Morgunblaðið - 14.02.2014, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 14.02.2014, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. FEBRÚAR 2014 Boðað lagafrumvarp ríkisstjórn- arinnar um afnám lágmarksútsvars sveitarfélaganna mun ekki koma fram á þessu þingi. Unnið er að endurskoðun á reglum Jöfn- unarsjóðs sveit- arfélaga með það að markmiði að þær hafi ekki áhrif á ákvarð- anir sveit- arstjórna um út- svarsprósentu og afstöðu til sam- einingar sveitarfélaga. Ekki verður um að ræða neinar stórtækar til- færslur á verkefnum frá ríkinu til sveitarfélaganna á næstunni. Áður þarf að ljúka endurskoðun á fram- kvæmd og fjármögnun flutnings málefna fatlaðra sem sveitarfélögin tóku að sér árið 2011. Þetta kom fram í samtali Morg- unblaðsins við Hönnu Birnu Krist- jánsdóttur innanríkisráðherra sem fer með málefni sveitarfélaganna. Aðkoma sveitarfélaga Hanna Birna sagði að hún hefði fallist á ósk stjórnar Sambands ís- lenskra sveitarfélaga um aðkomu að gerð frumvarps um afnám lág- marksútsvars. Margar spurningar hefðu vaknað hjá sveitarstjórn- armönnum um þessi áform, sem boðuð eru í stjórnarsáttmálanum. Úr þeim yrði leyst í samráði ráðu- neytisins og sambandsins. Frum- varpið kæmi þess vegna ekki fram fyrr en á næsta þingi. Þær raddir hafa heyrst að inn- leiðing lágmarksútsvars í lög fyrir nokkrum árum hafi leitt til al- mennrar hækkunar útsvars. Hanna Birna kvaðst hafa heyrt fullyrð- ingar um þetta, en sagðist ekki treysta sér til að dæma um það. Aðalatriðið væri að í þessu efni ættu sveitarfélögin að hafa frjálst val en ekki vera þvinguð af löggjaf- anum. Verði hlutlausari Hanna Birna sagði að embætt- ismenn í innanríkisráðuneytinu væru nú að skoða regluverk Jöfn- unarsjóðs sveitarfélaganna með sérstöku tillliti til umkvartana margra sveitarstjórnarmanna um að það hefði bæði áhrif á ákvarð- anir um útsvar og afstöðu til sam- einingar sveitarfélaga. Bent hefur verið á að sveitarfélög fái minni tekjur úr sjóðnum ef þau nýta ekki hámarksútsvar og sameining eins eða fleiri sveitarfélaga gæti einnig haft áhrif til lækkunar á fjárveit- ingum til þeirra úr sjóðnum. „Hugmyndin er sú að jöfn- unarsjóðurinn verður hlutlausari á þessum sviðum en regluverk hans er núna,“ sagði Hanna Birna. Hún sagði að þær breytingar sem gera þyrfti hefðu ekki verið tímasettar, en ef lagabreytingar yrði að gera sem líklegt væri kæmu þær ekki fram fyrr en á næsta þingi. Hanna Birna sagðist vera hlynnt frekari tilfærslu verkefna frá ríkinu til sveitarfélaganna. „Við eigum í öllum tilvikum að færa þjónustu eins nálægt fólki og kostur er. Ein leiðin til þess að færa hana til sveitarfélaganna,“ sagði hún. Aftur á móti yrði að horfast í augu við stöðu mála á þessum vettvangi og það fjármálaumrót sem væri í þjóð- félaginu. Hún sagði að nú stæði yf- ir heildarendurskoðun á fram- kvæmd og fjármögnun flutnings málefna fatlaðra til sveitarfélag- anna. Skattar séu lágir „Mín pólitíska skoðun er að við eigum að halda sköttum ríkis og sveitarfélaga í lágmarki,“ sagði hún spurð um það hvort sveitarfélögin væru að leggja of miklar álögur á íbúana. Fram hefur komið að allur þorri sveitarfélaga nýtir sér á þessu ári rétt til að leggja á há- marksútsvar. „En ég ætla ekki að hafa skoðun á því hvernig sveit- arfélögin haga þessum málum al- mennt,“ bætti hún við. Ánægjuleg áskorun Hanna Birna sat í borgarstjórn Reykjavíkur í ellefu ár og var borgarstjóri um skeið. Hún var spurð hvernig það væri að vera komin til starfa í ráðuneytinu sem fer með yfirstjórn málefna sveitar- félaganna í landinu. „Það er ótrú- lega ánægjuleg áskorun að vera hinum megin við borðið,“ svaraði hún. „Ég held að ég njóti þess í störfum mínum að hafa unnið svona lengi á vettvangi sveit- arstjórna. Það er öflugur hópur hjá Sambandinu og sveitarstjórnunum og ég á við hann mikla og góða samvinnu.“ gudmundur@mbl.is Afnám lág- marks bíður næsta þings  Regluverk Jöfnunarsjóðs sveitarfé- laganna í endurskoðun í ráðuneytinu Morgunblaðið/Ómar Aldraðir Næsta stórverkefni sem flutt verður frá ríkinu til sveitarfélaganna er málefni aldraðra. Það verður þó ekki á næstunni því eftir er að greiða úr ýmsum vandamálum. Endurskoðun á tilfærslu málefna fatlaðra til sveitar- félaganna stendur ennfremur yfir og verður henni að ljúka áður en næstu ákvarðanir verða teknar. Hanna Birna Kristjánsdóttir Margvíslegar upplýsingar um fjármál og rekstur Reykjavíkurborgar eru aðgengi- legar á netinu. Starfshópur embættismanna í ráðhúsinu leggur til í nýrri skýrslu að fjárhagsupplýsingar á vef borgarinnar verði ítarlegri og myndrænni. Kjartan Magnússon telur hugmyndirnar óljósar og ófullnægjandi miðað við einróma samþykkt borgarstjórnar haustið 2012 þar sem ákveðið var upplýsingar um allar kostnað- argreiðslur yrðu gerðar almenningi sýnilegar með rafrænum hætti. SVEITARSTJÓRNARKOSNINGAR Hátúni 6a • 105 Rvk • Sími 552 4420 • fonix.is ELDHÚSTÆKI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.