Morgunblaðið - 21.01.2014, Page 27

Morgunblaðið - 21.01.2014, Page 27
MINNINGAR 27 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. JANÚAR 2014 Vertu, Guð faðir, faðir minn, í frelsarans Jesú nafni, hönd þín leiði mig út og inn, svo allri synd ég hafni. Þetta vers Hallgríms Péturs- sonar þekkjum við barnabörn Ellu ömmu vel. Á kvöldin fór hún með bænirnar og sagði okkur skemmtilegar sögur frá gömlum tímum fyrir svefninn. Við eigum yndislegar minningar úr sveitinni hjá ömmu. Alltaf var tekið vel á móti okkur. Við sjáum hana fyrir okkur í eldhúsinu með opinn faðminn og brosið að bjóða okkur velkomin í sveitina. Í hvert skipti Elín Jónsdóttir ✝ Elín Jónsdóttirfæddist 19. maí 1933. Hún lést 20. desember 2013. Útför Elínar fór fram 3. janúar 2014. sem maður heyrði í henni í síma spurði hún undantekning- arlaust hvort við værum ekki á leið- inni í heimsókn til hennar og Ámunda. Við minnumst ömmu að spila á org- elið í stofunni, og við syngjandi og dans- andi með. Oft fórum við inní herbergið hennar og sóttum okkur föt og settum upp skartgripina hennar og héldum tískusýningu í stof- unni. Það var alltaf fjör hjá ömmu. Á daginn var unnið í garðinum, við frændsystkinin að slá og raka, reyta arfa eða hengja upp þvott. Já, það var sko nóg að gera í sveit- inni. Hún var svo iðin í eldhúsinu að það vissu allir sem kíktu við að það var alltaf eitthvað gott í gogg- inn hjá henni. Hún var ekki fyrr búin að ganga frá einni máltíðinni þegar hún byrjaði að spyrja aftur hvort við værum ekki orðin svöng. Ótrúleg hún amma. Sífellt að passa að enginn væri svangur. Eldhúsið var dásamlegur staður og átti maður oft skemmtileg samtöl við hana þar. Fengum við oft að heyra söguna þegar við bjuggum fyrir vestan í Bolungar- vík. Þá hringdum við í hana og lét- um hana vita hversu mikill snjór væri úti og allir væru á skíðum. Allir nema við – þar sem við áttum ekki skíði. Það leið þó ekki á löngu þar til við fengum sendingu frá þér og Guðmundi heitnum, en það voru skíði sem við lærðum öll að renna okkur á. Eins rifjaðir þú upp með okkur útilegurnar sem voru oft farnar. Þú hjá tjöldunum að vaka yfir okkur. Eitt kvöldið var svo kyrrt og hljótt úti að þú heyrðir flug- urnar tala. Þú sagðir svo skemmtilega frá að manni leið eins og í ævintýri. Við eigum eftir að sakna svo margs. Sírópsbrauðsins, með nægu smjöri, sem var ómissandi í réttunum. Kjötsúpan þegar heim var komið eftir réttir. Amma á rauða náttsloppnum að koma morgunmatnum á borðið. Nýlag- að hárið og nýju fínu fötin sem þú varst nýbúin að kaupa. Brosið og hlýjan. Ekki síst eiga langömmu- börnin eftir að sakna þín. Elín Eir, fjórði ættliðurinn í beinan kvenlegg, nafna þín. Hún var fyrsta barnabarnabarnið og þú svo hrifin. Þú fórst um allt með myndaalbúmið í töskunni að sýna hana vinum í sveitinni, en svo bættust myndir af fleiri barna- barnabörnum sem nú eru orðin 13 talsins. Árni Gunnar skilur heldur ekkert og spyr bara um lang- ömmu sína þegar hann kemur í Breiðás. Við munum sakna þess að koma við hjá þér og þú ekki þar. Eins að fá símtöl frá þér á af- mælisdögum sem þú gleymdir aldrei. Elsku amma. Þú varst svo stór þáttur í lífinu okkar og við erum svo þakklát fyrir að hafa átt þig. Það eru forréttindi að hafa átt dásamlegan samastað í sveitinni hjá þér og Ámunda. Hvíl í friði, elsku Ella amma. Þín Elín, Guðbjörn Gunnar og Guðmundur. Fallinn er frá okkar kæri móður- bróðir Ólafur Odd- geir Magnússon. Óli bróðir hennar mömmu, eins og við kölluðum hann alltaf, var okkur afar kær og koma margar skemmtilegar minningar um hann upp í hug- ann þegar við lítum yfir farinn veg. Þegar við vorum litlar var oft farið í heimsóknir í Blesu- grófina til Óla og hans ynd- islegu eiginkonu Sigurjónu Þor- steinsdóttur. Þar var dekrað við okkur smáfólkið og ekki spillti fyrir að Magnús, einka- Ólafur Oddgeir Magnússon ✝ Ólafur OddgeirMagnússon fæddist 13. ágúst 1926. Hann lést 30. desember 2013. Út- för Ólafs fór fram 10. janúar 2014. sonur þeirra hjóna, átti mikið af strákadóti sem okkur systrum fannst spennandi og gaman að skoða. Síðar fluttum við fjölskyldurnar í Kópavoginn, þar sem Sýrus móður- bróðir okkar bjó ásamt sinni fjöl- skyldu, bjuggum við öll í sitt í hvorri götunni á Kársnesinu. Þar var auðvitað gott að búa og samgangurinn mikill á þessum árum. Í þá daga komu systkin mömmu okkar saman vikulega til að spila vist og okkur systkina- börnunum, sem öll erum á svip- uðum aldri, fannst gaman að hittast og leika saman. Hann Óli var ljúfur og góður frændi sem hafði góða nærveru, vildi allt fyrir alla gera og að syngja var hans líf og yndi. Óli var líka mjög hagmæltur og mikið skáld sem átti ekki í vandræðum með að búa til vísur og falleg lög. Eftir hann liggja ógrynnin öll af ljóðum og lögum. Þau systk- inin sungu saman í Samkór Kópavogs í áraraðir og voru meðal stofnenda kórsins. Er við systkinabörnin höfðum aldur til bættumst við í þann góða hóp. Einnig söng Óli með Snæfell- ingakórnum í nokkur ár. Hann var alla tíð mikill Sandari og stoltur af sínum heimahögum sem hann elskaði að heimsækja er tækifæri gafst. Þar hljóp hann um eins og hann gerði forðum með bros á vör og þekkti þar hverja þúfu.Við frænkurnar höfðum oft gaman af að fylgjast með honum rifja upp æskuspor þeirra systkina frá Fáskrúð og oftar en ekki fylgdu góðar stríðnissögur með. Einnig eigum við systur marg- ar góðar minningar úr Kjósinni þar sem foreldrar okkar, ásamt bræðrum mömmu, voru frum- byggjar í Eilífsdalnum. Þar var mikið brallað og áttum við ynd- islegar stundir saman. Óli og Sigga hafa bæði dvalið í Sunnu- hlíð undanfarna mánuði, en nú er Sigga þar ein eftir, heilsulítil í hárri elli. Við vitum að það hefur verið gott fyrir Magnús að þau fengu inni á svo góðum stað, þar sem vel er hugsað um aldraða. Starfsfólkið þar á þakkir skildar. Mikill og góður samgangur var alla tíð á milli Óla, Siggu og foreldra okkar og erum við systur afar þakklátar fyrir alla þá elsku sem þau heiðurshjón hafa alla tíð sýnt okkur. Um þig minning á ég bjarta, sem yljar eins og geisli er skín. Þú áttir gott og gjöfult hjarta, Og gleði veitti návist þín. (Höf. ók.) Elsku Sigga og Magnús, okk- ar innilegustu samúðarkveðjur. Megi góður Guð vaka yfir ykk- ur. Kærleikskveðjur frá Gumma, Tóta, Sigga og börn- unum okkar með þakklæti fyrir allt í gegnum tíðina. Ykkar Hjördís, Bára og Erla Alexandersdætur. ✝ Svanborg Pál-fríður Jóns- dóttir fæddist á Brjánsstöðum á Skeiðum 9. októ- ber 1913. Hún lést á Elliheimilinu Grund í Reykjavík 8. janúar 2014. Foreldrar henn- ar voru hjónin Jón Sigurðsson, bóndi á Brjánsstöðum, f. 1865, d. 1934, og Helga Þórð- ardóttir, f. 1876, d. 1949. Þau eignuðust átján börn en fjögur þeirra létust í barnæsku. Þau sem upp komust voru: 1) Þórð- ur, f. 1896, d. 1986, verkstjóri í Reykjavík, kvæntur Kristínu Þorbergsdóttur. 2) Guð- mundur, f. 1898, d. 1967, bóndi urmundur, f. 1910, d. 1995, í Reykjavík, starfsmaður við jarðboranir, kvæntur Eddu Kristjánsdóttur framhalds- skólakennara. 9) Guðlaug, f. 1912, d. 1998. 10) Svanborg Pálfríður. 11) Guðni, f. 1915, d. 2000, starfsmaður við jarðbor- anir, síðar bóndi á Brjáns- stöðum. 12) Jón, f. 1916, bóndi á Brjánsstöðum, í sambúð með Sveindísi Sveinsdóttur. 13) Jó- hanna, f. 1919, d. 1938. 14) Rannveig, f. 1922, gift Axel Guðmundssyni bifreiðarstjóra í Reykjavík, d. 2007. Ung að árum flutti Svanborg til Reykjavíkur og stundaði al- geng störf þar eins og fisk- vinnu, í efnagerð, og síðast í Sælgætisgerðinni Nói/Síríus. Eftir flutning til Reykjavíkur hélt hún heimili með systur sinni, Guðlaugu, síðast í Álfta- mýri 10 í Reykjavík. Útför Svanborgar fer fram frá Grensáskirkju í Reykjavík í dag, 21. janúar 2014, og hefst athöfnin kl. 15. á Brjánsstöðum. 3) Samúel, f. 1905, d. 1992, bóndi í Þing- dal, kvæntur Stef- aníu Eiríksdóttur. 4) Guðmundur Helgi, f. 1906, d. 1974, mjólkurbíl- stjóri, síðar starfs- maður við jarðbor- anir og bóndi á Brjánsstöðum. 5) Sigurlaugur, f. 1907, d. 1989, bjó í Hveragerði og síðast í Reykjavík, tvíkvænt- ur. Fyrri kona hans var Jónína Eiríksdóttir, síðari kona Að- alheiður Halldórsdóttir. 6) Kjartan, f. 1908, d. 1984, lengst af bóndi í Bitru í Flóa, kvæntur Sesselju Gísladóttur. 7) Anna Eyrún, f. 1909, d. 1970. 8) Sig- Látin er, á 101. aldursári, mágkona mín Svanborg P. Jónsdóttir. Svana fæddist og ólst upp á Brjánsstöðum á Skeiðum í stórum systkinahóp. Þegar foreldrar hennar hófu þar búskap árið 1899 voru víða miklir örðugleikar og lítil efni til heimilismyndunar, eins og segir í minningargrein um Helgu, móður Svönu. Þessa grein ritaði Guðbjörg Kolbeins- dóttir á Votumýri og leyfi ég mér að vitna frekar í hana. Guðbjörg segir „að vissulega hafi ungu hjónin á Brjánsstöð- um ekki verið auðug af verald- legum munum, en þeim mun ríkari af ást og kærleika til alls lífs. – Á þeim grundvelli var heimilið stofnað.“ Ekkert systkinanna stundaði skólanám, nema lögskipaðan barnaskóla, þó fullyrðir Guðbjörg, „að Brjánsstaðaheimilið tileinkaði sér þá menningu, sem nútíminn hefur á boðstólum, engu síður en það fólk, sem nú stundar langskólanám. Öll andleg verð- mæti voru varðveitt sem helgur dómur, og öllum á heimilinu var það sameiginlegt. Allt var sameiginlegt innan þessarar stóru fjölskyldu.“ Ég vil taka undir þessi orð, þessi viðhorf og sýn á tilveruna voru grund- völlurinn sem Brjánsstaða- systkinin byggðu farsælan lífs- feril sinn á. Þeirri arfleifð var Svana ávallt trú. Eftir að Svana fluttist til Reykjavíkur bjó hún sér þar heimili ásamt Laugu systur sinni. Þær eru svo sam- tvinnaðar í vitund okkar að það er erfitt að hugsa sér aðra án hinnar. Það fylgdi því alltaf eft- irvænting að heimsækja Laugu og Svönu, enda veittu þær börnunum óskipta athygli og gáfu sér tíma til að spjalla og spila svartapétur og ólsen. Síð- an voru allir leystir út með súkkulaði í kílóatali. Það sem einkenndi Svönu öðru fremur var hógværð hennar og lítillæti, en bjartsýni og velvild í garð annarra. Hún var kát að eðl- isfari og kunni að samgleðjast fólki af heilum og óeigingjörn- um hug. Svana hélt sér gjarnan til hlés, hafði ákveðnar skoð- anir á mönnum og málefnum, en fór vel með það. Svana fór aldrei út fyrir landsteinana, en ferðaðist mikið innanlands og hafði yndi af. Eftir að Lauga lést bjó Svana ein í Álftamýr- inni og naut þá, eins og ávallt, umhyggju Veigu systur sinnar og Axels manns hennar. Síð- ustu æviárin bjó Svana á elli- heimilinu Grund við gott atlæti, sem verður seint fullþakkað. Minnisstætt er 100 ára afmæli Svönu í haust er leið. Þar var vel og rausnarlega að öllu stað- ið, dýrlegur fagnaður og Grund og starfsfólki til mikils sóma. Ég vil að leiðarlokum, fyrir mína hönd og barna okkar Sig- urmundar, þakka mágkonu minni fyrir áratuga samferð sem aldrei bar skugga á. Rann- veigu systur hennar, sem nú er ein eftirlifandi af þessum stóra systkinahópi, vottum við sam- úð. Guð blessi minningu Svan- borgar P. Jónsdóttur. Edda Kristjánsdóttir og fjölskylda. Svanborg Pálfríður Jónsdóttir ✝ Guðrún Krist-jánsdóttir (Lilla frá Stað) fæddist í Vestmannaeyjum 25. ágúst 1929. Hún lést á hjúkr- unarheimilinu Skógarbæ 3. jan- úar 2014. Foreldrar Guð- rúnar voru Krist- ján Egilsson, f. 27.10. 1884 í Miðey, Rang- árvöllum, d. 16.12. 1950, og Sigurbjörg Sigurðardóttir, f. 5.5. 1895 í Kirkjulandshjáleigu, Landeyjum, d. 16.3. 1969. Systkini Guðrúnar voru Bernó- tus, f. 17.9. 1925, Símon, f. 2.9. 1926, d. 6.10. 1997, Egill, f. 14.9. 1927, og Emma, f. 22.4. 1936. Eiginmaður Guðrúnar var Pétur Ágústsson múrari, f. 6.2. 1929, d. 8.6. 1999. Börn þeirra eru: 1) Sigurbjörg, f. 10.9. 1949. Börn Sigurbjargar frá fyrra hjónabandi eru Pétur Hannesson, f. 11.11. 1970, og Eygló Hannesdóttir, f. 18.9. 1973. Maður Sigurbjargar er Jón Markússon, f. 8.9. 1946. Þeirra barn Markús, f. 13.6. 1977. Sonur Jóns er Ásgeir Sal- berg, f. 10.3. 1969. 2) Ágúst, f. 12.5. 1953, kona hans Kolbrún Kristjana Halldórsdóttir, f. 31.7. 1955. Börn: Orri Huginn, f. 25.5. 1980, og Alma, f. 26.4. 1995. 3) Kristján, f. 26.8. 1954. Kona Þórdís Oddsdóttir, f. 8.12. 1952. Börn: Hlyn- ur, f. 19.7. 1981, og Júlía, f. 28.7. 1982. 4) Elí, f. 3.2. 1964. Dóttir hans er Álfrún, f. 29.6. 1996. 5) Lára, f. 17.4. 1967. Maður hennar Bergþór Halldórsson, f. 24.6. 1968. Börn: Bryndís, f. 6.12. 1994, og Ægir, f. 19.2. 2004. Barnabarnabörn Guð- rúnar og Péturs eru ellefu. Guðrún ólst upp í Vest- mannaeyjum á heimili foreldra sinna, Stað við Helgafellsbraut, ásamt systkinum sínum. Hún lærði ung sauma og vann við þá iðn lengst af meðfram heim- ilisstörfum og barnauppeldi. Guðrún og Pétur byggðu sér heimili við Helgafellsbraut 27, þar sem þau bjuggu þar til leiðin lá til Reykjavíkur árið 1966, þegar elsta barnið var komið á framhaldsskólaaldur. Í Reykjavík bjó hún til dauða- dags, fyrst í Stóragerði 14, síð- an Ljósalandi 11 og að lokum í Fannafold 129, þar til hún fluttist á hjúkrunarheimilið Skógarbæ í Mjódd. Útför Guðrúnar fór fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Tíminn líður hratt, við verð- um gömul og samferðamenn- irnir kveðja einn af öðrum. Mér er í fersku minni þegar Pétur mágur minn kom fyrst austur á land með Vestmannaeyja- stúlkuna sína, hana Lillu. Það fór ekki fram hjá neinum að þarna hafði hann verið einstak- lega heppinn. Það lék allt í höndunum á þessari hlátur- mildu duglegu stelpu, alveg sama hvort það var matargerð, saumaskapur, eða hvað sem var, Lilla gat allt. Þau Pétur og Lilla byrjuðu búskap sinn í Vestmannaeyjum, þangað buðu þau okkur einu sinni á þjóðhátíð og þar áttum við ógleymanlega sólardaga, enda þau hjón höfðingjar heim að sækja. Eftir að þau fluttu til Reykjavíkur höfðu fjölskyldur okkar mikið og gott samband. Þau voru einstaklega samhent og dugleg, byggðu sér hús í Vestmannaeyjum og síðar í Reykjavík og bættu svo við sumarhúsi í Grímsnesinu. Allt var þetta unnið í hjáverkum. Fyrstu hjúskaparárin vann Lilla við saumaskap heima, en eftir að börnin urðu stærri vann hún utan heimilis við iðn sína, t.d. í Þjóðleikhúsinu. Ég fann að hún hafði gaman af þeirri tilbreytingu. Þau Lilla og Pétur bjuggu sig vel undir efri árin og ætluðu að ferðast og njóta þeirra. En margt fer öðruvísi en ætlað er, Pétur dó langt um aldur fram, varð rétt sjötugur, og Lilla varð aldrei söm eftir það. En hún var svo lánsöm að eiga góða fjölskyldu sem gerði allt sem hægt var til að létta henni lífið. Ég þakka svilkonu minni all- ar ánægjustundirnar sem við áttum saman og ekki má gleyma að þakka öll skemmti- legu þorrablótin sem þau hjón héldu fyrir stórfjölskylduna á heimili sínu ár eftir ár. Ástvinum öllum sendi ég samúðarkveðjur. Anna Jónsdóttir. Á kveðjustund læðast minn- ingarnar fram úr hugskotinu og raða sér upp. Sumar eru máðar og ógreinilegar, en aðrar svo skýrar að það er sem gerst hafi í gær. Ég sé hana fyrir mér við saumavélina heima í Ljósa- landi, eða hjá Listadún/Snæ- land og á saumastofu Þjóðleik- hússins. Ég sé hana fyrir mér með fallega svuntu baka dýr- indis tertur, dúka borð og taka fram sparistellið. Ég sé hana fyrir mér í sumarbústaðnum í Grímsnesinu með sólbrúna vanga og bros á vör. Ég sé hana fyrir mér með lubbalegan hvolp í fanginu, sem gegnir nafninu Tinna. En ég sé hana líka fyrir mér sorgmædda í veikindum eiginmanns og við fráfall hans. Já, ég sé hana fyr- ir mér og þegar litið er yfir þetta safn minninganna kemur í ljós að minningarnar eru eins og kristallarnir í nýfallinni mjöll. Hver annarri dýrmætari og saman mynda þær sindrandi heild. Á kveðjustund áttum við okkur á því að augnablikin sem við eigum með okkar nánustu eru hinn raunverulegi auður til- veru okkar. Minningarnar verða að burðarvirki lífsins. Það segir hjartað okkur, hjart- að sem geymir dýpstu rök til- verunnar. En um leið og hjart- að fyllist söknuði við fráfall ástvinar sýnir það okkur líka hversu dýrmætt hvert augna- blik tilverunnar er. Þannig er mér innanbrjósts þegar ég kveð ástkæra tengdamóður, sem var okkur hjónunum ávallt stoð og stytta og börnunum mínum skjól og styrkur þegar á þurfti að halda. Við sjáum, að dýrð á djúpið slær, þó degi sé tekið að halla. Það er eins og festingin færist nær og faðmi jörðina alla. Svo djúp er þögnin við þína sæng, að þar heyrast englar tala, og einn þeirra blakar bleikum væng, svo brjóstið þitt fái svala. Nú strýkur hann barm þinn blítt og hljótt, svo blaktir síðasti loginn. En svo kemur dagur og sumarnótt og svanur á bláan voginn. (Davíð Stefánsson) Elsku Lilla. Við yljum okkur við minningarnar og biðjum þess að englarnir vefji þig ljós- inu eilífa. Vertu kært kvödd og hafðu þökk fyrir allt. Kolbrún Halldórsdóttir. Guðrún Kristjánsdóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.