Morgunblaðið - 10.02.2014, Síða 19

Morgunblaðið - 10.02.2014, Síða 19
Efnahagsbandalag milli Danmerkur, Færeyja, Íslands og Grænlands Oft kemur upp í um- ræðunni hugmynd um Vestnorrænt efnahags- svæði núverandi yf- irráðasvæða Danmerk- ur, Grænlands og Færeyja og Íslands sem er sjálfstætt. Í þessum hugmyndum er Danmörku sleppt. Þetta yrði mjög veik efnahagsleg eining. Íbúar þessa svæðis eru aðeins rúm 400 þúsund og efnahagslegir burð- ir litlir, í samræmi við fámennið. Þar að auki eru tvö landanna mjög háð Danmörku og þiggja þaðan stóra ríkisstyrki, sem þau geta ekki án verið. Þannig er raunveru- leikinn nú og því ekki við annað að miða, þótt vera megi að efnahags- styrkur Færeyja og Grænlands eigi eftir að batna með nýtingu jarðolíu og annarra efna úr iðrum jarðar. Þriðja ríkið Ísland er enn og verður um næstu framtíð í mik- illi efnahagslegri kreppu, stór- skuldugt og plagað af áratuga langri verðbólgu með stórlaskaðan gjaldmiðil. Vestnorræna ráðið (Færeyjar, Grænland og Ísland) ályktaði ný- lega um afnám landamærahindr- ana og gerð fríversl- unarsamnings milli landanna. Þetta skýt- ur skökku við þar sem maður hélt að þetta væri allt þegar í gildi innan Norður- landanna og EES- samningsins. Ríkin þrjú Græn- land, Ísland og Fær- eyjar eru örríki, hvert í sínu langi og sameiginlega. Allar tölur eru teknar úr Wikipedia og eru hugs- aðar til innbyrðis samanburðar en ekki sem nákvæmar staðreyndir dagsins í dag. Jafnvel þótt Danmörk bættist í hópinn yrðu þessi fjögur ríki smá- ríki á alþjóðlegan mælikvarða. Danmörk er fjölmennast þessara ríkja og auðugast en fátækast af náttúruauðlindum, landrými og landhelgi, eins og taflan sýnir. Vestnorrænt efnahagssamstarf er hinsvegar óraunhæft án aðildar Danmerkur. Tvö ríkjanna eru í ríkja- sambandi við Danmörku og nota dönsku krónuna og danska seðla- bankann. Ef af alvöru samstarfi í efnahagsmálum á að verða færi best á því að nota sömu mynt, dönsku krónuna. Örríkin þrjú skortir mjög þekk- ingu og reynslu, sem þarf til að ná árangri í rekstri þjóðfélags og efnahagskerfi og er því samstarf við stærri einingar, ekki þó of stórar, því nauðsynlegt. Með því að nota dönsku krónuna fáum við aðgang að sterkum gjald- miðli, sem er tengdur evrunni án þess að ganga í Evrópusambandið og fórna fiskimiðum okkar undir miðstjórnina í Brussel. Norðurlönd hafa yfirráð yfir stórum hluta jarð- arinnar og ná yfir sjö tímabelti frá Austur-Finnlandi til Vestur Græn- lands. Eystri hluti Norðurlanda er þéttbýll og auðugur en vesturhluti Norðurlanda er nánast óbyggður með gífurlegar náttúruauðlindir á landi, í sjó, undir sjó og undir jökli. Til þess að Norðurlönd missi þessi auðæfi ekki úr höndum sín- um er aukin stefnufesta og sam- starf nauðsynlegt. Norðurlönd eru nú í sporum Bandaríkjanna 1803 þegar Thomas Jefferson keypti Louisiana-landsvæðið af Napóleon og stækkaði Bandaríkin um helm- ing. Við erum búin að eignast svæðið en skortir afl til að virkja það. Tilgangur þessara skrifa er að velta upp hugmyndum um það sem okkur er hagkvæmt og nauðsyn- legt. Ólíklegt er að nokkuð verði úr slíkum hugmyndum. Til þess erum við of sundurþykk og skammsýn. Við erum of upptekin af dægurmálum og valdabrölti, en höfum litla framtíðarsýn. Vestari hluti Norðurlanda er svæði, sem öll Norðurlöndin ættu að samein- ast um að byggja upp. En þau eru áhugalaus. Eftir Jóhann J. Ólafsson » Þriðja ríkið Ísland er enn og verður um næstu framtíð í mikilli efnahagslegri kreppu, stórskuldugt og plagað af áratuga langri verð- bólgu með stórlaskaðan gjaldmiðil. Jóhann J. Ólafsson Höfundur er stórkaupmaður. Landstærð Landhelgi Land og landhelgi í ferkm í ferkkm. samtal í ferkm Grænland 2.166.089 2.184.254 4.350.340 Ísland 103.004 751.345 854.345 Færeyjar 1.399 260.995 262,394 Danmörk 42.915 105.989 149.093 Samtals: 2.213.407 3.302.583 5.616.172 Fólksfjöldi Landsframleiðsla Grænland 50.330.000 USD 11.500 bilj. Ísland 321.857.000 USD 13.654bilj. Færeyjar 49.700.000 USD 2.450bilj. Samtals: 421.887.000 USD 27.604bilj. Danmörk 5.602.536.000 USD 313.600bilj. 19 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 10. FEBRÚAR 2014 Myndarfjölskylda Haukur Snorrason og Hadda Björk Gísladóttir stilla sér upp í göt á gamalli mynd af fjölskyldu í Ljósmyndasafni Reykjavíkur. Þar eru nú sýnd ljósmyndaverk eftir 34 konur. Árni Sæberg

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.