Morgunblaðið - 14.02.2014, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 14.02.2014, Blaðsíða 17
FRÉTTIR 17Innlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. FEBRÚAR 2014 RÝMUM Askalind 3 • 201 Kópavogur • Sími: 562 1500 Mán. - föst. kl. 09-18 Laugardaga kl. 11-15 AFSLÁTTUR 50% AFVÖLDUMSÝNINGAR INNRÉTTINGUM FYRIRNÝJUMVÖRUM friform.is VEGNABREYTINGA ÍV ERSLUNOKKARBJÓÐU MVIÐ NOKKRARSÝNINGARI NNRÉTTINGARMEÐ50 %AFSLÆTTI. 30%AFSLÁTTURAFÞV OTTAHÚSINNRÉTTING UM TIL 20. FEBRÚAR. VIÐ HÖNNUMOGTEIKNUM FYRIR ÞIG Komdumeð eða sendu okkur málin af eldhúsinu, baðinu, þvottahúsinu, anddyrinu eða svefnherberginu - og við hönnum, teiknum og gerum þér hagstætt tilboð í glæsilega danska innréttingu í vægu verði.AFSLÁTTUR 30% AFÞVOTTAH Ú INNRÉTTING UM Ólafur Adolfsson lyfsali er nýr odd- viti sjálfstæðismanna á Akranesi vegna sveitarstjórnarkosninganna í vor, en hann hef- ur ekki haft op- inber afskipti af stjórnmálum fyrr. Ákveðið var að stilla upp fram- bjóðendum frek- ar en að hafa prófkjör og var framboðslistinn samþykktur sam- hljóða á fundi fulltrúaráðs sjálf- stæðisfélaganna á Akranesi. Blundað lengi í mér „Þetta hefur blundað lengi í mér,“ segir Ólafur um nýja vett- vanginn. „Ég hef alltaf verið póli- tískur í hugsun og það hefur áður verið orðað við mig að taka sæti á lista, sérstaklega í sambandi við al- þingiskosningar vegna þess að ég hef átt breiða skírskotun á svæð- inu. En sveitarstjórnarmálin eru mér hugleikin og þegar komið var að máli við mig og ég spurður hvort ég væri tilkippilegur til að leiða listann samþykkti ég það, hvort sem uppstilling eða prófkjör yrði fyrir valinu.“ Ólafur segir að vegna anna í starfi hafi hann ekki gefið kost á sér fyrr, en nú hafi hann tíma til að sinna stjórnmálunum. Málefna- vinnan vegna kosninganna í vor sé ekki hafin en ljóst sé að efla þurfi atvinnulífið á Akranesi. Innviðirnir séu frábærir og fyrirtæki eins og Skaginn hafi gert góða hluti, en það vanti til dæmis meiri atvinnu- tækifæri fyrir kvenfólk. steinthor@mbl.is Ólafur Adolfsson nýr oddviti sjálfstæðismanna Ólafur Adolfsson BAKSVIÐ Helgi Bjarnason helgi@mbl.is „Þetta hefur gerst áður og því fara allar viðvörunarbjöllur í gang. Við eigum ekki að að hafa áhyggjur en ég viðurkenni að ég hef sofið illa á nóttunni,“ segir Egill Steinþórsson, framkvæmdastjóri færeyska fisk- eldisfyrirtækisins Faroe Farming. Komið hefur upp skæð veira í einni sjókvíaeldisstöð í Færeyjum, svo- nefndur blóðþorri í laxi (ISA). Ekki er talin sérstök hætta á að veiran berist í sjókvíar hér við land. Fast er tekið á málinu í Fær- eyjum enda gekk þessi vírus nán- ast af laxeldinu þar dauðu í byrjun aldarinnar. Vírusinn var staðfestur við reglubundnar sýnatökur dýralækn- is í sjókvíastöð Bakkafrost við Sel- tröð síðastliðið sunnudagskvöld. Sýkingin var í einu sýni en í fram- haldinu ákvað Bakkafrost að slátra öllum laxi sem eftir var í stöðinni. Mun það vera búið. Laxinn var að nálgast sláturstærð. Jafnframt ákváðu yfirvöld að láta draga úr umfangi eldis tveggja næstu stöðva. Stöðvarnar verða síðan sótthreinsaðar og ekki er vitað annað en lax verði settur út að nýju í vor. „Ég man vel eftir því þegar þessi veira kom upp. Þá var allt orðið smitað á tveimur mánuðum. Núna virðist þetta vera einangrað tilvik, enn sem komið er að minsta kosti,“ segir Egill. Hann segir að nú séu fulltrúar stjórnvalda að taka sýni úr laxi í öllum stöðvum. Sjókvíaeldið sem hann stjórnar er á Suðurey og reiknar hann með að þar verði tekin sýni í næstu viku. Bakkafrost á tæplega helming hlutafjár í Faroe Farming. Byrjuðu frá grunni ISA-veiran sem Gísli Jónsson, dýralæknir fisksjúkdóma, nefnir blóðþorra í laxi er þekktur mein- valdur í Atlantshafslaxi, bæði villt- um laxi og eldislaxi. Veiran ræðst á rauðu blóðkornin og sprengir þau þannig að fiskurinn drepst. Veirar en landlæg í Noregi og fleiri löndum. Gísli segir að þetta sé inflúensuveira sem stökkbreytist og finnist í misjafnlega alvarlegum afbrigðum, rétt eins og flensurnar sem ganga í mannheimum. Illvígt afbrigði kom upp í sjókví- um í Færeyjum vorið 2000 og inn- an fjögurra ára hafði hún smitast í allar stöðvar landsins. Færeyingar ákváðu að slátra laxi úr öllum stöðvum í lok árs 2004 og hreinsa og byrja upp á nýtt með bólusett seiði. Síðan hafa fundist meinlaus afbrigði veirunnar, þar til nú að þetta illvíga afbrigði fannst. Gísli segir að veiran hafi ekki verið farin að valda tjóni í eldinu og reiknar með að varúðarráðstafanir sem gripið er til nái að stöðva út- breiðslu hennar. Ekki hætta hér á landi Veiran hefur aldrei fundist í eld- islaxi hér við land og Gísli telur ekki hættu á að hún berist hingað með hafstraumum. Nefnir hann að þegar veiran grasserði í Færeyjum hafi verið umfangsmikið sjókvíaeldi á laxi í Mjóafirði og það hafi slopp- ið. Því ættu laxeldisstöðvar á Vest- fjörðum að vera nokkuð öruggar. Hann segir aðspurður hugsanlegt að hún berist í kvíar með villtum laxi eða strokulaxi en til þess að veiran nái að breiðast út og valda verulegu tjóni þurfi sérstakar að- stæður, umfangsmikið eldi og stress í fiskinum. Sjúkdómastaðan er vöktuð. Sýni eru tekin úr öllum kynbótafiski og einnig úr laxi í sjóvíkum. Síðast voru tekin sýni á Vestfjörðum í janúar og bárust niðurstöður í vik- unni. Öll sýni reyndist hrein, að sögn Gísla. Allar viðvörunarbjöllur fara í gang  Blóðþorri fannst í eldislaxi í Færeyjum  Framkvæmdastjóri Faroe Farming segist hafa sofið illa fyrir áhyggjum  Ekki talin sérstök hætta á að veiran berist í lax í sjókvíum hér við land Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Sjókvíar Laxeldi hefur verið byggt upp í fjörðum Vestfjarða. Þar er gott eftirlit með sjúkdóm- um og ekki talin sérstök hætta á að laxaveiran berist þangað. Morgunblaðið/Sigurður Bogi Framkvæmdastjóri Egill Steinþórsson hefur lengi unn- ið við fiskeldi í Færeyjum og stjórnar nú Faroe Farming. Fimm sérfræðingar í krabbameins- lækningum hafa sent frá sér til- kynningu þar sem lýst er yfir stuðn- ingi við breytingar á skipulagi leitar að leghálskrabbameini hjá Leitarstöð Krabbameinsfélags Ís- lands. Um áramót urðu þær breyt- ingar hjá félaginu að nú býðst öll- um konum á aldrinum 23-65 ára að koma í leghálskrabbameinsleit á þriggja ára fresti. Áður var leitað á tveggja ára fresti hjá konum á aldr- inum 20-40 ára og á fjögurra ára fresti hjá 41-69 ára. Undir tilkynninguna rita þau Katrín Kristjánsdóttir, Karl Ólafs- son, Elísabet A. Helgadóttir, Ásgeir Thoroddsen og Anna Þ. Salvars- dóttir. Segja þau þessar breytingar á leitinni byggjast á miklum rann- sóknum sem hafi verið gerðar á hópleit vegna leghálskrabbameins, þar sem áhersla hafi verið lögð á að ná jafnvægi milli þess að finna sem flestar forstigsbreytingar og minnka jafnframt óþarfa inngrip. Hér fylgi Ísland í fótspor annarra landa á Norðurlöndum og annarra vestrænna þjóða. Hvetja læknarnir konur til að mæta í hópleitina. Fimm krabbameinslæknar styðja breytt skipulag í leit að leghálskrabbameini Morgunblaðið/Árni Sæberg Hópleit Krabbameinsrannsóknir í gangi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.