Morgunblaðið - 10.02.2014, Side 16

Morgunblaðið - 10.02.2014, Side 16
16 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 10. FEBRÚAR 2014 Hönnunarverðlaun 2013 (húsgagnaflokki) Gylfaflöt 16-18 •112 Reykjavik • Sími 553 5200 • solo.is Aria borð Nýja Aría borðalínan fékk Hönnunarverðlaun FHI 2013 í húsgagnaflokki. Borðin eru fáanleg í mismunandi stærðum og útfærslum. Verð frá kr. 91.000 Hönnuður: Sturla Már Jónsson ALLT á einum stað! Lágmarks biðtími www.bilaattan.is Dekkjaverkstæði Varahlutir Bílaverkstæði Smurstöð Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is Íranar og fulltrúar Alþjóðakjarn- orkumálastofnunarinnar IAEA samþykktu í gær „sjö hagnýt skref“ í átt að varanlegu samkomu- lagi um kjarnorkuáætlun Írans. Samkomulagið í gær er hluti af því ferli sem samþykkt var í nóvember síðastliðnum á milli Írans og 5+1 hópsins svonefnda. Íranskir emb- ættismenn tóku fram í gær að Parchin-herstöðin myndi ekki vera opnuð fyrir eftirlitsmönnum IAEA, en sterkur grunur hefur leikið á að þar hafi verið gerðar tilraunir til þróunar kjarnorkuvopna. Samkvæmt samkomulaginu hafa eftirlitsmenn kjarnorkumálastofn- unarinnar til 15. maí næstkomandi til þess að heimsækja undir eftirliti nokkra staði í Íran þar sem unnið er að nýtingu kjarnorku. Þar á meðal eru úrannámur og verk- smiðja í Ardakan þar sem úran- oxíði er breytt í svonefnda gul- köku, úran sem ekki hefur verið auðgað. Ísraelar fordæmdu í gær ákvörð- un Írana um að senda herskip til „Hagnýt“ skref stigin  Parchin-herstöðin verður ekki skoðuð Atlantshafsins. Sagði Benjamín Netanyahu, forsætisráðherra Ísr- aels, það vera skilaboð um að til- raunir til samninga við Írana hefðu ekki haft þau áhrif sem skyldi. „Það að aflétta refsiaðgerðum gegn Íran hefur ekki fengið þá til þess að stilla í hóf alþjóðlegri árásar- hneigð sinni, heldur hafa áhrifin verið þveröfug,“ sagði Netanyahu. EPA Skrefin samþykkt Fulltrúar Írans og IAEA takast í hendur í gær. Dýravinir voru í öngum sínum eftir að gíraffinn Maríus var aflífaður í dýragarðinum í Kaupmannahöfn í gær. Gestir dýragarðsins fengu að fylgjast með þegar hræ dýrsins var krufið og svo gefið ljónum til átu. Tilgang- urinn var að koma í veg fyrir skyldleikarækt. Meira en 30.000 manns höfðu sett nafn sitt við ýmsar undir- skriftasafnanir til bjargar Maríusi, og starfsmönnum dýragarðsins bárust líflátshótanir. EPA Gíraffinn Maríus aflífaður Sorg meðal dýravina í Danmörku Um það bil 70 þúsund Úkra- ínumenn fjöl- menntu í mið- borg Kænu- garðs, höfuð- borgar landsins, í gær og sóru að þeir myndu aldrei gefa eftir kröfuna um af- sögn Viktors Ja- núkovíts, forseta landsins. Ýmsir forkólfar stjórnarand- stöðunnar fluttu ræður á Sjálf- stæðistorginu, Maidan, í Kænu- garði. Vítalí Klitskó, fyrrverandi hnefaleikakappi og einn helsti leiðtogi stjórnarandstöðunnar, skoraði á Janúkovíts að koma til mótmælanna og mæta andstæð- ingum sínum augliti til auglitis. Mótmælin hafa nú staðið yfir í um tvo mánuði, en þau hófust þegar Janúkovits neitaði að skrifa undir samstarfssamning við Evrópusambandið, en þáði í staðinn fjárhagsaðstoð frá Rúss- landi. Rússar hafa nú sett meiri- hlutann af þeirri aðstoð í bið- stöðu, þangað til ástandið í landinu verður rórra. Enn fjölmenn mót- mæli í Kænugarði Viktor Janúkovíts ÚKRAÍNA Yoichi Masuzoe var í gær kjörinn nýr borgarstjóri í Tókýó, höfuð- borg Japans. Úrslitin eru talin sig- ur fyrir stuðningsmenn kjarnorku í landinu, og ekki þá síður fyrir Shinzo Abe forsætisráðherra sem studdi Masuzoe í kosningabarátt- unni. Masuzoe er fyrrverandi ráðherra og vinsæll álitsgjafi í sjónvarpi. Hann var áður í flokki Abes en sagði sig úr honum fyrir nokkrum árum. Nýr borgarstjóri kjörinn í Tókýó JAPAN Um 50,3% kjósenda í Sviss greiddu atkvæði með því að setja hömlur á fjölda innflytjenda frá löndum Evr- ópusambandsins. Hefur fram- kvæmdastjórn sambandsins lýst því yfir að endurmeta þurfi tengsl ESB við Sviss í ljósi úrslitanna. Er talið að úrslitin gætu meðal annars haft í för með sér neikvæð áhrif á við- skipti milli Sviss og ESB. Um 80.000 manns flytjast til Sviss á ári hverju frá ESB-löndunum. Naumur meirihluti á móti innflytjendum SVISS

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.