Morgunblaðið - 10.02.2014, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 10.02.2014, Blaðsíða 22
22 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 10. FEBRÚAR 2014 ✝ Þórir Haralds-son fæddist á Dalvík 12. október 1947. Hann lést á Sjúkrahúsi Ak- ureyrar 30. janúar 2014. Foreldrar hans voru hjónin Har- aldur Ólafsson, f. 25.9. 1900, d. 5.11. 1963, og Rósa Sig- urðardóttir, f. 18.4. 1910, d. 26.10. 1981. Alsystkini Þóris eru Haukur Haraldsson, maki Ásta Aðalsteinsdóttir (lát- in), Hrefna Haraldsdóttir, maki Vigfús Sveinbjörnsson (látinn) og Sigurður Haraldsson, maki Erla Björnsdóttir. Hálfsystkini Þóris samfeðra voru Óskar, Brynhildur (látin), Inga (látin) og Jóna (látin). Þann 1. júní 1969 kvæntist Þórir Unu Aðalbjörgu Sig- urliðadóttur, f. 19.3. 1950, for- eldrar hennar voru Sigurliði Jónasson, f. 1911, d. 2006, og Jóna Aðalbjörnsdóttir, f. 1923, d. 2007. Þórir og Una eignuðust þrjár dætur. Þær eru: 1) Rósa Rut, mannfræðingur, f. 1.1. 1972, maki Marwan Soliman, Hann varð stúdent frá Menntaskólanum á Akureyri vorið 1968, lauk BS-námi í líf- fræði frá Háskóla Íslands 1972 og auknu BS-prófi í líffræði frá sama skóla 1973 auk prófs í uppeldis- og kennslufræðum 1978. Með námi kenndi Þórir við Fiskvinnsluskólannn og Menntaskólann í Reykjavík. Þórir kenndi við Mennta- skólann á Akureyri í fjörutíu ár eða þar til hann lét af störfum á síðastliðnu vori. Að formlegu námi loknu var Þórir alla tíð duglegur að sækja hin ýmsu námskeið sér til endurmennt- unar. Meðfram störfum sínum sem kennari sinnti Þórir lengi vel ýmsum rannsóknarstörfum, meðal annars fyrir Nátt- úrufræðistofnun Norðurlands og stundakennslu við Háskól- ann á Akureyri. Ásamt kennsl- unni átti náttúrufræði alla tíð hug hans og þá sérstaklega grasafræði og dýrafræði. Þórir var mikill áhugamaður um hvítabirni og safn hans um komur hvítabjarna til landsins er trúlega eitt það stærsta sem til er á einum stað. Útför Þóris fer fram frá Akureyrarkirkju í dag, 10. febrúar 2014, og hefst athöfnin klukkan 13.30. synir þeirra eru Ómar Ali, f. 2009, og Karim Leó, f. 2013, þau búa í Brussel. 2) Inga Jóna, verk- efnastjóri hjá Mími, f. 16.3. 1976, maki Sigurður Viktor Úlfarsson, börn þeirra eru Þórir Snær, f. 2007, Una Signý, f. 2010, Viktor Smári, f. 2012, áð- ur átti Sigurður Kristófer Helga, f. 1998, þau búa í Reykjavík. 3) Ása Vala, rann- sóknarstjóri við HÍ, f. 22.3. 1981, maki Rúnar Sigþórsson, dóttir þeirra er Urður Eva, f. 2009, þau búa í Kópavogi. Þórir ólst upp á Dalvík þar til hann fór sem nemandi í Menntaskólann á Akureyri haustið 1964. Eftir stúdentspróf fluttu hann og Una til Reykja- víkur og bjuggu þar í fimm ár þar til þau fluttu aftur til Ak- ureyrar árið 1973 þegar Þórir hóf störf við MA. Þórir og Una bjuggu fyrstu árin á Akureyri í Furulundi 11 og síðan hafa þau búið í Ásabyggð 11. Hvað get ég sagt? Ég get sagt svo margt en þó mega orð sín lít- ils þegar sorgin hellist yfir. Ég var heppin því pabbi var ekki bara foreldri mitt, hann var líka einn af mínum bestu vinum en nú er pabbi dáinn og því er harmurinn mikill. Pabbi átti alltaf tíma fyrir okk- ur systurnar og kenndi okkur margt. Að þekkja og meta æv- intýraheim bóka, að hafa unun af fróðleik, að meta mismunandi menningarheima og að smakka nýjan mat. Pabbi lagði alla tíð mikið upp úr því að dæma ekki án þess að kynna sér fyrst. Mikið er ég þakklát fyrir það. Ég á ótal góðar minningar tengdar pabba. Þegar við fórum í Bautasjoppuna og fengum okk- ur sinalco og hraun, ég sat uppi á bekknum sem mér fannst vera himinhár, en pabbi passaði stelp- una sína og það vissi ég. Þegar við hlustuðum saman á útvarps- leikhúsið. Fjöruferðir og útileg- urnar sem fjölskyldan fór í á sumrin. Frá fjallgöngunum, þá var alltaf lagt upp úr því að njóta en ekki að þjóta. Hann kenndi mér að bera virðingu fyrir um- hverfinu, hvort sem var hinu stærsta eða smæsta. Ef við lék- um okkur að því að stífla læki þá skildum við alltaf við eins og var þegar að var komið. Gönguferðir með jurta- og fuglaskoðunum voru í miklu uppáhaldi hjá okk- ur. Þá kenndi pabbi okkur systr- um að slíta ekki blómin heldur leyfa þeim að lifa og njóta þeirra á þann hátt. Við lærðum að stíga ekki til jarðar nema athuga fyrst hvað undir var, pabbi kenndi okkur líka að slíkt á við víðar en í náttúrunni. Sú þekking býr með mér. Pabbi var alltaf að kenna og fræða, hann var vel lesinn og þekking hans lá víða. Hann var duglegur að hvetja okkur systur áfram, hafði mikla trú á okkur og duglegur að veita verðskuldað hrós. Alltaf hafði hann tíma sem er dýrmætt því tíminn er það dýrmætasta sem við getum gef- ið. Gleði og góðlátlegt grín ein- kenndu pabba. Ég gleymi aldrei prakkarabrosinu þínu. Pabbi var alla tíð mikill fjöl- skyldumaður. Eftir að barna- börnin komu í heiminn nutu þau samvista við afa Þóri og hann naut þess að vera með þeim. Þar var komin fram ný kynslóð til að fræða, lesa fyrir og kenna að njóta náttúrunnar. Því miður fáum við ekki lengri tíma saman en minning pabba lifir í hjörtum okkar. Mér tregt er um orð til að þakka þér, hvað þú hefur alla tíð verið mér. Í munann fram myndir streyma. Hver einasta minning er björt og blíð, og bros þitt mun fylgja mér alla tíð, unz hittumst við aftur heima. Ó, elsku pabbi, ég enn þá er aðeins barn, sem vill fylgja þér. Þú heldur í höndina mína. Til starfanna gekkstu með glaðri lund, þú gleymdir ei skyldunum eina stund, að annast um ástvini þína. Þú farinn ert þangað á undan inn. Á eftir komum við, pabbi minn. Það huggar á harmastundum. Þótt hjörtun titri af trega og þrá, við trúum, að þig við hittum þá í alsælu á grónum grundum. Þú þreyttur varst orðinn og þrekið smátt, um þrautir og baráttu ræddir fátt og kveiðst ekki komandi degi. (Hugrún) Takk fyrir allt pabbi. Þín Inga Jóna. Nú er hann elsku pabbi minn fallinn frá eftir erfið veikindi. Ég á margar góðar minningar um hann, ein sú fyrsta er af seg- ulbandsupptökum með upplestri pabba á ýmsum sögum sem ég hlustaði á fyrir svefninn þegar ég var lítil. Þetta voru ekki endi- lega hefðbundnar barnasögur því hann las t.d. söguna um Sig- urð Fáfnisbana, sem ég hlustaði mikið á. Pabbi var líka mikið jólabarn og keypti allavega eina jólakúlu fyrir hver jól. Hann ásamt mömmu lagði mikið upp úr því að gera jólahátíðina ein- staka fyrir okkur systurnar, minnisstæðastur er eflaust jóla- strengurinn sem var eins konar jóladagatal. Í stað þess að hengja litlar gjafir á strenginn setti hann miða með vísbending- um á og bjó til ratleiki fyrir okk- ur systurnar. Með árunum urðu vísbendingarnar sífellt snúnari og notaði hann meðal annars dulmál, blindraletur og rúnalet- ur sem við þurftum að ráða í til að skilja vísbendingarnar. Það er svo ótrúlega margt sem hann hefur kennt mér í gegnum tíðina, bæði sem kennarinn minn og pabbi minn. Pabbi var kennari af lífi og sál, bókaormur og mjög fróðleiksfús og það eru því ófá skiptin sem ég leitaði til pabba eftir svörum í námi. Í gegnum mitt nám var ómetanlegt að eiga svona góðan pabba sem ávallt sýndi viðfangsefnum mínum mikinn áhuga. Pabbi var mjög stoltur af okkur systrum og var duglegur að sýna það. Pabbi var mikill náttúru- og dýralífsaðdá- andi og fór mjög oft með okkur í gönguferðir í náttúrunni og í leiðinni var alltaf smákennsla í náttúrufræðum. Það er margt sem ég get tekið mér til fyr- irmyndar sem pabbi kenndi mér og ég vil kenna mínum börnum, sem dæmi talaði hann alltaf um að það væri mikilvægt að börn lærðu að taka stríðni og var hann því óspar á að stríða dætr- um sínum á góðlátlegan hátt. Hann var einnig mjög kómískur og gat alltaf séð spaugilegar hliðar á málunum. Í eitt skipti þegar hann fór að hitta lækni vegna veikindanna spurði hann sérstaklega út í það hvort hann hefði ekki núna löglega afsökun til að sleppa við uppvaskið. Eins lagði hann oft til þegar átti að skipta nammi á milli fjölskyldu- meðlima að kynjajafnrétti ætti að ríkja, skipta jafnt milli kvenna og karla, en hann var eini karl- inn í fimm manna fjölskyldu. Hann var yndislegur afi og las mikið fyrir barnabörnin, svo sagði hann einnig sögur án þess að hafa bók, sem dóttur minni fannst ákaflega skemmtilegt. Hann var líka duglegur að kenna barnabörnunum líffræði þótt þau væru ung að árum, hann t.d. fræddi dóttur mína um melting- arfærin þegar hún var einungis þriggja ára og man hún það enn því hann náði að vekja áhuga hennar á svo skemmtilegan hátt. Pabbi var ungur þegar hann missti pabba sinn þannig að ég kynntist ekki föðurafa mínum, en pabbi var duglegur að segja okkur sögur af Halla afa og þannig ætla ég að halda minn- ingu hans á lofti. Þær eru ófáar og skemmtilegar sögurnar sem ég get sagt börnum mínum af afa sínum. Í sorginni get ég huggað mig við allar dásamlegu minn- ingarnar sem ég á um hann. Hvíldu í friði, elsku pabbi. Ása Vala Þórisdóttir. Þegar ég hugsa til pabba er það ást, kærleikur og þakklæti sem er mér efst í huga. Þar fast á eftir koma holtasóleyjar, ljóns- lappar, steindeplur og dýragrös. Stórhríð og hafragrautur. Göngutúrar þar sem drukkið er úr lækjarsprænu, bragðað á kornsúru og fjöllin og firnindin rædd. Fjöruferðir og fjallgöng- ur. Samvera. Einhvern veginn náði pabbi alltaf að eiga tíma fyrir okkur systurnar, sem er sjálfsagt eitt af því mikilvægasta sem foreldri getur gefið börnunum sínum. Hann kenndi okkur að bera virð- ingu fyrir okkar næsta umhverfi, að njóta blómanna án þess að slíta þau upp. Sjá fegurðina í því smáa og njóta augnabliksins. Það var alltaf hægt að leita til pabba með allt og hann var góð- ur í að velta upp mörgum hliðum á sama máli. Hann var ráðleggj- andi án þess að stjórna því sem við systur tókum okkur fyrir hendur og studdi alltaf þá ákvörðun sem við tókum á end- anum, hvatti okkur áfram og hafði einskæran áhuga á því sem við vorum að sýsla við hverju sinni. Þó svo ég hefði viljað hafa pabba hjá mér mun lengur þá notaði hann tíma sinn vel og góðu minningarnar sem ég á um hann mun ég varðveita um ókomin ár. Rósa Rut Þórisdóttir. Við fórum saman í gönguferð til að skoða fugla, við sáum lítinn skógarþrastarunga, síðan fórum við heim í kaffitíma. Afi Þórir tók í lurginn á okk- ur, það var mjög fyndið. Afi las fyrir okkur áður en við fórum að sofa í ömmu- og afahúsi. Við vor- um öll saman á Akureyri hjá ömmu og afa að leika okkur. Afi sagði söguna af „mér“, það var svo fyndið og skemmtilegt. Afi Þórir var vinur okkar. Afakrakkarnir, Kristófer, Þórir Snær, Una Signý og Viktor Smári. Í dag kveðjum við mág minn eftir hetjulega baráttu við erfið veikindi sem hann tók með æðruleysi. Síðastliðið ár hefur hann fátt látið stöðva sig, kláraði sinn starfsferil við Menntaskól- ann og ferðaðist til Belgíu að heimsækja Rósu, Marwan og drengina. Okkar kynni hófust þegar þau Una hófu búskap í Reykjavík á námsárum hans. Þá var mikill samgangur á milli okk- ar og eftir að þau fluttu norður og við komum í heimsóknir var alltaf tekið á móti okkur með veisluhöldum, eins og Unu einni er lagið. Ekki var Þórir þó langt undan til aðstoðar og þjónustu. Þórir var mikill útilífsmaður og eitt sinn fór hann með okkur út í Fjörður sem var skemmtileg og fræðandi ferð. Fyrir 20 árum skráði Þórir allar plöntur sem voru í sumarbústaðarlandinu okkar. Skráin varð að fallegri heimild í formi myndar sem hef- ur verið til prýði og fróðleiks og er okkur dýrmæt. Ferðalagið með þeim hjónum ásamt fleirum í brúðkaup dóttur þeirra Rósu og Marwans til Egyptalands er okkur ógleymanlegt. Jólakortin frá þeim voru alltaf einstaklega skemmtileg með frumsömdu ljóði eftir Þóri. Eftirfarandi ljóð er úr jólakorti frá árinu 2000 og heitir Í skammdeginu. Við hugsum til þín og minnumst margra stunda, mikið er gott að eiga vini trausta, vini sem eiga heiða sál og hrausta. Hlökkum við mjög til okkar næstu funda. Við hugsum til þín í ys og erli dagsins og einnig þegar húmar að á kvöldin, er norðurljósin og tunglið taka völdin, þá teygum við fegurð horfna sól- arlagsins. (ÞH) Elsku Una systir. Þið voruð samhent hjón og augljóst hvað hann var stoltur af þér alla tíð. Söknuður þinn er mikill. Rósa Rut, Inga Jóna, Ása Vala og fjöl- skyldur. Samúðarkveðjur til ykkar elsku frænkur. Ég bið guð að gefa ykkur styrk. Blessuð sé minning Þóris. Eygló og Birgir. Það hafa verið forréttindi okk- ar fjölskyldunnar að eiga Unu og Þóri að. Þau hafa alltaf sýnt okk- ur einstaka hlýju, glaðværð og gestrisni á ferðum okkar norður. Að heimsækja þau hefur því jafnan verið eitt af því fyrsta sem við fjölskyldan reynum að gera þegar við ferðumst til Ak- ureyrar. Nú er skarð fyrir skildi. Þórir hefur kvatt. Margs er að minn- ast í fari þessa einstaka manns. Það var gaman að vera nálægt Þóri. Hann hafði hafði sterka nærveru, var glaðsinna og gam- ansamur, stundum stríðinn á góðlátlegan máta. Það má segja að hann hafi haft alveg sérstaka náðargáfu, sem fólst í því að hann náði að snerta viðmælend- ur sína á einhvern óútskýranleg- an hátt, fá þá til að hlusta og fá áhuga á því sem hann sagði. Hann var líka afar fróður um margt og hafði einstaka frásagn- argáfu. Hann sá gjarnan spaugi- legar hliðar mála og kryddaði frásögn sína oft skemmtilegri kímni. Í lok frásagnar brosti hann sínu stríðnispúkalega brosi. Börnin litu mjög upp til hans, fannst hann skemmtilegur og spennandi. Hann sýndi þeim allt- af mikinn áhuga og hafði ánægju af að fræða þau á skemmtilegan hátt. Iðulega var hann með eitt- hvað sniðugt til að sýna þeim, eins og sporðdreka og fiðrildi. Þórir var áhugasamur um nátt- úruna. Við minnumst skemmti- legra gönguferða með honum um Kjarnaskóg, þar sem við nutum leiðsagnar hans. Það leyndi sér aldrei hversu stoltur Þórir var af fjölskyldu sinni, Unu og dætr- unum, en hann var mikill fjöl- skyldumaður. Síðustu árin naut hann þess að eiga yndisleg barnabörn. Hann var einnig stoltur af skólanum sínum, þar sem hann starfaði mestalla sína starfsævi. Hann hvatti til dæmis börnin okkar til að koma og stunda nám í honum. MA væri einfaldlega besti og skemmtileg- asti skólinn. Við minnumst þess að í miðri brúðkaupsveislu Ingu og Sigga, sem var haldin í hátíð- arsal skólans, vildi hann endilega sýna okkur skólann betur. Fór hann með okkur yfir í skóla- bygginguna og sýndi okkur allt það markverðasta. Við fjölskyldan þökkum fyrir þær ógleymanlegu stundir sem við áttum með Þóri. Kæra Una, Rósa, Inga, Ása og fjölskyldur, innilegar samúðarkveðjur. Birgir Arnar, Sesselja og börn. Góður drengur er fallinn frá, alltof fljótt en enginn má sköpum renna. Þórir tengdist mér fjöl- skylduböndum þegar hann kvæntist Unu, frænku minni. Leiðir okkar lágu saman í MA og síðan fluttu þau hjón til Reykja- víkur og stofnuðu heimili þar. Þórir fór í Háskólann en Una að vinna eins og algengt var um eig- inkonur á þeim tíma. Heimili þeirra við Laugaveg var notalegt og stóð opið þegar við mennt- skælingarnir komum suður í okkar stærstu menningarreisu á þeim árum. Húsnæðið var ekki stórt en vandalaust að hola þreyttum ferðalöngum niður í stofunni. Gestrisnin og hlýjan var frá fyrstu tíð alltaf söm við sig, glatt á hjalla og vel veitt. Tveimur árum seinna hófum við Bessi svo líka búskap í bæn- um, hann fór í skóla en ég að vinna. Þórir og Una bjuggu bet- ur en við, áttu þvottavél svo að við burðuðumst með þvott til þeirra um helgar með strætó í Hraunbæinn. Aldrei vandamál, alltaf tekið á móti okkur með bros á vör. Svo fæddust frum- burðirnir, þau voru alltaf skrefi á undan. Rósa Rut var fyrsta barn ársins 1972 og frændi hennar fæddist í júní sama ár. Veturinn eftir vantaði pössun fyrir piltinn og þá hlupu Þórir og Una undir bagga ásamt fleiri góðum vinum. Ættrækni, samhjálp og vinátta alla tíð. Leiðir skildi eftir að námi lauk, þau fluttu norður, þar sem ræturnar lágu, og Þórir naut þess að kenna við gamla skólann sinn. En tengslin héldust, heim- sóknir ef leið lá hjá í dagsins önn og tilefni gafst til að hittast yfir mat og drykk. Þá voru þau hjón- in oftar en ekki veitendur. Minning okkar Bessa frá síð- astliðnu sumri, þegar við komum við í Ásabyggðinni í sól og sum- aryl er góð og falleg. Þórir var að slá garðinn, ljúfar veitingar á borði og spjallað og spaugað. Þannig munum við hann, æðru- lausan, glettinn og viðræðugóð- an. Innilegar samúðarkveðjur sendum við fjölskyldan Unu Að- albjörgu frænku minni, dætrum og stórfjölskyldunni allri með hjartans þökk fyrir allar ánægju- legu samverustundirnar síðast- liðna áratugi. Una Þóra. Kær vinur okkar og skóla- félagi, Þórir Haraldsson, kallar fram glaðar og gefandi minning- ar í huga okkar og djúpan sökn- uð nú þegar hann er fallinn frá svo alltof fljótt. Leiðir okkar og þessa heilsteypta og góða drengs lágu fyrst saman á menntaskóla- árum Sigfinns og Þóris og strengurinn á milli okkar styrkt- ist þegar Þórir varð samferða Bjarnheiði í líffræðinámi. Og Una fylgdi fljótlega með í dýr- mætum kynnum og órofa vináttu og þaðan í frá voru þau eitt í huga okkar, samvalin og sam- taka í lífinu. Þórir og Una, Una og Þórir. Og síðan komu dæt- urnar sem allar bera svipmót sinna góðu foreldra. Þórir var einstaklega skemmtilegur og frjór í hugsun. Hann var næmur og læs á lífið, mannlífsflóruna og foldarskartið, bæði þau sem skreyta og auðga tilveru okkar sem og fléttur og grös og smávini fagra. Ísbirni þekkti hann betur en flestir aðr- ir, háttalag þeirra og sögu. Og viðaði að sér miklum fróðleik og efni um þessa stórbrotnu skepnu. Návist hans var alltaf yljuð hlýrri kímni „og glæðir nokkur gleði meiri yl, en gleðin yfir því að vera til?“ Það eru verðmætin sem Þórir skilur eftir hjá okkur vinum sínum. Þórir var frábær kennari, um það höfum við heyrt marga nem- endur hans vitna. Og kom okkur ekki á óvart. Hann gæddi frá- sögn sína eftirminnilegum og lit- ríkum myndum, pælari sem gróf dýpra til að leita svara þótt fátt sé um svör núna hjá okkur sem eftir stöndum. Það er samt huggun að Þórir átti gott og hamingjuríkt líf, naut sín í starfi og undi sér best með sinni góðu fjölskyldu. Una er í okkar huga einstök manneskja og aðdáunar- vert hvernig hún gekk lífsveginn með manninum sínum, í gegnum hindranir erfiðra veikinda og allt til enda. Hugur okkar er hjá henni, Rósu Rut, Ingu Jónu, Ásu Völu og fjölskyldum þeirra. Guð blessi minninguna um góðan dreng. Bjarnheiður og Sigfinnur. Kynni okkar Þóris hófust haustið 1964 þegar við settumst báðir í 3. bekk MA. Við vorum einnig saman á heimavist og urð- um skjótt nánir vinir. Í háskóla fann hann fjölina sína, náttúru- fræðina, og var hún hans helsta áhugamál alla ævi. Snemma fundu þau hvort annað, Una og Þórir, eignuðust þrjár dætur sem allar eru hámenntaðar og barnabörn orðin sex. Á þessum yngri árum varði ég tíma mínum mjög í drykkjuskap og margir gáfust upp á að þekkja mig og tóku sveig á stræti til þess að þurfa ekki að mæta mér. Hins vegar var sama hversu illa ég var leikinn, alltaf tóku þau Una og Þórir mér opnum örmum þeg- ar fundum bar saman, styrkti þetta vináttuna. Sumir menn mæta öllu með opnum munni, Þórir mætti flestu með opnum huga. Hann hafði til að bera innsæi og frjóleika hug- ans sem gerði hann að góðum kennara. Hann settist í kennara- embætti náttúrufræðings við Þórir Haraldsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.