Morgunblaðið - 10.02.2014, Page 11

Morgunblaðið - 10.02.2014, Page 11
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 10. FEBRÚAR 2014 Ljósmynd/Gunnar Auðunn Jóhannsson Hvalfjörður Ágúst Örn B. Wigum og Einar Jóhann Valsson í hlutverkum bræðranna í stuttmyndinni Hvalfirði. Þjóðleikhúsinu aðeins sjö ára gam- all, í Macbeth og núna í Óvitum. Aðspurður hvort erfitt hafi ver- ið að fara úr karakter að tökum loknum á Hvalfirði segir hann að það hafi ekki verið neitt mál. Hann hafi strax orðið hann sjálfur á ný. Ágúst Örn segir eina af loka- senunum hafa verið skemmtilegasta í þessum tökum. Um er að ræða há- dramatískt atriði sem best er þó að ljóstra engu upp um af tillitssemi við þá sem ekki hafa séð myndina. „Það var rosalega skemmtilegt en samt mjög erfitt og svolítið vont,“ segir hann. „Það atriði var eiginlega bæði skemmtilegast og erfiðast.“ Erfitt að vera alvarlegur Það hlýtur margt að vera snúið við leik í slíkri mynd en Ágúst Örn virðist að öllu leyti ánægður með þessa lífsreynslu. „Það var reyndar svolítið erfitt að vera svona alvarlegur,“ segir Ágúst Örn sem segist ekki vera eins alvarlegur dags daglega og í stutt- myndinni. Alla jafna spilar hann körfu- bolta samhliða náminu í Austurbæj- arskóla. Hann segir að krökkunum í skólanum hafi fundist flott að hann léki í Hvalfirði og fengið viðbrögð frá þeim þegar hann var tilnefndur til verðlauna fyrir bestan leik í aðal- hlutverki. „Þau urðu mjög hissa og bara óskuðu mér til hamingju,“ segir hann. Ágúst á sér fjölmörg áhugamál til viðbótar við körfuboltann og leik- listina. „Ég var líka á hjólabretti en er hættur því. Ég veit ekki af hverju. En annars er ég bara með vinum og svoleiðis,“ segir leikarinn ungi, Ágúst Örn B. Wigum myndi ekki hugsa sig tvisvar um ef honum byð- ist að leika í annarri styttmynd og gæti vel hugsað sér að halda sig við leiklistina í framtíðinni. Leikstjóri stuttmyndarinnar Hvalfjarðar heitir Guð- mundur Arnar Guðmundsson. Hann er tilnefndur til Edduverðlaunanna fyrir leikstjórn myndarinnar. Hann fæddist í Reykjavík árið 1982 og hefur fengið ýmis verðlaun fyrir þau verk sem hann hefur ráðist í. Má þar einna helst nefna Hvalfjörð en nýjasta mynd hans í fullri lengd, Hjartasteinn, hlaut War- nier Posta-verðlaunin á NPP-samframleiðslu- markaði í Hollandi á vegum Kvikmyndahátíðar Hol- lands. Auk þess hefur hann leikstýrt fleiri stutt- myndum eins og myndunum Ártún og Þröng sýn. Ungur og efnilegur VELGENGNI HVALFJARÐAR Guðmundur Arnar Guðmundsson Félagsfælni er kvíði í fé-lagslegum aðstæðum.Óþægilegt er að halda uppi samræðum og tala við aðra, einkum þá sem maður þekkir lítið. Sumir fá hnút í magann við tilhugsunina eina um að athyglin beinist að þeim. Fólk er ofurmeðvitað um sjálft sig og finnur sig vanmáttugt. Athyglin er oft á líkamlegum einkennum kvíð- ans eins og svita og skjálfta. Ótti um að aðrir taki eftir þeim. Dæmigerður hugarheimur ein- kennist af niðurrifi: „Ég veit aldrei hvað ég á að segja“ – „Þeim finnst ég glataður“ – „Ég klúðra þessu pott- þétt“ – „Ég má alls ekki … ég verð að …“ Algengt er að forðast aðstæður eða koma sér upp einhvers konar vörnum: „Ég verð helst að hafa ein- hvern með mér, fer ekki í partí nema með vini mínum og er bara með hon- um. Stundum reyni ég líka að vera búinn að drekka áður. Ég forðast augnsamband, reyni að gefa hinum ekki færi á að tala við mig. Ef ég gerði ekki þessar ráðstafanir færi allt í klessu.“ Félagsfælni er meira en bara feimni og getur verið mjög haml- andi; kvíðinn er úr hlutfalli við eðli aðstæðnanna. Sá sem er tilbúinn að horfast í augu við vandann og leita sér hjálp- ar er kominn þónokkuð áleiðis. Það er kvíðavekjandi að bíða á biðstof- unni. Ekki er óalgengt að afboða eða skrópa í fyrsta viðtali – húrra fyrir því að panta annað og mæta! Við- komandi er nú þegar byrjaður að ögra sér og vinna með kvíðann í stað þess að lúffa og líta undan. Hann á hrós skilið og getur óskað sér til hamingju með að vera lagður í’ann eftir batabrautinni. Á þeirri vegferð lærum við um okkur sjálf; hvernig vandinn þróað- ist, hvert eðli kvíðans er. Við lærum að meta kvíðann og virða og skilja að hann er stundum gagnlegur. Áttum okkur á að þetta snýst ekkert um aumingjaskap. Tileinkum okkur að- ferðir sem í raun vinna á kvíðanum, í stað skammgóðu aðferðarinnar að forðast kvíðavekjandi aðstæður; gott smástund en verra seinna. Við lærum að vinna með hugsanir okkar, líðan, viðbrögð. „Ég fór að taka eftir hvað ég var sjálfmiðaður; athyglin var á minni líðan, mínum einkennum og áhyggj- um af því hvað öðrum fyndist um mig – en var ekki eins líklegt að þeir væru með áhyggjur af því hvað ég hugsaði um þá? Nú eða bara að hugsa um eitthvað allt annað!“ „Ég fór að taka fókusinnn af sjálfum mér og ekki vera með „minnimáttar- kennd“, ekki heldur „meirimátt- arkennd“ (nýyrði?!), því það er jú bara „hroki“ og jafnmikil sjálfmiðun. Ég vildi bara setja mig á sama stað og hver annar. Við mannfólkið erum ólík, sumir meira þetta og aðrir meira hitt. Við erum fjölbreytileg og alls konar, en jafngild. Ég fór að hafa meiri áhuga á öðru fólki og þora að leyfa öðrum að kynnast mér. Í stað hugsana á borð við „ég þori ekki, get ekki“ fór ég að geta sagt við mig: „ég þori, vil og get“ … gott ég er byrjaður … mér gengur betur og betur að … gaman að kynn- ast …“ Hugsaðu þér að þú getir eða hugs- aðu þér að þú getir ekki. Í báðum til- fellum hefur þú rétt fyrir þér, stend- ur einhvers staðar. Við ráðum oft ekki aðstæðum okk- ar en heilmiklu um hvernig við bregðumst við þeim. „Ég held ég verði bara heima“ Heilsupistill Heiðdís Sigurðardóttir sálfræðingur Morgunblaðið/Ómar Maður er manns gaman Allir eiga að geta notið þess að hafa samskipti.  Heilsustöðin sálfræði- og ráðgjafarþjón- usta, Skeifunni 11a. www.heilsustodin.is. Skannaðu kóðann til að sjá stiklu myndarinnar

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.