Morgunblaðið - 21.01.2014, Side 12

Morgunblaðið - 21.01.2014, Side 12
12 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. JANÚAR 2014 Hátúni 6a • 105 Rvk • Sími 552 4420 • fonix.is ELDHÚSTÆKI FRÉTTASKÝRING Hólmfríður Gísladóttir holmfridur@mbl.is Samkvæmt fjárlögum fyrir yf- irstandandi ár hyggjast stjórnvöld lækka útgjöld vegna hjálpartækja um 150 milljónir á árinu. Það verður m.a. gert með því að auka greiðslu- þátttöku notenda, auk þess sem Sjúkratryggingar Íslands hyggjast endurnýta hjálpartæki á borð við hjólastóla og göngugrindur í aukn- um mæli. Í nýrri reglugerð um styrki vegna hjálpartækja, sem tók gildi um ára- mót, hefur greiðsluþátttaka Sjúkra- trygginga í mánaðargjaldi vegna ör- yggiskallkerfis á einkaheimili verið minnkuð úr 6.700 krónum í 5.500 krónur og þá verða notendur héðan í frá að greiða 10% af bleiukostnaði. Auk þess hætta Sjúkratryggingar að taka þátt í kostnaði vegna brjóstahaldara og sundbola fyrir konur sem hafa gengist undir brjóstnám, svo eitthvað sé nefnt. Minnkandi verðmunur „Breytingarnar snúa að því að það er ýmislegt nýtt, sumt sem er breytt og annað sem er farið út,“ segir Björk Pálsdóttir, sviðsstjóri hjá Sjúkratryggingum Íslands, um reglugerðarbreytingarnar. Hún segir að hvað ákvæði um gervihluta varðar sé verið að laga reglugerðina að breyttri meðferð og að reglur á hinum Norðurlöndunum hafi verið hafðar til hliðsjónar. Aðrar breytingar sem hafa verið gerðar á ákvæðinu eru m.a. þær að það nær nú til gervibrjóstafleyga jafnt og gervibrjósta. Sjúkratryggingar munu sam- kvæmt nýju reglugerðinni greiða fyrir sérstyrkt brjóstahöld vegna uppbyggingar brjósta en Björk seg- ir að ákvörðunin um að hætta greiðsluþátttöku vegna brjóstahald- ara og sundbola fyrir gervibrjóst hafi m.a. verið tekin í ljósi þess að verðmunur milli slíkra flíka og hefð- bundinna brjóstahaldara og sund- bola hafi farið minnkandi. Greiðslu- þátttaka vegna gervibrjósta og -fleyga verður hér eftir ákveðin eftir verðkönnun en áður var um að ræða ákveðna upphæð á ári. Þröng skilyrði Sjálfsbjörg – landsamband fatl- aðra hefur gagnrýnt breytingarnar á reglugerðinni og bendir m.a. á að nú standi til að láta fólk greiða fyrir ýmis tæki sem Sjúkratryggingar hafa greitt fyrir um árabil. Til dæmis hafa verið sett ströng skilyrði hvað varðar greiðsluþátttöku í stöfum og hækjum og stuðningshandriðum og stoðum en Sjúkratryggingar greiða nú aðeins fyrir þessi tæki fyrir þá sem eru „með sjúkdóma sem valda alvarlegri lömun eða hrörnun, t.d. MS, MND og aðra vöðvarýrnunar- sjúkdóma, helftarlömun, Parkinson- sjúkdóm, illvíga RA-liðagigt, spina bifida [klofinn hrygg] svo og ein- staklinga með lungna- og /eða hjartasjúkdóm á háu stigi.“ Sem dæmi um aðrar reglugerð- arbreytingar sem urðu um áramót má nefna að mánaðarleg greiðslu- þátttaka einstaklinga vegna nær- ingar um slöngu var hækkuð en þá tryggja ný ákvæði í reglugerðinni um hjálpartæki og reglugerð um styrki til kaupa á næringarefnum og sérfæði greiðsluþátttöku Sjúkra- trygginga fyrir einnota vörur og næringarefni og sérfæði, á meðan á skammtímadvöl á sjúkrahúsi eða stofnun stendur. Styrkir réttarstöðu fólks „Það er ýmislegt þarna sem er til bóta, sem hefur verið ágreiningur um,“ segir Björk. „Þegar fólk fer í skammtímadvöl inn á sjúkrahús eða stofnanir þá tryggir nýtt ákvæði í reglugerðinni að Sjúkratryggingar borga einnota vörur þegar viðkom- andi fer í skammtímadvöl, í allt að sex vikur,“ segir Björk en þetta styrki réttarstöðu fólks. Reglugerðarbreytingarnar voru tilkynntar rétt fyrir áramót og segir Björk að vissulega hafi fyrirvarinn verið lítill. Hún segir að ekki hafi verið kannað hver kostnaðaráhrifin verða hjá einstökum notendahópum en gerir ráð fyrir að kostnaðar- aukningin dreifist nokkuð víða. Björk segir að Sjúkratryggingum hafi borist nokkuð af fyrirspurnum frá einstaklingum, notenda- samtökum og birgjum um reglu- gerðarbreytingarnar en fáar kvart- anir. Nýtt tekið inn, ýmsu breytt og annað út  Lækka útgjöld vegna hjálpartækja um 150 milljónir Morgunblaðið/Ernir Hjálpartæki Til stendur að gera frekara átak í endurnýtingu hjálpartækja á borð við hjólastóla og göngugrindur en á þeim er skilaskylda. Sjúkratryggingar » Konur sem hafa gengist undir brjóstnám geta fengið styrk hjá Sjúkratryggingum til kaupa á gervibrjóstum eða gervibrjóstafleygum. Greitt er fyrir 2 stykki á fyrsta ári og síðan 1 stykki á ári við missi annars brjósts og 4 stykki á ári og síðan 2 stykki á ári við missi beggja brjósta. » Virðisaukaskattur á bleium var lækkaður úr 25,5% í 7% um áramótin en áætlaður sparnaður vegna virðisauka- skattslækkunarinnar og greiðsluþátttöku notenda í kostnaði vegna bleia nemur 30 milljónum króna. Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Sendiherrar og annað starfsfólk ut- anríkisþjónustunnar er byrjað að blogga um störf sín og eru skrifin, sem birt eru á vef utanríkisráðuneyt- isins, liður í að vekja athygli á starf- seminni. Fyrstu færslurnar voru sett- ar inn á vefinn fyrir helgi og er áformað að setja inn nýjar færslur sem oftast. „Þetta er góð leið til þess að opna gluggann inn í starfið,“ segir Urður Gunnarsdóttir, fjölmiðlafulltrúi utan- ríkisráðuneytisins. Hún bendir á að niðurstöður nýrrar könnunar um starfsemi utanríkisþjónustunnar sýni að svarendur telji starfsemina nauð- synlega en hún sé ekki mjög nútíma- leg. Skrifin séu liður í því að nálgast almenning betur en áður og reyndar hafi verið ákveðið að fara þessa leið áður en könnunin var gerð í desem- ber sem leið. Góðir pennar Urður segir að margir „góðir pennar“ séu í utanríkisráðuneytinu og bloggið gefi þeim tækifæri til þess að vekja athygli á merkum mál- efnum. Hverjum og einum sé frjálst að skrifa um hvað sem er. „Við viljum að sem flestir, sem finna hjá sér þörf og löngun til þess að skrifa um það sem þeir gera, geri það,“ segir Urður. AFP Finnland Kristín A. Árnadóttir, sendiherra í Finnlandi, bloggar um heim- sókn Gunnars Braga Sveinssonar utanríkisráðherra til Helsinki. Blogg starfsfólksins á vef ráðuneytisins  Nýjung hjá utanríkisráðuneytinu Hjálmar W. Hannesson, aðalræð- ismaður í Winnipeg í Kanada, skrif- ar meðal annars um fjarlægðir í Vesturheimi. „Í ágústbyrjun komu forsætis- ráðherrahjónin til að taka þátt í Ís- lendingadeginum í Gimli og Deuce of August hátíðinni í Mountain í Norður-Dakóta (Fjallabyggð). Við Anna ókum þá með þeim heim- sóknardagana og loks að flugvell- inum í Winnipeg til að kveðja. Sama dag ókum við af stað í meiri- háttar ökuferð til Regina (höf- uðborgar Saskatchewan), Calgary, Red Deer, Mar- kerville, Ed- monton (höf- uðborgar Alberta) og til baka um Sas- katoon, og loks Wynyard og Foam Lake (Vatnabyggð) og lokuðum hringnum hér. Þá höfðum við setið í bílnum samtals í meira en eina vinnuviku, eða 44 klst. á fjórtán dögum.“ Í bílnum í 44 klukkustundir MIKLAR VEGALENGDIR Í VESTURHEIMI Hjálmar W. Hannesson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.