Morgunblaðið - 14.02.2014, Blaðsíða 14
Opið málþing verður haldið í dag,
föstudaginn 14. febrúar, kl. 14-16, í
Öskju, stofu 132.
Á fundinum verður fjallað um
blaða- og fréttamennsku á átaka-
svæðum.
Á fundinum munu þrír blaða-
menn sem allir hafa starfað á
átakasvæðum, Fahad Shah frá
Kasmír, Jasmin Rexhepi frá Kosovo
og Mazen Maarouf frá Líbanon,
ræða ástand mála í heimalöndum
sínum og reynslu sína sem blaða-
menn á átakasvæðum. Þeir munu
ræða hlutverk,starf og áskoranir
sem blaðamenn mæta í leit sinni að
upplýsingum til almennings við
slíkar aðstæður.
Fundarstjóri er Þóra Kristín Ás-
geirsdóttir blaðamaður.
Fundurinn er öllum opinn.
Fréttamennska á
átakasvæðum
Hugmyndasamkeppnin Snilld-
arlausnir Marel 2014 er hafin.
Keppnin gengur út á það að fram-
haldsskólanemar finna einföldum
hlut aukið virði með nýju notagildi.
Þetta árið er flaska hlutur ársins.
Notagildið eiga nemendur að taka
upp á myndband og senda í keppn-
ina. Vegleg verðlaun eru í boði.
Skilafrestur er til mánudagsins 3.
mars. Allar frekari upplýsingar má
finna á www.snilldarlausnir.is.
Samkeppnin Snilld-
arlausnir hafin
Á 25 ára vígsluafmæli Seltjarnar-
neskirkju, sem haldið var hátíð-
legt sunnudaginn 9. febrúar, færði
Ásgerður Halldórsdóttir, bæjar-
stjóri Seltjarnarness, barna- og
æskulýðsstarfi kirkjunnar skjá-
varpa og iPad, sem Pálína Magn-
úsdóttir, æskulýðsfulltrúi kirkj-
unnar til margra ára, veitti
viðtöku.
Tækjabúnaður æskulýðsstarfsins
var úr sér genginn og því mikil
ánægja meðal starfsmanna og
barnanna að fá úr því bætt, segir í
tilkynningu. Í Seltjarnarneskirkju
er boðið upp á fjölbreytt starf fyr-
ir börn á leik- og grunnskólaaldri.
„Þannig er kirkjan vettvangur
fyrir spennandi valkost í tóm-
stundastarfi á Seltjarnarnesi þar
sem sérstök áhersla er lögð á að
skapa grundvöll fyrir þroskandi
og heillavænlegt samfélag,“ segir í
tilkynningunni.
Seltjarnarnes Sunnudagaskóli fyrir börn
á aldrinum 1-8 ára er ætíð vel sóttur.
Gáfu tæki á 25 ára
afmæli kirkjunnar
14 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. FEBRÚAR 2014
við elskum skó
VELKOMINN Í BATA SMÁRALIND
MIKIÐ ÚRVAL AF BARNA, HERRA OG DÖMUSKÓM
Vertu vinur á
Jakki 16.990,-
nú 13.592,-
Skór 17.890,-
nú 14.312,-
Skór 21.990,-
nú 17.592,-
Skór 12.990,-
nú 10.392,-
Skór 12.790,-
nú 10.232,-
Herra dagar
20% afsláttur
af öllum herra vörum
fimmtudag til sunnudags
STUTT
VIÐTAL
Stefán Gunnar Sveinsson
sgs@mbl.is
Það þarf ekki að ræða lengi við Mart-
in Lidegaard, hinn nýja utanríkisráð-
herra Danmerkur, til að heyra að
hann er í hópi Íslandsvina. „Ég heim-
sótti landið fyrst þegar ég var 13 ára
með foreldrum mínum, og hef komið
margoft síðan,“ segir Lidegaard sem
segist vera heillaður af íslenskri nátt-
úru. Heimsókn hans nú var af öðrum
toga, en Lidegaard var hér á landi til
þess að sækja sameiginlegan fund ut-
anríkis- og varnarmálaráðherra
Norðurlanda, sem haldinn var í
Keflavík á miðvikudaginn var.
Lidegaard segir að fundurinn hafi
verið mjög gagnlegur. Hann bendir á
að þetta sé einungis í annað sinn sem
utanríkis- og varnarmálaráðherrar
Norðurlanda hittist. „Stundin var því
nokkuð söguleg.“
Þurfum að vinna saman
Eitt af því sem rætt var um á fund-
inum voru málefni norðurslóða. „Ég
held að það sé mikilvægt að hafa í
huga að ekkert okkar, ekkert land í
heimi, getur axlað ábyrgðina á örygg-
ismálum norðurslóða eitt síns liðs. Við
þurfum að vinna saman,“ segir Li-
degaard og bendir á að með auknum
fjölda skipaferða um svæðið muni
þurfa aukið samstarf, til dæmis á sviði
umhverfismála. „Til dæmis við könn-
un olíulinda og annarra auðlinda þurf-
um við að tryggja að slík leit haldist í
hendur við stöðugleika og vernd, ekki
síst til að vernda þær auðlindir hafs-
ins sem öll löndin í kring treysta mjög
mikið á.“
Lidegaard er sammála því að hlut-
verk Atlantshafsbandalagsins gæti
orðið í fyrirrúmi á norðurslóð. „Við
ræddum meðal annars um leiðir fyrir
þær þjóðir sem eru ekki meðlimir í
NATO til þess að taka meiri þátt í
samstarfinu, og það hefur í raun
gerst. Sjáðu til dæmis Afganistan og
það hlutverk sem Svíþjóð og Finn-
land hafa tekið að sér þar, en þau hafa
verið mjög nátengd friðarferlinu þar.
Við sjáum því aðeins kosti við það að
fá kollega okkar nær Atlantshafs-
bandalaginu.“
Munum styðja ákvörðun ykkar
Lidegaard segir að nú, þegar nærri
sjötíu ár séu liðin frá stofnun íslenska
lýðveldisins, líti Danir á Íslendinga
sem nána bræðraþjóð. „Ég tel að við
séum stolt af sögu okkar saman, bæði
fyrir og eftir að þið fóruð ykkar leið.“
Lidegaard segir það merkilegt að
tvær þjóðir hafi getað verið jafn-
tengdar og skilið án þess að illur hug-
ur kæmi til. „Það er mjög gott for-
dæmi fyrir heiminn, þar sem maður
sér oft erfið átök spinnast út úr slík-
um breytingum. Íslendingar geta því
verið fyrirmynd í dag.“
Talið berst að Evrópusambandinu
og aðildarumsókn Íslands. Lidegaard
segist telja að Danir séu almennt séð
þeirrar skoðunar að það sé algjörlega
mál Íslendinga hvernig þeir hátti sín-
um samskiptum við Evrópusamband-
ið. „En hvaða niðurstöðu sem þið
komist að, þá verður Danmörk tilbúin
til þess að styðja það hlutverk sem Ís-
land velur sér,“ segir Lidegaard.
Hann bætir við að frá sjónarhóli Dana
hafi Danmörk grætt mikið á sam-
starfinu við Evrópusambandið, þó að
landið hafi fengið nokkrar undanþág-
ur frá samrunaferlinu.
Erfiðar ákvarðanir framundan
Danska krónan er ein af þeim und-
anþágum en Lidegaard segir lítinn
möguleika á því í náinni framtíð að
henni verði varpað fyrir evruna. „Ég
tel persónulega að það væri gott ef að
við losnuðum við undanþágurnar, en
ég er mjög meðvitaður um það að til
þess að slíkt mætti gerast þyrfti
breiða samstöðu stjórnmálaflokka við
slíkar hugmyndir áður en hægt væri
að setja þær í dóm þjóðarinnar.“ Li-
degaard segir jafnframt að áður en
slíkar hugmyndir séu reifaðar þurfi
að hafa í huga ástandið í Evrópu.
„Síðustu þrjú árin höfum við glímt við
mjög erfiða efnahagskreppu, og það
er ekki rétti tíminn til þess að ráðast í
nýja umræðu. Það þarf stöðugleika
og ákveðið svigrúm til þess að geta
rætt nýjar stöður á uppbyggilegan
máta.“
En verður staða Danmerkur þá
óbreytt innan sambandsins? „Við
munum þurfa að taka mjög erfiðar
ákvarðanir á næstu mánuðum, sér-
staklega þegar kemur að banka-
bandalaginu,“ segir Lidegaard. „Enn
er eftir að semja um hvað felst í því,
þannig að við vitum ekki hvort við
getum mælt með því við þjóðina eða
ekki.“
Lidegaard tekur fram að hver sem
þróun Evrópusambandsins sé frá
degi til dags, hafi það aldrei verið at-
kvæðameira, sérstaklega á alþjóða-
vettvangi. „Ég er nýkominn af fundi
utanríkisráðherra sambandsins þar
sem við ræddum stöðu mála í Úkra-
ínu, Sýrlandi og víðar. Það hefur aldr-
ei verið mikilvægara að Evrópusam-
bandið finni sameiginlega stefnu í
utanríkismálum.“
Við lítum á ykkur sem bræður
Martin Lidegaard, nýr utanríkisráðherra Danmerkur, segir samvinnu á norðurslóðum mjög mik-
ilvæga Viðskilnaður Íslands 1944 er góð fyrirmynd í dag Bankabandalag kallar á erfiða ákvörðun
Ljósmynd/Utanríkisráðuneytið
Málin rædd Martin Lidegaard (annar frá hægri) ræðir hér við meðlim finnska flughersins í þyrluskýli Landhelg-
isgæslunnar í Keflavík. Með honum eru Jón B. Guðnason og Nicolai Wammen, varnarmálaráðherra Danmerkur.
Lidegaard var skipaður utanríkisráðherra 4. febrúar síðastliðinn,
og hafði því einungis verið ráðherra í rúma viku þegar viðtalið fór
fram. „Ég get fullvissað þig um það að við höfum engin áform um
að yfirgefa stjórnina og ég mun reyna að koma með meiri stöð-
ugleika í mitt embætti,“ segir Lidegaard. Hann tekur fram að
flokkarnir sem séu eftir eigi enn í góðu samstarfi við Sosialistiske
Folkepartiet og fyrrverandi ráðherra þess flokks, en þeir styðja
enn stjórnina, þó að þeir gegni ekki lengur ráðherraembættum
innan hennar. En telur Lidegaard að ríkisstjórnin standi sterkari
eftir? „Við erum með öðruvísi ríkisstjórn núna og ég hef góða til-
finningu fyrir henni. Það er erfitt að segja hvort það er betra eða
ekki, það er öðruvísi, en stundum er auðveldara að vera tveir í
hjónabandi en þrír.“
Stundum auðveldara að vera
tveir en þrír í hjónabandinu
RÁÐHERRASKIPTIN