Morgunblaðið - 10.02.2014, Side 30
30 ÍSLENDINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 10. FEBRÚAR 2014
Dans, tónlist og tíska eru helstu áhugamál Hildar Ólafsdóttursem er 26 ára í dag. Hún er fagstjóri nútímadeildar List-dansskóla Íslands og hefur með höndum kennslu nemenda á
framhaldsskólaaldri og svo yngsta aldurshópsins, það er níu ára
gamalla krakka sem eru að hefja ferilinn.
„Ballerínukjólarnir heilluðu barnið. Ég byrjaði í listdansskóla
fjögurra ára og heillaðist. Var lengi í skóla hér heima og fór tvítug í
Alvin Ailey-skólann í New York í Bandaríkjunum. Þar var ég í þrjú
ár, en kom heim 2011. Fór árið eftir í núverandi starf sem er alveg
æði. Og nú erum við einmitt að vinna að áhugaverðum sýningum
sem verða færðar upp í vor,“ segir Hildur sem bætir við að áhuga-
mál sín séu á sinn hátt nokkuð samofin dansinum. Sér þyki gaman
að fara á tónleika með hinum ýmsum flytjendum og sömuleiðis sé
áhugavert að fylgjast tískunni. Vinna einn dag í viku í verslun Top
Shop í Kringlunni sé tækifæri til þess.
Hildur er uppalin í Vesturbænum í Reykjavík en býr nú við Hað-
arstíg þar sem þær Hildur Kristín Stefánsdóttir leigja sína hæðina
hvor í sama húsinu. Leiðin liggi þó oft til foreldra sinna, þeirra Ólafs
Grétars Kristjánssonar og Írisar Arnardóttur sem búa á Bræðra-
borgarstígnum, og væntanlega verði allri fjölskyldunni boðið í mat í
kvöld í tilefni dagsins. sbs@mbl.is
Hildur Ólafsdóttir er 26 ára í dag
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Dans Hildur Ólafsdóttir nam ballettdans hér heima og í Bandaríkj-
unum og er nú fagstjóri nútímadeildar við Listdansskóla Íslands.
Ballerínan af
Bræðraborgarstíg
Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, islendingar@mbl.is
Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má
senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn
þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.
Unnið í samvinnu við viðmælendur.
Þessar ungu stúlkur tóku sig
til og perluðu alls konar
myndir og seldu til styrktar
Rauða krossinum. Þær söfn-
uðu með því 4.289 krónum.
Þær heita Heba Róberts-
dóttir (8 ára), Embla Þ. Dýr-
fjörð (8 ára) og Helga Sól-
veig Sveinsdóttir (7 ára).
Hlutavelta
Reykjavík Jóhanna Ósk fæddist
30. apríl kl. 17.15. Hún vó 3800 g og
var 53 cm löng. Foreldrar hennar eru
Áslaug Ósk Hinriksdóttir og Óskar
Örn Guðbrandsson.
Nýir borgarar
Reykjavík Agnar Breki fæddist 4. júlí
kl. 22.21. Hann vó 3346 g og var 51 cm
langur. Móðir hans er Helga Agnars-
dóttir.
Á
rni Þór er fæddur á
Hólmavík 10.2. 1964 en
ólst upp í Odda og í
Baldurshaga í Bjarn-
arfirði á Ströndum.
Foreldrar hans reistu Baldurshaga
í landi Odda og bjuggu þar, en afi
hans og amma bjuggu í Odda.
Árni Þór er alinn upp við öll al-
menn sveitastörf en í Odda og
Baldurshaga var myndarlegt
fjárbú og þar eru nú 400 kindur.
Auk þess voru foreldrar hans með
kýr og hænsi til heimilis á árum áð-
ur.
Árni Þór byrjaði ungur að róa
með föður sínum og frændum á
grásleppu á vorin. Hann var í
Klúkuskóla í Bjarnarfirði.
Árni Þór var 14 ára er hann byrj-
aði að vinna við sláturhúsið á
Hólmavík í sláturstíðinni: „Maður
var nú ekki hár í loftinu þá. Ég
man að ég þurfti að standa uppi á
stól til að geta dröslað kinda-
skrokkunum á krókana. En allt
gekk þetta nú samt einhvern veg-
inn upp.“
Árni Þór starfaði síðan við slát-
urhúsið ár hvert í sláturtíðinni,
varð síðan skotmaður þar og
gegndi því starfi þar til sláturhúsið
var lagt niður fyrir u.þ.b. áratug.
Jafnframt bústörfunum vann
Árni Þór í fiskvinnslu hjá Drangi
ehf á Drangsnesi. Hann fór suður í
Sandgerði 1981 og var þar tvær
vertíðir í saltfiskvinnslu, ók vörubíl
hjá Norðurfiski í Keflavík eina ver-
tíð, var skólabílstjóri um árabil og
var eina vertíð í saltfisk- og fisk-
vinnslu hjá Nesfiski í Garði 1994.
Þá var hann til sjós á vertíðum á
netabátum frá Drangsnesi og frá
Hólmavík. Hann stundaði auk þess
refabúskap í Odda í nokkur ár.
Árni Þór Baldursson, verkstjóri hjá Drangi – 50 ára
Með móður og systkinum Talið frá vinstri: Árni Þór, Hafdís, Steinar Þór, Erna, móðir þeirra og Sölvi Þór.
Stórafmæli á Ströndum
Oddi Þar átti Árni Þór fyrst heima og þar bjuggu afi hans og amma.
MAURICE LACROIX
EITT FREMSTA ÚRAMERKI Í HEIMINUM Í DAG
Frá stofnun árið 1976 hafa vinsældir
Maurice Lacroix aukist hraðar en nokkurs
annars svissnesks úramerkis og fæst það
nú hjá yfir 4.000 úrsmíðameisturum
í 45 löndum.
Maurice Lacroix úrin eru
heimsfræg fyrir fágaða hönnun,
fullkomna tækni og gæði í gegn.
Maurice Lacroix fæst hjá Jóni og Óskari.
PI
PA
R\
TB
W
A
•
SÍ
A
www.jonogoskar.is Sími 5524910 / Laugavegi 61 / Kringlan / Smáralind