Morgunblaðið - 14.02.2014, Blaðsíða 18
18 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. FEBRÚAR 2014
Bílkranar
Skeifan 3E-F · Sími 581-2333 · Fax 568-0215 · www.rafver.is
F A G M E N N S K A A L L A L E I Ð
JIB
20˚ yfirhalli
Gálgi
12˚ yfirhalli
Fjölbreytt úrval krana
til margvíslegra nota
ásamt aukabúnaði
Lyftigeta
2,5 - 80 tonn
Leitið nánari upplýsinga!
Lengi vel skipti engu máli þótt það
væri ekki á hreinu hversu stór land-
spildan var, enda ekkert sérstakt
sem kallaði á nákvæma skilgreiningu
á því.
Kyrrstaðan var rofin í góðærinu
mikla. Árið 2006 hugðist Orkuveita
Reykjavíkur, í samvinnu við Klasa
ehf., reisa alls um 600 sumarhús,
þjónustuhús og golfvöll við Úlfljóts-
vatn. Þetta átti m.a. að rísa á stórum
hluta þess lands sem Starfsmanna-
félagið telur sig hafa fengið til afnota,
kvöldið góða fyrir 45 árum.
Um þessi miklu byggingaráform
var stofnað félag, Úlfljótsvatn frí-
tímabyggð ehf. Áformin voru þó um-
deild og í stefnu Stéttarfélagsins er
minnt á að meðan deilt var um
áformin bauð Úlfjótsvatn frí-
tímabyggð ehf. að í stað réttinda
samkvæmt yfirlýsingunni frá 1969
yrði Starfsmannafélaginu afhent til
eignar hið afgirta svæði, auk óbyggðs
svæðis. Þessu tilboði hafnaði Starfs-
mannafélagið.
OR borgaði 125 milljónir
Deilur um sumarhúsabyggðina
urðu til þess að sumarhúsunum var
fækkað í 60, og var samið um að
Orkuveitan greiddi Klasa 125 millj-
ónir vegna breytinga á samningi.
Ekkert varð síðan af framkvæmdum
enda höfðu forsendur breyst og
tíðarandinn sömuleiðis.
Haustið 2010 óskaði Starfsmanna-
félagið eftir því við borgina að gengið
yrði sameiginlega frá skráningu rétt-
inda til frambúðar en þeirri ósk svar-
aði borgin aldrei, eins og segir í
stefnu Stéttarfélagsins.
Um ári síðar, í desember 2011,
verða þáttaskil þegar samningur er
gerður á milli Úlfljótsvatns frítíma-
byggðar ehf. og OR annars vegar og
hins vegar Bandalags íslenskra
skáta, Skátasambands Reykjavíkur
og Skógræktarfélags Íslands um
kaup síðarnefndu aðilanna á Úlfljóts-
vatnsjörðinni, auk nærliggjandi lóða,
með fyrirvara. Starfsmannafélagið
heldur því fram að kaupendum beri
að virða réttindi þess til jarðarinnar
sem borgarráð hafi samþykkt fyrir
tæplega hálfri öld.
Málið er fyrir dómi, eins og fyrr
segir, en áfram er þó reynt að semja.
Væntanlega mun því fljótlega skýr-
ast hvað það var, nákvæmlega, sem
Starfsmannafélagið fékk að gjöf.
Deilt um hvað borgarstjóri gaf
nákvæmlega á árshátíðinni 1969
Borgin gaf Starfsmannafélaginu landspildu til afnota Mörk og stærð óljós Stefnt fyrir dóm
Loftmyndir ehf.
Mörk Úlfljótsvatnsjarðarinnar
Tilboð til Starfmannafélagsins
frá árinu 2006
Girðing sem Starfmannafélagið
reisti 1971
Land sem Starfsmannafélagið
telur að það hafi fengið til afnota
Deilur um Úlfljótsvatn
Ljósafossvirkjun
Írafossvirkjun
Úlfljótsvatn
Háafell
Sogið
Þingvallavegur
Bíldsfell
Jarðarmörkin teygja
sig um þrjá kílómetra
lengra í SSV
Upptök
Fossár
Úlfljótsvatnsfell
Heiðartjörn
Gr
af
ni
ng
sv
eg
ur
ne
ðr
i
Útilífsmiðstöð skáta
Úlfljótsskáli
Villingavatn
Úlfljótsvatn (bær)
1 km
Keypt og selt
» Landspildan var hluti af Úlf-
ljótsvatnsjörðinni sem Reykja-
vík átti en OR eignaðist síðar.
» 2011 keyptu Bandalag ís-
lenskra skáta (25%), Skáta-
samband Reykjavíkur (25%)
og Skógræktarfélag Íslands
(50%) stærstan hluta jarð-
arinnar, þ.m.t. stóran hluta
lands sem Starfsmannafélagið
telur sig hafa afnotarétt yfir.
» Ekki er skýrt af gögnum
hversu stór landspildan er.
» Norðurmörkin eru þó skýr
og mestur hluti af vestur-
mörkum.
» Mörk landsins í suðri og
austri eru ekki eins skýr.
Morgunblaðið/Eggert
Fjör Á Úlfljótsvatni hafa skátar starfað í áratugi. Frá landsmóti 2012.
BAKSVIÐ
Rúnar Pálmason
runarp@mbl.is
Fyrir dómstólum er nú deilt um
hversu stór landspildan var sem Geir
Hallgrímsson, þáverandi borgar-
stjóri Reykjavíkur, færði Starfs-
mannafélagi Reykjavíkurborgar til
endurgjaldslausra afnota. Það gerði
hann á árshátíð félagsins sem haldin
var 1. nóvember árið 1969 í tilefni af
40 ára afmæli félagsins.
Borgarráð hafði þremur dögum
fyrr samþykkt að gefa Starfsmanna-
félaginu kost á endurgjaldslausum
afnotum „á landi úr Úlfljótsvatns-
jörðinni“ til að reisa þar orlofsheimili
fyrir félagsmenn sína. Í samþykkt
borgarráðs er landið afmarkað að
vissu leyti, en alls ekki nákvæmlega.
Þar segir: „Landsvæðið er við suður-
enda vatnsins og takmarkast að vest-
an af leigulandi Bandalags ísl. skáta,
en að austan af landi því úr jörðinni
Úlfljótsvatn, er talið var fylgja Sogs-
virkjun […].“ Svo kemur lykilsetning
í málinu: „Kveðið verður síðar nánar
á um mörk og stærð og réttindi
Starfsmannafélagsins yfir því.“
Vandinn er sá að þetta var aldrei
gert. Umrædd gjöf var aldrei af-
mörkuð með skýrum hætti af borg-
inni. Og því hefur Starfsmanna-
félagið stefnt málinu fyrir dóm.
Girðingin sé aðeins um hluta
Árið 1971 reisti Starfsmanna-
félagið girðingu um svæði þar sem til
stóð að reisa sumarhús og er afgirta
svæðið um 39 hektarar. Girðingin var
til að verja sumarhúsasvæðið fyrir
ágangi búfjár og náði aðeins um
hluta landsins, alls ekki allt – segir
Starfsmannafélagið.
Á 9. áratugnum byrjaði Starfs-
mannafélagið ásamt fleiri félögum
sem tengjast borginni að reisa
sumarhús innan girðingar, og nú eru
þau alls 16 talsins, auk Úlfljótsskála.
„Þetta er alls
ekkert stríð,“
segir Gestur
Jónsson, lögmað-
ur Starfsmanna-
félags
Reykjavíkur-
borgar. Það hafi
einfaldlega kom-
ið í ljós að nauð-
synlegt væri að
stefna málinu fyrir dóm til að fá
niðurstöðu um hvernig réttindi
til jarðarinnar skiptist á milli að-
ilanna. „Það sem ég myndi halda
að væri rétt samningslausn í
málinu væri að afmarkaður væri
fullkominn eignarréttur Starfs-
mannafélagsins yfir tilteknu
landi.“
Ræði um tilboð frá 2006
Þrátt fyrir að málið væri nú
fyrir dómi væri enn hægt að ná
samningum. Starfsmannafélagið
hafi lýst sig reiðubúið til að
ræða um að það fái til eignar,
ekki aðeins til afnota, það land
sem því var boðið til eignar árið
2006.
Slík niðurstaða myndi reyndar
kalla á að greitt yrði úr fleiri
málum, s.s. hvernig eigi að
skipta kostnaði fyrir rekstur Úfl-
jótsvatnsskála sem borgin, OR
og fleiri reistu í sameiningu á
sínum tíma.
Gestur hefur frest til loka apr-
íl til að leggja fram hnitsett kort
sem sýnir nákvæmlega hversu
umfangsmikið land félagsins er.
Best ef hægt væri
að semja um full-
kominn eignarrétt
Gestur Jónsson
Þegar skátarnir
og Skógræktar-
félagið keyptu
landið af Úlf-
ljótsvatni frí-
stundabyggð
ehf., sem var í
eigu OR, stofn-
uðu þau með sér
félag um kaup-
in.
Friðrik Sophusson, sem er
stjórnarformaður félagsins, segir
að bæði seljandi Úfljótsvatnsjarð-
arinnar og kaupendur líti svo á
að afnotaréttur Starfsmanna-
félagsins nái eingöngu til þess
lands sem félagið girti af árið
1971.
Það liggi fyrir að borgar-
lögmaður líti einnig svo á að af-
notarétturinn sé takmarkaður við
þau mörk.
Fengju yfir 340 hektara
Það land sé um 39 hektarar að
stærð en það land sem Starfs-
mannafélagið geri kröfu til nái
yfir 340 hektara. Yrði fallist á þá
kröfu yrði heldur lítið eftir af því
landi sem skátarnir og Skógrækt-
arfélagið keyptu árið 2011.
Kaupin hafi náð til nánast
allrar Úlfljótsvatnsjarðarinnar,
fyrir utan 60 hektara spildu nyrst
á jörðinni sem OR hélt eftir og
svæðisins innan girðingar
Starfsmannafélagsins. Við kaupin
var gerður fyrirvari vegna
ágreiningsins við Starfsmanna-
félagið.
Eiga rétt til þess
lands sem félagið
girti af árið 1971
Friðrik Sophusson