Morgunblaðið - 21.01.2014, Qupperneq 44

Morgunblaðið - 21.01.2014, Qupperneq 44
ÞRIÐJUDAGUR 21. JANÚAR 21. DAGUR ÁRSINS 2014 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 425 ÁSKRIFT 4680 HELGARÁSKRIFT 2900 PDF Á MBL.IS 4470 I-PAD ÁSKRIFT 4470 1. Naumur sigur á Makedóníumönnum 2. Skömmin á röngum stað 3. Nauðganir og morð daglegt brauð 4. 40 kíló fokin »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Nicolaus Schafhausen, virtur safn- stjóri Kunsthalle Wien í Austurríki, flytur í kvöld kl. 20 fyrirlestur í Hafn- arhúsinu um samtímamyndlist og leitast við að svara mikilvægum spurningum um hana. Schafhausen hefur í tvígang stýrt þátttöku Þjóð- verja á Feneyjatvíæringnum. Hvað sameinar sam- tímalist liðinna ára?  Saxófónleik- arinn Steinar Sig- urðsson leiðir kvartett sinn á tónleikum á KEX Hostel við Skúla- götu í kvöld. Á efnisskránni er fönkað popp og djass eftir ýmsa listamenn. Kvartettinn skipa, auk Steinars, gítarsnillingurinn Guð- mundur Pétursson, Pétur Sigurðsson og Þorvaldur Þór Þorvaldsson. Fönkað popp og djass saxófónkvartettsins  Magnús Þorkell Bernharðsson, pró- fessor í nútímasögu Mið-Austur- landa, mun í kvöld kl. 20 halda fyr- irlestur í Norræna húsinu sem hann kallar „Vorboða ar- abíska vorsins. Hvað vissum við og hvað vissum við ekki?“ Að er- indinu loknu verða pallborðsumræður með þátttöku fleiri sér- fræðinga. Fjallar um vorboða arabíska vorsins Á miðvikudag Suðaustlæg átt 3-8 m/s og skúrir við suður og austurströndina. Suðvestan 5-10 m/s undir kvöld á Suður- og Vesturlandi og slydda eða snjókoma. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Austlæg átt 8-15 m/s með rign- ingu víða um land. Talsverð úrkoma á Austur- og Suð- austurlandi. Hiti 1 til 7 stig, mildast syðst. VEÐUR „Með þessu tek ég ansi stórt stökk upp á við. Ég hef hins veg- ar öðlast góða reynslu sem þjálfari hjá Bregenz og tel það góðan grunn fyrir verðandi starf sem er mjög spennandi en er um leið krefjandi. Það er ekki spurning að ég naut góðs af því þegar ég var ráðinn að kollegar mínir frá Íslandi hafa gert frá- bæra hluti í þýsku deildinni,“ segir Geir Sveinsson sem hefur verið ráðinn þjálfari þýska hand- boltaliðsins Magdeburg. »4 Tek ansi stórt stökk upp á við Áhugafólk um júdó fær heldur betur eitthvað fyrir sinn snúð á laugardag- inn en þá fer fram geysilega öflug júdókeppni í tengslum við Alþjóða- Reykjavíkurleikana. „Við erum að fá menn hingað á mótið sem við áttum alls ekki von á að fá og ég held að ég geti fullyrt að þetta verður sterkasta júdómót sem hald- ið hefur verið hér á landi,“ segir Bjarni Friðriks- son. »4 Sterkasta júdómót sem hér hefur verið haldið Ari Freyr Skúlason verður fyrirliði ís- lenska landsliðsins í knattspyrnu í fyrsta skipti þegar það mætir Svíum í vináttulandsleik í Abu Dhabi í dag. Hann er einn af aðeins þremur fastamönnum liðsins á síðasta ári sem taka þátt í leiknum en fimm ný- liðar eru í hópnum og nokkrir til við- bótar eiga örfáa landsleiki að baki. »2 Ari Freyr fyrirliði gegn Svíunum í dag ÍÞRÓTTIR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is „Þetta var mjög gaman og ferðin gekk sérlega vel,“ segir Erla Þórdís Traustadóttir um fyrstu ferðina á vegum nýs fyrirtækis, Fjallhalla Ad- ventures, sem hún hefur komið á laggirnar með ferðir erlendra skipti- nema um landið fyrst og fremst í huga. Erla útskrifast í ferðamálafræði við Háskóla Íslands í vor. Hún segir að hugmyndin að fyrirtækinu hafi orðið til hjá sér í tengslum við göngu- hóp, sem hún sá um í HÍ. „Ég sá að þörf var fyrir einhvern til þess að sinna skiptinemum,“ segir hún. „Þeir eru ekki aðeins margir heldur hafa mikinn áhuga á að kynnast landinu og miklu máli skiptir að þeir geri það í öruggu umhverfi.“ Hugmyndin varð að veruleika og fyrr en varði varð Erla að fá aðstoð- arfólk. „Ég sá fljótt að ég þurfti hjálp og það hefur gengið vel en enn sem komið er er ég bara með fyrirtækið innan gæsalappa á fésbókinni, vinn við að setja upp heimasíðu og sæki um styrki eins og til dæmis Gulleggið, styrk í nýsköpunarkeppni Háskólans, til þess að geta gert allt rétt.“ Hagkvæmni og öryggi Erla fór með fyrsta hópinn á Esj- una í fyrradag. „Þetta voru 44 manns, sem fóru í strætó að Esjunni, rétt svo komust fyrir og vöktu mikla kátínu,“ segir hún og áréttar að lagt sé upp úr því að hafa ferðirnar sem hagkvæmastar. Hún bætir við að í erfiðari ferðum eins og til dæmis jöklaferðum verði farið með stærri fyrirtækjum eins og Extreme Iceland, þar sem hún vinnur, til þess að tryggja að allt verði eins og best og öruggast verði á kosið. „Ég hef verið í fjallgöngum alla ævi,“ segir Erla um áhugann á ferð- um um landið. Hún segir mikilvægt að undirbúa skiptinemana vel fyrir ferðirnar og því bjóði hún líka upp á námskeið, þar sem farið verði yfir nauðsynlegan búnað og fleira, en fyrsta námskeiðið verður um miðjan febrúar. Nafn fyrirtækisins vísar annars vegar í Valhöll og norræna goðafræði og hins vegar í söguna af Höllu og Fjalla-Eyvindi. „Ég vildi að nafnið vísaði í Ísland og söguna,“ segir frum- kvöðullinn. „Við förum með í ferð- irnar og aðalatriðið er að allir skemmti sér vel.“ Í strætó í fyrstu ferð á Esjuna  Skipuleggur ferðir um Ísland fyrir erlenda skiptinema  Óplægður akur Skiptinemar Fyrsti hópur Fjallhalla Adventures á Esjunni. Þátttakendur kynntust vel í ferðinni og næst er það skíðaferð til Ísafjarðar í febrúar. Erla Þórdís Traustadóttir hefur fengið marga í lið með sér. Quin- ten Verdonck, Elísabet Pálma- dóttir og Hákon Broder Lund vinna náið með henni, Kolbrún Dóra Snorradóttir sér um bók- haldið, Jessie Kinglan og Kjartan Þór Kjartansson eru vefhönnuðir og Ingi Hilmar Thor- oddsen sér um ein- staka viðburði. Perla Magnúsdóttir var henni til að- stoðar í fyrstu ferð- inni nú um helgina. Margir Erlu til aðstoðar FJALLHALLA ADVENTURERS Ljósmynd/Simone Holl Erla Þórdís Traustadóttir VEÐUR » 8 www.mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.