Morgunblaðið - 10.02.2014, Síða 13

Morgunblaðið - 10.02.2014, Síða 13
Útsvar er mikilvægasti tekjustofn sveitar- félaganna. Þorri sveitarfélaga notast við leyfilegt hámark sem er 14,52% á árinu 2014. Aðeins tvö lítil sveitarfélög bjóða upp á lágmarksútsvar sem er 12,44%. Tvö stór sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu eru undir hámarki, Garðabær og Seltjarnarnes, með 13,70%. Forystumenn sveitarfélaganna segja að frekari lækkun útsvars kalli á að ríkið útvegi þeim aðra tekjustofna. Annars geti þau ekki staðið undir nauðsynlegum útgjöldum. SVEITARSTJÓRNARKOSNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 10. FEBRÚAR 2014 TVÖFALDUR STURTUBARKI 150 CM 1.290 kr. Verð áður 1.910 kr. EMOTION sturtuhaus 10 cm 2.990 kr. Verð áður 3.990 kr. ONDA handsturtuhaus 1.790 kr. Verð áður 2.490 kr. SKINNY handsturtuhaus 1.490 kr. Verð áður 1.990 kr. FONTE handsturtuhaus 790 kr. Verð áður 1.089 kr. MORA CERA handlaugartæki 14.900 kr. Verð áður 19.900 kr. MORA CERA sturtusett með blöndunartækjum 48.600 kr. Verð áður 64.900 kr. ÞORRATILBOÐ 7. til 15. FEBRÚAR 2014 Allt að 30% afsláttur af völdum vörum SPHINX Upphengt salerni GEBERIT innbyggður salerniskassi DELTA 20 þrýstispjald 49.990 kr. Verð áður 53.000 kr. Seta fylgir með MORA CERA sturtutæki T4 m.niðurstút 20.700 kr. Verð áður 27.600 kr. SPRING sturtuhaus 20 cm 6.900 kr. Verð áður 9.450 kr. Smiðjuvegi 76 • Kópavogi • Sími 414 1000 • tengi@tengi.is Baldursnesi 6 • Akureyri • Sími 414 1050 • www.tengi.is Opið virka daga frá kl. 8-18 og laugardaga kl. 10-15 Gæði, þjónusta, ábyrgð – það er Tengi „Mér líst vel á það,“ sagði Ásgerður Halldórsdóttir, bæjarstjóri á Sel- tjarnarnesi, þegar hún var spurð um afstöðu sína til áforma ríkisstjórn- arinnar um að afnema lágmarks- útsvar sveitarfélaganna. Seltjarn- arnes er meðal þeirra sveitarfélaga sem hafa lægst útsvar. Lágmarkið hækkaði útsvarið Fyrirheitið er að finna í stjórn- arsáttmála ríkisstjórnarflokkanna. Hugmyndin er upphaflega komin frá nokkrum þingmönnum Sjálfstæð- isflokksins sem lögðu þetta til í laga- frumvarpi í lok árs 2012. Í grein- argerð með frumvarpinu var bent á að lágmarksútsvarið hafi verið tekið upp í lög árið 1993 og í framhaldinu hafi það leitt til verulegrar hækkunar á útsvari ákveðinna sveitarfélaga. Þá segir að standi vilji sveitarfélaga til þess að lækka útsvar eigi löggjafinn ekki að standa í vegi fyrir því. Finna þarf aðrar tekjur Viðbrögð sveitarstjórnarmanna við þessum hugmyndum hafa verið misjöfn. Flestir hafa sagt að ekkert svigrúm sé til frekari útsvarslækk- ana þannig að niðurfellingin myndi ekki hafa nein bein áhrif. „Hitt er annað mál að staða sveit- arfélaganna til að bjóða upp á lægra útsvar en núverandi lágmark er þröng án þess að aðrir tekjustofnar komi til sögunnar,“ sagði Ásgerður Halldórsdóttir. Hún sagði að Sel- tjarnarnes gæti ekki lækkað út- svarið frekar, a.m.k. ekki næstu tvö til þrjú árin, nema sveitarfélagið fengi aðrar tekjur til að standa undir útgjöldum. Ásgerður kvaðst vera hlynnt því að sveitarfélögin hefðu leyfi til að lækka eða fella niður fasteigna- skatta eins og Hanna Birna Krist- jánsdóttir innanríkisráðherra, sem fer með málefni sveitarfélaganna, hefur boðað. En þar væri sama uppi á teningnum. Ekki væri grundvöllur fyrir lækkun eða niðurfellingu án annarra tekjustofna. Júlíus Vífill hlynntur Júlíus Vífill Ingvarsson, oddviti borgarstjórnarflokks sjálfstæð- ismanna, kvaðst í samtali við Morg- unblaðið hlynntur því að afnema lág- marksútsvarið. Einnig að sveitar- félögin hefðu leyfi til að lækka eða fella niður fasteignaskatta. Hann sagðist ekki sjá þörf á takmörkunum á þessu sviði. Júlíus taldi að stuðn- ingur væri við þessi áform rík- isstjórnarinnar meðal borgarfulltrúa flokksins. Ekki hefði þó verið mótuð formleg stefna í þessu efni. Valdið til sveitarfélaganna Á aðalfundi Samtaka sveitarfé- laga á höfuðborgarsvæðinu í október sagði Hanna Birna Kristjánsdóttir að í samræmi við stjórnarsáttmál- anna væri í undirbúningi laga- frumvarp um afnám lágmarksútsv- ars. Það væri liður í því að færa valdið í ríkari mæli til sveitarfélag- anna. Mætti huga að fleiri slíkum breytingum á næstu árum. Frumvarpið hefur enn ekki séð dagsins ljós. Ekki náðist í ráðherra til að fá fregnir af því hvenær það kæmi fram.  Niðurfelling lágmarksútsvars leiðir ekki sjálfkrafa til lækkunar útsvars Júlíus Vífill Ingvarsson Ásgerður Halldórsdóttir Finna verður aðrar tekjur í staðinn Útsvar Sveitarstjórnarmenn segja að sveitarfélögin verði að fá aðra tekju- stofna ef hægt á að vera að lækka útsvar niður fyrir núverandi lágmark.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.