Morgunblaðið - 21.01.2014, Síða 10

Morgunblaðið - 21.01.2014, Síða 10
10 DAGLEGT LÍFÚtivist og hreyfing MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. JANÚAR 2014 Við Landmannahelli Vala Hjörleifsdóttir og Angel Ruiz-Angulo búa í Mexíco en gengu með Guðna s.l sumar. Löðmundarvatn í baksýn. Kristín Heiða Kristinsdóttir khk@mbl.is Ég geri þetta fyrir sjálf-an mig og ég er í eftir-litsferð í leiðinni. Fyrirmig er nauðsynlegt að fara þarna í eina lúxusferð á ári með fólki sem nennir að ganga með mér,“ segir Guðni Olgeirsson en hann er fararstjóri og leiðsögu- maður ferðar í sumar um hið margbrotna landslag sem Hellis- mannaleið geymir. Gönguleiðin er um 81 km löng og gengið er frá Leirubakka í Landmannalaugar á fjórum dögum. Guðni hefur ásamt fjölskyldu og vinum stikað þessa leið. „Ég er búinn að ganga þetta svo oft og ég veit hvaða fyrir- komulag virkar best. Til dæmis er allur matur sameiginlegur í þess- um ferðum, en það er miklu ódýr- ara heldur en að hver og einn komi með sinn skrínukost. Ég skipulegg ferðina í samráði við hópinn sem gengur með mér hverju sinni, við höldum saman fund, ákveðum matseðil og fleira í þeim dúr. Ég smala saman fólki sem ég þekki og þekkist innbyrðis, en líka einhverjum sem þekkjast ekki. Þetta verður því ný ferð í hvert sinn.“ Þarf að ná sálinni í þetta, syngja saman og hafa gaman Guðni segist vera hrifnastur af því fyrirkomulagi að ganga alla leiðina á fjórum dögum en hafa svo fimmta og síðasta daginn al- veg frjálsan. „Þá getur fólk andað að sér hálendinu og gert það sem því sýnist. Sumir fara að veiða sil- ung í Ljótapolli eða öðrum þeirra ótal vatna sem þarna eru, aðrir slaka á og lesa eða prjóna, aðrir ganga á eitt fjall til viðbótar. Svo er grillað saman um kvöldið. Mér finnst of hratt farið að ganga alla þessa leið og keyra svo beint heim. Fólk þarf að ná sálinni í þetta, syngja saman og hafa gam- an í restina, skálastemningu og kertaljós.“ Guðni þekkir afar vel allt það svæði sem leiðin liggur um, enda er hann fæddur og uppalinn í Nefsholti í Holtum í Rangárvalla- sýslu. „Ég hafði samt aldrei geng- ið þessar dagleiðir fyrr en fyrir nokkrum árum. Pabbi rak okkur áfram í því að stika þessa leið og líka þeir sem vildu fá fleiri gönguleiðir á þessu svæði sem valkost við Laugaveginn. Við byrjuðum á einni dagleið og bætt- um svo smátt og smátt við sem og aukakrókum. Ég fer á hverju vori í eina vinnuferð með ýmsum sem hafa áhuga á þessu svæði, til að halda leiðinni við og laga það sem þarf, og fyrir vikið er mjög gott ástand á leiðinni sjálfri.“ Best að hugsa eins og sauð- kind til að finna bestu leiðina En hvernig verður dagleið til? „Fyrsti ramminn voru sælu- húsin fyrir þá sem smala þetta svæði, svokölluð gangnamanna- hús, síðan var okkar verk að finna bestu leiðirnar á milli stað- anna. Það gekk ekkert alltaf mjög vel, það var mjög lærdóms- ríkt ferli og við gerðum fullt af mistökum. Þetta voru ekki gönguleiðir heldur aðeins kinda- slóðar og svæði þar sem menn höfðu smalað á hestum. En til að finna bestu leiðina er best að hugsa eins og sauðkind. Við höf- um líka fengið fólk til liðs við okkur sem þekkir best til á hverj- um stað. Stundum þarf að taka Þá getur fólk andað að sér hálendinu Guðni Olgeirsson þekkir Hellismannaleið eins og lófann á sér, enda hefur hann gengið hana ótalsinnum, fyrst til að stika hana og síðar sér til ánægju. Hann ætl- ar að ganga þessa leið með góðum hópi í sumar og í leiðinni verður gengið í gegn- um jarðsöguna, Íslandssöguna, útilegumannasöguna, þjóðsögurnar og sögur úr smalamennskum, því Guðni leggur sig fram um að varpa ljósi á það allt saman. Hægt er að stunda margar íþróttir utandyra yfir veturinn og um að gera að prófa eitthvað nýtt. Ekki þarf nauðsynlega að stunda þetta af kappi, getur líka verið gaman að prófa einn dag með vinum og eða fjölskyldu. Mörgum finnst öll vetrar- ævintýri sem boðið er upp á hér á landi aðeins vera fyrir ferðamenn, en því fer fjarri að svo sé. Við Íslending- ar eigum kannski að vera duglegri við að skella okkur í ævintýri upp á jökul, hvort sem það er á jeppum, fjórhjól- um eða vélsleðum, renna okkur eða ganga á skíðum, skella okkur á snjó- bretti, klifra í ísnum, skoða íshella eða hvaðeina annað sem fólk langar. Ótal margt er í boði þegar kemur að afþreyingu um vetur hér á landi, enda eitt af því besta sem landið hefur upp á að bjóða: Snjór, vetur og ís. Alveg tilvalið að fara með vinnufélögunum, drífa sig út úr húsi og hrista fólk saman í kuldagöllum. Nú eða synda í ísköldum sjónum, það er svo svaka- lega hressandi. Koma svo! Drífa sig! Vetrarsport Ís og ævintýri um veturinn Morgunblaðið/RAX Jöklastuð Gaman að skoða íshella. Guðni á Hellismanna- leiðinni Séð yfir Vondu- giljaaura og fjallasal við Landmannalaugar og Laugahraunið frá 1477.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.