Morgunblaðið - 21.01.2014, Síða 30

Morgunblaðið - 21.01.2014, Síða 30
30 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. JANÚAR 2014 Það er komið að kveðjustund. Mig langar í fáum orðum til þess að minnast tengdamóður minnar, Kristínar Sigríðar, Siggu eins og hún var alltaf kölluð. Sigga ólst upp í Tálknafirði og var þar fram Kristín Sigríður Guðmundsdóttir ✝ Kristín Sigríð-ur Guðmunds- dóttir fæddist 16. september 1926 í Innstu-Tungu í Tálknafirði. Hún lést á Sjúkrahúsi Keflavíkur 23. des- ember 2013. Útför Kristínar fór fram frá Kefla- víkurkirkju 7. jan- úar 2014. til 19 ára aldurs, þá réð hún sig í vist til frænda síns, Sigurð- ar Magnússonar út- gerðarmanns, og Sigurlaugar Ólafs- dóttur húsfrúar, en þau bjuggu á Sól- heimum í Grindavík. Í Grindavík kynnt- ist Sigga eftirlifandi manni sínum, Sigur- bergi Sverrissyni, en þau eignuðust níu börn. Það er svo margt sem ég gæti talið upp og margs er að minnast, en fyrst og fremst vil ég þakka fyrir okk- ar góðu stundir gegnum árin, það fór alltaf vel á með okkur Siggu, hún reyndist mér góð tengda- móðir og vinkona. Ég þakka fyrir þau ár sem við áttum saman. En komin eru leiðarlok og lífsins kerti brunnið og þín er liðin æviönn, á enda skeiðið runnið. Í hugann kemur minning mörg, og myndir horfinna daga, á liðnum stundum læðist fram mörg ljúf og falleg saga. (Höf. ók.) Elsku Sigga mín. Ég sendi þér kæra kveðju nú komin er lífsins nótt, þig umvefji blessun og bænir ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því, þú laus ert úr veikinda viðjum þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér, og það er svo margs að minnast svo margt sem um hug minn fer, þó þú sért horfinn úr heimi ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir) Ég vil votta tengdaföður mín- um, börnum og fjölskyldum þeirra mína dýpstu samúð. Hafðu þökk fyrir allt, elsku Sigga mín, megir þú hvíla í friði. Þín tengdadóttir, Gunnhildur Gunnardóttir. HINSTA KVEÐJA Kæra frænka Ég kveð þig, hugann heillar minning blíð, hjartans þakkir fyrir liðna tíð lifðu sæl á ljóssins friðarströnd, leiði sjálfur Drottinn þig við hönd. (Guðrún Jóh.) Kristín, Helgi og fjölskylda. Þegar ég hugsa til Laufeyjar er mér minnisstæðast glaðlyndi hennar, góðlyndið og jafnvægið. Hún var heillandi kona með mikla útgeislun, alltaf vel til höfð og glæsileg. Og nú hefur hún lokið vegferð sinni, þessi heilsteypta og skemmtilega kona sem var vinur okkar allra í Safnahúsinu. Við Laufey unnum saman í mörg ár á Landsbókasafninu þeg- Laufey Jensdóttir ✝ Laufey Jens-dóttir fæddist 21. maí 1924 á Ný- lendugötu 19 í Reykjavík. Hún lést á hjúkrunarheim- ilinu Grund 19. des- ember 2014. Sálumessa var sungin í Dómkirkju Krists konungs í Landakoti 27. des- ember 2014. ar það var í Safna- húsinu við Hverfis- götu en þar var einnig Þjóðskjala- safnið til húsa. Hún vann í móttökunni alveg fram að opnun Þjóðarbókhlöðunn- ar 1994. Laufey var góður starfsmaður með mikla sam- skiptafærni og elsk- uð og virt af öllum. Við Laufey vorum oft einu starfs- mennirnir eftir í húsinu í lok dags á kvöldvöktunum, hún við símann og ég á lestrarsalnum á efri hæð- inni. Húsið var öllum opið og alls von. Þá var mikið öryggi að vita af traustum og úrræðagóðum starfsmanni eins og Laufeyju í móttökunni en hún var mikill mannþekkjari. Hún var sannar- lega staðarprýði. Við urðum fljótt góðar vinkonur. Það var oft mikið spjallað, glaðst og hlegið, aldrei skortur á umræðuefni og margar sögur sagðar. Hún átti auðvelt með að sjá björtu hliðarnar á hlut- unum, enda stutt í kímnina og glettnina hjá henni. Hún var um- hyggjusöm og góðhjörtuð og vildi gera gott úr öllu. Hún flíkaði ekki tilfinningum sínum heldur var hreinskiptin og heiðarleg. Hún hafði sterka réttlætiskennd, var gædd góðum gáfum og fróð um menn og málefni. Þótt aldurs- munurinn væri mikill þá kom það ekki að sök því hún var síung í hugsunarhætti. Og hún var líka fjölskylduvinur sem fylgdist með ungum dætrum mínum sem komu stundum með mér á safnið. Dætr- um mínum þótti oft gaman hvað hún talaði skemmtilega til þeirra. Eftir að hafa hlaupið upp og niður stóru marmaratröppurnar í Safnahúsinu þótti litlum mann- eskjum gott að setjast hjá Lauf- eyju og þiggja kleinubrot og spjalla við hana. Maðurinn minn minnist hennar einnig með hlý- hug. Ég lærði margt af Laufeyju. Hún var listræn og var einstak- lega smekkleg og óhrædd við að vera hún sjálf og mótaði sinn eigin stíl. Það eru forréttindi að hafa fengið að kynnast henni. Ef Lauf- eyjar hefði ekki notið við hefðu ár mín í Safnahúsinu orðið ólíkt fá- tæklegri. Þegar ég lít til baka þá er hún einn minnisstæðasti sam- starfsmaður minn í Safnahúsinu frá þessum árum. Það var ein- staklega gott andrúmsloft meðal starfsmanna í þessu litla sam- félagi og báðar fórum við þaðan með góðar minningar í fartesk- inu. Laufey skilur eftir sig sterka og heila mynd. Hún lifir áfram í verkum sínum og ekki síst í þeim áhrifum sem hún hafði á sam- ferðamenn sína. Ég kveð Lauf- eyju með kæru þakklæti fyrir framúrskarandi kynni. Blessuð sé minning hennar. Börnum hennar og öðrum aðstandendum sendi ég innilegustu samúðarkveðjur. Svanfríður S. Óskarsdóttir. Guðfinna Elín Einarsdóttir ✝ Guðfinna ElínEinarsdóttir fæddist á Selfossi 14. mars 1963. Hún lést á Heilbrigð- isstofnun Suður- lands 29. desember 2013. Útför Guðfinnu Elínar fór fram frá Selfosskirkju 9. janúar 2014. Hinn 9. janúar sl. var borin til grafar elskuleg mágkona mín, Guðfinna Elín Einarsdóttir. Ég kynntist Elínu árið 1994, fyrir heilum 20 árum síðan. Ég minnist þess þegar við Örn keyrðum í hlaðið í Spóariman- um og á móti okkur kom þessi reffilega, fallega kona með ljósu lokkana sína og geisl- andi brosið. 10 ára aldursmunur var á okkur Elínu og fannst mér hún aðdáunarverð með fallegu börnin sín þrjú og hlýlegt og nota- legt heimili og blómlegan garð. Við Örn vorum tíðir gestir á heim- ili Elínar og Einars næstu árin og var okkur alltaf tekið opnum örm- um með hlýju og vinsemd og skemmtilegum félagsskap. Þegar börnin okkar tvö fæddust voru þau ekki síður velkomin og fannst þeim ætíð mjög skemmtilegt að heimsækja Elínu og Einar auk þess sem það kom fyrir að þau fengu að vera í pössun hjá Elínu frænku. Elín var afar listræn og hæfileikarík og rak hún á tímabili gallerí þar sem hún bjó til listmuni úr leir og hafði til sölu. Hún var í raun snillingur í höndunum að öllu leyti og prjónaði mikið, heklaði og saumaði föt. Þá lagði hún mikla vinnu í að safna saman gömlum fjölskyldumyndum á diska og hafa fjölskyldumeðlimir allir notið góðs af þeirri vinnu hennar. Elín naut þess að eiga ástríka og samheldna fjölskyldu sem á eftir að sakna hennar sárt en jafnframt eiga all- ar ómetanlegu stundirnar sem munu lifa í minningunni. Minning- in um dásamlega konu mun ætíð lifa í hjörtum okkar. Steinunn Fjóla Sigurðardóttir Á kveðjustund vill hugurinn fara á flug, hverfur langt aftur í tímann. Rifjuð upp árin þegar sveita- stelpan úr Borgarfirðinum leigði herbergi í höfuðborginni. Hvað það var gott að banka upp á í Ásendanum heima hjá Dísu vinkonu. Að eiga visst at- hvarf á heimili og vera umvafin hlýju og gestrisni en af því var Bryndís Jóhannsdóttir ✝ Bryndís Jó-hannsdóttir fæddist á Skriðu- felli í Þjórsárdal 27. ágúst 1926. Hún lést á Landspít- alanum 18. desem- ber 2013. Útför Bryndísar var gerð frá Laug- arneskirkju 6. jan- úar 2014. nóg til. Sé ljóslif- andi fyrir mér Bryndísi húsmóður með blik í augum og glettna á svip þar sem hún býður mér inn og segir si svona: „Var að setja matinn á borðið, nóg er til fyrir alla, vertu velkomin“ eða „Er- um á leið í laugar, viltu koma með?“ Að gista, sem oft kom fyrir, var sjálfsagt mál. Fyrir þessar og ótal fleiri löngu liðnar stundir sem gáfu mér óendanlega mikið vil ég þakka. Ég mun ávallt hugsa með hlýhug til Bryndísar. Hún var einstök kona. Helga Magnúsdóttir. Elsku amma og langamma. Það er stutt á milli sorgar og gleði. Stuttu eftir að þú kvaddir okkur tókum við á móti litla engl- inum hennar Sóleyjar. Við vitum að þú varst til staðar og munt fylgjast með börnunum stækka og þroskast. Við erum svo þakk- látar fyrir allar þær góðu stundir sem við áttum saman, minnumst með gleði þegar þú söngst fyrir Sigríður Halldóra Guðmundsdóttir ✝ Sigríður Hall-dóra Guð- mundsdóttir fæddist í Súðavík 27. júlí 1922. Hún lést á hjúkrunar- og dval- arheimilinu Brák- arhlíð í Borgarnesi 23. desember 2013. Hún var jarðsungin frá Borgarneskirkju 4. janúar 2014. krakkana og þau dilluðu sér. Þau munu alltaf muna eftir ömmu lang þar sem þú varst alltaf örlát á ísinn og frjálst aðgengi að frystikistunni heima á Kveldúlfs- götunni. Pönnukök- ur, gott kaffi og að taka spil saman eru stundir sem við munum alltaf varðveita. Einnig munum við taka upp þann sið að standa í dyrunum eða í gluggan- um og vinka börnum og barna- börnum okkar þangað til þau hverfa úr augsýn. Yndisleg minn- ing um þig standandi í svaladyr- unum og vinkandi bless. Takk fyrir að vera besta amma í heimi. Við elskum þig. Rakel, Sóley og börn. ✝ Hjartans þakkir til allra vina og vandamanna sem sýndu okkur samúð og heiðruðu minningu LEIFS ÞORSTEINSSONAR ljósmyndara. Sérstakar þakkir fær starfsfólk Landspítalans sem annaðist hann af mikilli alúð. Friðrika G. Geirsdóttir, Björn Geir Leifsson, Sigrún Hjartardóttir, Þorsteinn Páll Leifsson, Hjörtur Geir Björnsson, Ólafur Hrafn Björnsson, Friðrika Hanna Björnsdóttir. ✝ Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengda- faðir, afi og langafi, EINAR HELGASON, Grenimel 19, Reykjavík, lést á Landspítalanum, Fossvogi, þriðju- daginn 14. janúar. Útförin fer fram frá Dómkirkjunni föstudaginn 24. janúar kl. 15.00. Hulda Marinósdóttir, Marinó Einarsson, Margrét S. Hansdóttir, Árni Vilhjálmsson, afabörn og langafabörn. ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, SIGRÍÐUR JÓNSDÓTTIR, Ásgarði 133, Reykjavík, lést á hjúkrunarheimilinu Skógarbæ í Reykjavík sunnudaginn 12. janúar. Útförin fer fram frá Bústaðakirkju í dag, þriðjudaginn 21. janúar, kl. 13.00. Ingibjörg, Ragnar, Björg, Jón, Anna, Árni, Guðrún og Eyvindur Þorgilsbörn, tengdabörn, ömmubörn og langömmubörn. ✝ Ástkær faðir okkar, bróðir og fóstursonur, BJÖRN DANÍELSSON lögmaður, lést á krabbameinsdeild Landspítalans laugardaginn 18. janúar. Útför hans fer fram frá Digraneskirkju mánudaginn 27. janúar kl. 13.00. Ísabella Sch. Björnsdóttir, Hjálmtýr D. Sch. Björnsson, Kristín Halla Daníelsdóttir, Brynja Daníelsdóttir, Eva María Daníelsdóttir, Aron Daníelsson, Elín Elídóttir. ✝ Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengda- faðir, afi og langafi, GUNNAR SVAVAR GUÐMUNDSSON, Hjallabraut 33, Hafnarfirði, lést á Landspítalanum miðvikudaginn 8. janúar. Útförin hefur farið fram í kyrrþey, að ósk hins látna. Erna Friðriksdóttir, Valdimar Víðir Gunnarsson, Dagrún Björnsdóttir, Gunný Gunnarsdóttir, Magnús Hjartarson, Friðrik Gunnarsson, Hulda R. Magnúsdóttir, Þorsteinn Gunnarsson, Fríða Sæmundsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, GUÐRÚN SIGRÍÐUR ÞORSTEINSDÓTTIR, andaðist á Dvalarheimilinu Lundi, Hellu, að morgni mánudagsins 20. janúar. Jarðarförin auglýst síðar. Hafsteinn Auðunn Hafsteinsson, Erla Guðrún Hafsteinsdóttir, Hörður Þór Hafsteinsson, Haukur Hafsteinsson og fjölskyldur.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.