Morgunblaðið - 21.01.2014, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 21.01.2014, Blaðsíða 40
40 MENNING MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. JANÚAR 2014 Bíólistinn 17.-19. janúar 2014 Nr. Var síðast Vikur á listaKvikmynd Cloudy with a Chance of Meatballs 2 Secret Life of Walter Mitty The Wolf Of Wall Street Hobbit: Desolation of Smaug 12 Years A Slave American Hustle Frozen 47 Ronin Lone Survivor Anchorman 2 Ný 1 3 2 Ný 5 4 Ný 6 8 1 3 4 4 1 2 6 1 2 5 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 Teiknimyndin Skýjað með kjötboll- um á köflum 2 er sú sem mestum miðasölutekjum skilaði yfir helgina af þeim myndum sem sýndar eru í kvikmyndahúsum landsins. The Secret Life of Walter Mitty, kvik- mynd Bens Stiller, víkur úr topp- sætinu en þar sat hann í tvær helg- ar í röð. Alls hafa tæplega 30 þúsund manns séð mynd Stillers. Best sótta myndin til þessa er Hob- bitinn, en á sl. fjórum vikum hafa rúmlega 67 þúsund manns séð hana, en fast á hæla henni kemur Frosinn sem rúmlega 43 þúsund manns hafa séð. Hross í oss, verð- launakvikmynd Benedikts Erlings- sonar, ratar í 17. sæti listans, en á sl. 21 viku hafa tæplega 14 þúsund manns barið myndina augum. Bíóaðsókn helgarinnar Kjötbollur eru málið Vinsæl Fjölskyldurnar hafa þyrpst á kjötbollumyndina um helgina. María Margrét Jóhannsdóttir mariamargret@mbl.is Um helgina fóru fram tvær verð- launaafhendingar vestanhafs og óhætt er að segja að óvissan hafi að vissu leyti aukist ef litið er til kom- andi Óskarsverðlaunahátíðar. Al- mennt er talið að verðlaunaafhend- ingar sem þessar gefi sterkar vísbendingar um hverjir hljóta síðan Óskarsverðlaunin. Nú virðast hins vegar skiptar skoðanir um val á bestu mynd ársins 2013. Kvikmynd- in American Hustle hlaut Screen Actors Guild (SAG) verðlaunin í flokki bestu mynda og tvær myndir urðu hlutskarpastar í þeim flokki á verðlaunahátíðinni Producers Guild Awards (PGA) eða Gravity og 12 Years a Slave en þetta er í fyrsta skipti í sögu verðlaunanna sem jafn- tefli verður. Vísbending um Óskarinn PGA verðlaunin þykja almennt nokkuð traust mælistika á vel- gengni mynda á Óskarsverðlauna- hátíðinni en í fyrra var Argo valin besta myndin á báðum stöðum. Jafnteflið hjá PGA í ár skapar því áhugaverða stöðu og eykur eft- irvæntingu eftir Óskarnum. Brad Pitt, leikari og einn framleiðenda 12 Years a Slave tók við verðlaunum á PGA verðlaununum og sló á létta strengi í ræðu sinni og sagðist ekki skilja af hverju hann væri að leiða hópinn því hann hefði sjálfur kosið Gravity. Minni óvissa ríkir um val á bestu leikurum en Cate Blanchett hrifsar til sín hverja styttuna á fætur ann- arri fyrir stórleik sinn í Woody Al- len myndinni Blue Jasmine. Hún er dálæti margra og kemur vel fyrir sig orði eins og heyra mátti á SAG verðlaunaafhendingunni en þá gerði hún gys að því að hún hefði aðeins 29 sekúndur til þess að halda ræðu á meðan Matthew McConaughey fór um víðan völl í sinni þakkarræðu og talaði meðal annars um Neptún- us. Önnur sigurstrangleg leikkona er Lupita Nyong’o fyrir besta leik í aukahlutverki í myndinni 12 Years a Slave en hún etur kappi við Jennifer Lawrence í American Hustle. McConaughey sigurstranglegur Matthew McConaughey hlaut SAG verðlaunin fyrir besta leik í að- alhlutverki en hann hlaut einnig Gyllta hnöttinn á dögunum og þykir því mjög sigurstranglegur á kom- andi Óskarsverðlaunahátíð. Athygli vakti að Leonardo DiCaprio var ekki tilnefndur fyrir leik sinn í The Wolf of Wall Street en það gæti ver- ið vegna skilafrests tilnefninga sem SAG setur á meðlimi samtakanna en hann þykir með fyrra fallinu og myndin seint á ferðinni. Þá þótti það óvænt að sjá Jared Leto hreppa SAG-verðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki í myndinni Dallas Bu- yers Club. Sérfræðingar eru sammála um að þegar öllu er á botninn hvolft þá sé allt í lausu lofti hvað varðar Ósk- arinn eftirsótta og ljóst að búast megi við öflugu lokaátaki kynning- arherferða á næstu vikum.  Tvær myndir valdar bestar á PGA-verðlaununum AFP AFP Flottur Michael Douglas fékk verð- laun fyrir túlkun sína á Liberace. SAG verðlaunin Besta myndin – American Hustle Besti leikarinn – Matthew McConaughey Besta leikkonan – Cate Blanchett Besti leikari í aukahlutverki Jared Leto Besta leikkona í aukahlutverki Lupita Nyong’o Besti leikarinn í sjónvarpsmynd Michael Douglas (Behind the Candelabra) Besta leikkonan í sjónvarpsmynd Helen Mirren (Phil Spector) PGA-verðlaunin Besta myndin – Gravity og 12 Years a Slave (jafntefli). Besta sjónvarpsmyndin – Behind the Candelabra Besta teiknimyndin – Frozen Besti dramatíski sjónvarpsþátturinn Breaking Bad Besti spjallþátturinn The Colbert Report Besti gamanþátturinn Modern Family Besta heimildarmyndin We Steal Secrets: The Story of Wikileaks Þrjár myndir bestar VERÐLAUN SEM VEITT VORU UM HELGINA Ánægður Matthew McCo- naughey var valinn besti leikarinn í aðalhlutverki á SAG-hátíðinni fyrir leik sinn í Dallas Buyers Club. Á sandölum Mörgum þótti Emma Thompson vera snið- gengin á hátíðum und- anfarið. Bleik Cate Blanchett í kjól frá Givenchy. Gullfalleg Lupita Nyong’o bar af á hátíð- inni. Hún klæddist túr- kísbláum kjól frá Gucci. Óvissan um Óskarinn sjaldan meiri

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.