Morgunblaðið - 21.01.2014, Síða 22

Morgunblaðið - 21.01.2014, Síða 22
SVIÐSLJÓS Ingveldur Geirsdóttir ingveldur@mbl.is Mataræði þarf ekki aðvera flókið og þeir semeru að flækja það eruþeir sem eru að selja ákveðnar vörur,“ segir Ingibjörg Gunnarsdóttir, prófessor í næring- arfræði við Háskóla Íslands. Lækna- dagar 2014 hófust í gær og var fyrsti dagurinn tileinkaður umræðu um næringu. Ingibjörg hélt erindi undir yfirskriftinni: Næringarráðlegg- ingar í dag: Staðreyndir eða skáld- skapur? „Ég var að fjalla um hvernig við getum greint á milli opinberra ráð- legginga um fæðuval, sem við þekkj- um t.d frá Embætti landslæknis, og sérúrræða fyrir sjúklingahópa. Það sem hefur gerst er að sérúrræði varðandi mataræði hafa smitast út í þjóðfélagið, samanber lágkolvetna- fæði, ofurskammta af d-vítamíni og fleira sem fólk virðist taka upp. Þetta eru sérúrræði sem hafa verið sniðin að einstaklingum sem eiga við veik- indi að stríða en heilbrigðir ein- staklingar taka upp.“ Duglegt að sjúkdómsvæða sig Ingibjörg nefnir dæmi; „Mann- eskja með magaverki fer til læknis og henni er ráðlagt að taka mjólk- urvörur út, því hún er væntanlega með laktósaóþol, og þá er það bara yfirfært á allan fjöldann, að það hljóti allir að geta fengið bót meina sinna með því að taka út mjólkurvörur. Eða að allir geti fengið bót meina sinna með því að taka inn 6000 ein- ingar af d-vítamíni af því að það gagnaðist konunni sem fór til læknis og mældist mjög lág af d-vítamíni, hennar úrræði var að taka inn 6000 einingar í smátíma til að ná jafnvægi. Það má velta fyrir sér hvenær verið er að breyta mataræðinu vegna sjúk- dóma eða hvenær við erum að tala um hollt mataræði sem við hvetjum þjóðina til að tileinka sér til þess að fyrirbyggja sjúkdóma.“ Ingibjörg nefnir að skert að- gengi að næringafræðingum gæti átt þátt í því hversu auðveldlega æði tengt mat skýtur rótum. „Það eru átta stöðugildi næringafræðinga inni á Landspítalanum, hálft á Akureyri og svo samtals eitt stöðugildi á heilsugæslunni og það er ekkert þeirra á höfuðborgarsvæðinu. Heilsugæslan er fyrsti viðkomustað- urinn og þar er bara ekki aðgengi að þessari fagstétt í nokkurri mynd,“ segir Ingibjörg. Fyrir vikið er að- gengi almennings að skáldskapnum miklu auðveldari en að sannleik- anum. „Þegar fólk fær ekki þjónustuna á staðnum þá leitar það eitthvað ann- að. Þá er auðvelt fyrir hags- munaaðila að selja fólki heilsuna en næringafræðingar eru ekki að selja neinum neinn óþarfa.“ Viðhöldum vitleysunni Mataræði þarf ekki að vera flók- ið og þeir sem eru að flækja það eru þeir sem eru að selja ákveðnar vörur, segir Ingibjörg. „Við erum alltaf að reyna að viðhalda vitleysunni með því að reyna að gera hana aðeins skynsamlegri, t.d velta fyrir okkur hvort við eigum að nota agave-síróp eða hvítan sykur þótt einfaldast væri að drekka minna af gosi og borða minna af kexi og kökum. Bara minnka skammtinn og njóta. Það er alltaf verið að reyna að plokka næringarefnin úr matnum og selja í duft- og bæti- efnaformi og koma því inn hjá fólki að það fái ekki næringarefnin úr matnum en það er svo auðvelt fyrir okkur á Ís- landi að sækja þetta í venjulegum mat.“ Heilbrigðir taka upp mataræði fyrir sjúka Morgunblaðið/Rósa Braga Vítamín Fjölbreyttur, hollur og góður matur er það sem gefur heilbrigðu fólki mest. Þá er best að borða óhollustu í hófi eða sleppa henni. 22 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. JANÚAR 2014 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Fjöldi mannsbýr í ólög-legu hús- næði á Íslandi. Talið er að á höf- uðborgarsvæðinu sé óleyfilegt íbúðarhúsnæði á 150 til 190 stöðum. Þar er átt við íbúðir í atvinnuhúsnæði þar sem óheimilt er að vera með mannabústaði. Leitt hefur verið getum að því að þúsundir manna búi í slíku húsnæði, sem oft eru slysa- gildrur vegna ófullnægjandi brunavarna. Ástandið á húsnæðismark- aði er nú þannig að stór hóp- ur fólks á í vandræðum með að finna viðunandi húsnæði á viðráðanlegu verði. Margir eiga ekki annarra kosta völ en að fara í óleyfilegt hús- næði, þótt það hafi í för með sér réttleysi, margvísleg óþægindi og niðurlægingu. Leigan er heldur ekki gefin. Viðmælandi mbl.is í liðinni viku leigir tíu fermetra her- bergi á 55 þúsund krónur á mánuði. Hallur Már Hallsson blaðamaður hefur tekið þessi mál fyrir á mbl.is undanfarna daga og mun halda áfram að fara ofan í saumana á þeim á næstunni. Viðmælendur hans lýsa ömurlegum aðbúnaði. Eigendur húsnæðis sinna viðhaldi og umsjón í engu og oft verða leigjendur að taka málin í eigin hendur eigi eitt- hvað að gerast. Þessi vandi er ekki nýr. Fyrir tíu árum kannaði Slökkvilið höfuðborgarsvæð- isins þessi mál og komst að því að yfir þúsund manns byggju í ósamþykktum íbúð- um í atvinnuhúsnæði. Í flest- um tilvikum voru brunavarn- ir í ólestri. Árið 2006 gerði félags- málaráðuneytið úttekt á ástandinu, en ekkert hefur gerst í málunum. Þó var farið eftir tillögu starfshópsins, sem gerði úttektina, um að gefa slökkviliði tímabundna heimild til að hafa eftirlit með ósamþykktri búsetu í at- vinnuhúsnæði og úrræði til umbóta ef hætta stafaði af búsetunni, en hún rann út fyrir fjórum árum. Þótt ljóst sé að slysagildr- ur sé að finna í húsnæði þar sem búið er í ósamþykktum íbúðum er erfitt að taka á málinu. Eins og Hallur Már bendir á myndi slík krafa fela í sér að búið væri að fall- ast á búsetuna, í raun sé því „ekki hægt að fara fram á umbætur frekar en hægt væri að krefjast þess að maður á stolnum bíl myndi laga framljósin“. Á meðan skortur er á lög- legu húsnæði fyrir alla munu óprúttnir menn sjá sér leik á borði til að féfletta fólk, sem ekki á í önnur hús að venda, og hola því niður í tómu at- vinnuhúsnæði. Það er með ólíkindum að stjórnvöld skuli hafa horft fram hjá þessum vanda svo árum skiptir. Áður hefur verið gert átak í hús- næðismálum hér á landi. Verkamannabústaðirnir við Hringbraut sem enn standa mörkuðu tímamót. Fyrir tæplega hálfri öld reis Breið- holt með íbúðum fyrir lág- launafólk. Eygló Harðar- dóttir, félags- og húsnæðis- málaráðherra, hefur sagt að hún vilji gera byggingu Breiðholtsins að fyrirmynd að nýju átaki í húsnæðis- málum. Hún vill reisa hag- kvæmar íbúðir í samstarfi sveitarfélaga, verkalýðs- hreyfingarinnar, atvinnulífs- ins og lífeyrissjóða. Ekkert hefur þó gerst í þessum efnum og sé tekið mið af þeim framkvæmdum sem hafnar eru eða eru í sjónmáli er lítil von um úr- bætur. Í fyrra kom fram í Hagsjá Landsbankans að þrátt fyrir mikla þörf fyrir smærri og ódýrari eignir væri meirihluti þeirra eigna, sem fyrirhugað væri að reisa, stórar og dýrar eignir. Í nýrri byggingareglugerð virðist ríkja veruleikafirring. Þar eru gerðar kröfur, sem kannski eru raunhæfar í þjóðfélagi án vandamála. Við núverandi aðstæður valda þær hækkun byggingar- kostnaðar, sem var ærinn fyrir, og leiða til þess að draumurinn um húsnæði á viðráðanlegu verður enn fjarlægari fyrir hina tekju- lægri. Aðgerðarleysi í húsnæðis- málum hefur leitt til þess að þúsundir manna eru í öng- stræti, búa réttlausar við óboðlegar aðstæður og líður eins og annars flokks borg- urum. Styrmir Gunnarsson, fyrrverandi ritstjóri Morg- unblaðsins, líkti þessu ástandi við braggahverfi eft- irstríðsáranna. Stjórnvöld geta ekki lengur látið eins og þetta vandamál sé ekki til. Átak í húsnæðismálum er réttlætismál. Átak í húsnæðis- málum er réttlæt- ismál} Réttlausir leigjendur í óleyfilegu húsnæði V ar þetta of mikið?“ Þannig hljómuðu fyrst orð Björns Braga Arnarssonar í kjöl- far nú þegar alræmdrar glósu sem hann lét flakka þegar hann stýrði spjalli í EM-stofunni um helgina þegar íslenska landsliðið sigraði Austurríkismenn með sann- færandi hætti. Augljóst var á sérfræðingum þáttarins að þeim þótti grínið óþægilegt – að líkja sigri Íslendinga við slátrun nasista. Það er heldur ekki að undra; samlíkingin er ósmekkleg og óheppileg. Björn Bragi, sem virtist átta sig nokkurn veginn samstundis á frumhlaupi sínu, hefur síð- an beðist afsökunar og RÚV hið sama. Það dugar hins vegar ekki svokölluðum net- verjum sem tendruðu kyndla og brýndu hey- kvíslar sínar með það sama. Lyklaborð víða um land voru hlaðin blásýru og svo var tekið til við að hneyksl- ast, munnhöggvast og láta allskonar orðbragð falla til höf- uðs Birni Braga. Virkni athugasemda rauk upp úr öllu valdi. Margt af því sem þar hefur fengið að fjúka er engu betra en það sem hann sagði. Ég býst ekki við að margir úr röðum virkra sjái ástæðu til að biðjast afsökunar þegar rykið fellur. Vanur sjónvarpsmaður veit sem er að maður gantast ekki með nasista eða helförina því það er hárvið- kvæmt jarðsprengjusvæði sem ekki er hættandi út á. Úps, þarna gerði ég þetta sjálfur; jarðsprengjur eru dauðans al- vara sem ljótt er að gantast með. Ég biðst afsökunar. Þetta er nefnilega gríðarlega vandmeðfarið og ég man bara eftir einu dæmi þar sem gamanmál um helförina er raunverulega fyndið. Þar var á ferðinni gyðing- urinn Woody Allen sem sagði sem svo: „Ég kann að meta klassíska tónlist en get ekki hlustað á Wagner. Alltaf þegar ég heyri tónlist hans langar mig að ráðast inn í Pólland.“ Íþróttafréttamenn hafa margoft notað orða- tiltæki til að lýsa úrslitum kappleikja án þess að gefa gaum að merkingunni. „Liverpool kjöldró United um helgina.“ Þeir sem hafa raunverulega lifað það af að vera kjöldregnir kunna eflaust ekki að meta svona orðfæri. „Valsmenn völtuðu yfir KR-inga.“ Blasir ekki við hversu ónærgætið þetta getur verið í nær- veru sálar sem á um sárt að binda? Hér er ekki verið að gera lítið úr mistökum Björns Braga, en maður skyldi samt ætla að virkir í athugasemdum hefðu lært af Lúkasar- málinu svokallaða. Þeir sem þar fóru fremstir með hót- unum og gífuryrðum þurftu sjálfir að taka ábyrgð á orðum sínum fyrir sakadómi enda náði netheimahatrið þar áður óþekktum lægðum. Maður vonaði að sú tíð væri frá. Þess má geta að undirritaður þekkir ekki Björn Braga og hefur ekki einu sinni hitt hann. Það er bara átakanlegt að sjá þá sem þykjast syndlausir kasta hverjum steininum á fætur öðrum. Það er að sönnu ljótt að hafa voðaverk nas- ista í flimtingum, en fyrir það hefur drengurinn beðist af- sökunar. Það er meira en margur gerir. Virkir í athugasemdum – lítið yður nær. jonagnar@mbl.is Jón Agnar Ólason Pistill Fyrsta Lúkasarguðspjall ársins STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Útgefandi: Óskar Magnússon Nýjasta æðið í heilsuheiminum er magnesíum sem má nú fá t.d. í duftformi og sem úða. Ingi- björg segir að engar rannsóknir hafi verið gerðar á gagnsemi magnesíums í því formi. „Vitað er að fólk í góðum magn- esíumbúskap fær síður sjúk- dóma en það er samkvæmt far- aldsfræðilegum rannsóknum sem þýðir að þetta fólk hefur fengið magnesíum úr fæðunni. Það er ekkert í dag sem bendir til þess að almenningur njóti góðs af því að taka magnesíum inn sem bætiefni. Hinsvegar ætla ég ekki að útiloka að það séu ákveðnir hópar út í sam- félaginu sem þurfi á því að halda, t.d. fólk yfir fertugu sem hleypur 100 km á viku. En fyrir allan almenning er ekkert sem bendir til þess að þetta gagnist eins vel og menn láta af núna.“ Magnesíum í ýmsu formi NÝJASTA ÆÐIÐ Ingibjörg Gunnarsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.