Morgunblaðið - 14.02.2014, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 14.02.2014, Blaðsíða 49
MENNING 49 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. FEBRÚAR 2014 The Lego Movie Yfir 15 milljónir Lego-kubba voru notaðar við gerð þessarar tölvu- gerðu myndar sem segir af Lego- verkamanninum Hemma sem lend- ir í því fyrir misskilning að þurfa að bjarga heiminum. Hemmi hefur enga reynslu af því að byggja Lego án leiðbeininga en það vilja bylting- arsinnar hins vegar gera. Fyrir misskilning halda þeir að Hemmi sé Lego-karlinn sem leiða eigi barátt- una gegn Harðstjóranum sem lagt hefur blátt bann við því að kubbað sé án leiðbeininga. Hemmi nýtur sem betur fer aðstoðar ofur-Lego- karlanna Batmans, Grænu lukt- arinnar og Súpermanns og lendir í miklum ævintýrum. Leikstjórar myndarinnar eru Phil Lord og Christopher Mille og helstu leik- arar í enskri talsetningu eru Will Ferrell, Elizabeth Banks, Morgan Freeman, Jonah Hill, Channing Tatum og Will Arnett en í íslenskri talsetningu, sem Hjálmar Hjálm- arsson leikstýrði, eru það Sigurður Þór Óskarsson, Salka Sól Eyfeld, Arnar Jónsson, Þorsteinn Bach- mann, Grettir Valsson, Orri Huginn Ágústsson og Ágústa Eva Erlends- dóttir. Metacritic: 82/100 Out of the Furnace Bræðurnir Russell og Rodney búa með dauðvona föður sínum og dreymir um betra líf. Rodney geng- ur í herinn og er sendur til Íraks en Russell hlýtur fangelsisdóm fyrir manndráp af gáleysi. Að lokinni nokkurra ára langri afplánun snýr Russell aftur heim og kemst að því að unnusta hans er búin að finna sér annan mann, að faðir hans er dáinn og bróðir hans snúinn aftur frá Írak og farinn að stunda ólög- lega hnefaleika. Rodney hverfur dag einn, lögreglan reynist ráða- laus og ákveður Russell þá að taka málin í sínar hendur. Leikstjóri er Scott Cooper og með aðalhlutverk fara Christian Bale, Casey Affleck, Woody Harrelson, ZoeSaldana, Wil- lem Dafoe, Sam Shepard og Forest Whitaker. Metacritic: 63/100 Robocop Endurgerð á framtíðartrylli Pauls Verhoeven frá árinu 1987. Myndin gerist árið 2028 og segir af fyr- irtækinu OmniCorp sem hagnast hefur mjög á framleiðslu vélmenna til notkunar í hernaði á erlendri grundu. Fyrirtækið hyggst hasla sér völl í löggæslu innanlands og þegar lögreglumaðurinn Alex Murphy særist lífshættulega sjá stjórnendur þess sér leik á borði og breyta honum í löggæsluvélmenni sem er að hálfu leyti maður með sterka réttlætiskennd. Leikstjóri er José Padilha og með aðalhlutverk fara Joel Kinnaman, Douglas Ur- banski og Abbie Cornish. Metacritic: 53/100 Nymphomaniac: Part 1 Fyrri hluti lokamyndarinnar í þrí- leik Lars von Trier um þunglyndi segir af erótísku ferðalagi konu einnar, Joe, sem er kynlífsfíkill. Ókunnur maður finnur hana illa farna eftir árás í húsasundi, fer með hana heim til sín og gerir að sárum hennar. Joe segir honum frá ótrúlegri ævi sinni og baráttu sinni við kynlífsfíkn. Með aðalhlutverk fara Charlotte Gainsbourg, Stellan Skarsgård, Shia LaBeouf, Uma Thurman og Christian Slater. Metacritic: 80/100 Bíófrumsýningar Lego, kynlífsfíkn, lögreglu- vélmenni og bræðrabönd Kubbar Lego-karlinn Hemmi í Lego-myndinni The Lego Movie. Rauð uppblásin Stjarna nefnist sýn- ing Solveigar Thoroddsen sem opn- uð verður í Kaffistofunni, Hverfis- götu 42, í dag kl. 16 og stendur til sunnudagsins 16. febrúar, en sýn- ingarsalurinn er opinn kl. 14-17. „Verkið samanstendur af ljós- mynd af þoku og hafi varpað á vegg, rauðum gúmmíbát á miðju gólfi, fjórum silkiþrykksmyndum af Zodiac-gúmmíbátum og nokkrum hálfgagnsæjum sælgætispokum. Sýningin hefst með gjörningi þar sem listakonan blæs upp rauðan gúmmíbát á gólfi sýningarrým- isins,“ segir m.a. í texta Margrétar Birnu Sveinsdóttur, meistaranema í listfræði við HÍ, um sýninguna. „Bátar eru dæmi um aðlögunar- hæfi mannsins, að finna sér leið til að sigla á sjónum og draga björg í bú. Þeir hafa yfir sér ofurhetjulegt og kynþokkafullt yfirbragð, upp- spenntir af útblásnum sprengi- krafti sem bíður þess að vera leyst- ur úr læðingi og kljúfa öldurnar af krafti, hugrekki, snerpu og leik- gleði,“ segir Solveig, sem þekkir gúmmíbáta af eigin reynslu þar sem fjölskylda hennar á bústað við Breiðafjörð. „Á sýningunni teflir Solveig fram andstæðum – ótamin náttúra gagn- vart manngerðum hlut í mann- gerðu umhverfi, hið kvenlega gagnvart hinu karllega. Úfið hafið í þokunni og báturinn vekja tilfinn- ingu fyrir andstæðum náttúrunnar og hins manngerða og jafnframt smæð mannsins gagnvart ægivaldi náttúrunnar. Þannig má túlka sýn- inguna út frá beinum fagurfræði- legum forsendum. En á sama tíma hefur innsetning á fjöldafram- leiddri vöru í manngerðu umhverfi, silkiþrykk af gúmmíbátum og sæl- gætispokum skýra skírskotun til popplistarinnar, og raunar framúr- stefnulistar almennt,“ segir m.a. í texta Margrétar Birnu. Rauður Verk Solveigar Thoroddsen samanstendur af ljósmynd af þoku og hafi varpað á vegg og rauðum gúmmíbát á miðju gólfi Kaffistofunnar. Dæmi um aðlög- unarhæfi manna  Náttúran gagnvart hinu manngerða EGILSHÖLLÁLFABAKKA THELEGOMOVIE ÍSLTAL3DKL.4:10-6:20 THELEGOMOVIE ÍSLTAL2DKL.3:40-5:50 THELEGOMOVIEENSTAL2DKL.3:40-8-10:10 OUTOFTHEFURNACE KL.5:40-8-10:20 LÍFSLEIKNIGILLZ KL.5:45-8-10:20 LÍFSLEIKNIGILLZVIP KL.5:45-8-10:20 JACKRYAN KL.10:20 LASTVEGAS KL.8 AMERICANHUSTLE KL.8:30 JÓNSI OGRIDDARAREGLAN ÍSLTAL2D KL. 4 - 6 FROSINN ÍSLTAL2D KL. 3:20 KRINGLUNNI THELEGOMOVIE ÍSLTAL3DKL.4:10-6:20 THELEGOMOVIE ÍSLTAL2DKL.3:40-5:50 OUTOFFURNACE KL.10:40 LÍFSLEIKNIGILLZ KL.8-10:20 12YEARSASLAVE KL. 6 -9 WOLFOFWALL STREET KL. 8:30 THELEGOMOVIEENSTAL2DKL.5:50 THELEGOMOVIE ÍSLTAL2DKL.5:50 LÍFSLEIKNIGILLZ KL.5:40-8-10:20 GRUDGEMATCH KL. 10:20 JACK RYAN KL. 8 12 YEARS A SLAVE KL. 5:15 LAST VEGAS KL. 5:40 - 8 AMERICAN HUSTLE KL. 10:15 NÚMERUÐ SÆTI SPARBÍÓ MERKTAR MEÐ GRÆNU EÐA APPELSÍNUGULU KR.750 Á APPELSÍNUGULT OG KR. 1000 Á GRÆNT THELEGOMOVIE ÍSLTAL3D KL.5:50 THELEGOMOVIEENSTAL2D KL.8 OUTOFTHEFURNACE KL.10:10 JÓNSI OGRIDDARAREGLAN ÍSLTAL2D KL. 6 LÍFSLEIKNIGILLZ KL.8-10:20 KEFLAVÍK AKUREYRI THELEGOMOVIE ÍSLTAL3DKL.5:50 THELEGOMOVIEENSTAL2DKL.8 OUTOFTHEFURNACE KL.10:20 LÍFSLEIKNIGILLZ KL.8-10:20 JÓNSI OGRIDDARAREGLAN ÍSLTAL2D KL. 6 24 Ó SK A RS TI LN EF N IN G A R DREPFYNDIN GAMANMYND MEÐ BESTU GRÍNLEIKURUM LANDSINS FRÁBÆR SKEMMTUN FRÁ FYRSTU MÍNÚTU TIME  ENTERTAINMENT WEEKLY  BÍÓVEFURINN/SÉÐ OG HEYRT HOLLYWOOD REPORTER  VARIETY  ENTERTAINMENT WEEKLY  ROGEREBERT.COM  “FYNDNASTA MYND SEM ÉG HEF LENGI SÉÐ, ALGJÖRT ÆÐI!” STÆRSTA OPNUN Í FEBRÚAR ALLRA TÍMA CHICAGO SUN-TIMES  “ONE OF THE BEST MOVIES I’VE SEEN THIS YEAR.“ JOBLO.COM  12 12 12 L L L 7Hættu að láta þig dreyma og byrjaðu að lifa. Missið ekki af fyrstu stórmynd ársins. Mynd sem allir eru að tala um! ÍSL TAL ÍSL TAL 6 Óskarstilnefningar 2 Golden Globe verðlaun -bara lúxus sími 553 2075 www.laugarasbio.is Tilboð í bíó GILDIR Á ALLAR SÝNINGARMERKTAR MEÐ RAUÐU LAUGARÁSBÍÓ Sýningartímar ROBOCOP Sýnd kl. 8 - 10:25 (P) THE LEGO MOVIE 3D Sýnd kl. 3:50 - 6 THE LEGO MOVIE 2D Sýnd kl. 3:50 DALLAS BUYERS CLUB Sýnd kl. 5:45 - 8-10:20 47 RONIN 3D Sýnd kl. 10:30 SKÝJAÐ M. KJÖTBOLLUM 2 2D Sýnd kl. 3:45 - 6 LIFE OF WALTER MITTY Sýnd kl. 8 POWE RSÝN ING KL. 10 :25

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.