru 39, þar af fjórir Ak- ureyringar að því er best er vitað og er væntanlega met – miðað við höfða- tölu. Benedikt Sigurðarson fram- kvæmdastjóri, Michael Jón Clarke tónlistarmaður, Björn Þorláksson ritstjóri og Víðir Benediktsson, blikk- smiður og skipstjóri á Akureyri, láta sig allir dreyma um starfið. Fleiri hafa tengingu norður. Spurning um að flytja höfuðstöðvarnar norður …    Sýning Curvers Thoroddsen á verkinu Verk að vinna/Paperwork verður opnuð kl. 15 á laugardag í Ketilhúsinu á Akureyri. Þar stendur listamaðurinn fyrir raunveru- leikagjörningi í anda fyrri verka sinna þar sem daglegt líf hans og list- sköpun skarast.    Öldrunarheimili Akureyrar (ÖA) er það fyrsta á Íslandi sem hlýt- ur alþjóðlega viðurkennigu sem full- gilt Eden-heimili. Lögð er áhersla á að öldrunarheimili séu heimili þeirra sem þar búa. Unnið er að því að gera umhverfi íbúanna heimilislegt og líf- legt, lögð er áhersla á sjálfræði þeirra og einstaklingsmiðaða þjón- ustu. Innleiðing Eden-hugmynda- fræðinnar hófst hjá ÖA árið 2006 og síðan hefur verið unnið að breyt- ingum í þá veru með margskonar hætti. Sameinaðir stöndum vér – í menningunni Ljósmynd/Þorgeir Baldursson Blöðrur Nemendur fagurlistadeildar Myndlistaskólans á Akureyri í einu skýla Strætisvagna Akureyrar í gær. 16 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. JANÚAR 2014 Amtmannsstíg 1 sími: 561·3303 101 Reykjavík · humarhusid@humarhusid.is Hádegistilboð Kjartan Kjartansson kjartan@mbl.is Bifreiðum sem seldar voru nauðung- arsölu hjá sýslumanninum í Reykja- vík fækkaði um 11% á síðasta ári frá árinu á undan samkvæmt tölum emb- ættisins. Í fyrra var 181 bifreið seld með þeim hætti en þær voru 204 árið 2012. Málum þar sem krafist var nauðungarsölu bifreiða fækkaði hins aðeins um 2,7%. Flestar bifreiðarnar voru seldar í mars eða 64. Í júní var 41 bifreið seld á nauðungaruppboði, 44 í september og 32 í nóvember. Kynna úrræði með bréfi Fjárnámsbeiðnum fjölgaði um 28% á milli ára og voru þær 14.244 árið 2013. Flestar þeirra voru í september, 1.551. Þær eru þó enn talsvert færri en þær voru á eftirhrunsárunum 2009 og 2010. Alls voru 445 fasteignir seldar loka- sölu á nauðungaruppboði í Reykjavík árið 2013. Þá var 91 útburðarbeiðni skráð hjá sýslumannsembættinu, flestar þeirra í september eða þrettán. Um áramótin tóku gildi lög sem gerir fólki kleift að óska eftir frestun á nauðungarsölu fram til 1. september. Að sögn Þórólfs Halldórssonar, sýslu- mannsins í Keflavík, þar sem fjöldi nauðungaruppboða er hlutfallslega mestur, segir að öllum gerðarþolum hafi verið sent bréf þar sem úrræðið var kynnt og þeim boðið að fylla út eyðublað um ósk um frestun. Alls hafi slík bréf verið send til 411 einstak- linga. Margir hafi þegar sent svör til embættisins. Nauðungarsölur á bifreiðum og fjárnámsbeiðnir 2009-2013 Fjárnámsbeiðnir Heimild: Sýslumaðurinn í Reykjavík 20.000 18.000 16.000 14.000 12.000 10.000 8.000 6.000 4.000 2.000 0 2009 2010 2011 2012 2013 18 .2 11 16 .4 95 11 .5 89 11 .1 13 1 4. 24 4 1.200 1.000 800 600 400 200 0 Uppboðsmál - bifreiðir Uppboðsmál Seldar bifreiðar 2009 2010 2011 2012 2013 1. 0 68 44 1 72 3 28 9 71 8 16 8 66 3 20 4 64 5 18 1 Færri nauðungarsölur en fleiri fjárnámsbeiðnir  Sýslumaðurinn í Keflavík kynnir gerðarþolum frestun Morgunblaðið/Kristinn Uppboð Alls voru 305 fasteignir seldar nauðungarsölu hjá sýslumanninum í Keflavík á síðasta ári. Þar af voru 256 íbúðir seldar á nauðungaruppboði.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.