Morgunblaðið - 21.01.2014, Side 14

Morgunblaðið - 21.01.2014, Side 14
Innlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. JANÚAR 2014 Loft innan fárra mínútna Ilmur af mentól og eukalyptus Andaðu með nefinu Otrivin Menthol ukonserveret, nefúði, lausn. Innihaldslýsing: Xýlómetazólínhýdróklóríð 1 mg/ml. Ábendingar: Bólgur og aukin slímmyndun í nefi, kinnholum og nefkoki. Skammtar og lyfjagjöf: Fyrir fullorðna og börn eldri en 12 ára: 1 úði í hvora nös 3 sinnum á sólarhring eftir þörfum, lengst í 10 sólarhringa og ekki úða oftar en að hámarki 3 úða í hvora nös á sólarhring. Snýttu þér. Fjarlægðu glæru plasthettuna. Skorðaðu úðaflöskuna milli fingran- na. Úðað er með því að þrýsta kraganum niður að flöskunni. Hallaðu höfðinu örlítið fram. Stúturinn á úðaflöskunni er settur upp í nösina. Úðað er einu sinni, um leið og andað er að sér inn um nefið. Farðu eins að í hina nösina. Ekki má nota lyfið ef þú ert með ofnæmi fyrir einhverju innihaldsefnanna, ef þú hefur gengist undir aðgerð í gegnum nefið eða munninn eða ert með þrönghornsgláku. Ráðfærðu þig við lækni áður en lyfið er notað ef þú ert: Þun- guð, með barn á brjósti, næmur fyrir adrenvirkum efnum, ert með skjaldvakaóhóf, sykursýki, háþrýsting, æðakölkun, slagæðargúlp, blóðtappa í hjarta, óreglulegan eða hraðan púls, er- fiðleika við þvaglát, æxli í nýrnahettum, þunglyndi og ert á lyfjameðferð við því. Geymið þar sem börn hvorki ná til né sjá. Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. Sjá notkunarleiðbeiningar í fylgiseðli. Markaðsleyfishafi:Novartis Healthcare. Umboð á Íslandi: Artasan ehf., Suðurhrauni 12a, 210 Garðabæ. BAKSVIÐ Baldur Arnarson baldura@mbl.is Lítil ástæða þykir til bjartsýni fyrir fund fulltrúa Íslands, ESB, Noregs og Færeyja í makríldeilunni á morg- un. Reyna á til þrautar að ná sam- komulagi áður en þessari lotu lýkur á föstudaginn, en ef það tekst ekki er samningaleiðin líklega á endastöð. Á þennan veg greina innlendir heimildarmenn blaðsins stöðuna. Fulltrúar Íslands, Færeyja, Nor- egs og Evrópusambandsins reyndu að ná samkomulagi á þriggja daga fundi í London í síðustu viku. Engin niðurstaða fékkst og var fundi því frestað þar til á morgun. Heimildarmenn Morgunblaðsins hjá ESB herma að fulltrúar Mariu Damanaki, sjávarútvegsstjóra ESB, líti svo á að kröfur Íslands, Færeyja og ESB standi ekki í vegi fyrir samn- ingum. Hins vegar hafi Norðmenn reynst þrándur í götu og komið í veg fyrir að deiluaðilar nái saman. Krafa Norðmanna sé sú að aflahlutdeild þeirra verði aukin um 1-2% en heild- arkrafa þeirra fékkst ekki uppgefin. Mismunandi stöðumat Eins og komið hefur fram mun leyfilegur hámarksafli aukast úr 541 þúsund tonnum í um 900 þúsund tonn í ár, samkvæmt tillögu Alþjóða- hafrannsóknaráðsins, ICES. Það er mikil aukning en sam- kvæmt heimildum Morgunblaðsins una Norðmenn henni ekki, heldur vilja að hámarksaflinn fari í 1,2-1,3 milljónir tonna. Þá hafi Norðmenn ekki unað þeirri hlutdeild sem ESB hafi fallist á gagnvart Íslandi. Þvert á móti líti þeir svo á að ESB hafi samið á bak við þá með tilboði sínu um 11,9% makrílkvóta til Íslendinga og Færeyinga. Samkvæmt þessari túlkun telja Norðmenn sig hlunn- farna og gera því tilkall um stærra hlutfall af meiri heildarafla. Blaðamaður spurðist fyrir um það hjá norskum blaðamönnum sem fylgdust með samningaviðræðunum í London í síðustu viku hvort Norð- menn geri kröfu um 1.200 til 1.300 þúsund tonna heildarafla. Var það mat norsku blaðamannanna að slík krafa væri ekki upp á borðinu á þessu stigi viðræðna. Þá höfðu þeir eftir norskum samn- ingamönnum að hinir síðarnefndu hafi boðið Íslendingum og Færey- ingum að skipta með sér 20% heildaraflans af makríl. Miðað við kröfur Íslendinga og Færeyinga í deilunni til þessa verður að teljast óhugsandi að á það verði fallist. Bjartsýnir Norðmenn Øystein Hage, ritstjóri norska sjávarútvegsblaðsins Fiskeribladet Fiskaren, sagðist í símaviðtali frá Bergen telja góðar líkur á að sam- komulag náist fyrir vikulok. „Heimildarmenn mínir, þar með talið frá Noregi, eru nokkuð bjart- sýnir á að samkomulag muni nást. Það eru jákvæð teikn á lofti um að það miði í samkomulagsátt,“ sagði Hage um viðræðurnar framundan. Blaðamaður sendi Jacob Vester- gaard, sjávarútvegsráðherra Fær- eyja, ósk um viðtal en hann svaraði ekki hringingum eða skilaboðum. Þá varð blaðafulltrúi norska sjávar- útvegsráðuneytisins ekki við ósk um að gera grein fyrir formlegum sjón- armiðum norskra samningamanna. Grundvallarafstaða Íslendinga í málinu er að fylgja beri vísindalegri ráðgjöf ICES og kemur því ekki til greina af Íslands hálfu að fallast á kröfur Norðmanna um að stórauka makrílaflann umfram ráðgjöf ICES. Mótsagnir í gögnum ráðsins Heimildarmenn blaðsins benda á að ICES hafi viðurkennt að mót- sagnir væru í gögnum sem sérfræð- ingar ráðsins lögðu til grundvallar við mat á stofnstærð makrílsins. Fyrir vikið treystu sérfræðingar ráðsins sér ekki til að veita ráðgjöf á grundvelli stofnmats. Á hinn bóginn sögðu þeir að flest bendi til að stofn- inn þoli þá veiði sem hefur verið und- anfarin ár. Ráðlögð veiði hjá ICES er því meðaltal síðustu þriggja ára. Samkvæmt upplýsingum sem afl- að var hjá ESB er ekki sjálfgefið að makrílviðræðurnar séu komnar á endastöð, þótt ekki takist að landa samningum fyrir vikulok. Þá ítrek- uðu sömu heimildarmenn að samn- ingaviðræður myndu ganga fljótt ef Norðmenn fallist á að draga í land með sínar ýtrustu kröfur. Kröfur Norðmanna torvelda samninga  ESB telur Noreg standa í vegi fyrir lausn makríldeilunnar Morgunblaðið/Árni Sæberg Auðlind Makrílveiðar á Vigra RE 71. Ólíklegt þykir að lausn náist á makríl- deilunni fyrir lok vikunnar. Norðmenn telja sinn hlut rýran og vilja meira. „Staðan er viðkvæm“ » Sigurður Ingi Jóhannsson sjávarútvegsráðherra sagði stöðuna í makríldeilunni „við- kvæma“ eftir fund með samn- inganefnd Íslands í gær. » Jóhann Guðmundsson, skrifstofustjóri í atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, segir knýjandi að makrílveiðar Íslands liggi fyrir sem fyrst. Baldur Arnarson baldura@mbl.is Sú ákvörðun atvinnuvega- og ný- sköpunarráðuneytisins að hætta að þýða reglugerðir fyrir norsku út- gerðina vegna veiða norskra skipa á Íslandsmiðum hefur mælst illa fyrir hjá norskum sjómönnum. Þetta segir Øystein Hage, ritstjóri Fiskeribladet Fiskaren í Noregi, en tilefnið er umfjöllun á norskum vefjum um málið. „Þetta skref hefur reitt norska sjómenn til reiði. Þeim finnst þessi breyting Íslendinga fáránleg og binda vonir við að norsk stjórnvöld muni þrýsta á Íslendinga að þýða umrætt efni á ensku.“ Að sögn Jóhanns Guðmunds- sonar, skrifstofustjóra hjá ráðu- neytinu, hafa komið út tvær reglu- gerðir með breytingum undanfarið. Annars vegar reglugerð um eftir- litsstaði. Þar sé breytingin eitt til tvö orð. Fyrri útgáfa sé til á ensku. Hins vegar reglugerðardrög um upplýsingagjöf erlendra skipa. Þar séu ákveðnir hlutar mikið breyttir og hafi ekki verið þýddir. Hvað snertir reglugerðir um loðnu- og línuveiðar norskra skipa sé það fyrst og fremst aflamagnið sem hafi breyst. „Norðmennirnir ættu ekki að lenda í neinum vandamálum þess vegna. Reglugerðirnar eru fjórar til sex síður gegnumsneitt.“ – Af hverju var hætt að þýða? „Svarið er ósköp einfalt. Við búum við kostnaðaraðhald. Það eru settar verulegar hagræðingarkröfur á rekstur ráðuneytisins. Þar af leið- andi var ákveðið að hætta þessum þýðingum. Við höfum svo sem held- ur ekki orðið vör við að nokkuð sé þýtt á íslensku í Noregi sem varðar veiðar íslenskra skipa í norskri lög- sögu, að við vitum.“ – Þetta er því ótengt makrílnum? „Já, þetta hefur ekki neina stór- pólitíska þýðingu, þótt einhver sé að leggja slíkan skilning í þetta.“ Skortur á þýðingum vekur úlfúð hjá norsku útgerðinni  Ráðuneyti vísar til hagræðingar Ljósmynd/Börkur Kjartansson Loðna Fyrstu norsku skipin eru komin á miðin norðaustur landinu.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.