Morgunblaðið - 14.02.2014, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. FEBRÚAR 2014
Skipulagsstofnun gerir ekki frekari
athugasemdir við nýtt aðalskipulag
Reykjavíkurborgar til ársins 2030,
samkvæmt bréfi sem lagt var fyrir
fund borgarráðs í gær.
„Það er ánægjulegt að þetta sé
komið í höfn,“ sagði Dagur B. Egg-
ertsson, formaður borgarráðs, í
samtali við mbl.is um bréf Skipu-
lagsstofnunar. „Þetta er stór áfangi,
nú þurfum við bara að bretta upp
ermar og fara á fullt við að byggja
upp borgina í samræmi við aðal-
skipulagið.“
Í lok janúar óskaði Skipulags-
stofnun eftir skýringum og leiðrétt-
ingum borgarinnar á tilteknum at-
riðum sem liggja þurftu fyrir áður
en stofnunin gat staðfest umræddar
skipulagsáætlanir. Varðaði það að-
allega áform um uppbyggingu í
Vatnsmýri og samræmi aðalskipu-
lagsins við svæðisskipulag höfuð-
borgarsvæðisins hvað varðar íbúða-
uppbyggingu og stofnbrautarkerfi.
Júlíus Vífill Ingvarsson, oddviti
borgarstjórnarflokks Sjálfstæðis-
flokksins, segist í samtali við Morg-
unblaðið vera þeirrar skoðunar að
þótt búið sé að samþykkja aðal-
skipulagið þá sé ljóst að það þarfnist
endurskoðunar. Hann muni hvetja
til þess að sú endurskoðun fari fram
strax á næsta kjörtímabili. Sam-
kvæmt skipulagslögum beri sveitar-
stjórnum að fara yfir aðalskipulag
sitt á hverju kjörtímabili. „Miklar
breytingar eiga sér stað í umhverf-
inu sem þarf að bregðast við, eins og
borgarþróunin,“ segir Júlíus og vís-
ar til nýlegra gagna Samtaka iðn-
aðarins um að 19% uppbyggingar á
íbúðum á höfuðborgarsvæðinu fari
fram í Reykjavík. Það séu alvarleg
tíðindi. Borgin þurfi að gera sitt til
að ungt fólk leiti ekki í auknum mæli
til annarra sveitarfélaga.
Júlíus lagði fram tillögu á fundi
borgarráðs í gær um að borgin fari í
vinnu með byggingaverktökum
hvernig hægt sé að auðvelda sam-
skipti við borgarkefið og svara
þeirri eftirspurn sem er eftir nýjum
íbúðum. Þá sé áhyggjuefni að að-
alskipulagið geri ekki ráð fyrir upp-
byggingu nýrra atvinnusvæða.
bjb@mbl.is
Aðalskipulag án
athugasemda
Verði endurskoðað
á næsta kjörtímabili
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Reykjavík Borgarráð fjallaði um
aðalskipulagið á fundi sínum í gær.
Viðar Guðjónsson
vidar@mbl.is
Verkefnið Hjólaleiðir á Íslandi hlaut
nýsköpunarverðlaun forseta Ís-
lands. Höfundar að því eru Eva Dís
Þórðardóttir úr Háskólanum í
Reykjavík og Gísli Rafn Guðmunds-
son, nemandi í Háskólanum í Lundi,
Svíþjóð. Verkefnið fólst í því að vega
og meta hjólaleiðir á Íslandi út frá
kröfum EuroVelo-verkefnisins með
það að markmiði að koma einni leið á
Íslandi inn á kort EuroVelo.
Vekur athygli hjólreiðamanna
EuroVelo heldur utan um megin-
kerfi reiðhjólaleiða í Evrópu og er
ætlað að stuðla að sjálfbærri ferða-
mennsku. Á korti EuroVelo eru í
dag 14 leiðir, sem eru samtals um
45.000 km langar.
Í fréttatilkynningu segir að skrán-
ing Íslands inn á kort samtakanna sé
mikilvægur þáttur í að vekja athygli
á landinu sem viðkomustað fyrir
hjólaferðamenn og auka tækifæri í
sjálfbærri ferðaþjónustu hér á landi.
Jafnframt er bent á að með þessu
framtaki sé safnað saman á einn stað
mikilvægum upplýsingum um leið-
irnar fyrir ferðaþjónustuaðila og
umsjónarmenn EuroVelo hér á
landi. Nýsköpunarverðlaun forseta
Íslands eru veitt árlega þeim náms-
mönnum sem hafa unnið fram-
úrskarandi starf við úrlausn verk-
efnis sem styrkt var af
Nýsköpunarsjóði námsmanna sum-
arið áður. Verðlaunin voru fyrst
veitt 1996. Forseti Íslands, Ólafur
Ragnar Grímsson, afhenti verðlaun-
in. Leiðbeinendur Evu Dísar og
Gísla Rafns í verkefninu voru Guð-
björg Lilja Erlendsdóttir og Ólafur
Árnason hjá Eflu, verkfræðistofu.
Ljósmynd/Arnaldur Halldórsson
Verðlaunahafar Eva Dís Þórðardóttir og Gísli Rafn Guðmundsson.
Hjólaleiðir fá ný-
sköpunarverðlaun
Hjólaleiðir út frá kröfum EuroVelo