Morgunblaðið - 21.01.2014, Page 35
ÍSLENDINGAR 35
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. JANÚAR 2014
stofnaði fyrsta fyrirtækið sem sér-
hæfði sig í viðgerðum og viðhaldi
húsa, 1961, og starfaði síðan við
múrviðgerðir á húsum í Reykjavík
til 1970. Þá hóf hann störf hjá Vatns-
veitu Reykjavíkur og var þar múr-
arameistari og byggingastjóri til
1979. Hann var auk þess bygginga-
eftirlitsmaður hjá Reykjavíkurborg
1971-79, starfsmaður húsnæðis-
deildar Sjóhersins á Keflavíkur-
flugvelli 1979-84 og var bygginga-
fulltrúi á sama tíma í Hafnahreppi.
Svavar var búsettur í Bandaríkj-
unum um nokkurt skeið, en eftir að
hann kom aftur heim stundaði hann
múrverk með eigin fyrirtæki.
Svavar hefur stundað myndlist
með öðrum störfum frá tvítugsaldri,
hefur unnið skúlptúra og teiknar
töluvert nú síðari árin. Hann hefur
tvívegis haldið listsýningar á verk-
um sínum auk þess sem hann hélt
stóra sýningu á verkum föður síns
sem var í hópi virtustu myndlist-
armanna þjóðarinnar.
Svavar æfði og keppti í knatt-
spyrnu og handbolta með Fram í
yngri flokkum félagsins og keppti í
meistaraflokki í báðum þessum
greinum. Hann var félagi í Múrara-
félagi Reykjavíkur og hefur verið fé-
lagi í Múrarameistarafélagi Reykja-
víkur um árabil.
Svavar sat í stjórn Taflfélags
Reykjavíkur um árabil, var fyrsti
framkvæmdastjóri þess og einnig
skákstjóri þess um árabil. Hann var
fyrsti formaður skákfélagsins
Mjölnis 1978-79 og sá um skákþátt
Alþýðublaðsins um langt skeið. Þá
kenndi hann skák og félagsmál í
skólum um 14 ára skeið.
Fjölskylda
Svavar kvæntist 17.12. 1965 Bryn-
hildi Ingólfsdóttur, f. 17.5. 1940, hús-
freyju. Hún var frá Fornhaga í
Hörgárdal, dóttir Ingólfs Guð-
mundssonar skólastjóra og Herdísar
Pálsdóttur garðyrkjufræðings.
Svavar og Brynhildur skildu.
Börn Svavars Guðna og Brynhild-
ar eru Svavar Valur Svavarsson, f.
21.10. 1965, iðnfræðingur, búsettur í
Reykjavík en kona hans er Guðrún
Hrefna Elliðadóttir skrifstofumaður
og eiga þau þrjá syni; Sigríður Svav-
arsdóttir, f. 29.7. 1967, viðskipta-
fræðingur, búsett í Hafnarfirði en
maður hennar er Guðmundur Jón-
asson tollvörður og eiga þau tvo
syni; Ásta Kristín Svavarsdóttir, f.
5.4. 1972, leikskólakennari, búsett í
Reykjavík en maður hennar er
Steingrímur Árni Thorsteinson
rennismiður og eiga þau fimm börn.
Önnur eiginkona Svavars var Sig-
ríður Einarsdóttir en þau skildu eft-
ir skamma sambúð.
Síðar kvæntist Svavar Bernice
Svavarsson, f. 13.7. 1938, sem er bú-
sett á Cayman-eyjum. Þau skildu.
Hálfsystir Svavars, sammæðra, er
Hulda Guðmundsdóttir, f. 21.8. 1940,
glerskurðarmeistari, búsett í Mos-
fellsbæ.
Foreldrar Svavars voru Svavar
Guðnason, f. á Heklu á Höfn í
Hornafirði 18.11. 1909, d. 25.6. 1988,
listmálari í Reykjavík, og Sigríður
Ólafsdóttir, f. á Garðsstöðum í Ög-
urhreppi í Ísafjarðardjúpi 27.4. 1912,
d. 25.3. 1978, húsfreyja í Reykjavík.
Stjúpfaðir Svavars og eiginmaður
Sigríðar var Páll Melsted Ólafsson,
f. 28.6. 1907, d. 5.2. 1992, múrara-
meistari í Reykjavík.
Úr frændgarði Svavars Guðna Svavarssonar
Svavar Guðni
Svavarsson
Margrét Jónsdóttir
húsfr. í Efstadal
Guðmundur Egilsson
b. í Efstadal í Ögurhreppi
Sólveig Guðmundsdóttir
húsfr. á Ísafirði og í Rvík
Ólafur Kr. Ólason
trésmiður á Ísafirði og í Rvík
Sigríður Ólafsdóttir
húsfr. í Rvík
Guðríður Bjarnadóttir
húsfr. í Hvítanesi
Óli Kr. Ólafsson
vinnumaður við Djúp
Auðbjörg Sigurðardóttir
húsfr. á Brunnhóli, bróðurdóttir Guðnýjar,
ömmu Þórbergs Þórðarsonar rithöfundar, og
Benedikts, langafa Einars Braga skálds
Þórður
Guðmundsson
b. á Brunnhóli á
Mýrum
Ólöf Þórðardóttir
húsfr. á Vopnafirði og á Höfn
Guðni Jónsson
skósm. á Vopnafirði og kaupm. á
Heklu á Höfn í Hornafirði
Steinunn
Stefánsdóttir
húsfr. á Sævar-
hólum
Jón Þorsteinsson
b. á Sævarhólum í Suðursveit
Svavar Guðnason
myndlistarmaður í Rvík
Stefán
Kristján
Guðnason
trygginga-
yfirlæknir
Ólöf
Stefánsdóttir
hjúkrunarfræð-
ingur í Rvík
Guðrún
Stefánsdóttir
fyrrv. ritstj.
Alþingistíðinda
Björn Karlsson
brunamálastjóri
Stefán Karlsson
læknir og vísindamað-
ur í Bandaríkjunum
Ólafur Baldursson
lækningaforstj. LHS
Jón Baldursson
læknir í Rvík
Gömul mynd Svavar Guðni með
föður sínum, stjúpmóður og elstu
börnunum, Svavari Val og Sigríði.
Jón úr Vör Jónsson skáld fædd-ist á Vatneyri við Patreks-fjörð 21.1. 1917. Hann var
sonur Jóns Indriðasonar, skósmiðs
þar og síðar í Kópavogi, og Jónínu
G. Jónsdóttur húsfreyju.
Fósturforeldrar Jóns voru Þórð-
ur Guðbjartsson á Geirseyri og Ól-
ína Jónsdóttir húsfreyja.
Jón úr Vör var bróðir Hafliða,
garðyrkjustjóra Reykjavíkur-
borgar.
Eftirlifandi eiginkona Jóns er
Bryndís Kristjánsdóttir frá Nesi í
Fnjóskadal og eignuðust þau þrjá
syni, Karl, Indriða og Þórólf.
Jón stundaði nám við Unglinga-
skóla Patreksfjarðar, Héraðsskól-
ann á Núpi, Brunnsviks folkhög-
skola í Svíþjóð og Nordiska
folkhögskolan í Genf.
Jón var ritstjóri Útvarpstíðinda,
starfsmaður bókaútgáfu Pálma H.
Jónssonar, ritstjóri tímaritsins
Stjörnur, fombókasali í Reykjavík
1952–62 en lengst af bókavörður í
Kópavogi frá 1952 og sá lengi um
vísnaþátt í DV.
Jón varð fyrir sterkum áhrifum
sænskra skálda eins og fram kemur
í Þorpinu, þriðju ljóðabók Jóns, sem
er sú langþekktasta og reyndar
tímamótaverk í íslenskri ljóðagerð.
Ljóðin í bókinni eru samfelld og
lýsa uppvexti skáldsins í íslensku
sjávarþorpi á kreppuárunum. Með
bókinni varð Jón, ásamt vini sínum,
Steini Steinarr, einn fyrirrennara
atómskáldanna.
Ljóðabækur Jóns: Ég ber að dyr-
um, 1937; Stund milli stríða, 1942;
Þorpið, 1946; Með hljóðstaf, 1951;
Með örvalausum boga, 1951; Vetr-
armávar, 1960; Maurildaskógur,
1965, 100 kvæði, úrval, 1967; Mjall-
hvítarkistan, 1968; Stilt vaker ljos-
et, ljóðaúrval á norsku, 1972; Vin-
arhús, 1972; Blåa natten över havet,
ljóðaúrval á sænsku, útg. í Finn-
landi, 1976; Altarisbergið, 1978;
Regnbogastígur, 1981, og Gott er
að lifa, 1984.
Jón var heiðursfélagi Rithöfunda-
sambands Íslands. Hann var sæmd-
ur riddarakrossi Hinnar íslensku
fálkaorðu og hlaut heiðurslaun lista-
manna frá 1986.
Jón lést 4.3. 2000.
Merkir Íslendingar
Jón úr Vör
102 ára
Ingigerður Þórðardóttir
90 ára
Erna Kristjánsdóttir
85 ára
Svanhildur L.
Aðalsteinsdóttir
80 ára
Alda Sófusdóttir
Árni Reynir Óskarsson
Ástdís Lilja Óskarsdóttir
Margrét Guðmundsdóttir
Ragnar Birkir Jónsson
75 ára
Guðmundur Sigurjónsson
Gunnar J. Magnússon
70 ára
Aðalheiður Sigurðardóttir
Skúli M. Gestsson
Sólrún Jósefína Valsdóttir
60 ára
Björn Arngríms Harðarson
Ísleifur Arnar Vignisson
Jón Þór Ólafsson
Málfríður Finnbogadóttir
Nikulás Ívarsson
Njála Laufdal
Þorsteinsdóttir
Olga Ólafsdóttir
Reynir Viðar Georgsson
Snæbjörn Friðriksson
50 ára
Ásdís Ásmundsdóttir
Guðmundur Stefán
Óskarsson
Joel Tuazon Aguilar
Jón Valgeir Skarphéðinsson
Júlíus Smári
Kristín Álfhildur Ákadóttir
Sigrún Rósa Vilhjálmsdóttir
Steinn Guðjónsson
Þorvaldur Jón Kr. Sturluson
40 ára
Bergsteinn Eyfjörð
Gunnarsson
Halla Rósenkranz
Guðmundsdóttir
Helga Bragadóttir
Jón Ingvi Hilmarsson
Jón Valgeirsson
Kestutis Kiskevicius
Kristján Pálmar
Guðmundsson
Nanna Ósk Jónsdóttir
Ragnar Heiðar
Sigtryggsson
Skúli Sveinsson
Urszula Bukrewicz
30 ára
Bradford Harry Spencer
Brynhildur Ingimarsdóttir
Hrefna Þorbjörg
Hákonardóttir
Ingibjörg Ósk Einarsdóttir
Joanna Szczur
Jónbjörg Sesselja Hansen
Kristján Egill Karlsson
Lukasz Pawel Grabowski
Ómar Örn Aðalsteinsson
Til hamingju með daginn
30 ára Ingimar er búsett-
ur á Akranesi og starfar á
Grundartanga.
Maki: Rósa Kristín
Guðnadóttir, f. 1981, hús-
freyja og verslunarmaður.
Börn: Andrés Emil, f.
2004; Helga Rós, f. 2006;
Tryggvi Rafn, f. 2008;
Alma Hlín, f. 2010, og Ax-
el Guðni, f. 1998 (stjúps.).
Foreldrar: Hafliði Gunn-
arsson, f. 1963 (fóst-
urfaðir) og Kolbrún Alma
Rafnsdóttir, f. 1966.
Ingimar
Ólafsson
40 ára Ragnar ólst upp í
Fnjóskadal, er búfræð-
ingur frá Hvanneyri, fram-
leiðslustjóri og bóndi í
Bakkakoti við Blöndós.
Maki: Aðalbjörg Valdi-
marsdóttir, f. 1973, bóndi
í Bakkakoti.
Synir: Gísli, f. 1999;
Pálmi, f. 2002, og Guðni,
f. 2009.
Foreldrar: Sigtryggur
Gíslason, f. 1954, og
Guðný Sólveig Sigurð-
ardóttir, f. 1953.
Ragnar Heiðar
Sigtryggsson
30 ára Eva María ólst
upp í Kópavogi og í
Bandaríkjunum, er búsett
í Reykjavík, lauk atvinnu-
flugmannsprófi í Banda-
ríkjunum og er flugmaður
hjá Icelandair.
Maki: Bjarki Gunnarsson,
f. 1982, kerfisstjóri.
Dóttir: Sólfríður Lilja, f.
2012.
Foreldrar: Guðmundur
Ingason, f. 1951, d. 2007,
og Sólfríður Guðmunds-
dóttir, f. 1951.
Eva María
Guðmundsdóttir
Hægt er að senda
mynd og texta af
nýjum borgara eða
brúðhjónum af slóðinni
mbl.is/islendingar
eða á netfangið
islendingar@mbl.is
Börn og
brúðhjón
MIKIÐ ÚRVAL AF SMUREFNUM OG OLÍUM FYRIR
ALLAN IÐNAÐ. KÍKTU Í KEMI OG SKOÐAÐU ÚRVALIÐ!
SMUROLÍUR
OG SMUREFNI
Kemi • Tunguhálsi 10, 110 Reykjavík • www.kemi.is • Sími: 544 5466
Opið: Mánudag - fimmtudags: Frá kl. 8.00-17.30. Föstudaga: Frá kl. 8.00-17.00.