Morgunblaðið - 10.02.2014, Blaðsíða 20
20 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 10. FEBRÚAR 2014
Samkvæmt könnun
sem alþjóðlega ráð-
gjafarfyrirtækið
McKinsey gerði árið
2012 standa sam-
vinnufélög undir 3,5
prósentum þjóð-
arframleiðslu heims-
ins og snerta öll svið
efnahagslífs. Sam-
vinnuformið er hugs-
að sem valkostur við
hlið einka- og ríkisfyrirtækja, þar
sem félagsmenn eiga fyrirtækin
með jöfnum atkvæðisrétti. Félagar
(eigendur) eiga þó í sjálfu sér
enga kröfu á greiðslu arðs heldur
gerir samvinnuformið ráð fyrir að
ágóðinn renni til samfélagsins í
formi bættra gæða eða ódýrari
þjónustu. Hlut sinn í samvinnufyr-
irtækinu eiga einstaklingarnir því
fyrir hönd samfélagsins og meg-
inmarkmiðið með starfseminni er
ekki hámörkun hagnaðar heldur
að bjóða bestu mögulegu þjónustu
á sem lægstu verði til
hagsbóta fyrir fé-
lagsmenn.
Rót samvinnufélag-
anna er í nærsam-
félagi sínu, þar sem
hún á jafnframt þátt í
framtíð þess. Enn
þann dag í dag eru ís-
lensk samvinnufyr-
irtæki öflugir bak-
hjarlar í samfélaginu
þar sem þau starfa og
svo er víðar en hér á
landi.
Bandaríkin
Í Bandaríkjunum t.d. hefur
samvinnuhugsjónin fallið vel að
ríkjandi hugmyndafræði um
einkarekstur. Það sjáum við m.a. í
þeirri miklu áherslu sem þar er
lögð á virka samkeppni og aðhald
gagnvart fyrirtækjum sem starfa í
fákeppni eða hafa jafnvel einok-
unaraðstöðu. Þar í landi starfa um
þrjátíu þúsund samvinnufélög sem
skapa um tvær milljónir starfa.
Samvinnufyrirtæki eru þar á með-
al 500 stærstu fyrirtækja landsins,
m.a. Welch’s, Land O’Lakes, Ocen
Spray, Sunkist, Publix Supermar-
kets, ACE Hardware, Nationwide
Insurance og fréttastofan Accocia-
ted Press. Samvinnuhreyfing í
Bandaríkjunum á sér langa sögu,
var stofnuð í Fíladelfíu árið 1752
og var einn helsti hugsuður þjóð-
arinnar á þeim tíma, Benjamín
Franklín, einn af stofnendum. Ár-
ið 1916 settu Bandaríkjamenn á
laggirnar Landssamtök samvinnu-
félaga, CLUSA.
Samvinnukapítalismi
Ofurtrú á hinn frjálsa og óhefta
markaðsbúskap einkenndi um ára-
bil íslenskt viðskiptalíf, þar sem
peningar voru nánast eini mæli-
kvarðinn á raunverulegan árang-
ur. Á árunum fyrir hrun viku önn-
ur mikilvæg verðmæti fyrir
mögulegu söluverði, áhættusemi
varð meginmarkmiðið. Því fór sem
fór. Með sama hætti var fall Sam-
bandsins sem viðskiptaveldis mik-
ið þó svo að það hafi aldrei orðið
gjaldþrota. Mannanna verk ollu
hruni SÍS á sínum tíma og einnig
falli íslenska efnahagslífsins. Hin-
ar göfugu hugsjónir viku um
stund.
Kapítalismi er ekki slæmur í
sjálfu sér, þvert á móti er hann
nauðsynlegur til að viðhalda verð-
mætum og auka vöxt. Með sama
hætti eru meginstef samvinnu-
hugsjónarinnar um samfélagslega
ábyrgð, hófsemi og virka þátttöku
jafn mikilvæg heilbrigðum sam-
félögum.
Veruleikinn
Heimurinn stendur frammi fyrir
mörgum áskorunum. Jörðin hlýn-
ar, hundruð milljóna manna búa
við fátækt og illa gengur að draga
úr bilinu á milli vanþróuðustu
ríkja heims og hinna auk þess sem
valdahlutföllin í heiminum eru að
færast frá vestri til austurs. Meg-
inverkefni ríkisstjórna um allan
heim er að draga úr útgjöldum á
sama tíma og sóun á verðmætum
á sér stað, ekki síst matvælum og
vatni. Ég er sannfærður um að
beindu þjóðir heims sjónum sínum
í auknum mæli til samvinnu-
hugsjónarinnar og legðu aukna
áherslu á samvinnukapítalisma
væri unnt að ná miklum og já-
kvæðum árangri í þjóðarbúskap
heimsins. Sjálfbærni er einn lyk-
ilþáttanna í framtíðaráherslum Al-
heimssamtaka samvinnufélaga,
ICA. Samvinnumenn um allan
heim þurfa að leggja sitt á vog-
arskálarnar í þessum efnum og
hafa sjálfbærni að leiðarljósi á öll-
um sviðum.
Samvinnuhreyfingin er nauðsynlegur valkostur
Eftir Skúla Þ.
Skúlason
Skúli Skúlason
» Samvinnuformið er
hugsað sem val-
kostur við hlið einka- og
ríkisfyrirtækja, þar sem
félagsmenn eiga fyrir-
tækin með jöfnum at-
kvæðisrétti.
Höfundur er formaður stjórnar
Kaupfélags Suðurnesja og
Samkaupa hf.
Það bar við á haust-
fundi Landsvirkjunar
að iðnaðarráðherra
sagðist vera orðin
óþolimóð að sjá ekkert
gerast í fjárfestingum,
sem nýttu sér hreina
orku á Íslandi. Í frétt-
um daginn eftir var
víða sagt að verið
væri að snupra for-
stjóra LV. Ráð-
herrann bar það af sér, sagðist
bara lengja eftir fjárfestingu.
Af hverju kom þessi fréttaflutn-
ingur um snuprun? Jú, það er vel
þekkt hvernig Alþýðubandalagið og
arftakinn VG hafa unnið leynt og
ljóst að því að stoppa eða tefja fjár-
festingar í orkufrekum iðnaði.
Þetta á þó ekki við Magnús
Kjartansson sem varð iðn-
aðarráðherra 14. júlí
1971, en arftaki hans í
ráðuneytinu var út-
sjónarsamur að stoppa
og tefja.
Dæmi um þetta var
þegar rætt var um
kísilmálmverksmiðju í
Reyðarfirði. Þá létu
kommarnir á Alþingi
samþykkja með lögum
að kaupa skyldi
bræðsluofana af De-
mag AG. DE. Vitað
var að öll fyrirtæki í
þessum rekstri notuðu eigin
bræðslutækni og þótt miklu op-
inberu fé væri eytt í sýnd-
armennsku varð ekkert úr fram-
kvæmdum, vegna lagasetnigar
kommanna í þinginu.
Sæstrengurinn til Scotlands
Það er ekki fyndið heldur dap-
urlegt að skuldugt ríkisfyrirtæki
skuli eyða stórfé í skýrslugerðir um
sæstreng til Skotlands. Íslenska
ríkið er líka stórskuldugt og með
lága lánshæfiseinkunn, þannig að
ekki er fjárhagslegur grundvöllur í
svona verkefni. Eðlilegt væri ef
einhverjir lysthafendur hefðu
áhuga á strengnum, þá kostuðu
þeir alla áætlanagerð. Bretar eru
búnir að ákveða að byggja kjarn-
orkuver og mikill áróðursþrýst-
ingur er að leyfa losun gass með
„fracing“-aðferðinni, en með því
myndi mikil og ódýr orka leysast
úr læðingi. Úkraína verður óháð
Rússum um gas eftir fá ár og mikil
orka er í boði í BNA vegna þess-
arar nýju aðferðar. BNA stefna að
því að verða sjálfbær í orku eftir 6
ár.
Þessi vel auglýsti sæstrengs-
áróður hefur stórskaðað Ísland, þar
sem erlendir fjárfestar trúa því að í
Framtíðarlandinu verði öll orka
send til Skotlands og bara sé tíma-
og fjármunaeyðsla að spá í hlutina
hér.
Hvað er framundan
og hvað hefur gerst
Frá árinu 1970 til 2007 hefur
framleiðsla á málm vaxið frá 0 í +
milljón tonn og 75-80 % af rafork-
unni fer til þessara verksmiðja. Það
sem um er talað í dag er stórt ál-
ver í Helguvík, Kísilver á Bakka og
í síðustu viku var birt mynd af
hugsanlegu 120 þúsund tonna kín-
versku álveri, líka á Bakka.
Á haustfundi LV var sagt að ver-
ið væri í viðræðum við sjö áhuga-
sama fjárfesta í orkufrekum iðnaði.
Enginn trúir því að alvara sé að
baki og mæli ég með því að öll slík
söluvinna verði unnin frá iðn-
aðarráðuneytinu.
Það sem er að gerast er að und-
irbúningur á 150.000 m² tómata-
gróðurhúsi í landi Grindavíkur er á
lokastigi. Þetta tómatafyrirtæki
gæti verið fyrsti vísir að mat-
vælaframleiðslu í stórum stíl frá Ís-
landi.
Í dag kom frétt um fjárfestingu í
líftækni, sem sækist eftir hreinu
vatni en aðeins 1,5 MW af raf-
magni. Þessir 2 aðilar komu ekki í
gegn um söluskrifstofu LV.
Við Íslendingar þurfum bara að
stokka upp á nýtt í kerfunum og þá
er framtíðin mjög björt.
Miðgarðsormur Landsvirkjunar
Eftir Elías
Kristjánsson » Þar sem erlendir
fjárfestar trúa því að
í Framtíðarlandinu
verði öll orka send til
Skotlands og bara sé
tíma- og fjármunaeyðsla
að spá í hlutina hér.
Elías Kristjánsson
Höfundur er fv. forstjóri.
Spurningar til
Jóns Steinars
Gunnlaugssonar.
Hvað er at-
hugavert eða
rangt við mark-
aðslögmálið, þar
sem eðlilegt
framboð og eft-
irspurn ráða
ferðinni?
Er eðlilegt og
nauðsynlegt að styðjast við úrelt
fyrirkomulag ríkisforsjár?
Bent er á að vísitölur þær, sem
verðtrygging lánsfjár eru byggðar
á, eru reiknaðar af opinberum aðila
(Hagstofu Íslands).
Tímabil verðlagseftirlits og Verð-
lagsstofnunar er löngu liðið.
Er ekki eðlilegra að í stað hand-
stýringar komi sjálfstýring, þegar
þess er kostur?
Er ekki eðlilegra að koma
banka- og fjármálakerfi í markaðs-
kerfi?
SIGURÐUR
LÁRUSSON,
kaupmaður.
Hreinn minnihluti
Eftir Sigurð Lárusson
Sigurður
Lárusson
Bréf til blaðsins
BRIDS
Umsjón Arnór G.
Ragnarsson| brids@mbl.is
Eldri borgarar
Hafnarfirði
Þriðjudaginn 4. febrúar var spil-
aður tvímenningur með þátttöku 32
para. Efstu pör voru:
N/S:
Ragnar Björnsson - Óskar Karlsson 63,3%
Friðrik Jónsson - Björn Svavarss. 58,3%
Örn Einarsson - Guðlaugur Ellertss. 57,9%
Jens Karlsson - Helgi Sigurðsson 55,1%
Bjarni Þórarinss. - Ásgr. Aðalsteinss. 54,2%
A/V:
Tómas Sigurjs. - Jóhannes Guðmanns.57,4%
Birgir Sigurðss. - Jón Svan Sigurðss. 57,1%
Nanna Eiríksd. - Sigfús Skúlason 56,7%
Anton Jónsson - Ólafur Ólafsson 54,8%
Bergljót Gunnarsd. - Sveinn Snorras. 54,8%
Bridsfélag eldri borgara spilar á
þriðjudögum og föstudögum í félags-
heimili eldri borgara, Flatahrauni 3 í
Hafnarfirði.
Spilaðir eru eins dags tvímenning-
ar og eru allir spilarar velkomnir og
er stökum spilurum hjálpað við
myndun para. Heimasíða félagsins
er www.bridge.is/bfeh.
mbl.is
alltaf - allstaðar