Morgunblaðið - 21.01.2014, Qupperneq 28

Morgunblaðið - 21.01.2014, Qupperneq 28
28 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. JANÚAR 2014 ✝ RagnheiðurJónsdóttir fæddist í Sól- heimum, Blöndu- hlíð í Skagafirði 9. apríl 1929. Hún lést á dvalarheim- ilinu Grund 12. janúar 2014. Foreldrar henn- ar voru Valgerður Eiríksdóttir frá Djúpadal í Skaga- firði, f. 1900, d. 1973, og Jón Björnsson frá Miklabæ í Skaga- firði, f. 1893, d. 1971. Ragn- heiður var einkabarn foreldra sinna. Eiginmaður Ragnheiðar var Gunnar Björnsson frá Stóru- Ökrum í Skagafirði, f. 14. ágúst 1927, d. 28. október 1988. Börn þeirra eru fjögur: 1) Valgerður Jóna, f. 10.6. 1948, maki Ingi Kr. Stefánsson, f. 24.4. 1949. Börn þeirra eru: a) Gunnar Trausti, f. 24.2. 1982, maki Elsa M. Árnadóttir, f. 18.12. 1987. Sonur þeirra er f. 27.10. 1985, maki Unnsteinn V. Unnsteinsson, f. 29.4. 1981; b) Árni Gunnar, f. 16.12. 1990; c) Sólveig Vaka, f. 12.10. 1994. 4) Ingibjörg Ásta, f. 26.3. 1963, maki Sigvaldi Thordarson, f. 3.5. 1964. Dóttir þeirra er Kamma, f. 10.6. 1987, maki Sturla Óskarsson, f. 9.3. 1987. Dóttir þeirra er Eyrún, f. 27.11. 2012. Ragnheiður ólst upp í Sól- heimum ásamt foreldrum sín- um. Þar var einnig til heimilis Jensína föðursystir hennar ásamt einkasyni sínum, Ragn- ari Fjalari Lárussyni, sem Ragnheiður leit jafnan á sem bróður. Ragnheiður og Gunnar hófu búskap í Sólheimum ásamt Jóni og Valgerði en fluttu til Reykjavíkur á sjöunda ára- tugnum. Þau bjuggu lengst af í Fellsmúla 13 en fluttu seinna í Drápuhlíð. Eftir lát Gunnars bjó Ragnheiður í Vest- urbænum, á Flyðrugranda. Fljótlega eftir að þau fluttu suður hóf Ragnheiður störf í Búnaðarbanka Íslands og vann þar alla tíð. Útför Ragnheiðar fer fram frá Neskirkju í dag, 21. janúar 2014, og hefst athöfnin klukk- an 15. Rúrik Árni, f. 19.9. 2012. Synir Gunn- ars og Helgu K. Helgadóttur, f. 18.5. 1982, eru Tristan Ingi, f. 13.5. 2002, og Al- exander Helgi, f. 11.8. 2003; b) Jón Kristinn, f. 14.3. 1982, maki Fida Abu Libdeh, f. 1.12. 1979. Dætur þeirra eru Watan Amal, f. 28.10. 2006, Ragnheiður Ta- hrir, f. 10.4. 2009, og Val- gerður Asalah, f. 31.8. 2013; c) Hanna Ragnheiður, f. 6.3. 1987. 2) Ragnar, f. 19.7. 1951. Börn hans eru: a) Laura Sloth- Ejlersen, f. 4.10. 1981, móðir hennar er Jytte Sloth-Ejlersen; b) Magnus Thor, f. 19.4. 1986, móðir hans er Annie Lindquist, sambýliskona Ragnars til fjöl- margra ára. 3) Sigríður Hrafn- hildur, f. 18.8. 1960, maki Ey- þór Árnason, f. 2.8. 1954. Börn þeirra eru: a) Ragnheiður Vala, „Á björtum sumardegi voru tveir hestar á beit í Sólheima- túninu. Skyndilega hætti annar þeirra, rauður hestur sem hét Sporður, að bíta. Hann leit upp, rauk af stað, synti yfir Vötnin og hvarf. Það fréttist af honum vestur í Svartárdal, en síðan ekki söguna meir fyrr en í upp- sveitum sunnan jökla og var þá kominn heim. Hann kom aldrei norður aftur.“ Amma Radda lýkur úr kaffi- bollanum og við komum til baka úr hugarferðalaginu og ég spyr: „Stökk hann bara af stað?“ Hún kinkar kolli, ýtir til mín sérrístaupinu og svo förum við að tala um böll í Varmahlíð. Svona sátum við oft við Ragnheiður tengdamóðir mín og flugum fram og til baka. Hún skildi stundum ekki að ég þekkti ekki fólk sem var dáið fyrir mína tíð. Það fannst henni aukaatriði. Annars nennti hún varla að ræða við mig ættfræði. Ég var svo lengi að tengja sam- an og mundi ekki neitt. Það var helst að ég ruglaði hana í rím- inu ef ég gat klínt á hana skyldleika við einhvern sem var henni ekki að skapi. Stundum töluðum við um fjörið í Gunna tengdapabba. Ég held hún hafi oft saknað hans. Saknað asans og söngsins og hraðferða norð- ur. Því GB var ekki fyrir bíl- túra austur fyrir fjall. Það var brunað norður og byrjað að syngja á Holtavörðuheiði. En þótt amma Radda væri þessi rótgróni Skagfirðingur varð hún stundum leið á þessum endalausa söng. Sagðist vera Strandamanneskja með stolti. Og ef hún hitti Vestfirðing var hún Önfirðingur og kannaðist ekkert við Skagafjörð. Það kom enginn að tómum kofunum hjá Röddu frá Sólheimum. Sprottin upp úr undirdjúpum Blöndu- hlíðar gegnum hina fjallhressu Djúpadalsætt og hinum megin Miklabæjarætt þar sem annar hver maður var prestur. Þessi blanda var eins og dagur og nótt en bjó til einstaka konu. Því amma Radda var eiginlega drottning eða hefðarmey og í öðrum og blóðheitari löndum hefði maður umsvifalaust rifið sig úr jakkanum og lagt yfir pollinn þegar hún stigi út úr vagninum. Hún hefði gengið hnarreist inn í veisluna og svo hefðu menn háð einvígi út af henni og hún látið sér fátt um finnast. Hún kallaði sig stundum ömmu dúfu og barnabörnin gerðu það líka. Þau elskuðu hana og dáðu og sigla nú um lífið með vegabréf í hjartanu stimpluð og lökkuð af ömmu dúfu. Enda var hún dásamleg amma og sá iðulega um smá- fólkið. Síðan var hún sótt ef það lenti á mér að sjóða baunir á sprengidaginn. Þá tók hún völdin og gaf engan afslátt. Hún gaf heldur engan afslátt þegar hún tók tengdasyni sína með í búðir til að smakka og velja þorramat. Og það var ekki þrautalaust að hlusta á þegar kallað var í verslunar- stjórann og hann fékk lesturinn um hvernig almennilegur þorramatur ætti að smakkast. En ef búðarmaðurinn var ætt- aður úr Önundarfirði varð lundabagginn til muna gómsæt- ari. Amma vann lengi í Búnaðar- bankanum, þeim gamla græna. Eftir hrun sagði ég oft við hana að þetta hefði ekki farið svona ef hún hefði stýrt víxlaumferð- inni. Það síðasta sem ég sagði við hana var að ég væri að und- irbúa árshátíð hennar gamla banka. Hún brosti. Kannski fór hún að hugsa um nýjan kjól, kannski um gamla sénsa á balli í Varmahlíð. Tveimur dögum síðar var hún sofnuð. Ég held hún hafi sofnað norður, heim, inn í sveitina björtu, Sólheima- fjallið blátt yfir og hestur á beit niðri á túni. Eyþór Árnason. Amma Radda var góð vin- kona mín. Hún tók ávallt vel á móti barnabörnunum og trúði aldrei að við værum södd. Við borðuðum því mikið, helst stanslaust, í heimsóknum hjá henni. Amma bauð oft upp á flatbrauð með hangikjöti og kleinur, með því drukkum við kók og seinna kaffi. Við eydd- um mörgum góðum stundum saman og spiluðum tromp, lönguvitleysu og fleiri spil. Þessar stundir eru mér minnisstæðar, einna helst vegna þess hvað það var alltaf þægilegt að tala við ömmu. Okkur fannst gaman að spjalla um sæta og skemmtilega stráka en henni fannst ætt- fræði skipta miklu máli í maka- vali. Hún gladdist mjög þegar ég sagði henni að einn frændi minn væri byrjaður með stelpu úr Skagafirði. Amma þuldi þá upp fyrir mér hverra manna stelpan væri, sagði mér frægð- arsögur af ættingjum hennar og minntist skemmtilegra sveitaballa með þeim. Þegar ég sagði ömmu að ég ætlaði sem skiptinemi til Hong Kong bjóst ég við ræðu um hvað það væri leiðinlegt þegar börn eða barnabörn flyttu til útlanda en þess í stað svaraði hún „heimskt er heimaalið barn“ og tjáði mér að fram- undan væri ævintýri. Meðan ég bjó í Asíu skrif- uðumst við á og það var alltaf jafngaman að fá bréf frá ömmu þar sem hún sagði stolt frá því sem fjölskyldumeðlimir voru að gera af sér. Við töluðum líka saman í síma en þá töluðum við eiginlega bara um veðrið. Fjölskyldan, Skagafjörður og Búnaðarbankinn voru allt umræðuefni sem slógu í gegn hjá ömmu. Hún talaði oft um Búnó og minntist þess greini- lega með gleði að hafa unnið þar. Í dag er ég sérstaklega ánægð með að hafa kynnt ömmu fyrir mörgum vinum mínum. Við heimsóttum hana einu sinni nokkur saman 17. júní. Meðan við borðuðum ís á svölunum spurði einn vinur minn hvort hún myndi eftir 17. júní 1944. Hún gerði það að sjálfsögðu og lýsti deginum í smáatriðum. Það kom mér mest á óvart að amma skyldi vera nógu gömul til að muna eftir þessu; mér hefði aldrei dottið það í hug. Hún var nefni- lega svo mikil skvísa. Kamma Thordarson. Mig langar að minnast með örfáum orðum Ragnheiðar Jónsdóttur sem lést 12. janúar síðastliðinn. Ég hef þekkt hana í 45 ár en ég fluttist með fjöl- skyldu minni í Fellsmúla 13 og bjó á 4. hæð til vinstri og þá kynnist ég bestu vinkonu minni, Imbu, sem bjó fyrir neð- an mig. Mín fjölskylda var frekar lítil og pabbi alltaf úti í sjó en hjá Imbu var líf og fjör, alltaf fullt af fólki, bæði fjöl- skyldan og fólk sem settist að hjá Ragnheiði og Gunnari, en allir voru velkomnir. Við Imba gátum alltaf valið hvar við átt- um að borða, ef það var kjöt í karríi hjá Imbu, en Ragnheiður var snillingur í því, þá borð- uðum við þar, eða kjötsúpa hjá mömmu, þá borðuðum við þar. Mömmukossar og klattar sem Ragnheiður bakaði voru svo góðir. Nú eru mömmur okkar og pabbar okkar Imbu öll dáin og maður rifjar upp tímann í Fellanum, eins og við köllum hann, en þá hélt maður að allt yrði svona alltaf en nú erum við bara orðnar gamlar vinkonur og þau farin. Það er margs að sakna en yndislegt að eiga svona góðar minningar. Ragn- heiður lagði sig oft eftir langan vinnudag í Búnaðarbankanum en þá komum við Imba heim úr MH og áttum það til að leggj- ast upp í rúm hjá henni og segja henni frá öllu sem gerst hafði um daginn og stundum settum við Stuðmenn á og hoppuðum í rúminu hennar, á þetta hlustaði hún allt. Maður getur talið upp svo margt; þeg- ar við Imba vorum á djamminu komu Ragnheiður og Gunnar um hánótt að sækja okkur. Líf- ið var svo öruggt hjá þeim, manni leið þannig, söngurinn í Gunna, Ragnheiður að drekka kaffi úr glasi, Ragnheiður alltaf svo fín og vel til höfð, ég ætlaði að verða svona fín um hárið þegar ég yrði stór. Þakka þér, Ragnheiður, fyrir allt sem þú varst mér, gaman að vita að þið Gunni eruð sam- an núna. Mínar bestu samúðar- kveðjur til allrar fjölskyldunn- ar, minning Ragnheiðar lifir. Kveðja, Olga Helena Kristinsdóttir. Ragnheiður var náin frænka mín. Faðir hennar, Jón bóndi í Sólheimum, og móðir mín voru systkini en faðir minn skyldur Valgerði móður hennar. Mér finnst ég hafa þekkt hana alla ævi og mér og systkinum mín- um þótti öllum jafn vænt um hana. Björn, elsti bróðir minn, passaði hana þegar hún var lít- il. Hún var einbirni og við syst- urnar sögðum oft við hana: „Þú skalt bara vera systir okkar, þá eignast þú fimm systur.“ Vegna þess að hún var nafna einnar okkar og báðar voru kallaðar Röddur kölluðum við hana Röddu Sól og systur okkar Röddu Bjarma. Ragnheiður var yndisleg sveitastúlka, glöð og frjáls. Fljótust allra við sveitarstörf, alltaf á viljugasta hestinum og sat hest fallega. Hún var fljót að snara sér í heimilisjeppann og keyra okkur þangað sem við þurftum og var ekki með neina smámunasemi eins og svisslyk- il, það voru bara notaðir aurar sem lágu í framglugganum. Á unglingsárum þótti henni ekk- ert skemmtilegra en sveitaböll- in og fór í ævintýraferðir með Sillu systur minni. Þegar tvær systur mínar bjuggu á Sauð- árkróki var hún tíður gestur hjá þeim og svo auðvitað þær í sveitinni hjá henni. Sveitasælan hélst ekki enda- laust og Ragnheiður flutti með eiginmanni sínum og börnum til Reykjavíkur. Með þeim fluttu einnig foreldrar hennar sem þá voru farnir að eldast. Þegar við heimsóttum Ragn- heiði og fjölskyldu í Fellsmúl- ann, meðan Jón og Valgerður voru enn á lífi, var það eins og að fá Sólheima í stofuna, ég tala nú ekki um ef þar voru aðrir Skagfirðingar í heimsókn sem oft bar við. Ragnheiður frænka mín var mjög skörp kona og eins og hún var hin dæmigerða sveita- stúlka varð hún brátt glæsileg borgarkona. Hún starfaði ára- tugum saman í Búnaðarbanka Íslands og varð áreiðanlega jafn vinsæl þar og í sveitinni sinni. Ragnheiður missti mann sinn, Gunnar Björnsson, fyrir meira en aldarfjórðungi. Hann var mikill öðlingur og allir vinir og ættingjar hennar elskuðu hann líka. Eftir að Gunnar dó flutti Ragnheiður í litla íbúð í Vesturbænum. Hún naut lífsins með vinum sínum og þrem dætrum sem búa hér í bænum og Ragnari syni sínum sem bú- settur er í Kaupmannahöfn. Hún átti mörg efnileg barna- börn og langömmubörn sem hún fylgdist með af gleði og áhuga. Síðustu árin hafa verið Ragnheiði erfið en þá átti hún mjög góðu að mæta á Grund og fjölskyldan, vinir og fólkið á Grund fylgdist allt með henni. Ég leyfi mér fyrir hönd systkina og fjölmargra afkom- enda þeirra að þakka frænku minni fyrir okkur, fyrir allar gleðistundirnar í Sólheimum, fyrir skemmtilegar samveru- stundir hér um slóðir og fyrir framúrskarandi ættrækni. Steinunn Bjarman. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. (V. Briem.) Já, ég er ótrúlega þakklát fyrir að hafa alist upp í blokk í Fellsmúlanum á sínum tíma. Þar kynntist ég æskuvinkonu minni Ingibjörgu Ástu, hjónun- um Röddu og Gunna og stór- fjölskyldunni frá Sólheimum í Skagafirði. Ragnheiður var alltaf ótrú- lega góð við okkur vinkonurn- ar. Alltaf var nóg af brauði, hangikjöti og osti á samloku- grillið fyrir okkur eftir skóla og alltaf var hún boðin og búin til að búa um okkur í stofunni og leyfa okkur að gista saman. Skagafjörðurinn var alltaf í hávegum hafður á heimilinu og man ég eitt sinn er Gunni og Radda buðu mér með eitt sum- ar til að hitta Imbu vinkonu mína sem dvaldi þá sumar- langt fyrir norðan. Þetta var nú frekar langt ferðalag í þá daga fyrir litla stúlku en Radda og Gunni sáu til þess að tíminn flaug og fyrr en varði vorum við í Skagafirðinum fal- lega. Á þessum árum í Háaleitinu, þegar við gengum í barnaskóla, þurftum við að sækja sund, heimilisfræði og aðrar tóm- stundagreinar langa leið og var ætlast til að við tækjum strætó og fengum til þess strætómiða frá skólanum. Radda treysti mér alltaf best fyrir þessum ferðum okkar þó að minnst væri enda sagði hún alltaf við mig: „Þú ert svo há til hnésins og átt eftir að ná stelpunum fljótt í vexti“, sem reyndist al- veg rétt hjá henni. Radda talaði alltaf við mig eins og fullorðna manneskju og treysti mér full- komlega. Og slíku trausti bregst maður ekki. Hún umb- unaði okkur líka alltaf vel með smáaur eða fallegum gjöfum sem við kunnum vel að meta. Þegar við eltumst fannst henni alltaf jafngaman að spjalla við okkur og fylgjast með. Ekkert var svo sjálfsagðara en að Gunni skutlaði okkur á djamm- ið eftir gott kvöld heima fyrir og færi síðan upp úr rúmi og sækti okkur aftur síðar um nóttina. Þvílík umhyggja og góðsemi sem við nutum og gleymum ekki. Ragnheiður var afar smekk- leg kona, alltaf fallega klædd og vel til höfð á allan hátt svo eftir var tekið. Ég var þess vegna stolt og ánægð er hún bar það oft á tíðum undir mig þegar hún valdi fatnað og gjafir fyrir dóttur sína og barnabarn. Til Englands hringdi hún oft í mig til að spyrja frétta og full- vissa sig um að allt væri í lagi með litlu fjölskylduna sína í Leeds. Hún treysti því sem ég sagði og var vinkona mín frá fyrstu tíð. Elsku Ragnheiður, að leið- arlokum vil ég þakka þér fyrir: Imbu vinkonu mína, allt traust- ið, allt hrósið, hvatninguna og góða vináttu gegnum árin. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (Valdimar Briem.) Hulda Hrönn. Kveðja frá vinkonu. Mig setti hljóða þegar ég sá að Radda frá Sólheimum væri farin í sína hinstu ferð. Rifj- uðust upp okkar fyrstu kynni. Það var árið 1946, í Gagnfræða- skólanum á Akureyri. Margs var að minnast. Á Hamarstígn- um átti Silla Bjarman heima og þar bjó Radda frænka hennar. Við vorum í sama bekk, þótt ólíkar værum við tókst fljótt vinskapur með okkur þremur sem entist ævina alla. Ekki leið á löngu þar til ég bauð þeim að koma yfir helgi heim að Möðru- völlum og urðu þau helgarfrí ótalmörg sem við áttum saman heima. Heimili Sillu var mitt annað heimili þessa vetur. Þar var alltaf margt um manninn og Guðbjörg Bjarman óþreyt- andi að hafa skólasystkini barna sinna við stóra borð- stofuborðið í mat og kaffi. Það var ómetanlegt að vera alltaf velkomin og geta talist meðal vina þar sem þessar góðu vin- konur mínar voru. Á sumrin lögðum við Silla land undir fót og fórum í heimsókn til Röddu í Skagafjörðinn. Þar var telið á móti okkur með kostum og kynjum. Eftir að leiðir skildi hittumst við aftur í Reykjavík. Þráðurinn hafði aldrei slitnað á milli okkar. Þær báðar komu í saumaklúbbinn sem ég var í og þá byrjuðum við að hittast aft- ur reglulega og mikið var oft glatt á hjalla hjá okkur. Silla er farin og nú Radda Sól. Það fækkar svo ört vinunum frá þessum árum. Það getur víst talist bara eðlilegt. Þegar sú, sem þetta skrifar, lítur til baka þá er langt síðan skólagöngunni á Akureyri lauk. Þegar þessi hópur lauk prófi var farið með okkur í ferð til Reykjavíkur. Tilefnið var Heklugos árið 1947. Af þessu sést hvað langt er um liðið. Ég segi bara við sjálfa mig, það hlýtur að styttast þar til við hittumst á ný. Góða ferð, kæra vinkona, og þakka þér samfylgdina á liðn- um árum. Sigrún frá Möðruvöllum. Ragnheiður Jónsdóttir Elsku afi. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Halldór Hlöðver Þórðarson ✝ Halldór Hlöð-ver Þórðarson fæddist 19. mars 1935 í Hvammi, Arnarneshreppi. Hann lést á Heil- brigðisstofnun Suð- urnesja 21. desem- ber 2013. Útför Halldórs fór fram frá Kefla- víkurkirkju 3. jan- úar 2014. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. Grátnir til grafar göngum vér nú héðan, fylgjum þér vinur. Far vel á braut. Guð oss það gefi, glaðir vér megum þér síðar fylgja’ í friðarskaut. (Vald. Briem.) Þín Hanna Björg Sveinbjörnsdóttir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.