Morgunblaðið - 14.02.2014, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 14.02.2014, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. FEBRÚAR 2014 Guðni Einarsson gudni@mbl.is Reykjavíkurborg er að undirbúa ræktun æðarunga í vor til að lífga upp á fuglalíf Tjarnarinnar og Vatnsmýrar. Sótt hefur verið um leyfi til umhverfis- og auðlind- aráðuneytisins til eggjatöku. Eggj- unum verður ungað út í Hús- dýragarðinum. Þegar ungarnir verða orðnir stálpaðir verða þeir líklega fluttir í fuglafriðlandið í Vatnsmýri, að sögn Þórólfs Jóns- sonar garðyrkjustjóra. Þar verða ungarnir fóðraðir þar til þeir verða sjálfbjarga. Hann sagði þetta gert að ráðum fuglafræðinganna Jó- hanns Óla Hilmarssonar og Ólafs K. Nielsen, sem lengi hafa vaktað fuglalífið við Tjörnina. „Þetta verða um þrjátíu egg. Við eigum eftir að ákveða nákvæmlega staðinn þar sem ungarnir verða aldir og útbúa aðhaldið,“ sagði Þór- ólfur. „Við höfum samið við æð- arbónda sem hefur reynslu af eldi æðarunga um að leiðbeina okkur.“ Þórólfur sagði að gangi eldi æð- arunganna vel komi til greina að skoða eldi unga annarra andateg- unda til að styrkja fuglalífið. Kreppa hjá Tjarnarfuglunum Viðvarandi viðkomubrestur og hnignun varpstofna einkennir fuglalífið við Tjörnina í Reykjavík, að sögn fuglafræðinganna Jóhanns Óla Hilmarssonar og Ólafs K. Niel- sen. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu þeirra fyrir Reykjavík- urborg um fuglalífið við Tjörnina árið 2013. Þeir hafa ásamt fleirum vaktað fuglalíf á Tjörninni allt frá árinu 1973. „Niðurstöður vöktunar Tjarn- arfugla 2013 eru í fullu samræmi við þá mynd sem dregin hefur verið upp á liðnum árum og lýsir fugla- stofnum í kreppu,“ segir í nýju skýrslunni. „Þrjár af 5 andateg- undum sem verpa við Tjörnina, gargönd, duggönd og æður, eru við það að deyja út.“ Ástæða hnignunar þessara fugla- tegunda við Tjörnina eru aðallega taldar vera fæðuskortur, afrán og skerðing búsvæða. Þeir félagar hafa gert tillögur til úrbóta sem einkum ganga út á að borgin hefji aftur ræktunarstarf í þeim anda sem einkenndi umhirðu Tjarn- arfugla á árunum 1956 til 1986. Áfram verður haldið við end- urheimt votlendis í friðlandinu í Vatnsmýri. „Framkvæmdir hófust 2012 og hafa haft jákvæð áhrif á fuglalífið. Kríuvarpið hefur verið í uppsveiflu og endur komið upp ungum undir verndarvæng hennar. Það er von okkar að þessar breyt- ingar hafi jafnframt áhrif á varp anda, það þéttist og fái vernd í frið- landinu,“ eru lokaorð skýrslu þeirra Jóhanns Óla og Ólafs. Morgunblaðið/Ómar Vatnsmýri Fuglafriðlandið er nú umlukið síki sem hindrar m.a. aðgang katta. Landið hefur verið lækkað til að breyta grunnvatnsstöðu fuglunum til hagsbóta. Kríuvarp hefur aukist og endur komið upp ungum í skjóli kríanna. Reykjavíkurborg ætlar að rækta æðarunga í Vatnsmýri  Aðgerðir til þess að lífga upp á fuglalífið á Tjörninni sem á í kreppu Öðrum áfanga framkvæmda í fuglafriðlandinu í Vatnsmýri er nú að ljúka. Svæðið er mikið breytt frá því að framkvæmdir hófust þar fyrir tveimur árum. „Þá grófum við síki allan hringinn en áður var síkið bara hálfhringur,“ sagði Þórólfur Jónsson, garðyrkjustjóri Reykjavík- ur. Um leið var svæðið innan við síkið lækkað til að bleyta það. Þar uxu kerfill og þistill sem eru ágengar plöntur. Með breyttri grunnvatnsstöðu batnaði svæðið fyrir fuglana og varð síðra fyrir þistilinn. Í öðrum áfanga var unnið við svæðið nær Njarðargötu og var landið þar lækkað til að bleyta það meira. Á því svæði hefur kerfill verið áberandi. Verkið hófst að frumkvæði Norræna hússins í samstarfi við Reykjavíkurborg og Háskóla Íslands. Þessir aðilar hafa skipt kostnaðinum af fram- kvæmdunum á milli sín, að sögn Þórólfs. Öðrum áfanga að ljúka FUGLAFRIÐLANDIÐ Í VATNSMÝRINNI Fjármálaráðuneytið sendi í gær landeigendafélaginu Geysi ehf. bréf þar sem fyrirhugaðri gjaldtöku fyrir aðgang að Geysissvæði er mótmælt. Ennfremur kemur fram að ríkið áskilji sér rétt sem sameigandi og einkaeigandi að spildu innan sam- eignarlandsins, til þess að stöðva slíka framkvæmd með aðstoð yfir- valda og dómstóla ef með þarf. Garðar Eiríksson, talsmaður land- eigendafélagsins, segir að hann túlki bréfið sem svo að ríkið telji sig fúst til samtals um tilhögun mála á svæð- inu. „Í texta bréfsins er ósk um við- ræður um málið,“ segir Garðar. „En þetta breytir engu um áform okkar […] Við höfum lýst ákveðnum áformum og ætlum að standa við þau, en orð eru til alls fyrst og við fögnum því að menn vilji ræða við okkur,“ segir Garðar. Hann vill lítið gefa út það hvort landeigendafélagið gæti hugsað sér að skjóta málinu til dómstóla að fyrra bragði. „Eitt verð- ur að leiða af öðru og ef ágreiningur er ósættanlegur þá gæti komið til þess,“ segir Garðar. vidar@mbl.is Morgunblaðið/Kristinn Geysir í Haukadal Ríkið mótmælir hugmyndum um gjaldtöku. Ríkið mótmælir gjaldtöku  „Breytir engu um áform okkar“ Þórólfur Jónsson. Kristján H. Johannessen khj@mbl.is „Héraðsdómur sogar til sín alla orku og gefur ekkert jákvætt eða gleði- legt frá sér. En það er einmitt eitt- hvað sem Lækjartorg þarf á að halda,“ segir Dagur B. Eggertsson, formaður borgarráðs. Í máli sínu vísar Dagur til bréfs borgarstjóra sem lagt var fram á fundi borg- arráðs í gær en í því er mælt fyrir um að hefja formlegar viðræður við innanríkisráðuneytið um flutning Héraðsdóms Reykjavíkur af Lækj- artorgi í nýtt húsnæði sem reisa mætti á reitnum við Lögreglustöð- ina við Hlemm. „Við sjáum í stjórnarsáttmála rík- isstjórnar að koma eigi á nýju milli- dómstigi og þá skapast ákveðið færi á að hagræða og stokka upp í hús- næðismálum,“ segir Dagur og bætir við að lögreglustöðvarreiturinn gæti hentað fyrir allt að 13.000 fermetra húsnæði. „Þar mætti bæði byggja yfir héraðsdóm, millidómstigið og embætti ríkislögreglustjóra sem nú er í leiguhúsnæði.“ Aðspurður segir Dagur spennandi tækifæri skapast fyrir miðborgina fari starfsemi hér- aðsdóms annað. „Þarna gæti verið tækifæri til að fá verslanir á borð við Hennes & Mauritz eða litla miðborg- arverslunarmiðstöð með mörgum minni búðum,“ segir hann og bætir við að borgaryfirvöld finni fyrir sí- auknum áhuga fjárfesta á svæðinu. Frumkvæði borgar dregið í efa Kjartan Magnússon, borgar- fulltrúi Sjálfstæðisflokks, kveðst ef- ins um að borgaryfirvöld eigi að hafa frumkvæði í máli sem þessu. Bendir hann t.a.m. á að rekstraraðilar í mið- borginni hafi um langt skeið lagt áherslu á áframhaldandi skrifstofu- starfsemi á svæðinu enda hafi þeir gjarnan hag af. Dómshús sagt sefa kátínu  Vilja starfsemi Héraðsdóms Reykja- víkur af torginu og á svæði við Hlemm Morgunblaðið/Þorkell Rólegt Borgarstjórn vill sjá meira líf en verið hefur á Lækjartorgi. Flensan virðist vera að láta á sér kræla ef tekið er mið af tölfræði sem birtist á vef landlæknisemb- ættisins í gær. Þar segir að 15 einstaklingar hafi greinst með flensuna í síðustu viku og að fjöldinn fari vaxandi. Flestir eru með búsetu á suðvesturhorni landsins, en einn er búsettur á Austurlandi. Þá segir að inflúensan sé seinna á ferðinni í vetur, samanborið við þrjá síðast- liðna vetur og að hún fari hægt af stað. Tilfellum fjölgar í Evrópu Fram kemur að inflúensan hafi náð nokkurri útbreiðslu víða í Evr- ópu og að tilfellum fari fjölgandi samkvæmt vikulegu yfirliti sótt- varnastofnunar ESB (ECDC). Töluvert greindist af báðum inflú- ensuveirum, þ.e. (H1)pdm09 og inflúensa A(H3), sem er öðruvísi en hér á landi þar sem inflúensa A(H1)pdm09 er ráðandi. Þessar veirur, sem nú valda árlegum inflúensufaraldri í mönnum, komu fyrst fram í heimsfaraldrinum 2009 með inflúensu A(H1)pdm09 og í heimsfaraldrinum 1968 með inflúensu A(H3). vidar@mbl.is Fimmtán flensu- tilfelli í síðustu viku og fer fjölgandi Kvef Inflúensa legg- ur marga í rúmið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.