Morgunblaðið - 21.01.2014, Síða 29

Morgunblaðið - 21.01.2014, Síða 29
MINNINGAR 29 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. JANÚAR 2014 ✝ Dóra Magn-úsdóttir fædd- ist á Fjórðungs- sjúkrahúsinu á Akureyri 3. ágúst 1955 og lést þar 19. desember 2013. Foreldrar hennar voru Valgerður Þorbergsdóttir og Magnús Jón Árna- son og eru þau bæði látin. Dóra var næstyngst fjögurra systk- ina. Systkini hennar voru Bára, Lilja og Árni. Þau eru öll látin. Dóra ólst upp á Hjalteyri og bjó þar þar til hún fór á Sólborg á Akureyri. Fyrst í dagþjónustu og síðar átti hún þar heimili. Dóra var meðal fyrstu íbúa Sólborgar sem flutti á sambýli. Eiginmaður hennar var Áskell Trausta- son en honum kynntist hún þegar þau bjuggu saman í sambýli í Borgar- hlíð. Þau giftu sig 11. september 1999 en Áskell lést í júní 2013. Síðustu árin bjuggu þau í Akur- síðu 4 á Akureyri. Dóra var í dagvist á Sólborg, vann lengi í Iðjulundi og síðan á Plastiðjunni Bjargi/Iðjulundi. Síðasta ára- tuginn var Dóra í Skógarlundi (áður hæfingarstöð). Útför Dóru fór fram frá Gler- árkirkju 6. janúar 2014. Enn hefur myndast skarð í hópinn okkar hér í Skógarlundin- um. Dóra Magnúsdóttir, einn af okkar litríkustu félögum, kvaddi þennan heim fimmtudaginn 19. desember. Dóra er búin að vera með okk- ur í mörg ár en áður sótti hún vinnu í Iðjulundi og seinna PBI. Dóra var einstök kona. Öllum vildi hún vel og margoft talaði hún um að hækka launin okkar um 6%. Starfsfólkið hér væri vel sett hefðu allar þessar hækkanir náð fram að ganga. Dóra hafði mikið skap og var oft snögg til svars. Einhverju sinni, þegar sýning á myndverk- um notenda Skógarlundar var í Deiglunni var hún spurð: „Dóra ætlar þú ekki að koma í Deigluna og sjá sýninguna?“ Vei (nei), sagði Dóra ákveðin, en spurði svo: „hvaða helvítis beyglu?“ Ef hún vildi láta fólk finna til tevatnsins kallaði hún það ýmist Sjálfstæð- isflokkinn eða Ingibjörgu Sólrúnu og lét nokkur vel valin orð fylgja með. Dóra var alveg bráðskemmti- leg. Átti á árum áður til hin ýmsu uppátæki. Dóra var ákaflega fundaglöð. Henni þótti mjög mik- ilvægt að halda reglulega fundi til að skipuleggja ýmsa þætti starfs- ins sem og hverjir kæmu á vakt- ina kl. 15. Dóra var mikil gleðinnar kona. Hún hafði gaman af því að fara í frí til útlanda og til Jenseyjar á Selfossi, þó að hún hafi ekki viljað fara í sumar sem leið. Hún hafði gaman af því að fá sér smábjór og dansa en Dóra var mikill dansari. Á föstudögum voru það fastir liðir hjá Dóru að hlusta á Óska- stundina og syngja og dansa með. Dóra var vinnusöm hér áður fyrr og sinnti ákveðnum verkefn- um hér í Skógarlundinum. Einn góðan veðurdag í ákveðni sinni sagði hún upp þessum verkefnum og snéri sér meira og minna að skrifstofustörfunum sínum. Í sumarbyrjun þessa árs missti Dóra elskulegan lífsförunaut og eiginmann, hann Kela. Við brott- för Kela var eins og fótunum væri kippt undan Dóru. Allt varð erf- iðara. Allir hennar nánustu voru farnir. Foreldrar, systkinin öll og síðast Keli. Þá var eins og Dóra bugaðist og það fór virkilega að halla undan fæti. Fasti punktur- inn í tilverunni var horfinn. Allt varð erfiðara og trúlega óyfirstíg- anlegt. Dóra kom ekki oft í Skóg- arlundinn eftir andlát Kela. Hún vildi bara vera heima. Elsku Dóra, nú skilur leiðir. Við erum þakklát fyrir að hafa átt þig að. Þú hefur gefið okkur mik- ið. Nú veit ég að sumarið sefur í sál hvers einasta manns. Eitt einasta augnablik getur brætt ísinn frá brjósti hans, svo fjötrar af huganum hrökkva sem hismi sé feykt á bál, uns sérhver sorg öðlast vængi og sérhver gleði fær mál. (Tómas Guðmundsson.) Systkinabörn Dóru, Silló og aðrir aðstandendur. Ykkur öllum vottum við okkar dýpstu samúð og biðjum almættið að umvefja ykkur og styrkja. Elsku Dóra. Hlutverki þínu á jarðríki er lokið og nú skilur leiðir. Við brotthvarf þitt myndast skarð sem er vandfyllt og er þín sárt saknað. Hafðu hjartans þökk fyrir samfylgdina sem var gefandi og skemmtileg. Í hjörtum okkar eig- um við minningu um þig káta og lífsglaða. Megi góður Guð geyma þig. F.h. allra í Skógarlundi, Margrét Ríkarðsdóttir. Dóra Magnúsdóttir Kæra Sonja frænka. Þín verður sárt saknað af okkur systrunum og kom það okkur mik- ið á óvart þegar við fréttum af andláti þínu enda þinn tími ekki nærri því kominn. Við minnumst þess tíma þegar við vorum litlar og vorum í gistingu hjá ykkur Pétri þegar mamma og pabbi voru erlendis. Þremur dýnum var kom- ið fyrir í stofunni og þarna pískr- uðum við og göntuðumst fyrir svefninn á kvöldin. Það var alltaf spennandi að koma til ykkar og fara í ísbúðina í Vesturbænum og í sundlaugina og rifjast upp sá tími þegar leið okkar liggur þangað í dag. Leiðir ykkar systkina (þín og pabba) og fjölskyldna lágu oft saman í gegnum árin og var það ykkur Pétri að þakka að við syst- urnar stigum á skíði og lærðum að renna okkur. Alltaf voruð þið tilbúin að rétta hjálparhönd og leiðbeina okkur og kenna og erum við þakklátar fyrir alla þá aðstoð. Sonja Sigrún Nikulásdóttir ✝ Sonja SigrúnNikulásdóttir fæddist á Akranesi 23. júlí 1940. Hún lést 14. desember 2013. Útför Sonju fór fram frá Neskirkju 30. desember 2013. Þú varst einstök kona, Sonja, með góðan og skemmti- legan húmor og sást alltaf björtu hliðarn- ar á öllu. Ef við sögð- um mömmu frá ein- hverju vandamáli þegar þú varst í heimsókn varstu fljót að koma með lausn á vandanum. Vinskapur ykkar mömmu var einstakur og náðuð þið mjög vel saman. Eftir að þið hættuð báðar að vinna höfðuð þið nóg fyrir stafni í dansi, leikfimi, við vinnu á Thorvaldsensbasar, í utanlandsferðum eða hvað sem ykkur datt í hug að gera. Þið mamma voruð einnig duglegar að kíkja saman í búðir og eyða góðum stundum saman. Það er því mikill missir fyrir mömmu að þurfa að horfa á eftir góðri vinkonu sinni, einnig fyrir pabba að missa systur sína, svo trygg og góð kona sem þú varst. Elsku besta frænka, nú ertu komin á góðan stað og fylgist með þínum nánustu og verndar þau, við munum sakna þín og verður þú ávallt í hjarta okkar. Kæru Pétur, Sigrún, Ólöf og fjölskylda, hugur okkar er hjá ykkur á þessum erfiðu tímum. Hrönn, Björg og Katrín. Hinsta kveðja til góðs drengs og vinnufélaga, Magnúsar Krist- inssonar, er lést í desember síð- astliðnum. Leiðir okkar Magga lágu saman við vinnu í Filtertækni og BB. Magnús Birgir Kristinsson ✝ Magnús BirgirKristinsson fæddist 2. nóv- ember 1945 í Reykjavík. Hann lést á heimili sínu í Kópavogi 14. des- ember 2013. Útför Magnúsar fór fram frá Guð- ríðarkirkju 20. des- ember 2013. Hann var góður starfskraftur og skemmtilegur félagi og við eigum minn- ingar um hann og skemmtilega tíma með honum í bunk- um. Bara við tilhugs- unina er ekki hægt annað en brosa, og þó svo dauðinn sé graf- alvarlegur hlutur þá er bara ekki hægt að hugsa um eða til Magga öðru vísi en með bros á vör. Bara engin leið. Stundum brugðum við vinnufélag- arnir okkur í bæjarferð til að halda upp á eitthvað og í einni slíkri ferð hittum við Skota sem var í útsýn- isferð um sundin sem við skelltum okkur í. Um borð var skipst eitt- hvað á skoðunum og málin rædd eins og gengur. Líka við Skotann að sjálfsögðu. Seinna um kvöldið tókum við eftir því að Maggi var kominn í miklar samræður við Skotann en Maggi þvertók fyrir það að tala nokkra ensku. Hafði margoft sagt okkur að hann kynni ekkert nema „von bír“ og „há möts?“ Við spurðum hann hvernig mætti vera að þeir gætu rætt málin saman og svaraði Maggi sposkur á svip að þetta væri svo einfalt. „Jú, sjáiði til,“ sagði hann. „Á himnum tala allir íslensku svo Skotinn ætti ekki að vera í vandræðum með þetta.“ Og stundum ef eitthvað kom upp á sagði Maggi gjarnan: „Kiddi sér um sína.“ Þeir sem þekktu hann vita hvað hann átti við. Honum fannst ekki rétt að hafa of miklar áhyggjur af daglegu basli og svaraði oft með söng í stað langrar orðræðu ef hann vildi koma einhverju mikilvægu til skila. Hann átti til að kyrja vísur með hárri rödd og spann um leið og hann söng. Textinn lýsti þá oftar en ekki aðstæðum og atburðum líð- andi stundar. Ekkert okkar gat fylgt honum eftir í þessu en leyfð- um okkur að hlusta og njóta í stað- inn. Maggi var fastur punktur í okkar tilveru og því skrítið til þess að hugsa nú að hann sé farinn. Hvert vitum við ekki, en erum þess nokkuð viss að þar sé sungið og farið með vísur. Að þar sé lífsgátan hugsanlega ráðin og komi Magga ekkert á óvart. Þarna er farinn góður drengur og vinnufélagi sem er okkur enn kær. Minningarnar geymum við. Vinnufélagar úr Filtertækni og BB, Elín Vigfúsdóttir, Elís Hans- son, Guðveig Lilja Bjarka- dóttir, Hinrik Morthens, Ísak Beck, Orri Morthens, Reynir Georgsson, Vigfús Morthens. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti, þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð. Þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sig.) Elsku frændi. Alltaf við minn- umst þín fyrir kátínu, léttleika, geislandi af fjöri og glensi, það var alltaf svo gaman að hitta þig og heyra í þér. Þvílíkur sælkeri sem þú varst Rúnar Ketill Georgsson ✝ Rúnar KetillGeorgsson fæddist í Reykjavík 14. september 1943. Hann lést á líknardeild LSH 30. desember 2013. Rúnar var jarð- sunginn frá Frí- kirkjunni í Reykja- vík 9. janúar 2014. á mat, sætindi og góða músík, sem var þítt líf og yndi frá unga aldri. Það var æðislegt að hlusta á þig spila af þvílíkri innlifun að unun var að horfa á og njóta. Hver óttast er lífið við æskunni hlær sem ærslast um sólríka vegi og kærleikur útrás í kætinni fær sé komið að skilnaðardegi. Svo viðkvæmt er lífið sem vordagsins blóm er verður að hlíta þeim lögum að beygja sig undir þann allsherjardóm sem ævina telur í dögum. Við áttum hér saman svo indæla stund sem aldrei mér hverfur úr minni. Og nú ertu genginn á guðanna fund það geislar af minningu þinni. (Friðrik Steingrímsson) Elsku Arndís, Björg, Ketill, Elva og aðrir aðstandendur, við biðjum góðan Guð að veita ykkur styrk í sorginni. Megi minning um góðan mann vera huggun ykkar. Sigfinnur, Hildur, Guðrún, Jónas, Hannes, Soffía og fjölskyldur. ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir og tengda- faðir, ÁSGRÍMUR STEFÁNSSON, lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja föstudaginn 17. janúar. Útförin fer fram föstudaginn 31. janúar kl. 14.00 frá Hvítasunnukirkjunni Fíladelfíu, Hátúni 2, Reykjavík. Þóra Pálsdóttir, Kristinn Ásgrímsson, Þórdís Karlsdóttir. ✝ Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, FRÍÐA BJÖRG LOFTSDÓTTIR, Neshaga 15, Reykjavík, lést á hjúkrunarheimilinu Sóltúni föstudaginn 17. janúar. Útförin fer fram í kyrrþey. Stefanía Magnúsdóttir, Jónína Leósdóttir, Árni Leósson og fjölskyldur. ✝ Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, LYDÍA ÞORKELSSON, Hamrahlíð 29, Reykjavík, lést sunnudaginn 12. janúar á hjúkrunar- heimilinu Eir. Útför hennar fer fram frá Grafarvogskirkju föstudaginn 24. janúar kl. 13.00. Oddur Carl Einarsson, Sigríður Elín Sigfúsdóttir, Rannveig Alma Einarsdóttir, Ellert Kristján Steindórsson, Gunnlaug Helga Einarsdóttir, Helgi Jóhannesson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, HULDA BJARNADÓTTIR, Laugateigi 31, Reykjavík, lést á Landspítalanum föstudaginn 17. janúar. Jarðarförin fer fram mánudaginn 27. janúar frá hvítasunnukirkjunni Fíladelfíu kl. 13.00. Valdís Finnbogadóttir, Ólafur Finnbogason, Rannveig Agnarsdóttir, Sigríður Rósa Finnbogadóttir, Völundur Þorgilsson, Stefán Finnbogason, Guðbjörg Gísladóttir, Trausti Finnbogason, Kristín Sigurðardóttir, Ingólfur Waage, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, BJÖRGVIN ÁRNASON, fv. félagsmálastjóri, Suðurgötu 8, Keflavík, lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja laugar- daginn 18. janúar. Útförin fer fram frá Keflavíkurkirkju fimmtu- daginn 6. febrúar kl. 13.00. Sigurður Björgvinsson, Þórdís Guðjónsdóttir, Svala Björgvinsdóttir, Baldur Kristjánsson, Árni Björgvinsson, Friðbjörg Helgadóttir, Sveinn Vopnfjörð Björgvinsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Elsku mamma, amma, langamma og langa- langamma, RAGNA SIGRÍÐUR GUNNARSDÓTTIR, Fífuhvammi 11, Kópavogi, lést á Landspítalanum við Hringbraut 15. janúar. Útför fer fram frá Digraneskirkju fimmtu- daginn 23. janúar kl. 11.00. Gunnar Berg Sigurjónsson, Sesselja Ólafsdóttir, Ragna Berg Gunnarsdóttir, Aðalheiður Margrét Gunnarsdóttir, Brynjólfur Gíslason, barnabarnabörn og barnabarnabarnabarn.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.