Morgunblaðið - 10.02.2014, Side 1

Morgunblaðið - 10.02.2014, Side 1
Ljósmynd/Erling Sjaldgæfur Herfugl í heimsókn.  Fuglaáhugamenn fagna heim- sóknum sjaldséðra fugla til landsins og engir meira en karlarnir sem skipa 200 fugla hópinn. Þeir bein- línis safna fuglum og talsverð sam- keppni ríkir á milli þeirra um að hafa séð flestar tegundir og fengið þær skráðar og staðfestar af Flæk- ingsfuglanefnd. Nefndin fylgir verklagi og vinnureglum sem sett- ar hafa verið af samtökum evr- ópskra flækingsfuglanefnda. »6 Fagna heimsóknum sjaldgæfra fugla M Á N U D A G U R 1 0. F E B R Ú A R 2 0 1 4 Stofnað 1913  34. tölublað  102. árgangur  FÓR BARA SJÁLFKRAFA Í KARAKTER KERFISGALLI Í ÍSLENSKU EFNAHAGSLÍFI FER SÁTTUR HEIM EF HANN KEMST Í HÓP 50 EFSTU EIRÍKUR BERGMANN 34 SÆVAR BIRGISSON ÍÞRÓTTIR TILNEFNDUR TIL EDDU 10 Útlit er fyrir að minkaskinn selj- ist á um helmingi lægra verði en á síðasta sölu- tímabili. Um það komu vísbend- ingar á stærsta uppboði ársins hjá danska upp- boðshúsinu, sem byrjaði í gær. Á upphafsdegi uppboðsins var boðinn fram einn verðmætur litur. Högnaskinnin lækkuðu um 24-36% og læðuskinnin um þriðjung. Kemur þessi verðlækkun til viðbótar fjórð- ungs verðlækkun í desember. „Ef þetta verður niðurstaðan í hinum litunum eru það skýr skilaboð til þeirra sem ekki geta framleitt á þessu verði. Búast má við að umtals- verð lækkun verði á næstu dögum og vikum,“ segir Björn Halldórsson, formaður Sambands íslenskra loð- dýrabænda. Hann vísar til framleið- enda í löndum með lakari skinn og tekur fram að íslenskir minkabænd- ur standi betur og hafi búið sig undir verðlækkun. helgi@mbl.is Skinnin lækka um helming  Íslenskir bændur bjuggust við lækkun Umferð » 2,5% aukning varð á umferð um göngin á síðasta ári. Þá fóru 1.887 þúsund bílar í gegn. » Hámarki náði umferðin á árinu 2007 þegar 2.031 þús- und bílum var ekið um göngin. Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Ef umferðin um Hvalfjarðargöng eykst eins og hún gerði á síðasta ári verður þörf fyrir tvöföldun gang- anna á árunum 2018 til 2020. Stjórn- arformaður Spalar segir að nú sé rétti tíminn til að huga að fram- kvæmdum, ef áhugi sé á því að bregðast við aukningu með tvöföld- un. Spölur lýkur uppgreiðslu lána vegna Hvalfjarðarganga á árinu 2018 og upp úr því lýkur hlutverki fyrirtækisins. Stjórn félagsins er eigi að síður að fara yfir eldri áform um tvöföldun ganganna og reikna út hvort áframhaldandi innheimta á veggjaldi gæti staðið undir afborg- unum af lánum við ný göng. „Við er- um ekki búnir að skoða málið ofan í kjölinn en sýnist ágætar líkur á að veggjaldið færi langt með að duga. Auðvitað er þetta háð vilja stjórn- valda að halda áfram innheimtunni og um það þarf að ná pólitískri sátt,“ segir Gísli Gíslason stjórnarformað- ur. Hann reiknar með að nýjum út- reikningum verði komið til fulltrúa stjórnvalda á næstu vikum. Áætlað er að ný göng með öryggisgöngum yfir í eldri göngin kosti 8-9 milljarða króna. Rétt að huga að tvöföldun  Talin þörf á tvöföldum Hvalfjarðargöngum 2018 til 2020 vegna aukinnar umferðar og öryggis  Reiknað út hvort áframhaldandi veggjald myndi duga MÞörf á tvöföldun »8 Morgunblaðið/Árni Sæberg Veiðar Ekki er nóg að veiða makríl- inn, það þarf að koma honum í verð. Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Erfitt gæti verið að selja frystan markríl ef veiðar verða stórauknar á þessu ári. Það er mat Helga Antons Eiríkssonar, forstjóra Iceland Sea- food. Strandríkin veiddu um 900 þúsund tonn af makríl á síðasta ári sam- kvæmt samkomulagi og einhliða ákvörðunum en það var umtalsvert yfir ráðgjöf Alþjóðafiskveiðiráðsins. Ráðið leggur til að kvótinn í ár verði svipaður og veiðarnar í fyrra en sam- kvæmt fréttum hafa Norðmenn lagt áherslu á það í viðræðum um stjórn- un makrílveiða að veiðarnar verði stórauknar, að minnsta kosti upp í 1,3 milljónir tonna. Tekur tíma að finna markaði Helgi vekur athygli á því að mak- rílframleiðslan sé mest seld til fárra og viðkvæmra markaða. Jafnvægi hafi verið á milli framboðs og eft- irspurnar. „Markaðurinn verður þyngri ef framboðið eykst um 30- 40% og leiða má líkur að því að þrýstingur myndist á verðið.“ Tekur Helgi fram að það tíðkist að kaupendur og seljendur geri áætl- anir um væntanlega sölu og vinni út frá þeim. Ef það verði í farvatninu í vor að kvóti verði stóraukinn sé ekki við því að búast að kaupendur verði tilbúnir að binda sig snemma á ver- tíðinni. „Það þarf að finna nýja markaði. Það mun takast en tekur lengri tíma. Makríll er vertíðarfiskur og því koma fljótt upp vandamál með geymslurými ef kaupendur halda að sér höndum,“ segir Helgi. Erfitt að selja aukinn makrílafla  Stóraukning makrílkvóta gæti raskað markaðnum  Kaupendur binda sig síður Áhorfendur risu úr sætum og fögnuðu innilega þegar lokasýningu Mary Poppins lauk í gær. Alls komu 73.500 gestir á sýningarnar 138 og sam- kvæmt upplýsingum úr leikhúsinu er sýningin vinsælasta sýning LR frá upphafi. Baksviðs mátti bæði sjá bros og tár. Leikhúsgestir kvöddu ekki bara Mary Poppins heldur einnig Aðalheiði Jó- hannesdóttir, leikmunavörð, sem byrjaði í leik- húsinu 17 ára og lætur nú af störfum eftir 52 ár. Kvatt með brosi og tárum Morgunblaðið/Eggert Mary Poppins og Heiða kveðja Borgarleikhúsið  Mikill meirihluti sveitarfélaga lands- ins, 58 af 74, leggur á hámarksútsvar í ár. Þar af eru átta af tólf stærstu sveitarfélögum landsins. Reykja- víkurborg er í þeim hópi. Hámarksútsvar er 14,52% og hækkaði um 0,04% um áramót. Ekki er leyfilegt að leggja á lægra hlutfall en 12,44%. Aðeins tvö sveit- arfélög nýta sér þá heimild. »12-13 Flest leggja á hámarksútsvar

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.