Morgunblaðið - 14.02.2014, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 14.02.2014, Blaðsíða 10
10 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. FEBRÚAR 2014 VARANLEG VERÐLÆKKUN Á HEIMILISTÆKJUM ALLT FRÁ GRUNNI AÐ GÓÐU HEIMILI SÍÐAN 1956 HLUTI AF BYGMA 73.900 kr Frábært verð! Electrolux þvottavél 6 kg,1200 snúninga Með nýjum samningum við okkar helstu birgja getum við nú boðið umtalsverða verðlækkun á stórum heimilistækjum. LÆGRA VERÐ! VERÐ LÆKKUN Kristín Heiða Kristinsdóttir khk@mbl.is Ég hef spilað allskonarborðspil síðan ég maneftir mér, en ég hef spilaðFlames of War frá því ár- ið 2006,“ segir Jökull Gíslason sem er í félagsskap sem kallar sig Ein- herja, en þeir spila borðspilið Fla- mes of War á Íslandi og ætla nú um helgina í samstarfi við Nexus að halda alþjóðlega keppni í herkænsku með módelum. „Flames of War ger- ist í seinni heimsstyrjöldinni og leik- menn koma með sína eigin heri og það er barist yfir vígvelli sem þekur heilu borðin. Mótið er nefnt eftir 49. fótgönguliðadeild breska hersins, Polar Bears, en það nafn tóku þeir sér eftir að hafa verið hersetulið á Íslandi 1940 til 1942.“ Hann segir að hver leikmaður komi sér upp sínum eigin her, innan ramma sem hann fær og síðan er keppt eftir ákveðnum reglum. „Við byggjum herina upp eins og þeir voru í seinni heimstyrjöldinni. Sá her sem hver og einn velur sér verður að vera í mjög föstu formi og þarf að líkjast sem mest þeim raunverulega her sem er fyrirmyndin. Við reynum alltaf að hafa þetta þannig að enginn þurfi að berjast við heri úr eigin röð- um, að Þjóðverjar lendi ekki á móti Þjóðverjum og að bandamenn berj- ist ekki sín á milli, að Ameríkanar takist ekki á við Breta.“ Fara til Evrópu að spila Jökull segir að þeir sem taki þátt í leiknum þurfi ekki nauðsyn- Herkænska krefst mikillar heilaleikfimi Einherjar nota frítíma sinn til að spila borðspil með tindátum þar sem beita þarf herkænsku til að sigra. Um helgina halda þeir stórt mót þar sem sögusviðið er seinni heimsstyrjöldin. Tveir menn gera sér ferð alla leið frá Bandaríkjunum og Kanada til að taka þátt í mótinu. Einherjar ætla að vera með kynningarleik á þriðjudag á borði sem er sérhannað fyrir væntanlega bíómynd Dags Kára. Módel Að mála öll módelin krefst vandvirkni og tíma. Sviðsetning Allt á borðinu er eins og það var, líka hús og götur. Hinn 14. febrúar í fyrra kom saman einn milljarður manna í 207 löndum og dansaði í tilefni af Milljarður rís. Íslendingar létu sitt ekki eftir liggja og 2.100 karlar, konur og börn á öllum aldri komu saman í Hörpu og dönsuðu af lífi og sál. Íslendingar tóku þannig þátt í femíniskri flóð- bylgju og létu jörðina hristast með samtakamætti sínum. Í ár ætlar UN Women í samstarfi við Lunch Beat og tónlistarhátíðina Sónar að endurtaka leikinn og er markmiðið að fá 3.000 manns um allt land til þess að mæta. Mætum öll í Hörpu í dag kl. 12 og dönsum af krafti fyrir allar þær konur og stúlkur sem upplifað hafa ofbeldi og sýna í verki að okkur stendur ekki á sama. Staðreyndin er að ein af hverjum þremur konum verður fyrir ofbeldi á lífsleiðinni. Helsta dán- arorsök evrópskra kvenna á aldrinum 16-44 ára er heimilisofbeldi. Vefsíðan www.Facebook/Milljarður rís Morgunblaðið/Styrmir Kári Samtakamáttur Í fyrra tóku rúmlega 2.000 manns þátt í viðburðinum. Samtakamáttur í Hörpu í dag Í kvöld ætla tvær hljómsveitir að spila á Íslenska rokkbarnum í Hafnar- firði. Hafnfirska hljómsveitin Story- teller kemur fram en ekki hefur farið mikið fyrir henni síðan hún gaf út plötuna Riding the stars. Hljóm- sveitin hefur verið starfandi síðan 2006 og fór á sínum tíma til Banda- ríkjanna og var þar á samningi við plötuútgáfu. Einnig kemur fram hljómsveitin Lucy In Blue, sem er rokkhljómsveit skipuð ungum mönn- um sem fá mikinn innblástur frá „psychedelic“ og „progressive“ böndum sjöunda og áttunda áratug- arins. Hefst kl. 23, frítt inn. Endilega… …heyrið og sjáið Storyteller Skannaðu kóðann til að fara inn á vefsíðuna. Mikið hefur verið rætt um klæðnað poppstjarna á borð við Beoncey, Mil- ey Cirus og Rihönnu eða öllu heldur skort þar á. Margir óttast mjög þau skilaboð sem verið er að senda óhörn- uðum unglingum, það sé komið bak- slag í baráttu kvenna og í raun sé heimurinn að farast. Á sama tíma og Lenu Dunham er hampað fyrir að bera sig í sjónvarps- þáttunum sínum Girls, þá er Beyoncé gagnrýnd fyrir að vera fáklædd á sviði. Hvernig er Dunham meiri fem- ínisti en Beyoncé fyrir nákvæmlega það sama? Þá verður mér litið til baka þegar Madonna var upp á sitt besta. Hún var síður en svo háttprúð og vakti hörð viðbrögð margra. Sviðs- framkoma hennar þótti grófasta klám svo ekki sé minnst á allt fjaðra- fokið sem myndbandið við Like a Prayer olli en þar gerir hún sér dælt við svartan dýrling. Þrátt fyrir að mín kynslóð hafi átt þessa djörfu fyrirmynd þá efast ég um að hún hafi leitt ungar sálir til glötunar, alla vega tók ég ekki eftir því að jafnöldrur mínar vildu eignast keilulagaða brjóstahaldara. Ma- donna þótti ein- faldlega áræðin og sjálfstæð. Sama má gera ráð fyrir að eigi við um Beyoncé og Miley. Það er líka hlutverk listamanna að ögra. Ungar konur verða að fá svigrúm til þess að skapa sinn eig- in stíl. Til þess þurfa þær að búa við ákveðið frelsi og fordómaleysi. Þær þurfa að vita að þær eigi sinn eigin líkama og beri ábyrgð á honum sjálf- ar. Þannig verður kona sjálfstæð. Hún lærir það ekki með því að hlusta á kröfur um að konur hylji sig og séu svona en ekki hinsegin. Til staðar eru líka fjölmargar fyrir- myndir. Við sjáum reglulega jakka- fataklædda Ellen DeGeneres, fá- klædda Beyoncé og íturvaxna Opruh. Lærdómur ungviðsins er því öllu heldur sá að konur eru alls konar og eiga að vera alls konar. Hér áður fyrr snerist kvenréttindabaráttan um kynfrelsi og yfirráða- rétt kvenna yfir eigin líkömum. Nú er því miður forsjárhyggjan áberandi. Hvenær ætli sá tími komi að fólk hætti að hafa skoðanir á því hverju konur klæðast eða klæðast ekki? »… alla vega tók égekki eftir því að jafn- öldrur mínar vildu eignast keilulagaða brjóstahald- ara. HeimurMaríu Margrétar María Margrét Jóhannsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.