Morgunblaðið - 21.01.2014, Qupperneq 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. JANÚAR 2014
Bláhamrar 3 ∙ 112 Rvk
Virkilega falleg og mikið endurnýjuð 109 fm, 4 herbergja
íbúð á jarðhæð með sérinngangi og góðum palli. Þetta er
skemmtileg eign sem er nánast búið að taka alla í gegn á
mjög vandaðan og smekklegan hátt. V: 31,9
Heimir Bergmann
Sölufulltrúi
630-9000
Kristján Ólafsson hrl.
Lögg. fasteignasali
414-4488
Opið hús miðvd. 22.jan kl: 18:00-18:30
Höfuðborg fasteignamiðlun ∙ Hlíðasmára 2, 6. hæð ∙ 414-4488
Heimir Bergmann S: 630-9000
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson, ritstjorn@mbl.is Viðskipti Agnes Bragadóttir, vidskipti@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Íþróttir
Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Guðrún Hálfdánardóttir, Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is, Smartland Marta María Jónasdóttir, smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
„Þetta er frekar óeðlilegt ástand,“
sagði Sveinn Sveinbjörnsson fiski-
fræðingur í samtali við Morgun-
blaðið í gærkvöldi um loðnuveið-
arnar fyrir norðaustan land. Hann
sagði að engin almennileg loðnu-
ganga hefði enn fundist þegar liðnar
eru rúmar tvær vikur frá því vertíð-
in hófst.
Sveinn er um borð í rannsóknar-
skipinu Árna Friðrikssyni sem hefur
leitað að loðnu á miðunum úti af
Langanesi frá því um helgina. Hann
segir að loðnuskipin hafi verið að
skrapa smávegis undanfarna daga,
en veiðin sé aðallega smáloðna.
Frysting á loðnu hófst í uppsjáv-
arfrystihúsi HB Granda á Vopna-
firði á föstudaginn eftir að Ingunn
AK kom þangað með fyrsta loðnu-
farminn á vertíðinni.
Stærri loðnan fryst
Á vef Síldarvinnslunnar er haft
eftir Magnúsi Runólfssyni vinnslu-
stjóra að frystingin gangi vel en
loðnan sé í smærri kantinum enn
sem komið er. „Við flokkum stærstu
loðnuna frá og frystum í þá stærð-
arflokka sem markaður er fyrir en
annað fer til framleiðslu á fiskmjöli
og –lýsi,“ segir hann.
Nú eru 75 til 80 manns við vinnu í
frystihúsinu.
„Þetta er frekar
óeðlilegt ástand“
Engin veruleg loðnuganga enn fundist
Guðmundur Dýri Karlsson, starfsmaður Fasteigna-
viðhalds ehf., var í óða önn að fjarlægja veggjakrot af
gömlu verbúðunum á Grandagarði í Reykjavík í gær
þegar ljósmyndara bar að garði. Margar umferðir
þarf af málningu til þess að þekja veggjakrotið og
þess í stað er sett sérstakt þykkt efni á vegginn sem
þekur veggjakrotið. Dugir þá aðeins ein umferð af
málningu ofan á til þess að upprunalegur litur veggj-
arins náist.
Guðmundur segir töluvert vera um veggjakrot á
svæðinu. „Það er því miður þannig að það er alltaf
verið að krota þarna,“ segir Guðmundur.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Verbúðirnar vandlega hreinsaðar
Embætti landlæknis hefur ekki
gert athugasemdir við notkun ör-
yggisfjötra á hjúkrunarheimilum,
fyrir utan á Sólvangi í Hafnarfirði
en notkun fjötra þar hefur verið
til umfjöllunar í fjölmiðlum
undanfarið. „Það er ekki mikið
um fjötra en á þessu ákveðna
heimili er það fyrir ofan meðaltal.
Það er eina heimilið sem við höf-
um gert athugasemdir við vegna
notkunar á fjötrum,“ segir Sigríð-
ur. „Við höfum unnið með Sól-
vangi í sambandi við mönn-
unarmál. Við gerðum úttekt á
heimilinu að þeirra eigin beiðni í
maí 2012 og sendum niðurstöður
til velferðarráðuneytisins að það
væri lítið svigrúm til að fækka
starfsfólki nema eiga á hættu að
minnka gæði og öryggi þjónust-
unnar,“ segir Sigríður.
Ekki mikið um notkun fjötra
HJÚKRUNARHEIMILI
Undirmönnun
gæti komið í ljós
Mönnunarviðmið hjúkrunarheimila
til vinnslu hjá embætti landlæknis
Ingveldur Geirsdóttir
ingveldur@mbl.is
Mönnunarviðmið hjúkrunarheimila
voru meðal þess sem fulltrúar frá
embætti landlæknis ræddu á fundi
velferðarnefndar Alþingis í gær-
morgun en þar voru málefni aldr-
aðra á hjúkrunarheimilum í brenni-
depli. Mönnunarviðmiðin, sem eru
unnin undir stjórn Ingibjargar
Hjaltadóttur hjúkrunarfræðings og
fagfólks frá hjúkrunarheimilum að
beiðni landlæknisembættisins, verða
líklega gerð opinber í vikunni.
Sigríður Egilsdóttir fer með eft-
irlit og gæðamat á hjúkrunarheim-
ilum hjá landlækni. Hún telur að
mönnunarviðmiðin muni hafa áhrif á
þann fjölda sem starfar á hjúkrun-
arheimilum. „Ég get alveg ímyndað
mér að það verði uppi fótur og fit
víða þegar viðmiðin birtast, að það
komi í ljós að það sé undirmönnun
víða,“ segir Sigríður.
Enginn skyldugur
„Það hefur verið mikið kallað eftir
þessum mönnunarviðmiðum, bæði af
starfsfólki og stjórnendum heimil-
anna og eins almenningi. Þess vegna
var farið í þessa vinnu á sínum
tíma.“
Embætti landlæknis mun nota
viðmiðin í úttektum og gæðamati
sínu á hjúkrunarheimilum. Hvað
það þarf marga starfsmenn á hvert
heimili verður reiknað út frá fjölda
heimilismanna og hjúkrunarþyngd
miðað við fjölda hjúkrunarfræðinga,
sjúkraliða og ófaglærðs starfsfólks.
Samkvæmt heimildum Morgun-
blaðsins er eitt og hálft ár síðan
Morgunblaðið/Ómar
Á ferðinni Eldri borgarar.
vinnunni við mönnunarviðmiðin
lauk, niðurstöðurnar fóru til um-
sagnar til velferðarráðuneytisins og
hafa legið þar síðan. Mönnunarvið-
miðin eru aðeins viðmið og því verð-
ur enginn skyldugur til að fara eftir
þeim, en fjármagn verður líka að
fylgja fjölgun starfsfólks.
Mikilvægt tæki
Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,
formaður velferðarnefndar Alþingis,
segir að þau fagni því að mönnunar-
viðmiðin séu væntanleg. Viðmiðin
skipti miklu máli við fjárlagagerð,
þegar ákveðið er hversu miklu á að
veita til hjúkrunarheimilanna.
Verði kjarasamningar á almennum
markaði staðfestir, mun ríkisstjórnin
taka til endurskoðunar og lækkunar
nýálögð gjöld samkvæmt lögum um
ýmsar forsendur frumvarps til fjár-
laga. Þetta kemur fram í bréfi sem
Bjarni Benediktsson, fjármálaráð-
herra, sendi stjórnum fyrirtækja í
ríkiseigu í gær.
Fyllsta aðhalds verði gætt
Í bréfinu beinir fjármálaráðherra
þeim eindregnu tilmælum til fyrir-
tækjanna að fyllsta aðhalds verði
gætt varðandi breytingar á gjald-
skrám og að þær ákvarðanir um
gjaldskrárbreytingar sem þegar hafa
verið ákveðnar
verði endur-
metnar í ljósi
ofangreindra
markmiða. Seg-
ir enn fremur í
bréfinu að mið-
að sé við að
gjaldskrár-
hækkanir ríkis-
ins verði undir
verðbólgumark-
miði Seðlabanka Íslands næstu tvö
árin.
Mikilvægt sé að fyrirtæki í ríkis-
eigu taki virkan þátt í þeirri viðleitni
að draga úr hækkun verðlags og efni
ekki til hækkana umfram það sem al-
gjörlega nauðsynlegt getur talist.
Kaupmáttaraukning markmiðið
Bjarni vísar í bréfinu til fyrri yfir-
lýsinga ríkisstjórnarinnar í aðdrag-
anda að gerð kjarasamninga. Í yfir-
lýsingum sínum studdi ríkisstjórnin
þá viðleitni samningsaðila að lögð yrði
áhersla á að skapa forsendur fyrir
auknum kaupmætti með lágum nafn-
launabreytingum og verðlagsaðhaldi.
„Hin þráláta verðbólga sem ríkt hefur
á Íslandi minnkar samkeppni, hækk-
ar vexti, slævir verðskyn og heldur
niðri lífskjörum,“ segir í bréfinu.
bmo@mbl.is »8
Verði virk í viðleitni við
að draga úr hækkunum
Fjármálaráðherra sendir fyrirtækjum í ríkiseigu bréf
Bjarni
Benediktsson
Í sameiginlegri yfirlýsingu hand-
knattleikssambanda Íslands, Aust-
urríkis og Evrópu kemur fram að
landslið Íslands og Austurríkis
munu mætast í tvígang í vináttu-
landsleikjum í apríl. Boðað er til
leikjanna til að undirstrika sam-
starfsvilja sambandanna, en um-
mæli sem Björn Bragi Arnarsson,
þáttastjórnandi á RÚV, lét falla í
leik Íslands og Austurríkis vöktu
hörð viðbrögð í Austurríki og víðar.
Í kjölfar yfirlýsingarinnar fór
Guðjón Valur Sigurðsson, fyrirliði
íslenska landsliðisins, í viðtal við
austurrísku sjónvarpsstöðina ORF
strax eftir leik landsliðsins í gær.
Þar sagði hann ummælin aðeins
hafa verið tilraun eins manns til
fyndni en að tilraunin hafi verið
skot, hátt yfir markið. „Við viljum
taka fram að ummælin endurspegla
ekki skoðanir handknattleikssam-
bandsins né íslensku þjóðarinnar,“
sagði Guðjón.
Landsliðin munu
leika vináttuleiki