Morgunblaðið - Sunnudagur - 05.01.2014, Page 32

Morgunblaðið - Sunnudagur - 05.01.2014, Page 32
É g ákvað að nota tækifærið og bjóða gamla bekknum úr Listaháskóla Íslands í heimboð. Við útskrifuðumst sem sagt öll saman nú í vor sem vöruhönnuðir, að utanskildum James kær- asta mínum sem er vefsíðuhönnuður,“ segir Elín Bríta Sig- valdadóttir, vöruhönnuður og húsfreyja í Vesturbæ Reykjavíkur. Elín Bríta skipulagði matseðilinn með hátíðartilefni í huga en lang- aði samt að bjóða upp á þriggja rétta máltíð sem væri ekki of þung í maga. Í forrétt var hún með fallegt og bragðgott „caprese“ salat með mozzarella, tómötum og basilíku, í aðalrétt salat með balsamgljáðum rauðrófum, halloumiosti og andabringum og eftirrétturinn var afar mikið öðruvísi og yfirbragð hans kom gestum skemmtilega á óvart. „Maturinn rann ljúflega niður og þeim fannst salatið spennandi og öðruvísi. Salatið er uppskrift sem ég bjó til sjálf og hef notað nokkuð oft við sérstök tilefni. Loksins er hægt að fjárfesta í halloumiosti á Íslandi, en það var fyrst hægt fyrir tæpu ári.“ Elín Bríta hefur alltaf verið afar dugleg við að fá gesti í matarboð og þykir skemmtilegt að vera í hlutverki gestgjafans. „Ég hreinlega elska að elda, það er eitt aðaláhugamálið mitt og hefur verið lengi. Ég reyni alltaf að ögra sjálfri mér í eldhúsinu og prófa eitthvað nýtt og spennandi. Nýverið byrjaði ég einmitt að búa til mitt eigið pasta, ferskt pasta er svo milljón sinnum betra,“ segir Elín Bríta og bætir við að hún geri aldrei neitt úr pakka. Lykilatriðið að góðum mat sé að gera allt frá grunni. Hópurinn hittist á Kvisthaganum rétt áður en árið 2014 gekk í garð. Halluomiostur gerir mikið fyrir alls kyns kjötrétti, er bragðgóður og áferðarfallegur, og passar mjög vel með önd. SÍÐASTA MATARBOÐ ÁRSINS Gamli bekk- urinn í mat * „Maturinn rann ljúflega niður og þeim fannst salatiðspennandi og öðruvísi. Salatið er uppskrift sem ég bjótil sjálf og hef notað nokkuð oft við sérstök tilefni.“ GÓÐUR HÓPUR HITTIST Í VESTURBÆ REYKJAVÍKUR OG KOLFÉLL FYRIR ANDABRINGUSALATI ELÍNAR BRÍTU SIGVALDADÓTTUR VÖRUHÖNNUÐAR. Júlía Margrét Alexandersdóttir julia@mbl.is 32 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 5.1. 2014 Matur og drykkir 6-8 íslenskir tóm- atar 2-3 mozarellakúlur lófafylli af ferskri basilíku extra virgin ólífuolía eftir smekk salt og pipar eftir smekk Tómatar og mozzarellaostur skorin í þunnar sneiðar og raðað á disk. Ólífuolíu hellt yfir. Kryddað með salti og pipar. Caprese- salat

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.