Morgunblaðið - 16.01.2014, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 16.01.2014, Blaðsíða 28
28 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. JANÚAR 2014 www.VBL.is REYKJAVÍK Krókháls 5F 110 Reykjavík Sími: 414-0000 AKUREYRI Baldursnes 2 603 Akureyri Sími: 464-8600 KEÐJUVIÐGERÐAREFNI OG KEÐJUTANGIR Keðjurnar eru til á allar gerðir vinnuvéla, vöru- og flutningabifreiða, dráttarvéla og lyftara FRAMÚRSKARANDI NORSKAR KEÐJUR Hlekkir • Keðjulásar • Krækjur • Krókar Krossbandakeðjur • Ferkantakeðjur • Þverbandakeðjur Mottukeðjur • Zik-zak keðjur • Zik-zak keðjur Keðjurnar eru til í mörgum gerðum og í öllum mögulegum stærðum Í nýgerðum kjarasamningum er haldið ranglega fram að kaup- máttur almenns verkafólks sé tryggður vandlega og mikið betur en þeirra launahærri. Talað er fjálglega og settar eru upp flottar töflur með háum súluritum á lægstu töxtunum því „kaupmátt- urinn“ er svo mikill þar. En súl- urnar hjá þeim sem hæst hafa launin eru hafðar mun lægri, því þeir fá „miklu minni kaupmátt“. Og þannig er það gert að heilögum sannleika að lægstu taxtarnir hafi mun meiri kaupmátt eftir samn- ingana en hærri taxtarnir. Krónur eru kaupmáttur En skoðum krónurnar sem eru á bakvið kaupmáttinn. Hjá taxtafólki, t.d. í fiski er vinnur fullan vinnudag eftir töxtum Starfsgreinasambands- ins, er launahækkunin 9.750 kr. á mánuði. Svo var samþykkt af fulltrúum ASÍ í viðræðum við rík- isstjórnina að þetta fólk fengi litla sem enga skattalækkun í nýsam- þykktu fjárlagafrumvarpi. Þá eru frádráttarliðir eftir, eins og fé- lagsgjald til stéttarfélagsins, lífeyr- issjóður og annað. Í kaupmáttarsamanburði er hægt að nota hvaða nauðsynjavöru sem er. Ég valdi mjólk, þar sem flestir kaupa hana og kostaði einn lítri 126 kr. á dögunum. Þannig að kaupmáttaraukning almenns taxta- fólks samsvarar þremur lítrum af mjólk á dag verði kjarasamning- urinn samþykktur. Skoðum í samanburði launa- manninn með 1.000.000 kr. Hann fær 10 lítra af mjólk fyrir sína hækkun, eða eykur kaupmátt sinn um rúm 200% umfram taxtafólkið. Samt halda SA og ASÍ því fram að hálaunamaðurinn sé með mikið minni kaupmátt úr kjarasamn- ingnum t.d. í mjólk en almenna verkafólkið! Kaupmáttur eins af hug- myndafræðingum samningsins En tölum um kaupmátt hagfræð- ings sem vinnur hjá Seðlabank- anum og hefur verið að tala fyrir um 2% launahækkunum til hags- bóta fyrir verkafólk. Með þeim rök- um sem notuð eru af hverjum hagfræð- ingnum á fætur öðrum „að kaupmátturinn sé því meiri eftir því sem launahækkunin er minni“. Hér á eftir mun ég fara yfir launahækkun hagfræð- ingsins til sam- anburðar við taxtafólk- ið með minni launahækkun en sam- kvæmt þjóðsögunni meiri kaupmátt. Hagfræðingurinn fékk launahækkun ný- lega en „aðeins“ 253.128 kr. á mánuði eða 19,98%, afturvirkt í 12 mánuði. Og 1. jan- úar 2014 er hann bú- inn að fá 4.303.176 kr. í forskot þar sem hækkunin tók gildi fyrr en hjá taxtafólk- inu. Svo fær hann til 31. desember 2014 sem er út samnings- tíma nýgerðs kjara- samnings 3.138.132 kr. auk 100.596 kr. í skattaafslátt. Samtals í bara hækkun 7.541.904 kr. sem gerir 117 l af mjólk á dag á móti 3 l taxtafólksins. Hvað ætlar hann að gera við 117 l af mjólk á dag með- an skortur annarra er svo mikill? Ef við röðum mjólkurlítrunum upp myndrænt í fernum og í rétt- um hlutföllum, þá nær mjólk taxta- vinnumannsins honum rétt upp fyr- ir hné, (mjólkurfernan er um 22 cm á hæð) en hjá hagfræðingnum er staflinn á hæð við 10 hæða íbúða- blokk, sambærilega þeim er standa í Sólheimum í Reykjavík. Og það hvern einasta dag! Endaleysa lágra launa Það sjá allir af þessu dæmi hvílík endaleysa það er að halda því fram að taxtafólkið hafi aukið kaupmátt sinn umfram hina. Þessi áróður og vinnubrögð hafa verið ástunduð allt frá þjóðarsáttarárinu 1990 með árangri sem felst í einum lægstu launum á byggðu bóli í vestan- og norð- anverðri Evrópu. Þessi launastefna SA og ASÍ leiðir til of- gnóttar hjá svo mörg- um meðan á sama tíma er skortur ann- ars staðar hjá heið- arlegu fullvinnandi fólki. Og ekki bara þar, heldur einnig hjá okkar eldri fé- lagsmönnum er lokið hafa starfsævinni með reisn, en lifa við fá- tæktarmörk nú vegna lágs lífeyris og bóta. Blákaldur veruleik- inn Meðfylgjandi er tafla sem sýnir „launahækkanir“ sem taka gildi verði samn- ingurinn samþykkur. Takið eftir lágum krónutölum á lægstu taxtana. Einnig er prósentuhækkunin jafnvel meiri á hærri launin en þau lægri. Fellum samninginn Eins og staðið var að aðdrag- anda nýgerðs kjarasamnings, inni- halds hans, hvernig samningurinn hefur verið ranglega kynntur af ASÍ og SA þá er ekki annað hægt en að fella samninginn. Hvet ég því allt launafólk, sem kjarasamning- urinn nær til, til að fella hann. Standa svo saman gegn óréttlætinu og gera sameiginlega alvöru kjara- samning sem er réttlátur fyrir alla, ekki bara suma. Óska félagsmönnum ASÍ og landsmönnum öllum hagsældar á nýju ári. Þjóðsagan um kaupmáttinn Eftir Arnar G. Hjaltalín »Kaupmáttur verður að- eins mældur í krónum en ekki prósentum. Launafólk getur aðeins notað krónur, ekki prósentur til að greiða við búð- arkassann. Arnar Hjaltalín Höfundur er formaður Drífanda stéttarfélags í Vestmannaeyjum. Fjöldi mjólkurlítra sem hægt er að kaupa á dag fyrir „launahækkunina“ Fj öl di m jó lk ur lít ra 23 0.0 00 30 0.0 00 35 0.0 00 40 0.0 00 45 0.0 00 50 0.0 00 60 0.0 00 70 0.0 00 80 0.0 00 90 0.0 00 1.0 00 .0 00 Laun 10 9 8 7 6 5 4 3 2 1 0 3 3 4 4 4 5 6 7 8 9 10 Hækkun launa og lækkun skatta 1. janúar 2014 190.000 230.000 9.750 0 9.750 5,13%-4,24% 235.000 285.000 8.000 0 - 539 8.000 - 8.539 3,4%-3,0% 300.000 8.400 957 9.357 3,12% 350.000 9.800 1.245 11.045 3,16% 400.000 11.200 1.485 12.685 3,17% 450.000 12.600 1.725 14.325 3,18% 500.000 14.000 1.965 15.965 3,19% 600.000 16.800 2.445 19.245 3,21% 700.000 19.600 2.925 22.525 3,22% 800.000 22.400 3.405 25.805 3,23% 900.000 25.200 3.470 28.670 3,19% 1.000.000 28.000 3.470 31.470 3,15% Heimild: Starfsgreinasambandið Mánaðarlaun í kr. Launahækkun á mánuði Skatta- lækkun Samtals Breyting í prósentum Samfélag okkar virðist vera gegnsýrt af neikvæðni. Daglega flæða yfir okkur fréttir af niðurskurði, slysum, stríðsátökum í fjar- lægum löndum, gjald- þrotum, bráðnun jökla, skandölum fræga fólksins í Hollýwood, spillingu, yfirvofandi uppsögnum o.fl. Þar sem neikvæðu fréttirnar hafa greiðari aðgang að fjölmiðlum en þær jákvæðu og fá þar af leiðandi meira pláss verðum við ónæm og ómeðvituð um áhrifin sem þær hafa á daglegt líf. Þegar við einblínum þetta mikið á neikvæðar fréttir síast smám saman inn hjá okkur að heimurinn sé ekki góður staður og staða mannkynsins vonlaus. Afleiðingin er að við erum minna líkleg til að reyna að breyta einhverju í samfélaginu. Það virðist vera niðurdrepandi og óyfirstíg- anlegt verkefni að stuðla að jákvæð- um breytingum og þar af leiðandi gera margir ekki einu sinni tilraun til þess. Mikilvægt er að velta fyrir sér hver beri ábyrgðina, eru það fjölmiðlarnir eða lesendur/áhorfendur? Líklega eiga bæði fjölmiðlarnir og áhorf- endur/lesendur sinn þátt í þessu. Þegar maður skoðar sem dæmi mest lesnu fréttirnar á fréttavefnum mbl.is kemur í ljós að meirihlutinn er fréttir um glæpi og ofbeldi. Þetta er greini- lega það sem selur, það sem fólk hef- ur mestan áhuga á og það sem fær mesta áhorfið. Ef fjölmiðlar eru ein- faldlega að bjóða neytendum það sem þeir biðja um, hvernig getum við þá kennt þeim um neikvætt viðhorf í samfélaginu? Eða hefur ofgnótt þeirra neikvæðu frétta sem fjölmiðlarnir færa okkur kannski gert okkur ónæm fyrir þeim skaðlegu áhrifum sem þær hafa á viðhorf okk- ar? Ættum við að hvetja Alþingi Íslendinga til að setja kvóta á neikvæðar fréttir, eins og rúm- enska þingið reyndi árið 2008 en án árangurs þar sem í ljós kom að laga- frumvarpið braut gegn stjórnarskrá landsins? Það eru nokkur atriði sem við get- um gert sjálf í baráttunni gegn nei- kvæðum fréttum:  Við getum tekið þátt í að breyta viðhorfi okkar með því að veita já- kvæðum fréttum meiri athygli og sneiða hjá neikvæðum fréttum. Það er nefnilega fullt af jákvæðum hlut- um að gerast. Slík hugarfarsbreyting mun stuðla að breyttu og betra and- rúmslofti í samfélaginu og hafa já- kvæð áhrif á líf og heilsu fólks.  Við getum kúplað okkur frá nið- urdrepandi fréttalestri og -áhorfi eða dregið allavega stórlega úr því þótt ekki væri nema tímabundið. Slíkt fréttabindindi getur reynst nauðsyn- legt þegar síbyljan hamrar á nei- kvæðninni.  Við getum sjálf sett kvóta á nei- kvæðar fréttir og sett okkur mark- mið um að deila aðeins jákvæðum fréttum, t.d. í samfélagsmiðlum eða á kaffistofunni í vinnunni. Leggjum okkur fram á hverjum degi um að finna eitthvað jákvætt og segja frá því. Setjum kvóta á neikvæðar fréttir Eftir Ingrid Kuhlman Ingrid Kuhlman » Við getum tekið þátt í að breyta viðhorfi okkar með því að veita jákvæðum fréttum meiri athygli og sneiða hjá neikvæðum fréttum. Höfundur er framkvæmdastjóri Þekkingarmiðlunar. mbl.is alltaf - allstaðar ...alveg með’etta Fylgir Morgunblaðinu alla fimmtudaga

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.