Morgunblaðið - 14.02.2014, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 14.02.2014, Blaðsíða 25
FRÉTTIR 25Erlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. FEBRÚAR 2014 DREIFARAR • SNJÓTENNUR • SNJÓBLÁSARAR • SLITBLÖÐ A. Wendel ehf | Tangarhöfða 1 | 110 Reykjavík | Sími 551 5464 | wendel.is Tæki til vetrarþjónustu Stofnað 1957 Bogi Þór Arason bogi@mbl.is Sumum ráðherrum ríkisstjórnar Íhaldsflokksins og Frjálslyndra demókrata í Bretlandi er heitt í hamsi vegna deilunnar um lofts- lagsmál og umræðu um hvort rekja megi flóðin í landinu í vetur til hlýnunar jarðar af mannavöldum. Orkumálaráðherra Bretlands, Ed Davey, sem er frjálslyndur demókrati, sagði í ræðu í gær að íhaldssamir þingmenn, sem neit- uðu því að loftslagsbreytingar hefðu orðið af mannavöldum, væru „fávísir“ . Hann sagði að „afneitun“ þeirra stofnaði stefnu stjórnarinn- ar í loftslagsmálum í hættu og gæti stuðlað að auknum „öfgum í veður- fari“, m.a. flóðum eins og þeim sem verið hafa síðustu vikur eftir blaut- asta vetur í Bretlandi í 250 ár. Da- vey sagði að Bretar gætu aðeins tekið á loftslagsbreytingunum í samstarfi við Evrópusambandið en því væri stefnt í hættu með „djöfullegri blöndu“ afneitunar í loftslagsmálum og ótta við Evrópu- sambandið meðal þingmanna á hægrijaðri Íhaldsflokksins og í UKIP, flokki breskra sjálfstæðis- sinna. Davey sakaði þingmenn á hægri- jaðrinum um að stinga höfðinu í sandinn og „hafa eftir rök illræmd- ustu afneitunarmanna í loftslags- málum eins og páfagaukar, nota hvert frávik í loftslagsgögnum til að reyna að draga heildina í efa“. David Cameron, forsætisráð- herra Bretlands, hefur sagt að sér segi „mjög svo hugur um“ að úr- hellið og flóðin í Bretlandi í vetur megi rekja til loftslagsbreytinga af mannavöldum. Umhverfisráðherr- ann og íhaldsmaðurinn Owen Pat- erson hefur hins vegar ekki tekið undir það og sagt að Bretar þurfi „bara að sætta sig við það að lofts- lagið hefur verið að breytast öldum saman“. „Hitinn hefur ekki breyst síðustu sautján árin,“ sagði hann nýlega. Hann hefur einnig sagt að hlýnun geti lengt ræktunartímann og aukið landbúnaðarframleiðsluna í Bretlandi. Ekkert endanlegt svar Julia Slongo, aðalvísindamaður bresku veðurstofunnar, sagði á sunnudag að allt benti til þess að rekja mætti flóðin til loftslags- breytinga. „Öll gögnin benda til þess að þau tengist loftslagsbreyt- ingum,“ sagði hún og bætti við að ekki hefðu komið fram nein gögn sem stönguðust á við þá grund- vallarforsendu að hlýnun jarðar leiddi til meiri úrkomu. Breska veðurstofan sagði þó í skýrslu, sem birt var á sunnudag, að ekki hefði verið sannað að tengsl væru á milli loftslagsbreyt- inga og flóðanna í Bretlandi. „Hvað varðar stormana og flóðin veturinn 2013/14 er ekki mögulegt, enn sem komið er, að svara því endanlega hvort loftslagsbreytingar hafi stuðlað að þeim eða ekki,“ sögðu skýrsluhöfundarnir. AFP Hiti færist í deilu Breta um hlýnun Illviðravetur Alda skellur á sjóvarnargarði í Aberystwyth í vesturhluta Wales í illviðri sem gekk yfir Bretland í fyrrakvöld. Vindhraðinn mældist allt að 44 m/s í vesturhluta Wales og á norðvestanverðu Englandi.  Ráðherra segir þingmenn á hægri- jaðrinum stinga höfðinu í sandinn Tugir þúsunda heimila án rafmagns » Um 80.000 heimili voru án rafmagns í gær eftir illviðri sem gekk yfir Wales og Eng- land. » Komið hafði þá verið á raf- magni til 145.000 heimila til viðbótar sem voru rafmagns- laus um tíma í fyrrakvöld.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.