Morgunblaðið - 10.02.2014, Side 25

Morgunblaðið - 10.02.2014, Side 25
MINNINGAR 25 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 10. FEBRÚAR 2014 Trölladyngju. Það sama ár tók Þórir einnig þátt í rannsóknum Náttúrugripasafnsins á Akureyri vegna Blönduvirkjunar á Auð- kúlu- og Eyvindarstaðaheiði. Á árunum 1988 til 1990 lágu leiðir okkar Þóris aftur saman, en þá tók hann þátt í rannsókn- um Náttúrufræðistofnunar Norðurlands á útbreiðslu blómplantna. Þá var farið um ýmis svæði sem áður höfðu orðið útundan í rannsókn landsins, einkum á Vesturlandi, Suðaust- urlandi og á miðhálendinu. Einn af mörgum hæfileikum Þóris voru skráningar hvers konar gagna og heimildarvinna. Vann hann ýmis slík störf fyrir Náttúrugripasafnið á Akureyri. Þetta voru handskrifaðar spjald- skrár fyrir tíma tölvualdar. Árið 1973, þegar hann var sumar- starfsmaður við Lystigarð Akur- eyrar, hófum við að safna ís- lenskum heitum plantna úr öllum tiltækum prentuðum heimildum. Þetta var gert til að hægt væri að merkja erlendar plöntur í grasgarðsdeild Lysti- garðsins með íslenskum nöfnum. Þá hafði nokkuð verið kvartað undan að margar plöntur væru aðeins merktar latneskum nöfn- um. Næstu árin og áratugina var stöðugt bætt við þessa skrá Þór- is jafnóðum og nýjar bækur birt- ust eða voru þýddar, og ný nöfn búin til. Spjöldin voru að lokum færð yfir á stafrænt form í tölv- um. Í dag geta allir farið á netið og flett upp í safninu Íslensk plöntuheiti í Orðabanka íslenskr- ar málstöðvar sem byggt er á þessari frumvinnu Þóris ásamt viðbótum frá grasgarðinum í Laugardal og ýmsum öðrum síð- ari heimildum (www.orda- banki.hi.is/wordbank/search). Hér hefur aðeins verið stiklað á stóru í störfum Þóris fyrir Náttúrugripasafnið á Akureyri og margt því ótalið. En fyrir mig persónulega var Þórir alveg sérstaklega þægileg- ur og upplífgandi förunautur á öllum okkar ferðum, og minnist ég þeirra með þakklæti. Við hjónin sendum Unu, dætrunum þrem og fjölskyldum þeirra sam- úðarkveðjur vegna fráfalls hans. Hörður Kristinsson, Arnarhóli, Eyjafjarðarsveit. Í dag kveður starfsfólk Menntaskólans á Akureyri góð- an félaga og vin, Þóri Haralds- son líffræðikennara, sem lét af störfum í vor eftir fjörutíu ára farsælt starf við skólann. Þórir byggði upp metnaðar- fulla líffræðideild við skólann og fékk gott fólk til liðs við sig í því starfi. Samhliða kennslunni stundaði hann rannsóknir á gróðri, breytingar á jöklum og var með einn jökul úti í Svarf- aðardal í fóstri eins og hann orð- aði það. Hann var áhugamaður um lifnaðarhætti ísbjarna og var reyndar einn fremsti ísbjarna- fræðingur landsins. Þóri var mikið í mun að kveikja áhuga nemenda sinna á undrum líf- fræðinnar og hafði metnað fyrir þeirra hönd. Fjölmargir nem- endur Þóris hafa lagt stund á líf- fræði í háskóla eftir að hafa numið fræðin undir handleiðslu hans. Þóri var margt til lista lagt. Hann var einstaklega líflegur og hlýlegur kennari, lék af innlifun flug fugla, vöxt blóma eða sam- einingu fruma. Þórir var kennari af lífi og sál og notaði hvert tæki- færi til að fræða og miðla á sinn einlæga og kankvísa hátt. Í allmörg ár stóð Þórir fyrir gönguferðum á sunnudags- morgnum, þetta voru náttúru- lífsferðir eða lifandi vísindi þar sem Þórir leiddi samstarfsfólk sitt í allan sannleika um undra- heim gróðurfars og dýralífs nær- umhverfisins. Það hefur verið ómetanlegt að ganga hluta lífsgöngunnar með Þóri. Við höfum velt vöngum yfir lífinu, ég hef hlustað á heilræði hans, því hann kom reglulega með heilræði, benti mér á hvað betur mætti fara og hvað væri að takast vel. Hann hafði gaman af orðaleikjum og hafði næma sýn á margræðni orða. Það var gaman að hlusta á hann segja gaman- sögur af sjálfum sér sem áttu svo oft við mann sjálfan líka. Menntaskólinn á Akureyri þakkar Þóri tryggð og vel unnin störf í fjóra áratugi og sendir Unu og dætrum þeirra Rósu Rut, Ingu Jónu og Ásu Völu sem og öllum aðstandendum hans og vinum innilegar samúðarkveðj- ur. Fyrir hönd Menntaskólans á Akureyri, Jón Már Héðinsson skólameistari. Látinn er vinur minn, Þórir Haraldsson, langt um aldur fram. Hann var sú manngerð sem margir vildu taka sér til fyr- irmyndar. Hann var kennari við Mennta- skólann á Akureyri um áratuga skeið. Hann hóf þar störf sem ungur og nýútskrifaður líffræð- ingur og náði að ljúka starfs- skyldu sinni rétt áður en illvígur sjúkdómur lagði hann að velli. Ég varð þeirrar gæfu aðnjótandi þegar ég flutti til Akureyrar fyr- ir bráðum fimmtán árum að verða nágranni þeirra góðu hjóna, Unu og Þóris. Ég kynntist fljótt mannkostum þeirra. Þórir var umtalaður gæðakennari hvort sem var meðal nemenda sinna sem enn voru í skóla hjá honum eða höfðu notið kennslu hans á löngum og farsælum starfsferli. Hann vakti snemma aðdáun bæði nemenda og sam- kennara og reyndar allra sem til hans þekktu. Hann var annálað- ur fagmaður; hafði brennandi áhuga á viðfangsefninu, kom fram við nemendur sína eins og jafningja, naut þess að eiga sam- skipti við þá og miðla þeim af þekkingu sinni. Þórir hafði lag á að hlusta á aðra, hvetja til dáða um leið og hann kom sjónarmið- um sínum á framfæri. Þetta gerði hann á sinn hægláta hátt og oftar en ekki brá hann fyrir sig góðlátlegri kímnigáfu sinni, sem var ríkur þáttur í fari hans. Þórir átti líka láni að fagna í einkalífi. Þau Una voru afar samrýnd og dætur sínar þrjár ólu þau upp af metnaði og mynd- arskap og barnabörnin eru orðin sex. Alla umvafði hann kærleika og töfrandi nærveru. Blessuð sé minning hans. Hjalti Jón Sveinsson. Okkur langar að minnast góðs félaga og vinar, Þóris Haralds- sonar, sem lést eftir erfið veik- indi 30. janúar. Í meira en tutt- ugu ár höfum við líffræðikennarar hist til skiptis í Menntaskólanum eða Verk- menntaskólanum og rætt yfir kaffi og kökum það sem okkur hefur legið á hjarta varðandi kennsluna, námsefni, nemendur og annað sem snertir hið daglega líf. Alltaf mætti Þórir með eitt- hvað fróðlegt og skemmtilegt að segja, blandið þeirri kímni sem hann bjó yfir varðandi fólk og fræði. Hann var endalaus upp- spretta fróðleiks og hugmynda um það sem rætt var hverju sinni, ávallt veitull á upplýsingar og hugmyndir sem komu okkur öllum til góða. Það sem þó situr helst í minn- ingunni er að hafa átt samleið með manni sem við getum sagt að hafi verið glaður og hlýr húm- oristi, manni sem gott var að sækja heim og fá í heimsókn. Á komandi samverustundum mun- um við sakna Þóris en minnast um leið með gleði alls þess sem hann var. Við vottum Unu og fjölskyld- unni allri samúð okkar. Kveðja, Borghildur Blöndal, Garðar Lárusson og Jóhannes Árnason. ✝ Gísli Berg-sveinn Ólafur Lárusson fæddist að Þórunúpi í Hvol- hreppi 11. júní 1940. Hann lést sunnudaginn 2. febrúar 2014 að heimili sínu, Ársöl- um 1, Kópavogi. Foreldrar hans voru hjónin Lárus Ágúst Gíslason, bóndi og hreppstjóri í Hvol- hreppi, fæddur 17. ágúst 1905 í Rauðseyjum á Breiðafirði, lát- inn 2. nóvember 1990 og Bryn- dís Nikulásdóttir, húsmóðir, fædd 23. apríl 1906 að Kirkju- læk í Fljótshlíð, látin 23. októ- ber 2000. Systur Gísla eru 1) Ragnhildur, f. 1933, gift Braga Runólfssyni, f. 1934, d. 1985. Þau eiga fjögur börn, 12 barna- börn og 8 barnabarnabörn 2) Hulda, f. 1937, d. 1992, gift Sig- urði Sigurjónssyni, f. 1933, þau eiga einn son og þrjú barna- börn. 3) Ragnheiður Fanney, f. 1942, hún var gift Guðmundi Þorkelssyni, f. 1946, látnum, þau eiga tvö börn og 6 barna- börn, þau skildu. Gísli giftist eftirlifandi eiginkonu sinni Guð- Blöndal, synir þeirra eru Vil- hjálmur Máni, fæddur 2008 og Viktor Ingi, fæddur 2011, Gísli Lárus, fæddur 4. desember 1990, í sambúð með Lenu Daða- dóttur, Fannar Páll, fæddur 25. maí 1994, Bergdís Ósk, fædd 16. febrúar 2004, 3) Sigrún Gísla- dóttir, fædd 31. júlí 1969, gift Bjarna Þór Hjaltasyni, fæddum 7. apríl 1970, dætur þeirra eru Ásdís Rún, fædd 14. janúar 1994, Ólöf Lilja, fædd 20. ágúst 1997 og Sandra Björk, fædd 25. október 1999. Fyrstu ár hjú- skapar síns bjuggu þau hjónin í Vestmannaeyjum. Árið 1967 fluttu þau í Kópavog þar sem Gísli vann margvísleg störf, meðal annars hjá Grænmet- isverslun landbúnaðarins, Byggingasamvinnufélagi Kópa- vogs og hjá Lárusi Einarssyni, byggingameistara, oftast sem verkstjóri. Lengst af starfaði hann hjá Bygg sem verkstjóri, en síðustu starfsárin í útrétt- ingum hjá fyrirtækinu. Gísli var virkur félagi í Lionsklúbbnum Munin frá árinu 1980, þar sem hann gegndi öllum helstu emb- ættum. Þau hjónin voru með- limir í jeppaklúbbnum Gaman saman og áttu sumarbústaðinn Mjölni, sem er í landi Miðhúsa. Þar hafa þau ræktað svæðið upp frá grunni. Útför Gísla fer fram frá Digraneskirkju í dag, 10. febr- úar 2014, og hefst athöfnin kl. 13. rúnu Þórarins- dóttir, fæddri 14. nóvember 1940, frá Mjölni í Vest- mannaeyjum, þann 17. nóvember 1962 og eignuðust þau 3 börn, þau eru 1) Þórarinn, fæddur 31. júlí 1962, var í sambúð með Bryn- dísi Brynjarsdóttir, eiga þau tvo syni, Brynjar Þór, fæddan 7. sept- ember 1986, í sambúð með Ágústu Sigurðardóttur, og Gunnar Má, fæddan 12. júní 1992, þau slitu samvistum. Þór- arinn var kvæntur Kristínu Val- geirsdóttur, þau skildu. Núver- andi kona hans er Karen Dagmar Guðmundsdóttir, fædd 19. október 1978, synir þeirra eru Guðmundur Gísli, fæddur 1. október 2012 og Þórarinn Rún- ar, fæddur 22. nóvember 2013, fósturdóttir Þórarins er Ragn- heiður. 2) Jóna Bryndís Gísla- dóttir, fædd 24. október 1967, gift Vilhjálmi Sveini Björnssyni, fæddum 3. nóvember 1968 og eiga þau fjögur börn og eru þau Guðrún Lilja, fædd 29. desem- ber 1987, í sambúð með Róbert Okkur langar í örfáum orðum að minnast Gísla frænda. Við hjónin urðum þeirrar gæfu að- njótandi að vera nágrannar heið- urshjónanna Gísla og Gunnu í sveitinni austur í Hvolhreppi. Oftar en ekki var viðkvæðið „drífum okkur austur“ ef vitað var af þeim hjónum fyrir austan. Voru það skemmtilegustu stund- irnar í sumarbústaðnum að hitta þau hjónin, setjast niður yfir kaffibolla og ræða málin, oftar en ekki um trjárækt sem var sam- eiginlegt áhugamál okkar. Kyn- slóðabil skipti engu máli í góðum félagsskap Gísla og Gunnu. Þess- ar samverustundir með þeim hjónum verða okkur hjónunum alltaf hjartfólgnar. Gísli var einn af þessum sam- ferðamönnum sem var gott að tala við, með góða nærveru og al- veg einstaklega skemmtilegur maður eins og allir vita sem hann þekktu. Listrænn og handverks- maður mikill sem best sést á sumarhúsi þeirra hjóna, lóð og málverkum sem eftir hann liggja. Oftar en ekki var hann mætt- ur að morgni dags að dytta að húsinu og snyrta lóðina ásamt Gunnu. Þótt veikur væri orðinn skorti ekki kraftinn og dugnað- inn að sinna húsi og lóð. Síðasta haust tók hann loforð af okkur um að mála þakið á geymslunni. „Þetta er það eina sem eftir er af viðhaldi og ég nenni ekki þarna upp“ og hló við. Létt lundin aldr- ei langt undan. Það er stórt skarðið í stórfjöl- skyldunni sem Gísli skilur eftir sig og söknuðurinn mikill. Um leið og við hjónin þökkum þér, Gísli minn, samfylgdina og samverustundirnar sendum við Guðrúnu, Þórarni, Jónu Bryndísi og Sigrúnu og fjölskyldum þeirra okkar hjartans samúðarkveðjur. Brynjar Ágúst og Vilma Kristbjörg. Látinn er Gísli móðurbróðir minn eftir harða baráttu við krabbamein. Hann háði langa og æðrulausa baráttu við meinið frábærlega vel studdur af eigin- konu og börnum. Vel man móðir mín fæðingu Gísla 11. júní 1940. Vorið var að springa út og blóm í varpa. Já, morgunninn var ógleymanlegur, lítill bróðir hafði fæðst um nóttina. Hún stóð úti og horfði til núpsins þar sem féð rann niður brekkurnar. Það átti að fara að taka af geldfénu. Allt er þetta skýrt í hennar minni enn þann daginn í dag. Sveinninn ungi dafnaði vel fríður mjög með ljósa lokka niður á herðar. Hann hlaut nafnið Gísli Bergsveinn Ólafur, minna mátti það ekki vera, nafn afa, langafa og langa- langafa, er voru breiðfirskir sæ- garpar. Sá litli átti að standa undir nafni og vera forfeðrum sínum til sóma. Sem hann og gerði. Árið 1947 fluttist fjölskyldan frá Þórunúpi niður að Miðhúsum í sömu sveit. Þar ólst hann upp við hefðbundin sveitastörf. Mik- inn áhuga hafði hann á tækni- framförum og gladdist mjög yfir vélvæðingu sveitanna er nú gekk í garð. Skyldunámi lauk hann í Hvolsskóla. Eftir það stundaði hann nám við Gagnfræðaskólann í Hveragerði. Mikil breyting varð hjá Gísla er hann kynntist konuefni sínu Guðrúnu Þórarinsdóttur úr Vest- mannaeyjum. Þau fluttust til Vestmannaeyja þar sem hún var fædd og uppalin. Seinna meir fluttust þau í Kópavoginn, hvar þau bjuggu alla tíð síðan. Gísla starfaði sem verkstjóri við nokk- ur byggingafyrirtæki. Hann var afar vel þokkaður í starfi. Ég átti þess kost að vinna undir stjórn Gísla í tvö ár. Það var gott enda frændi dagfarsprúður og ljúfur. Helst var hann þungbrýnn ef rík- isstjórnin tók rangar ákvarðanir. Gísli var óvenju listrænn og vel verki farinn. Sem vel má sjá á heimili þeirra hjóna. Já þau voru samhent hjón, Gísli og Gunna, ég hitti þau oft í sumarbústaðnum. Þar var allt vandað og vel byggt og glæsilega umgengið. Jæja frændi, þá er komið að kveðju- stund. Í hug mér koma Hávamál. Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur ið sama; en orðstír deyr aldregi, hveim er sér góðan getur. (Úr Hávamálum) Systur Gísla og fjölskyldur þeirra þakka frábæra samleið. Megi guð blessa eiginkonu og fjölskyldu. Það er fólginn styrk- ur í minningu um góðan dreng. Hafðu þökk, kæri frændi. Lárus Bragason. Það húmar að kveldi, vindinn lægir og nóttin færist yfir með kyrrð; Gísli, góður vinur okkar hjóna í yfir þrjátíu ár, dregur hinsta andann og kveður þetta jarðríki. Þegar við hjónin kynnt- umst Gísla og Guðrúnu tókst strax með okkur náin og traust vinátta sem hélst alla tíð. Við höf- um átt mikil og góð samskipti í gegnum Lions-hreyfinguna og starfað saman að mörgum mál- efnum á vegum Lionsklúbbsins Munins og Ýrar. Gísli bar um- hyggju fyrir hverjum sem hann kynntist og lét alla menn og mál- efni sig varða. Hann var mikill og traustur vinur sem alltaf var tilbúinn að aðstoða vini sína með jafnt stór sem smá verk og var mættur til aðstoðar þegar þörf var á. Þær eru ófáar stundirnar í gegnum tíðina sem höfum við eytt saman og þá margar á ferða- lögum og í Mjölni, bústað þeirra hjóna í Hvolhreppi. Gísli og Guð- rún voru höfðingjar heim að sækja og ákaflega gott að renna til þeirra í Mjölni og slaka á eftir daglegt amstur. Minnisstæðust er þó ferðin okkar norður á Strandir síðastliðið sumar en þá var Gísli orðinn mjög veikur en dró ekkert af og hélt uppteknum hætti og sagði sögur eins og hon- um var einum lagið. Hann gat gert hverja frásögn einstaka og ákaflega skemmtilega með frá- sagnargáfu sinni og er ljúft að ylja sér við þær minningar núna þegar að leiðarlokum er komið. Það er erfitt að ætla að rifja upp einstakar minningar eða fara yfir lífsferil góðs vinar eins og Gísla í örfáum orðum. Ljóðið hennar Ingibjargar Sigurðar- dóttur lýsir persónu vinar okkar mjög vel. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibjörg Sigurðardóttir) Vertu sæll vinur, við þökkum þér góð kynni og endurnýjum þau þegar við hittumst á ný. Kæra Guðrún og fjölskylda, við sendum ykkur innilegar sam- úðarkveðjur og biðjum góðan Guð að styðja ykkur í sorginni. Daníel og Jórunn. Góður vinur og félagi er geng- inn. Baráttu við erfið veikindi lokið, hvíldin og kveðjustundin komin. Stund þakklætis og trega. Ótrúlegur styrkur, hlýja og æðruleysi einkenndi fas þeirra hjóna í þessu ferli sem nú er að baki. Minningar eru sjóður sem við eignumst á lífsleiðinni í leik og starfi. Gísli var einn af þeim sem lögðu mikið af mörkum í sjóðinn okkar. Kynni okkar fjölskyldna hafa staðið í rúma fjóra áratugi. Margt kemur þá upp í hugann, bæði störf og skemmtun, ferða- lög utanlands og innan. Starfs- félagar hjá Byggingasamvinnu- félagi Kópavogs, þar sem Gísli starfaði sem verkstjóri um ára- bil. Störf innan Lions í Kópavogi ómæld og styrkur hans þar mik- ill. Og síðast en ekki síst sam- búðin í Daltúninu, „grannarnir“ á 11 og 13. Það voru ljúf ár allt frá fyrstu skóflustungu. Báðar fjöl- skyldur einnig að vinna að sum- arhúsabyggingu þó ekki lægju löndin saman þar. Þá nutum við góðs af þekkingu Gísla varðandi gróðursetningu o.fl. Ótal plöntur í okkar landi eru ættaðar frá þeim hjónum. Tengsl Gísla við náttúruna og gróðurinn voru sterk enda fæddur og uppalinn í Fljótshlíðinni. Við þökkum samfylgdina í gegnum árin, biðjum góðan Guð að blessa og styrkja fjöskuyldu hans og ljúkum þessum orðum með hendingu úr ljóðinu „Mold“ eftir Davíð Stefánsson frá Fagraskógi. Og svo kemur nótt. Svartnættið er eins og svalandi veig, er sál þín drekkur í einum teyg. Þreytan breytist í þökk og frið, þögnin í svæfandi lækjarnið, haustið í vor… Hafðu þökk fyrir öll þín spor. Það besta, sem fellur öðrum í arf, er endurminning um göfugt starf. Gunnar, Erla og fjölskylda. Gísli B. Lárusson gerðist fé- lagi í Lionsklúbbnum Munin í Kópavogi í mars 1980. Það var mikill fengur fyrir klúbbinn. Enda þótt mannval væri þar fyr- ir jókst það við komu hans. Gísli var yfirvegaður og bauð strax af sér góðan þokka og það hélzt til æviloka hans. Hann hafði sínar ákveðnu skoðanir og var ekki alltaf sammála öðrum klúbbfélögum, en hann flutti mál sitt ætíð skýrt og skilmerkilega og gætti þess að særa engan. Hann var einn þeirra sem hafa alltaf eitthvað að segja þegar þeir tala og það var gjarna hlust- að á hann. Hann var fús til allra starfa fyrir klúbbinn, hvort sem var um stjórnarstörf að ræða eða líkamlega vinnu við góðgerðar- verkefni klúbbsins. Fyrir fáum árum greindist hann með krabbamein og var verulegur hluti lifrar hans fjar- lægður þess vegna. Þótt veikindi væru farin að draga úr þrótti hans móðgaðist hann nánast ef félagarnir vildu hlífa honum við líkamleg störf fyrir klúbbinn. Um það leyti sem Gísli gekk í klúbbinn var eitt af fjáröflunar- verkefnum að ganga í hús að hausti og selja ljósaperur. Yfir- leitt var því vel tekið. Gísli lenti þó í því á ákveðnum stað, að hann var hundskammaður og hellt yfir hann svívirðingum um Lions- hreyfinguna. Eins og hans var von og vísa tók hann því með jafnaðargeði og sagðist mundu koma aftur að ári og bjóða við- komandi ljósaperur, því að hann mæti hann jafnmikils og aðra Kópavogsbúa. Á þessi viðbrögð hans má líta sem hinn sanna Lionsanda, því að þar eru allir jafnir og ekki far- ið í manngreinarálit. Vegna veikinda sinna gat Gísli að undanförnu lítið sótt fundi klúbbsins. Því var það mjög ánægjulegt að hann kom á jóla- fund okkar og var það síðasti fundurinn sem hann sótti. Geng- inn er einn traustasti félaginn í Lionsklúbbnum Munin og er hans sárt saknað. Fjölskyldu hans vottum við innilega samúð. Fyrir hönd Lionsklúbbsins Munins, Matthías Frímannsson. Gísli Bergsveinn Ólafur Lárusson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.