Morgunblaðið - 21.01.2014, Qupperneq 17

Morgunblaðið - 21.01.2014, Qupperneq 17
FRÉTTIR 17Innlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. JANÚAR 2014 Grænn markaður ehf. | Réttarhálsi 2, 110 Reykavík | www.flora.is | Sími 535 8500 | info@flora.is Verslunareigendur! Ítalskir pappírspokar í úrvali Eingöngu sala til fyrirtækja Bíldshöfða 18 - 110 Reykjavík - sími: 557 9510 - www.patti.is Opið virka daga kl. 10-18 laugard. 11-16 Milano sett 3+1+1 verð 199.900 áður 35 6.900 Roma Hornsófi 2H2 verð 129.900 áður 2 38.900 AFSLÁTTUR AF VÖLDUM VÖRUM70% Allt a ð ÚTSALA Rúm 153x200 frá 99.000 verð áður 218.900 Barskápur 119x158x52 frá 89.000 verð áður 149.900 Tungusófar frá 125.900 kr Hornsófar frá 129.900 kr Sófasett frá 199.900 kr Bast stólar 5.900 verð áður 24.900 Sjónvarpskápur 235x80x52 frá 55.900 verð áður 113.900 Skenkur 235x80x52 frá 77.000 verð áður 221.900 Sjónvarpsskápar frá 33.500 verð áður 47.900 SVIÐSLJÓS Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is Áform eru uppi um að opna Þokuset- ur á Stöðvarfirði, þar sem ferða- menn geta fengið ýmsar upplýsingar og fróðleik um Austfjarðaþokuna kunnu. Verkefnið hefur fengið 600 þúsund króna styrk gegnum Vaxt- arsamning Austurlands og atvinnu- og menningarnefnd Fjarðabyggðar tók nýverið jákvætt í erindi um að setrið fái inni í gamla félagsheimilinu á Stöðvarfirði. Þeir sem standa að verkefninu eru Ívar Ingimarsson, fv. atvinnumaður í knattspyrnu, sem er frá Stöðvar- firði, Hilmar Gunnlaugsson, lögmað- ur á Egilsstöðum, og Hafliði Hafliða- son, fv. starfsmaður Arion banka og Þróunarfélags Austurlands, einnig búsettur á Austfjörðum. Gengið upp úr þokunni Á fundi atvinnu- og menningar- nefndar Fjarðabyggðar sl. föstudag var lagt inn formlegt erindi, þar sem óskað er viljayfirlýsingu frá hendi sveitarfélagsins vegna gamla félags- heimilisins á Stöðvarfirði. „Atvinnu- og menningarnefndn tekur jákvætt í erindið og óskar eftir að grundvöllur þess verði kannaður frekar. Erindi jafnframt vísað til framkvæmdasviðs og til kynningar í eigna-, skipulags- og umhverfis- nefnd. Að því loknu verði erindið sent til bæjarráðs til afgreiðslu,“ segir í bókun nefndarinnar. Hilmar Gunnlaugsson segir við Morgunblaðið að hugmyndin sé tví- þætt. Í fyrsta lagi verði útbúin að- staða til að taka á móti ferðamönnum og veita þeim upplýsingar og fróð- leik um Austfjarðaþokuna, t.d. ljós- myndir, kvikmyndir, bæklinga og fleira. Ætlunin er að vinna þennan fróðleik í samstarfi við Veðurstofuna og háskólasamfélgið, að sögn Hilm- ars. Í öðru lagi verði útbúnir sérstakir þokustígar víða um Austfirði, þar sem hægt verður að fara eftir sér- stökum gönguleiðum upp úr þok- unni, ef hún er til staðar. Hilmar seg- ir stígana verða þannig úr garði gerða að ekki verði hægt að villast í þokunni. „Stöðvarfjörður er einn fjölsótt- asti áningarstaður ferðamanna á Austurlandi, sem flykkjast árlega að steinasafninu hennar Petru. Það vantar hins vegar betri aðstöðu fyrir ferðamenn, þar sem þeir geta komið á einn stað, fengið sér kaffisopa og um leið fróðleik um þokuna, göngu- leiðir og fleira sem ferðafólk þarf á að halda. Gamla félagsheimilið á Stöðvarfirði er lítið notað og hentar vel undir svona starfsemi,“ segir Hilmar. Austfjarðaþokan er þekkt fyrir- bæri og getur legið yfir fjörðunum svo dögum skiptir. Hilmar og félagar vænta samstarfs við Veðurstofuna um verkefnið með vinnslu upplýs- inga um þokuna en Þokusetrið verð- ur sjálfseignarstofnun. „Vonandi tekst okkur að gera þetta þannig að sómi sé að. Við stefnum að því að geta opnað setrið á næsta ári og þá geta gestir Aust- fjarða tekið með sér þokuna heim í poka,“ segir Hilmar að lokum, léttur í bragði. Ljósmynd/Hilmar Gunnlaugsson Austfjarðaþokan Horft yfir Héraðssand hulinn þoku, tekið af Vatnsskarði, og í bakgrunni er Hellisheiði eystri. Selja Austfjarðaþok- una frá Stöðvarfirði  Undirbúa opnun Þokuseturs í gamla félagsheimilinu Þokusetur Gamla félagsheimilið á Stöðvarfirði í þokunni, vel skreytt. Til stendur að opna þar Þokusetur á næsta ári fyrir ferðamenn. ...alveg með’etta Fylgir Morgunblaðinu alla fimmtudaga

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.