Morgunblaðið - 14.02.2014, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 14.02.2014, Blaðsíða 19
FRÉTTIR 19Innlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. FEBRÚAR 2014 meðferð og þá hlýtur þingmaðurinn að gleðjast yfir því, eins og við hin, að málið verði skoðað.“ Mörður ítrekaði að það væri ljóst að málið beindist að ráðherra. „Það er alveg sama hvað hann skammar mig [...] og hvernig ráðherrann reynir að dreifa í kringum sig skömmum, ávirð- ingum, ásökunum, ég segi nú ekki rógi en það liggur við vegna þess að menn hafa einmitt hér í þinginu pass- að sig að fara ekki yfir þau mörk sem siðleg geta talist, þá kemst hann ekki undan því að málið stendur á honum,“ sagði Mörður. Tilbúinn að upplýsa rétta aðila Innanríkisráðherra skoraði enn- fremur á Mörð að upplýsa hvaðan hann hafi fengið minnisblað með þeim persónuupplýsingum sem málið sner- ist um og hann hefði sagt að hann hefði undir höndum. Unnur Brá Kon- ráðsdóttir, þingmaður Sjálfstæðis- flokksins, tók undir með ráðherran- um í þeim efnum. „Hvar fékk þingmaðurinn þetta minnisblað? Ætl- ar hann að upplýsa okkur um það? Ætlar hann að snúa sér til lögregl- unnar til þess að greina frá því hvern- ig þessar upplýsingar komust á hans borð?“ spurði hún. Beindi Unnur ennfremur þeirri fyrirspurn til Einars K. Guðfinnsson- ar, forseta Alþingis, hvort hann gæti aðstoðað Mörð við að koma þessum upplýsingum á framfæri við þing- menn. Mörður sakaði Hönnu Birnu og Unni um að reyna að beina sjónum fólks að öðru en sjálfu lekamálinu. Sagði hann vissulega rétt að hann hefði fengið minnisblaðið sent og sagðist reiðubúinn að afhenda það „réttum aðilum“. „Ég er algerlega reiðubúinn að segja réttum aðilum frá því minnis- blaði, sýna þeim það og afhenda það. Ég tel að þetta minnisblað sé það minnisblað sem um er að ræða og er ekkert feiminn við það að láta það í hendur réttra aðila. Þetta er hins veg- ar viðkvæmt mál vegna þess að það eru persónuupplýsingar, ákveðnar dylgjur, ákveðnar ósannaðar tenging- ar við sakamál sem í þessu minnis- blaði er að finna,“ sagði hann. Ekki kom hins vegar fram í máli hans hvaða aðila hann ætti við eða hvort hann hefði í hyggju að snúa sér til lög- reglu. Ávirðingar til marks um að málið snúist um pólitík  Þingmaður skoraði á ráðherra að íhuga stöðu sína en ráðherrann segist með hreina samvisku  Þingið verði upplýst um hvar þingmaður fékk minnisblað Morgunblaðið/Ómar Frá Alþingi Umræður fóru fram um meintan leka persónuupplýsinga um hælisleitanda úr innanríkisráðuneytinu. SVIÐSLJÓS Hjörtur J. Guðmundsson hjortur@mbl.is „Ég er með algerlega hreina sam- visku í þessu máli, hef ekki brotið af mér,“ sagði Hanna Birna Kristjáns- dóttir innanríkisráðherra á Alþingi í gær. Var hún að svara fyrirspurn frá Merði Árnasyni, varaþingmanni Samfylkingarinnar, um meintan leka á persónuupplýsingum um hælisleit- anda úr innanríkisráðuneytinu sem ríkissaksóknari og lögreglan á höfuð- borgarsvæðinu hafa til rannsóknar. Skoraði Mörður á ráðherrann að íhuga stöðu sína vegna málsins. Sagði hann ljóst að rannsóknin á málinu beindist einkum að Hönnu Birnu og nánustu samstarfsmönnum hennar. Beindist ekki að einstaklingum Hanna Birna sagði með ólíkindum að því væri haldið fram að um saka- málarannsókn væri að ræða sem beindist að einhverjum ákveðnum einstaklingum. Hún beindist að öllum starfsmönnum innanríkisráðuneytis- ins. „Að menn skuli leyfa sér slíkar ávirðingar er með algjörum eindæm- um og ber þess merki að málið er löngu komið út fyrir það að snúast um einstaka hælisleitendur eða málsmeð- ferð, heldur er það orðið rammpóli- tískt mál sem lýtur að allt öðrum þátt- um.“ Ítrekaði hún að málið hefði verið skoðað ítarlega innan ráðuneytisins og hún vissi ekki til þess að nein gögn hefðu farið úr því. „Nú hefur ríkissak- sóknari óskað eftir viðeigandi máls- Brimborg Reykjavík: Bíldshöfða 6, sími 515 7000 I Brimborg Akureyri: Tryggvabraut 5, sími 515 7050 I volvo.is þú velur lengri leiðina heim Nýr volvo xc60 aukið afl og meiri sparneytni Volvo xc60 awd verð frá 8.790.000 kr. volvo.is Volvo XC60 AWD, D4 dísil, 20 ventlar, 5 strokkar, 181 hö, tog 420 Nm, sjálfskiptur. Eldsneytisnotkun í blönduðum akstri 6,4 l/100 km. CO2 169 g/km. Brimborg og Volvo áskilja sér rétt til að breyta verði og búnaði án fyrirvara. Útbúnaður getur verið frábrugðinn mynd í auglýsingu. komdu og skoðaðu nýjan volvo xc60 í brimborg í dag. opið virka daga kl. 9-17 og laugardaga kl. 12-16. Njóttu ferðarinnar til botns í einstakri hönnun og skandinavískum lúxus. Margverðlaunaða öryggiskerfið Borgaröryggi er staðalbúnaður í Volvo XC60. DSTC stöðugleikastýrikerfið leiðréttir mistök í akstri og CTC beygjuspólvörnin gerir þér kleift að taka beygjur á meiri hraða, með aukinni mýkt og öruggar en áður. Veghæðin er heilir 23 cm undir lægsta punkt. Borgarráð samþykkti á fundi sínum í gær að koma fyrir högg- myndagarði til minningar um for- mæður íslenskrar höggmynda- listar. Garðurinn verður hjá japönsku kirsuberjatrjánum í suð- vesturhorni Hljómskálagarðsins. Í greinargerð safnstjóra Lista- safns Reykjavíkur kemur m.a. fram að mikilvægt sé að standa vörð um framlag kvenna í þessum efnum enda hafi þær í gegnum tíðina lagt sinn skerf til höggmyndalistar á Ís- landi. Í garðinum verða settar upp myndir eftir sex konur, þær Gunn- fríði Jónsdóttur, Nínu Sæmunds- son, Tove Ólafsson, Þorbjörgu Páls- dóttur, Ólöfu Pálsdóttur og Gerði Helgadóttur. Kostnaður við verk- efnið er rúmar 13 milljónir. Ljósmynd/Reykjavíkurborg List Fleiri listaverk munu prýða garðinn. Verk listakvenna munu prýða hjarta höfuðborgarinnar Í ljósi þess að sérstakur saksókn- ari hefur gefið út ákæru á hendur Þorvaldi Lúðvík Sigurjónssyni, framkvæmdastjóra Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar, í STÍM-málinu hefur stjórn þess orðið við ósk hans um tímabundið leyfi frá starfsskyldum fram- kvæmdastjóra. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu. Þorvaldur Lúð- vík mun áfram sinna öðrum verk- efnum sem hann hefur haft með höndum fyrir félagið. Þorvaldur óskaði eft- ir leyfi frá störfum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.