Morgunblaðið - 10.02.2014, Side 26

Morgunblaðið - 10.02.2014, Side 26
26 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 10. FEBRÚAR 2014 ✝ Gunnar Krist-jánsson fædd- ist á Patreksfirði 2. febrúar 1941. Hann andaðist á Landspítalanum við Hringbraut 28. janúar 2014. Foreldrar hans voru Jóhanna Ólafsdóttir, f. í Reykjavík 25.9. 1915, d. 25.2. 1988 og Kristján Halldórsson, f. í Hnífsdal 5.1. 1912, d. 5.7. 1976. Systkini Gunnars eru Guðríður Kristjánsdóttir, f. 28.4. 1943, maki Helgi Geir Valdimarsson, Hanna Karen Kristjánsdóttir, f. 4. 2. 1956, maki Þórir Georgsson, og Ólafur Krist- jánsson, f. 23.10. 1959. Gunnar kvæntist 30. desember 1971 Helgu Loftsdóttur, f. 4.5. 1939. Sonur Gunnars er Gestur Skarphéðinsson, f. 20.2. 1966, maki Fanney Ásgeirsdóttir. Móðir Gests er Erla Gests- dóttir. Börn þeirra eru Guðrún Signý Gestsdóttir, f. 27.1. 1989, Erla Gestsdóttir, f. 5.8. 1996 og Helga Magnea Gests- dóttir, f. 21.12. 2000. Barn Frá átta ára til tólf ára aldurs var Gunnar í sveit á sumrin í Reykjarfirði við Arnarfjörð. Fyrstu unglingsárin vann hann sem sendill á Morgunblaðinu en 15 ára fór hann fyrst til sjós og þá með föður sínum á síðu- togara. Síðan starfaði hann á millilandaskipum, togurum og fiskibátum, þ. á m. Jóni forseta og Gróttunni. Hann lauk námi frá Verzlunarskóla Íslands 1961. Fór þá aftur á sjóinn en hélt svo utan til Þýzkalands og lærði þar niðursuðu 1963-1964. Heim kominn kom hann á fót niðursuðu hjá Tryggva Ófeigs- syni í Júpiter og Marz. Enn- fremur vann hann við laxeldi í Kollafirði um tíma. En enn á ný lá leiðin aftur til sjós. Vann síðan í Grundarfirði í Nið- ursuðunni hf. hjá Soffaníasi Cecilssyni. Á árunum 1969- 1973 vann Gunnar sem verk- stjóri í Sjófangi í Reykjavík. Réð sig eftir það á skuttog- arann Dagstjörnuna og seinna á skuttogarana Guðmund Jóns- son og Ásbjörn. Árið 1980 fór hann í land og hóf störf hjá Framleiðslueftirliti sjávaraf- urða, sem í dag ber heitið Fiskistofa, og vann þar ýmis eftirlitsstörf. Gunnar lét þar af störfum árið 2008. Útför Gunnars fer fram frá Bústaðakirkju í dag, 10. febr- úar 2014, og hefst athöfnin kl. 13. Guðrúnar Signýjar er Guðjón Máni, f. 3.6. 2007. Stjúp- sonur Gunnars er Róbert Birgir Agnarsson, f. 21.10. 1957, maki Anna Björnsdóttir. Börn þeirra eru Helga Sif Róberts- dóttir, f. 21.07. 1981, maki Ragnar Már Sverrisson, börn þeirra eru Rómeó Máni, f. 21.7. 2004 og Emilía Embla, f. 3.8.2009. Gunnar Freyr Ró- bertsson, f. 10.2. 1986, maki Harpa Hrund Hinriksdóttir, börn þeirra eru Lúkas Myrkvi, f. 24.11. 2008 og Andrea Ylfa, f. 25.8. 2013. Andri Björn Ró- bertsson, f. 24.2. 1989, maki Ruth Jenkins-Róbertsson. Gunnar og Helga bjuggu lengst af í Asparfelli 8 í Reykjavík. Gunnar ólst upp á Patreksfirði og einnig á Bíldu- dal þar til fjölskyldan flutti suður til Reykjavíkur árið 1949. Fjölskyldan bjó þar fyrst á Njálsgötu og fór hann í Aust- urbæjarskólann og síðar í Gagnfræðaskóla Austurbæjar. Hann var fallegur maður, hann Gunnar bróðir minn, jafnt í útliti sem innræti. Gunni og Núra voru í eldra systkinahollinu en við Óli í því yngra. Gunni var 15 árum eldri en ég. Hann var orðinn „gæi“ þegar ég fór að muna eftir mér. Fór fyrsta túr- inn á sjóinn með pabba á síðutog- ara árið sem ég fæddist. Fór svo í Verzló. Hann kom og fór af heim- ilinu sem þá var á Laufásvegin- um. Hélt til náms í niðursuðu- fræðum í Þýskalandi. Vann úti á landi. Var mikið á sjónum, bát- um, togurum og „fossunum“. Það var dálítill ævintýrabragur yfir lífi hans. Við Stína vinkona bið- um spenntar þegar hann kom heim úr siglingum, hvað myndi hann færa okkur? Og alltaf gladdi hann okkur eitthvað. Brosandi sínu fallega brosi, glað- ur og kátur og sagði sögur og brandara. Sjórinn og ýmislegt sem hon- um fylgir varð lífsstarf Gunna. Sjórinn og allt sem honum tengd- ist var ekki bara vinna heldur brennandi áhugamál hans. Hann las sér til um allt sem viðkom sjónum, skipum, skipssköðum, afla, vinnslu. Það má segja að Skipaskráin hafi verið hans „Bók“. Gunni safnaði munum tengdum sjónum og sjómennsku og gaf til safna. Hann hafði einnig gaman af þjóðlegum fróðleik. Þau ár sem hann var í sveit í Reykjarfirði við Arnarfjörð voru honum hugleikin, hann talaði mikið um þau. Þar var greinilega gaman að vera. Gunni ferðaðist mikið um landið vegna vinnu sinnar hjá Fiskistofu og þekkti landið vel og örnefni mjög víða. Þau Helga leituðu ekki langt yfir skammt, það sem veitti þeim gleði var á Íslandi. Fegurð nátt- úrunnar, fólkið, Elliðaárdalurinn, Gróttan uppáhaldsstaðurinn, berjatúr, bíltúr að skoða skipin, þetta gladdi þeirra hjörtu. Gunni og Helga komu oft í heimsókn á mitt heimili. Það var gaman þegar Gunni var í sögu- stuði, heyra kostulegar sögur úr flotanum, af minnisstæðu fólki og öllu milli himins og jarðar. Gunni var vel gerður, traustur og heiðarlegur. Hann var skipu- lagður, snyrtilegur og reglumað- ur. Gunni var ekki mikið fyrir að láta á sér bera, hann var hógvær og dulur. Þrátt fyrir heilsuleysi í áratugi kvartaði hann ekki. En það hafði áhrif á líf hans og lífsgæði, þótt hann stæði sig eins og hetja og reyndi að láta ekki deigan síga. Eftir löng og erfið veikindi fékk hann hvíldina. En brosið hans bjarta gleymist ekki. Með þakkklæti fyrir allt það góða sem hann var mér og mín- um. Ég sakna hans. Hanna Karen Kristjánsdóttir. Velkomin nótt, nú hljóðnar um hauður og haf hugurinn dapur, í sál minni brostinn er strengur. Höndin þín milda, sem líknaði, gladdi og gaf græddi margt sár, hver fær hennar notið ei lengur. Vegferð þín öll var góðvild í garð sér- hvers manns þú gættir þess alltaf að hlúa að rétti hins smáa. Ef manni var hallmælt þú liðsinni lagðir til hans og leystir þess vanda, sem átti sér vinina fáa. Velkomin nótt, með andvarans yljandi ró, ættjarðar signandi móðurhönd yfir þig breiði. Sá er hvíldina langþráðu veitti og vöggu þér bjó, lætur vorliljur blómstra og umvefur blessun þitt leiði. Hjartkæri bróðir, guð gefi þér góðan byr á góðvina fund, handan við feigðarboð- ann. Ég sé þig í anda, svipmótið bjart sem fyrr, sigla með reisn og hverfa inn í morgunroðann. (Guðmundur G. Halldórsson) Kæri bróðir, hvíl í friði. Þökk fyrir allt. Guðríður Kristjánsdóttir. Andlát kemur mönnum alltaf á óvart, þótt það sé eitthvað sem enginn kemst undan. Aðeins spurning um hvenær og hvernig það ber að. Þegar fólk er upp- tekið af því að lifa, þá er dauðinn víðs fjarri. Bjartsýni og trú á líf- ið er okkur mikils virði og öllum mönnum nauðsynleg. Það er allt- af sárt þegar dauðann ber að garði í fjölskyldunni, en þeir sem eftir lifa mega ekki missa trúna á lífið og tilveruna. Fjölskyldur þarfnast þess að meðlimirnir séu bjartsýnir og glaðir. Lýsi upp eigin tilveru og tilveru annarra. Andlát Gunnars, ástkærs stjúpföður míns, kom ekki á óvart, því hann hafði barist við krabbamein um nokkra hríð. Öll væntum við þess að nútíma- læknavísindi lækni vini og vanda- menn af sjúkdómum, en því mið- ur tókst það ekki í tilviki Gunnars. Við þurftum því að sjá á eftir honum allt of snemma. Gunnar kom inn í líf mitt þegar ég var átta ára gamall. Ég bjó þá með mömmu hjá ömmu og afa í Bústaðahverfinu í Reykjavík. Þegar ég var 15 ára flutti ég síðan með mömmu og Gunnari í nýja íbúð í Asparfellinu. Þar bjuggum við okkur yndislegt og fallegt heimili, sem hefur verið heimili mömmu og Gunnars æ síðan. Gunnar hafði mikla ástríðu fyrir öllu sem snerti hafið. Hann talaði um skipin, fiskinn, sjó- mennina og fiskvinnsluna af miklum áhuga og þekkingu. Hann kynntist sjómennskunni snemma á ævinni og fann sér ævifarveg í atvinnugreinum sem tengjast sjónum. Hann las meira og minna allt sem hann komst í er varðaði sjómennsku og skylt efni. Hann hafði líka mikinn áhuga á landinu okkar og fólkinu. Á sín- um langa starfsferli við eftirlit með fiskvinnslunni hafði hann tækifæri til að ferðast um landið sem var honum svo kært og hitta margt áhugavert fólk. Það var gaman að tala við hann um allt sem tengist sjónum, landinu og fólkinu. Oft mikið brosað og hleg- ið eftir skemmtilega sögu. Og nóg var af mönnum með sömu ástríðu og Gunnar í fjölskyldunni og því oft glatt á hjalla þegar áhuga- mennirnir fundust. Gunnar var góður maður sem var mér alltaf vænn og góður. Alvörufaðir. Hann stóð styrkur við hlið móður minnar og saman studdu þau mig og síðar fjöl- skyldu mína með ráðum og dáð. Gunnar hafði mikið yndi af barnabörnunum og barnabarna- börnunum og var mikill vinur þeirra. Þau elska hann öll og virða og sjá mikð eftir afa sínum og langafa. Þegar við bjuggum í Mývatnssveitinni heimsóttu mamma og Gunnar okkur stöku sinnum. Það voru miklir gleði- dagar og ekki síst þegar Gunnar kom með flattan saltfisk, stóran, gamlan og gulan, sem við þurrk- uðum á veröndinni í sólinni við Mývatn. Það var mikið lostæti. Ég, Anna, börnin og barna- börnin söknum þín öll, kæri Gunnar. Góðar minningar hrann- ast upp, sem er gott, því með þeim getum við yljað okkur alla ævi. Nú ert þú annars staðar, þar sem þú verður án efa mörgum að góðu liði, rétt eins og þú varst okkur ómetanleg stoð á meðan þú dvaldir með okkur. Góðum mönnum gefin var sú glögga eftirtekt. Að finna líka fegurð þar, sem flest er hversdagslegt. (J.K.) Hvíl þú í friði. Róbert Birgir Agnarsson. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Sveinbjörn Egilsson) Elsku afi, Nú ertu farinn frá okkur og við sitjum eftir með tár á vanga. En það eru ekki bara sorgartár elsku afi, heldur gleðitár vegna allra góðu minninganna sem við mun- um alltaf eiga í hjörtum okkar um þig og allar góðu stundirnar sem við höfum átt saman í gegnum ár- in. Elsku afi, þú gladdir alltaf litlu hjörtun okkar með brosinu þínu og góðlátlegu gríni, enda sástu spaugilegu og skemmtilegu hliðarnar á öllu og öllum. Við munum öll eftir ferðunum í Asparfellið þar sem við fengum að umbreyta íbúðinni í völundar- hús með teppum og stólum, þeg- ar við lékum okkur með sjóræn- ingjagullið eða þegar við spiluðum ólsen ólsen og þú stakkst iðulega spilum upp í erm- ina. Það er heldur ekki hægt að gleyma því þegar þú eldaðir beik- on og fiskbúðing fyrir okkur bræður í tonnatali, hver tekur upp á slíku? enginn nema snill- ingur eins og þú elsku afi okkar. Ferðirnar út í Gróttu eru líka of- arlega í huga þegar við horfum til baka, að labba í fjörunni og fara og skoða virkið góða þar sem við gæddum okkur á kókómjólk og langajón, þið kunnuð alveg á okk- ur, þú og amma. Þú varst alla tíð frábær fyr- irmynd fyrir okkur öll, í öllu sem þú tókst þér fyrir hendur. Þú varst alltaf tilbúinn að hjálpa til við öll tækifæri á þinn hlýja og einstaklega rólega hátt. Elsku afi okkar, eftir situr gleði í hjörtum okkar sem mun vara inn í eilífð- ina undir björtum bjarma blys- anna góðu. Elsku afi okkar, við elskum þig og munum ávallt bera þig með okkur. Ástarkveðja. Helga Sif, Gunnar Freyr og Andri Björn Róbertsbörn. Svili minn, Gunnar Kristjáns- son, hefur nú verið leystur frá þrautum eftir margra mánaða legu. Ég heimsótti hann oft og dáðist að dugnaði hans. Ég heyrði hann aldrei kvarta þótt ég væri viss um að hann þjáðist mik- ið. Mín fyrstu kynni af Gunnari voru þegar við á Þorkeli Mána lönduðum í Þýskalandi, en þá var hann við nám þar ytra og kom um borð til okkar. Árið 1962 réðst Gunnar sem háseti á Þorkel Mána og eftir það má segja að líf okkar hafi tvinnast saman í fjöl- skylduböndum, starfi og leik. Við urðum svilar og samskipa á þremur skipum og unnum saman hjá Ríkismatinu í 10 ár. Margs er að minnast. Ég ætla aðeins að stikla á stóru. Árið 1962, þegar við vorum á Þorkeli Mána sigldi þýski togarinn Mellum á okkur á fullri ferð þar sem við vorum að taka trollið á Fyllubanka við V-Grænland. Við vorum samskipa á Dag- stjörnunni í febrúar 1973 þegar við vorum vélvana í Ísafjarðar- djúpi í NA-roki. Litlu munaði að okkur ræki upp í Stigahlíðina. En alltaf var Gunni jafn- sallarólegur á hverju sem gekk. Síðasta skipið sem við vorum samskipa á var Ásbjörn. Frá árunum sem við vorum hjá Ríkismatinu er margs að minnast þegar við vorum að ferðast um landið og reyna að koma útgerð- armönnum og sjómönnum til þess að ganga betur um fiskinn og ísa hann strax um borð. Í þess- um ferðum lentum við í ýmsu. Sátum fastir í skafli í stórhríð norður á Sléttu, klöngruðumst út með hlíðinni á Patró að leita að fallegum steini á leiði pabba hans Gunna. Steininn fundum við og nú prýðir hann leiði föður Gunna. Við gistum á eyðibýlum í Reykj- arfirði, þar sem Gunni var í sveit sem drengur. Við heimsóttum fólk á Bíldudal þar sem Gunnari var tekið eins og týnda syninum og ég naut góðs af. Þegar við fór- um um Snæfellsnes þá fórum við um minn frændgarð og fengum ógleymanlegar móttökur á Ber- serkseyri, hjá honum Hreini frænda mínum og Dísu konu hans. Árið 2010 fórum við saman í ógleymanlega ferð á hátíð tog- arasjómanna á Akureyri, þar sem minnst var gömlu síðutog- aranna og tókum með okkur tog- ararjaxlana Þórarin Hauk Hall- varðsson og Jóhann Sigurgeirsson (Jóa Bello). Á gististaðnum var með okkur hinn heimsfrægi Guðlaugur Friðþórs- son. Ferðin var ákaflega fróðleg og skemmtileg. Að endingu þakka ég þér fyrir samfylgdina, Gunni minn, og vona að við förum í einhverja skemmtilega ferð hinum megin. Við Hidda vottum ykkur Helgu, Gesti, Róberti og öðrum ástvin- um innilega samúð og biðjum Guð almáttugan að styrkja ykkur í sorginni. Ragnar Franzson. Það var gaman að vera þar sem Gunni frændi var á staðnum, eða Gunni stóri eins og hann var kallaður í okkar hluta af fjöl- skyldunni, til aðgreiningar frá fleiri góðum með sama nafn. Í minningunni hefur hann alltaf verið léttur í lund og átti auðvelt með að lyfta stemningunni með hnyttnum tilsvörum eða skemmtilegum sögum af alls konar fólki sem hann hafði hitt í tengslum við vinnu sína í kring- um landið, enda einstaklega naskur á að sjá það kómíska í flestum aðstæðum. Í bland við hlýjuna hafði Gunni því einstak- lega notalega nærveru og var alltaf gaman þegar hann átti er- indi austur til Neskaupstaðar vegna vinnu sinnar. Þá var mað- ur montinn að eiga frænda sem gat komið í heimsókn eftir að vinnu var lokið og kannski gist í eina nótt. Það eru forréttindi að hafa átt slíkan frænda. Megi Gunni frændi hvíla í friði. Kristján, Jóhanna og Dagbjört. Loks beygði þreytan þína dáð, hið þýða fjör og augnaráð; sú þraut var hörð – en hljóður nú í hinsta draumi brosir þú. Svo hvíl þig, vinur, hvíld er góð, – vor hjörtu blessa þína slóð og Laxárdalur þrýstir þér í þægum friði að brjósti sér. (Jóhannes úr Kötlum) Nú þegar komið er að kveðju- stund, elsku Gunni, er þakklæti efst í huga okkar. Við þökkum fyrir þann dýrmæta tíma sem þú gafst okkur og þær góðu minn- ingar sem við eigum frá samveru- stundum með ykkur Helgu. Það fylgdi því alltaf tilhlökkun að koma upp í Aspó, hvort sem það var í stutta heimsókn eða til að gista. Þá fengum við mikið af góðgæti, óskerta athygli og hlýju. Þú hafðir áhuga á öllu sem við vorum að gera og aðstoðaðir okk- ur með hin ýmsu úrlausnarefni. Eftirminnilegir eru bíltúrar nið- ur á höfn að skoða skipin, ótal sögustundir, Rommíkeppnir, fjöruferðir og ferðir í berjamó svo eitthvað sé nefnt. Við sökn- uðum þín þegar þú varst á sjón- um en þegar þú komst í land gladdirðu okkur með fjársjóðum hafsins eins og ígulkerum, kross- fiskum og skeljum sem þú hreinsaðir, þurrkaðir og leyfðir okkur að eiga. Þú kenndir okkur ungum margt gagnlegt, eins og tungu- mál, pilla rækjur, flaka fisk og brýna hnífa, allt sem nýtist okkur enn þann dag í dag. Sögurnar sem þú sagðir okkur munu ekki gleymast því framsögn þín var lífleg og ávallt krydduð ýmsum hljóðum og leik. Eins erum við af- ar þakklátar fyrir hvað þú varst duglegur að taka myndir sem börnin okkar munu njóta um ókomna tíð. Elsku Helga, Robbi, Anna og börn, sendum ykkur innilegar samúðarkveðjur á þessum erfiðu tímum. Við munum minnast þín svo lengi sem við lifum og þökk- um þér fyrir að hafa alltaf verið til staðar og gefið þér tíma til að sinna okkur. Hvíldu í friði elsku besti Gunni okkar, við munum sakna þín. Elín Þórunn, Elfa Björk og Tinna Björk. Gunnar Kristjánsson helgaði fiskvinnslu og eftirliti með fisk- framleiðslu stærstan hluta starfsævi sinnar. Störf hans hjá Ríkismati sjávarafurða, forver- um þess, síðar hjá Fiskistofu og síðast Matvælastofnun spönnuðu nokkra tugi ára, sem gerir Gunna að einum reyndasta eftirlits- manni á þessu sviði fyrr og síðar. Hann var einn helsti sérfræðing- ur í síldareftirliti þegar síldin „hvarf“ á seinni hluta sjöunda áratugarins. Eftirlitsmaðurinn Gunnar gat verið fastur fyrir ef hann fann að viðmælandi hans reyndi að kom- ast hjá að fara að reglum. Sumum fiskverkendunum þótti hann ekki árennilegur við fyrstu sýn og báru óttablandna virðingu fyrir honum. En óttinn hvarf fljótt og var hann aufúsugestur þegar hann kom í eftirlit síðar. Enda var hann hinn vænsti karl og hafði af mikilli reynslu að miðla sem fiskverkendur fengu oft að njóta. Hann lagði áherslu á að eftirlitsmaðurinn réði atburða- rásinni við skoðun á vettvangi, en léti ekki aðra ráða þar för. Það má segja um Gunna, félaga okk- ar, hann var fáorður, en gagnorð- ur og þoldi illa óþarfa mas. Gunni var ekki allra, en mikill vinur vina sinna og þau hjón, Helgu og Gunna, var ávallt gott heim að sækja. Gunnar var einstaklega orð- heppinn og hnyttinn í tilsvörum, sbr. þegar þátttakendur á nám- skeiði sem hann var á skyldu kynna sig fyrir leiðbeinanda með nafni og fyrirtæki, þá sagðist Gunni vera á vegum „flokksins“. Skýringin var sú að þátttakendur fengu 1. flokks launahækkun ef þeir sætu námskeiðið. Gunni þekkti landið sitt og alla staðhætti vel, enda hafði hann ferðast mikið í tengslum við starf sitt. Hann hafði mikið dálæti á Snæfellsnesi og var það bæði fræðandi og skemmtilegt að fara með honum í eftirlitsferðir, ekki síst á Nesið, en þar þekkti hann hverja þúfu frá þeim tíma að hann vann við fiskvinnslustörf hjá fiskvinnslu Soffaníusar Ce- cilssonar á yngri árum. Á ferðum sínum gafst honum oft tími og tækifæri til að sinna því áhuga- máli sínu að lesa, en hann var mikill bókaunnandi. En bátar og togarar höfðu mikið aðdráttarafl á hann og gat maður oft gengið að honum niðri á bryggjunni. Þekkti hann togarana langt að og löngu áður en maður gat greint heiti þeirra eða einkennisstafi. Við samstarfsmenn Gunnars hjá Fiskistofu og síðar Matvæla- stofnun þökkum honum samferð- ina og þá leiðsögn sem hann veitti okkur af reynslu sinni. Minnumst við hans sem góðs félaga og sam- ferðamanns. Við sendum Helgu eiginkonu hans og öðrum ástvinum hans okkar innilegustu samúðarkveðj- ur. Rikard, Ásgeir, Garðar, Þór, Dóra og Sigmar. Gunnar Kristjánsson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.