Morgunblaðið - 10.02.2014, Side 8

Morgunblaðið - 10.02.2014, Side 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 10. FEBRÚAR 2014 Nóg járn ámeðgöngu Hvernig er best að viðhalda járnþörf líkamans eðlilegri? Ef þú þjáist af járnskorti ámeðgöngu þá þarftu að borðamikið af járnríkummat til að leiðrétta það. Mörgumófrískum konumfinnst erfitt að borða það magn semþarf til að hækka og viðhalda járnbirgð- um líkamans. Þá þurfa þær önnur ráð, Floradix hágæða járnbætandi blanda getur hjálpað til að ná upp járnbirgðum líkamans hratt. Floradix inniheldur járn sem frásogast auðveldlega í líkamanumásamt C-vítamíni, ávaxta- og jurtaþykkni til að bæta enná upptökuna. Þessar sérstöku blöndur innihaldamýkjandi jurtir sem hjálpa til að haldameltingunni góðri og koma í veg fyrir harðlífi sem járntöflur geta valdið. Mikilvægt er að nýbakaðarmæður haldi áfram að taka Floradix eftir fæðingu til að viðhalda góðum járnbúskap og byggja upp orku og kraft. Því litla barnið þarfnast þess að eigamömmu semer full af orku og áhuga. Fæst í apótekum og heilsuvöruverslunum. Þátttakan í flokksvali Samfylking-arinnar hlýtur að vera for- ystumönnum flokksins vonbrigði. Að- eins rúmlega 1.700 greiddu atkvæði, eða 31% þeirra sem þess áttu kost, þrátt fyrir að hafa til þess tvo daga og þrátt fyrir að mega kjósa hvar sem er í veröldinni.    En vonbrigðinvoru fleiri. Skúli Helgason, sem féll nýlega af þingi, fékk ekki þann stuðning sem hann hafði vonast eftir og varð að gera sér fimmta sætið að góðu.    Skúli hugsar að eigin sögn sinngang eftir úrslitin enda ólíklegt að listi merktur Samfylkingunni fái fimm fulltrúa. Nú er listinn með þrjá menn í borgarstjórn og nýleg skoð- anakönnun Félagsvísindastofnunar fyrir Morgunblaðið gaf fjóra fulltrúa.    En Skúli er kannski líka að „hugsasinn gang“ vegna þess að for- dæmi eru fyrir því hjá Samfylking- unni í borgarstjórn að slíkar vanga- veltur skili töluverðum árangri.    Fyrir fjórum árum hugsaði Hjálm-ar Sveinsson sinn gang og fékk að launum að reglum um starfskjör fyrsta varaborgarfulltrúa var breytt.    Launin voru hækkuð til að Hjálm-ar sætti sig við niðurstöðu kosn- inganna og hvers vegna skyldi Sam- fylkingin ekki gera það sama fyrir Skúla?    Skúli á ekkert síður skilið enHjálmar að launakjörum sé breytt hjá borginni þegar honum gengur illa í kosningum. Skúli Helgason Skúli er hugsi eins og Hjálmar STAKSTEINAR Hjálmar Sveinsson Veður víða um heim 9.2., kl. 18.00 Reykjavík 1 léttskýjað Bolungarvík -1 skýjað Akureyri 1 alskýjað Nuuk -7 léttskýjað Þórshöfn 6 alskýjað Ósló 2 skúrir Kaupmannahöfn 5 léttskýjað Stokkhólmur 2 alskýjað Helsinki 2 skýjað Lúxemborg 3 léttskýjað Brussel 6 léttskýjað Dublin 5 léttskýjað Glasgow 6 skúrir London 7 skúrir París 7 léttskýjað Amsterdam 7 skýjað Hamborg 6 skúrir Berlín 7 léttskýjað Vín 4 skúrir Moskva 0 snjókoma Algarve 16 skýjað Madríd 5 skúrir Barcelona 12 léttskýjað Mallorca 13 léttskýjað Róm 12 heiðskírt Aþena 15 skýjað Winnipeg -28 léttskýjað Montreal -10 léttskýjað New York -3 heiðskírt Chicago -11 léttskýjað Orlando 17 heiðskírt Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 10. febrúar Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 9:40 17:45 ÍSAFJÖRÐUR 9:57 17:38 SIGLUFJÖRÐUR 9:40 17:20 DJÚPIVOGUR 9:12 17:12 Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Umferð jókst á ný um Hvalfjarðargöng á síðasta ári eftir að hafa dregist verulega saman frá hruni. Stjórn gangafélagsins Spalar telur þörf á að tvö- falda göngin á næstu árum og að þau komist í gagnið eftir 4-5 ár. Umferð um Hvalfjarðargöng jókst mjög fram að hruni, mörg árin var 10-14% árleg aukning umferðar. Með sama áframhaldi töldu forsvars- menn Spalar ehf. sem byggði göngin og rekur að fljótt yrði þörf á endurbótum til að anna umferð og fullnægja öryggiskröfum. Það var talið skyn- samlegast að gera með því að grafa önnur göng við hliðina á núverandi göngum og hafa þannig tvær akreinar í hvora átt. Núverandi göng upp- fylla reglugerðir um öryggismál en talið er að besta öryggi verði ekki náð nema með tvennum göngum þar sem umferðin suður og norður er að- skilin. Á tíu ára afmæli ganganna, á árinu 2008, af- henti stjórn félagsins þáverandi samgönguráð- herra gögn um þær undirbún- ingsrannsóknir og hagkvæmni- athuganir sem gerðar höfðu verið. Á árinu 2007 náði umferðin hámarki. Þá fóru rúmar 2 millj- ónir bíla um göngin. Svarar það til þess að 5.563 bílar hafi farið um göngin á hverjum sól- arhring. Eftir hrun minnkaði umferð- in verulega og var komin niður í 1,8 milljónir bíla árið 2012. Á síðasta ári varð hins vegar 2,5% aukning og þá fóru 1.886 þúsund bílar í gegn. Verkefninu lýkur 2018 Gísli Gíslason, stjórnarformaður Spalar, segir að málið hafi verið lagt í hendur ríkisvaldsins á sínum tíma. Eigi að síður hefur stjórn fyrirtæk- isins tekið málið upp að nýju og er að láta reikna út hvort áframhaldandi innheimta á veggjaldi gæti staðið undir afborgunum af lánum við ný göng. Verða þau afhent stjórnvöldum á næstu vik- um svo þau geti ákveðið framhaldið. Samið er um að Spölur ljúki innheimtu veggjalda þegar uppgreiðslu lána vegna fram- kvæmdarinnar lýkur. Það verður síðla árs 2018. Að óbreyttu verður gjaldskýlinu því lokað undir lok þess árs eða í byrjun árs 2019. Gísli tekur fram að Spölur einbeiti sér að því verkefni. Talið hefur verið að Hvalfjarðargöngin geti bor- ið allt að 7 þúsund bíla umferð á sólarhring að meðaltali. Á síðasta ári var umferðin 5.169 bílar á dag. Gísli vekur athygli á því hvað árstíðasveiflur eru miklar. Þannig hafi meðalumferðin í júlí í fyrra verið 7.648 bílar. Telur hann því að til að anna umferðinni á öruggan hátt yfir hásumarið geti orðið þörf fyrir tvöföldun ganganna þegar umferðin nálgast 6 þúsund bíla að meðaltali yfir árið. Það gæti orðið á árunum 2018 til 2020. Það taki hálft annað ár að undirbúa framkvæmdir og tvö ár að grafa svo tímabært sé að huga að málinu. Hann bætir því við að með aukinni umferð verði nauðsynlegt að bæta veginn um Kjalarnesið sam- hliða og gera umferðina þar öruggari. Þörf á tvöföldun ganganna  Umferð um Hvalfjarðargöng eykst á ný  Tímabært að undirbúa framkvæmdir Gísli Gíslason

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.