Morgunblaðið - 14.02.2014, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 14.02.2014, Blaðsíða 22
22 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. FEBRÚAR 2014 FORRÉTTUR Hvítlauksristaðir humarhalar með brauði og hvítlaukssmjöri AÐALRÉTTUR Lamba primesteik með ristuðu grænmeti, rósmarín, hunangi og bakaðri kartöflu EFTIRRÉTTUR Valentínusar ostakaka með ferskum berjum og jarðaberja couli Verð kr. 4.990 BRUNCH Heilsu Brunch: Brauð, ostur, soðið egg, tómatur, gúrka, ávextir, sulta, kjúklingaskinka og íslenskt smjör Lúxus Brunch: Spæld egg, beikon, ostasneiðar, spægipylsa, brauð, kartöflur, ferskt tómatsalat, smoothie, ávextir, sulta, smjör og amerískar pönnukökur með sírópi. Valen tínusar matseð ill FERSKLEIKI • GÆÐI • ÞJÓNUSTA Skeifunni 8 | Kringlunni | sími 588 0640 | casa.is BOURGIE Hönnun: Ferruccio Laviani Svartur 49.000,- Glær 49.000,- STUTTAR FRÉTTIR ● Hagnaður Landsnets á síðasta ári nam 2.183 milljónum króna, en þetta er um 170% hærri upphæð en á síðasta ári. Rekstrarhagnaður fyrir fjármagns- liði (EBIT) nam 6.568 milljónum sam- anborið við 5.306 milljónir á fyrra ári og hækkar því um 1.262 milljónir á milli ára. Hækkun á rekstrarhagnaði fyrir fjármagnsliði skýrist einkum af hækkun gjaldskrár til stórnotenda í byrjun árs. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landsneti. Fjárfestingar hækkuðu nokkuð á milli ára og numu um 6.506 milljónum samanborið við 1.591 milljón árið 2012. Eiginfjárhlutfall í árslok var 19,9% mið- að við 17,7% í lok fyrra árs. 2,2 milljarða hagnaður BAKSVIÐ Helgi Vífill Júlíusson helgivifill@mbl.is Auðlindageirinn stendur undir ná- lægt 80% af útflutningi frá Íslandi. Vegna takmarkaðra náttúruauðlinda standa helstu atvinnugreinar auð- lindageirans frammi fyrir vaxtar- skorðum í náinni framtíð. Breikkun útflutnings og hröð uppbygging al- þjóðageirans er því lykilþáttur að sjálfbærri aukningu verðmætasköp- unar og bættum lífsskilyrðum til lengri tíma. Þetta kemur fram í upplýsingariti um alþjóðageirann sem Viðskiptaráð gaf út samhliða Viðskiptaþingi sem blásið var til á miðvikudaginn. Undir alþjóðageirann fellur öll sú starfsemi sem er ekki bundin við heimamark- að, samkeppnisvernd eða takmark- aðar náttúruauðlindir. Alþjóðageirinn er hlutfallslega smár á Íslandi. Uppbygging alþjóða- geirans hefur skapað forsendur fyrir sterkum hagvexti og bættum lífs- kjörum hjá ýmsum þróuðum ríkjum, t.d. Svíþjóð sem glímdi við banka- kreppu í upphafi tíunda áratugarins. Efnahagsstöðugleiki Frosti Ólafsson, framkvæmda- stjóri Viðskiptaráðs, segir í samtali við Morgunblaðið að til að ná árangri í uppbyggingu alþjóðageirans þurfi efnahagslegan stöðugleika. „Ef fjár- magnshöftin væru ekki og Ísland hefði burðuga mynt væru hér allar forsendur til að byggja upp klasa á vissum sviðum,“ segir hann. Alþjóðageirinn stendur einungis undir um 12% af heildarvirðisauka íslenska hagkerfisins samanborið við 22% hjá því sænska. Hlutfallið er 14% hjá Noregi og 18% hjá Dan- mörku. Samanburður við önnur hag- kerfi bendir til þess að talsvert svig- rúm ætti að vera fyrir hendi til að efla hlutdeild alþjóðageirans, að því er fram kemur í ritinu. Frosti segir að athyglisvert sé að alþjóðageirinn sé smærri á Íslandi en á Noregi, en þar er umsvifamilkill olíuiðnaður og sjávarútvegur. Hann segir að ef byggja á upp al- þjóðageirann þurfi samhliða að auka framleiðni í innlenda þjónustugeir- anum, bæði hjá hinu opinbera og einkafyrirtækjum. Með því megi skapa svigrúm til að færa þaðan fjár- magn og vinnuafl og flytja það þang- að sem það nýtist með betri hætti, helst í útflutning en ekki binda það í óhagkvæmari hluta opinbera þjón- ustugeirans. 80% af útflutningi frá auðlindageira  Með því að auka annan útflutning má efla lífskjör Tækifæri erlendis Frosti Ólafsson, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs. Morgunblaðið/Eggert Læra af Svíum » Viðskiptaráð vill læra af reynslu Svía af bankakreppu á 10. áratugnum. » Ráðist var í sértækar að- gerðir og kerfislægar breyt- ingar til að auka alþjóðlega samkeppnishæfni hagkerfisins sem leiddi til mikils hagvaxtar.                                        !  !   "# $ #    %  "&'()* (+(     ,-&.&+/0 -'+(1(23& 45+(2/5                         Skannaðu kóð- ann til að sjá gengið eins og það er núna á Vatnsmýrin Hátæknisetur Alvogen. ● Lyfjafyrirtækið Alvogen hefur mark- aðssett nýja samheitalyfjaútgáfu frum- lyfsins Infliximab í Lettlandi og Króatíu. Alvogen er fyrst lyfjafyrirtækja á markað með lyfið sem einnig verður markaðssett í Búlgaríu, Litháen, Póllandi, Ungverja- landi og Rúmeníu. Inflectra er samheitaútgáfa frumlyfs- ins Remicade sem m.a. er notað við meðhöndlun á ýmsum sjálfsofnæmis- sjúkdómum. Árleg sala frumlyfsins í Evr- ópu er um tveir milljarðar Bandaríkja- dala, segir í tilkynningu frá Alvogen. Alvogen með nýtt lyf ● Gjaldþrot Ölvisholts brugghúss nam um 112 milljónum, en félagið var úr- skurðað gjaldþrota í júlí árið 2010. Nýtt félag, ÖB Brugghús, keypti reksturinn, með öllum tækjum og tólum, af þrota- búinu og hélt rekstrinum áfram frá fyrri hluta árs 2011. Heildarkröfur í búið námu um 254 milljónum, en þar af voru forgangs- kröfur upp á 646 þúsund og almennar kröfur upp á 119,7 milljónir. Forgangs- kröfur voru að fullu greiddar og 7,7 millj- ónir upp í almennar kröfur, þ.e. 6,5%. 112 milljóna gjaldþrot Ölvisholts brugghúss

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.